Morgunblaðið - 14.12.1997, Síða 43

Morgunblaðið - 14.12.1997, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 1997 43 Mig langar til kveðja Mögnu, frænku mína. Magna ólst upp með systkinum sínum norður í Furufirði á Horn- ströndum. Þar var búið á nokkrum bæjum og mannlífið fjörugt. Þeirra tíma þjóðvegur iá um hlaðið og mikill gestagangur. í hugum þess- ara systkina voru þessi ár í Furu- fírði sælutími. Þau voru þar sín barnsár og ólust upp með óvenju samtaka foreldrum. En ef til vill var birtan meiri yfír þessum tíma í huga Mögnu ef horft er til næstu ára í lífí hennar. Hún flutti með foreldrum sínum til ísa- fjarðar 18 ára gömul og fór að vinna. Hún eignaðist kærasta og giftist honum. Rómantíkin blómstr- aði og allt lék í lyndi. En það skín ekki alltaf sól. Þetta unga par veikt- ist af berklum og leiðin lá á Reykja- lund. Tilveran hrundi. Sambandið ' þoldi ekki það skuggalíf og firring- una sem fylgdi. Magna náði heilsu og bjó eftir það í Reykjavík og var höfuð sjálfr- ar sín. Hún vann fyrir sér á hefð- bundnu kvenmannskaupi það sem eftir var og það er ekki spuming að þeir græddu vel sem hún vann fyrir hvort sem það var nú Eimskip eða önnur minni fyrirtæki. Hún kunni hreint ekki að gera launa- kröfur en gat heldur aldrei annað en skilað fullkomnu verki. Á góðu árunum áttu ferðalög um ísland hug hennar allan og þar eignaðist hún marga góða félaga og tók ein- hver býsn af myndum sem allir kvíða fyrir að fara í gegnum en enginn tímir að sleppa. Það var líka eins og að hlusta á landakort þegar hún tók mann með sér í ferð. Magna var glæsileg á velli og heimsdömu- leg í fasi og skorti ekki athygli þar sem hún fór. Alltaf átti hún kost á ► félagsskap en ekki festi hún ráð ) sitt í annað sinn. Góðan félaga til margra ára kveður hún nú, Jóhann Pétur Sigurðsson. Hann tengdist fjölskyldunni ljúfum böndum, slíkur sem hann er. Samband okkar frænknanna var hið hlýlegasta eftir að við hættum að deila um flöskubragðið af Reykjavíkurmjólkinni fyrir bráðum fjörutíu árum. Báðar smámunasam- ar og sérvitrar og skildum hvor r aðra ágæta vel. Eg held ég ýki | ekkert þótt ég segi að mér hafí oft tekist að gera henni til hæfis. En ég gat ekki uppfyllt hennar síðustu bón og það var svolítið sárt. En ef til vill var það bara eins og það átti að vera. Hennar tími var kom- inn. Ævi Mögnu er öll. Afleiðingar berklastríðsins fóru að segja til sín þegar á leið. Nokkurra ára sjúk- dómsbasli er lokið. Við móðir mín, Inga Hanna Ól- ) afsdóttir og fjölskyldan öll, kveðjum með hlýhug og virðingu. Hulda Björg Sigurðardóttir. I » l . Eisku Magga frænka. Þannig byrjuðum við alltaf jóla- kortin til þín en nú er víst ekkert jólakort, aðeins örlítil minningar- grein. Þú ert komin í annað og betra líf á næsta tilverustigi. Veikindin sem þú ert búin að ganga í gegnum voru þér hræðilega erfið og þegar sér ekki fram á kvalalaust og betra líf á þessari jörð er oft lausn að fá að fara. Á stundum sem þessum er gjarn- an staldrað við og litið til baka. Þá eru margar minningarnar sem koma upp í hugann. Magga mín, þú varst svo góð við okkur alla tíð. Það var eins og að koma heim, að koma til þín í Fellsmúlann, þegar við vorum á ferðinní frá Akranesi. Það skipti ekki máli hvort við kom- um til að fá gistingu eða bara að skjótast í dyrnar til að heilsa upp á þig, þér fannst svo sjálfsagt að veita okkur allt. Hlýjan og kærleik- urinn frá þér til okkar þegar bróðir okkar lá veikur og eftir að hann dó er okkur alveg sérstaklega minnistæður. „Þó ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum. Hugsið ekki um dauðann með harmi og ótta; ég er svo nærri að hvert eitt ykkar tár snertir mig og kvelur, þótt látinn mig haldið .. . En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug, sál mín lyftist upp í mót til ljóssins: Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífíð gefur, og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykkar yfír lífínu .. . (Óþekktur höfundur.) Við vottum öllum aðstandendum okkar innilegustu samúð. Elsku Magga, hafðu þökk fyrir allt og allt. Þínar frænkur, Linda og Ólöf. Elsku Magga frænka. Með fáein- um orðum viljum við systkinin kveðja þig hinstu kveðju. Þótt þú hafir verið veik bjugg- umst við ekki við að þú færir svona snemma, en við vitum að nú líður þér vel hjá ömmu og afa. Magga átti ekki börn og urðum við því eins og hennar eigin. Á stundum er við vorum yngri fannst okkur þú fara fullsmámunalega með hætturnar úti, en það var bara af umhyggju sem þú gerðir það. Það var alltaf gaman að sækja þig heim í Fellsmúlann og skoða alla fallegu steinana og sníkja kon- fekt. Reyna síðan að sjá tröll og álfa úr klettunum sem þú varst búin að tína úti um land allt. Eins og Karen Ösp segir: „Magga frænka sem á alla fallegu gullstein- ana.“ Við ferðuðumst mikið með Möggu og óhætt var að reiða sig á að hún færi aldrei vanbúin í ferða- lög, þótt það væri bara sunnudags- bfltúr voru alltaf samlokur og smá- kökur með. Þær voru fáar þúfurnar eða klettabeltin sem þú þekktir ekki. Ógleymanlegt er þegar Einar og Magna flæddu inni í Hvalfjarðar- fjöru í steina leit, þó svo að snáðinn u.þ.b. 8 ára hafí verið dauðhræddur við sjóinn sem lokaði okkur af var þér frekar skemmt heldur en að hræðast, enda engin hætta á ferð. Þín verður sárt saknað þessi jól, enda hafa aldrei verið jól í Engjasel- inu ef þig hefur vantað. Ástarkveðja, Bryndís Björk, Einar Sigurður og Guðni Magni Kristjánsbörn. t Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, HELGA GUÐRÚN BERGMANNÍA PÉTURSDÓTTIR, Ægisíðu 98, Reykjavík, verður jarðsett frá Neskirkju miðvikudaginn 17. desember kl. 15.00 Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á meinsfélagsins. Heimahlynningu Krabba- Páll Guðmundsson, Sigríður Pálsdóttir, Helgi Þórisson, Einar Pálsson, Guðrún Linda Friðriksdóttir, Guðrún Pálsdóttir, Kristbjöm Rafnsson, Guðmundur Pétur Pálsson og barnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og htý- hug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, fósturföður, tengdaföður, afa og langafa, SIGURÐAR SÖEBECK jámsmiðs, Kleppsvegi 144, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks Heimahlynning- ar Krabbameinsfélagsins og starfsfólks deildar 1 Guðrún Kristinsdóttir, Gunnþómnn Sigurðardóttir, Viðar Eiríksson, Sigurður Sigurðsson, Áslaug Jóhannsdóttir, Styrmir Sigurðsson, Helga Marfa Jónsdóttir, Kristjana Mjöll Sigurðardóttir, Óskar Sigurðsson, Vífill Sigurðsson, Freygerður Guðmundsdóttir, Soffia Margrét Hrafnkelsdóttir, Þorlákur Jónsson, barnabörn og barnabarnabarn. t Innilegar þakkir tii þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ÁRNA ÞORKELS ÁRNASONAR, Vesturgötu 34, Keflavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Sjúkra- húss Suðurnesja fyrir alúð og umönnun. Helga Gunnólfsdóttir, Gunnlaug Eyfells Árnadóttir, Sævar Árnason, Ámý Kristbjörg Árnadóttir, Gunnólfur Árnason, Svala Árnadóttir, Hreiðar Árnason, Helga Árnadóttir, Ómar Árnason, Ámi Þór Árnason, Skjöldur Vattnar Árnason, Halldór Magnússon, Hildur Ellertsdóttir, Fanney Bjarnadóttir, Bjöm Pálsson, Ásta Eyjólfsdóttir, Sigurjón Hreiðarsson, Ingibjörg Blomsterberg, Ásta Þórarinsdóttir, Kristín Linda Sveinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Útför eiginmanns míns, föður okkar, sonar, bróður, tengdasonar og mágs, JÖKULS SIGURÐSSONAR, Hellulandi 24, Reykjavík, sem lést föstudaginn 5. desember, verður gerð frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 16. des- ember kl. 13.30. Sigríður Kristjánsdóttir, Tinna, Orri og Sunna Jökulsbörn, Guðrún Jónsdóttir, Sigurður Þorvaldsson, Sigrún Sigurðardóttir, Vilborg Sigurðardóttir, Ólöf Sigurðardóttir, Jón Sigurðsson og makar, Kristborg Benediktsdóttir, Kristján Oddsson, Benedikt Kristjánsson, Már Kristjánsson, Oddur Kristjánsson og makar. \t + Útför móður minnar, tengdamóður og ömmu, ELfSU ELÍASDÓTTUR frá Ljósstöðum, Glerárhverfi, til heimilis í Hátúni 12, Reykjavík, verður gerð frá Lögmannshlíðarkirkju þriðjudaginn 16. desember kl. 14.00. Ólafur Kristjánsson, íris Elísabet Arthúrsdóttir, Smári Ólafsson. ?V + Þökkum af alhug öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ELÍNAR K. SUMARLIÐADÓTTUR, Foldahrauni 37H, Vestmannaeyjum, áður Hofsvallagötu 17, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sjúkrahúss Vestmannaeyja. t. Guðbjörg Hjálmarsdóttir, Baldur Aðalsteinsson, Helgi Hjálmarsson, Sesselja G. Pálsdóttir, Auður Hjálmarsdóttir, Rúnar Eirfksson, barnabörn og barnabarnaböm. + Við þökkum af alhug samúð og hlýju við andlát og útför móður minnar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÖNNU ÞORSTEINSDÓTTUR, Garðvangi, Garði. Sérstakar þakkir til alls starfsfólks dvalarheimilanna Hlévangs og Garðvangs fyrir góða umönnun. Anna Pála Sigurðardóttir, Sveinn Ormsson, Eria Sigríður Sveinsdóttir, Gunnar Þór Sveinbjörnsson, Helga Sveinsdóttir, Magnús Sigmarsson, Anna María Sveinsdóttir, Brynjar Hólm Sigurðsson og barnabarnabörn. Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug í veikindum, við andlát og útför móður okkar, (JÓ)HÖNNU MATTHÍASDÓTTUR. Sérstakar þakkir til samstarfsfólks á Borgarspítala. Vilhjálmur Einar McDonald, Matthildur Ólafsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Við þökkum af alhug samúð og hlýju við andlát og útför GUÐMUNDAR ERASMUSSONAR, Syðri-Fljótum, Meðallandi. Systkini og frændsystkini.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.