Morgunblaðið - 14.12.1997, Síða 44
44 SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 1997
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
SVAVA GREENFIELD
+ Svava Greenfi-
eld Zoega
fæddist 23. nóvem-
ber 1911. Hún lést
á Landakotsspítala
1. desember síðast-
liðinn. Hún var
dóttir hjónanna,
Jóns trésmíða-
meistara og síðar
kaupmanns í
Reykjavík, Jóhann-
essonar Zoega, f.
19. ágúst 1883, d.
22. júní 1927, og
Hönnu Petreu
Sveinýjar Sveins-
dóttur Zoega, húsmóður, f. 10.
september 1884, d. 5. mars
1960. Systkini Svövu voru
Nanna Olgeirsson (skírð Guð-
rún Kristjana Zoega), f. 8. nóv-
ember 1909, d. 6. apríl 1989,
húsfrú í Grimsby, og Sveinn
Zoéga, f. 8. október 1913, d.
4. desember 1989, fram-
kvæmdastjóri í Reylgavík.
Svava giftist hinn 15. maí
1937 Eric Charles Greenfield,
f. 19. ágúst 1912, d. 21. apríl
1984, veitingamanni í London.
j Hann var sonur George og
Mary Greenfijeld. Börn þeirra
eru: 1) Jóna Ágústa Sparey, f.
í London 9. október 1939, kenn-
ari og fyrirlesari um ísland og
íslenskan krosssaum, búsett i
Somerset. Hún á tvær dætur
og tvo syni og tvö barnabörn.
2) Elisabeth Ann Greenfield
Frau, f. í London 24. janúar
1943, húsfrú í Palma á Mall-
orca, gift Sebastian Frau, f. 18.
júlí 1939 fasteignasala. Þau
^ eiga einn son og þrjár dætur
og tvö barnabörn. 3) Anita
Mary Page, f. í London 29. júni
1945, silfursmiður í
London, gift Geoff
Page, f. 20. nóvem-
ber 1943, þau eiga
eina dóttur og einn
son. 4) George Þór-
arinn Greenfield, f.
í London 3. des-
ember 1951, fram-
kvæmdastjóri í
London, kvæntur
Alison Greenfield,
f. 15. mars 1955,
þau eiga tvo syni.
Svava ólst upp í
foreldrahúsum í
Bankastræti 14,
hún hóf störf sem talsíma-
stúlka hjá Landssímanum árið
1930 og starfaði þar af og til,
á milli þess sem hún var erlend-
is. Árið 1931 fór hún til Dan-
merkur sem hússtúlka og til
Bretlands ári síðar. Hún kom
til íslands á ný 1932.
Svava og Eric hófu búskap
í London og bjuggu lengst af
í Fitzjohn Avenue og í Galley
Lane. Þau ráku veitingasölur
fyrstu búskaparárin en stofn-
settu síðar fyrirtæki sem ann-
aðist uppsetningu og þjónustu
á tóbaks- og sælgætissjálfsöl-
um víðs vegar um London og
nágrenni. Það fyrirtæki ráku
þau saman þar til Eric lést en
þá tók sonur þeirra við og
Svava dró sig smátt og smátt
í hlé frá störfum og fluttist síð-
an 1987 til Mallorca. Þar hafði
hún lögheimili og aðalbúsetu
en ferðaðist mikið til Bretlands
og íslands.
Utför Svövu verður gerð frá
Dómkirkjunni mánudaginn 15.
desember og hefst athöfnin kl.
13.30.
ZOÉGA
Mamma, hvað get ég sagt, loks-
ins hefur ósk þín ræst. Eg mun
sakna þín mjög mikið. Eg er ánægð
yfir því að hafa talað við þig stuttu
áður en þú skildir við okkur. Guð
blessi þig og þakka þér fyrir allt
sem þú gerðir fyrir mig, ég vona
að þú verðir ánægð í þínu nýja lífi.
Elska þig, mamma,
Liz.
Hinn 1. desember ’9_7 hvarf af
.^sjónarsviðinu sannur íslendingur
með sterkan og einstakan persónu-
leika. Við vorum nánar og ég mun
sakna þín mikið, mamma.
Ástarkveðjur,
Jóna.
Elsku mamma, sem einkasonur
þinn vissi ég alltaf að þú elskaðir
mig innilega. Ég á svo margar
dýrmætar minningar um okkur tvö
saman. Ég mun sakna þín mjög
og verð lengi að jafna mig af því
að tapa þér frá mér. Far þú í friði,
elsku mamma. Þinn,
George.
Skilafrestur
minningargreina
Eigi minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnudagsblaði
ef útför er á mánudegi), er skilafrestur sem hér segir: í sunnudags:
og þriðjudagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. í
miðvikudags-, fímmtudags-, föstudags- og laugardagsblað þarf grein-
in að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag.
Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför
hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi.
>
+
Ástkær móðir okkar, amma og langamma,
SVAVA GREENFIELD ZOEGA,
(Bankastræti 14),
90 Galley Lane,
Barnet,
sem lést mánudaginn 1. desember sl., veróur
jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík mánu-
daginn 15. desember kl. 13.30.
Jóna Sparey,
Elizabeth Frau, Sebastian Frau,
Anita Page, Geoffrey Page,
George Greenfield, Alison Greenfield,
barnabörn og barnabarnabörn.
Eftirmiðdaginn 1. desember sl.
gerðist það sem við höfðum öll
verið að bíða eftir dagana á undan.
„Auntie“ Svava var látin, loksins
hafði hún fengið hvíldina sem hún
hafði þráð svo lengi. Hún kom hing-
að í ágúst til þess eins að fá að
hvíla í íslenskri grund.
Það var einstök lífsreynsla fyrir
mig að eiga afasystur eins og
Svövu. Það að ungur drengur gæti
skroppið til Englands í sumarfríum
sínum var einstakt. Reyndar var
það svo að ég fór á sumrin til syst-
ur Svövu, Nönnu, til Grimsby, en
eftir að hún flutti heim 1972, fór
ég í staðinn til Svövu í London.
Mörg sumur dvaldi ég hjá Svövu
og var hvert sumarið af öðru fullt
ævintýra og ógleymanlegrar lífs-
reynslu. Svava var einstök, lífsgleð-
in mikill og stutt í kímnina, það
var alltaf líf í kringum hana og hún
vildi hafa það svoleiðis. Þær eru
margar minnigarnar sem koma í
hugann þegar maður hugsar til
þess tíma er ég dvaldi í Galley
Lane. Þó held ég að ein verði ætíð
efst í huga mér en það var sumar-
ið 1974 er ég og Svava vorum að
fylgjast með heimsmeistarakeppn-
inni í knattspyrnu (í beinni útsend-
ingu i Englandi). Hvað hún lifði
sig inn í leikina, hún hoppaði upp
og hrópaði er spennandi atvik gerð-
ust í leiknum, síðan við og við hljóp
hún út úr stofunni og sagði við
mig „Ég get ekki horft á þetta leng-
ur, ég verð allt of spennt“. Síðan
tveimur þremur mínútum síðar var
hún kominn inn aftur til að fylgj-
ast með. Svona var Svava, hún lifði
sig svo inn í þá hluti sem henni
þóttu skemmtilegir.
ísland skipaði ætíð stórum sess
í hennar huga og hún hugsaði stöð-
ugt heim, hún elskaði þetta land
og fólkið sem byggði það. Afí Sveinn
sá líka til þess að hún hefði allar
þær fréttir sem hún þurfti héðan
að heiman. Bæði söfnuðu þau frí-
merkjum og mynt, afi sendi henni
frímerki og mynt frá Islandi og
Svava sendi honum frá Englandi
enska mynt og frímerki. Henni þótti
vænt um bróður sinn, svo og ömmu
Siggu, og voru þau henni mjög
náin og hún þeim. Það voru einstak-
ir tímar er Svava var að koma í
heimsóknir til íslands, þá voru dag-
amir lengi að líða er maður beið
þess að komudagurinn rynni upp.
Síðan þegar dagurinn kom þá reyndi
maður að komast með út á völl að
ná í hana eða beið heima í stofu
hjá afa og ömmu eftir henni.
Síðan kom að síðustu heimkomu
Svövu til íslands í ágúst sl. og hún
lagðist inn á Landspítalann og síð-
ar Landakot þar sem jarðvistinni
lauk. Einn af síðustu ævidögum
Svövu var 23. nóvember sl. sem
var 86. afmælisdagur hennar og
jafnframt sá síðasti. Við munum
lengi minnast þessa dags og hve
vel upplögð Svava var og hve hún
skemmti sér konunglega. Já, minn-
ingarnar eru margar og góðar, og
í þeim mun einstök persóna lifa
áfram djúpt í hjörtum okkar. Börn-
um, barnabörnum og barnabarna-
börnum hennar sendi ég mínar inni-
legustu samúðarkveðjur.
Elsku Svava, þakka þér fyrir
allt sem þú hefur gert fyrir mig
og hve vel þú hefur ætíð reynst
mér. Þér á ég margt og mikið að
þakka, seint hef ég getað endur-
goldið þér í eigin persónu en þitt
fólk mun ætíð getað leitað til mín
og mun ég ætíð hjálpa þeim sem
ég get af eintómri þakkarskuld við
þig. Far þú í friði, elsku Svava mín.
Sveinn Guðmundsson.
Svava var alltaf hrókur alls fagn-
aðar með skemmtilegan og hrífandi
persónuleika. Hún var hávaxinn,
glæsilegur íslendingur af víkinga-
kyni. Hún mun ætíð lifa í minningu
þeirra sem þekktu hana og elsk-
uðu, og fyrir mér verður hún alltaf
„My mum“.
Anita Page.
Til okkar elskulegu íslensku
ömmu. Stórbrotni styrkur þinn og
endalausa kímnigáfa mun lifa með
okkur að eilífu. Við munum ætíð
sakna þín, ástarkveðjur,
Svava og Lára.
Með nokkrum orðum vil ég minn-
ast Svövu minnar,_sem ég kynntist
fyrir 40 árum. Ég frétti af ís-
lenzkri konu búsettri í London sem
væri stödd á íslandi í leit að heimil-
ishjálp. Ég dreif mig til hennar og
við ræddum góða stund saman á
fallegu heimili bróður hennar og
mágkonu, heiðurshjónanna Sigríð-
KRISTBJÖRG JÓNA
BJÖRGÓLFSDÓTTIR
+ Kristbjörg Jóna
Björgólfsdóttir
var fædd í Blöndu-
hlíð í Hörðudal í
Dalasýslu 13. febr-
úar 1927. Hún lést
1. desember síðast-
liðinn. Foreldrar
hennar voru Björ-
gólfur Ólafsson og
Jósafína Einars-
dóttir.
Kristbjörg var
gift Stefáni Sigur-
bentssyni bygging-
arfræðingi. Barn
þeirra er Sigríður
Björg, þjónustu- og sölusljóri,
hún er gift Gunnari Sæmunds-
syni véltæknifræðingi. Þau
eiga tvo syni, Stefán og Hörð.
Sambýliskona Stefáns er Dag-
mar Gústafsdóttir.
Útför Kristbjargar fór fram
í kyrrþey frá Fríkirkjunni í
Hafnarfirði 9. desember.
Mig langar til að minnast tengda-
móður minnar, Kristbjargar Jónu
Björgólfsdóttur, með nokkrum fá-
tæklegum orðum. Kristbjörgu
kynntist ég árið 1975 þegar ég
byijaði að vera með dóttur hennar,
Sigríði. Kristbjörg tók mér afar vel
og það leið ekki á löngu áður en
ég var orðinn heimagangur á henn-
ar heimili.
Kristbjörg var gift Stefáni Sigur-
bentssyni en hann lést árið 1973,
aðeins 44 ára gamall.
Stefán lést úr hvítblæði.
Sigríður er eina barn
þeirra hjóna. Þau
byggðu hús á Svölu-
hrauni í Hafnarfirði sem
var ólokið þegar Stefán
féll frá. Kristbjörg klár-
aði að byggja húsið og
flutti inn í það ásamt
dóttur sinni. Með þessu
sýndi Kristbjörg mikinn
dugnað og kjark sem
einkenndi hana á þessum
árum.
Við Sigríður hófum
búskap á heimili Krist-
bjargar og bjuggum á hennar heim-
ili í fjögur ár. Þessi ár var ég í
námi. Ég var oft spurður að því af
skólafélögum og vinum hvernig
væri að búa hjá tengdamóður minni,
því var auðsvarað, við vorum vinir
og unnum heilmikið saman við hin-
ar ýmsu framkvæmdir, t.d. við hús-
ið hennar. Sigríður, konan mín,
kvartaði oft yfír því að hún tæki
frekar minn málstað.
Það sem einkenndi Kristbjörgu
öðru fremur var lítillæti, hún fór vel
með peninga og eyddi litlu í sjálfa
sig en var óspör á að eyða í aðra.
Kristbjörg hugsaði vel um dóttur-
syni sína, hjá henni áttu þeir ör-
uggt athvarf hvenær sem var. Hún
var vakandi yfír velferð þeirra og
fyrir það á hún miklar þakkir skil-
ið. Fyrir mörgum árum kom í ljós
að Kristbjörg var með sjaldgæfan
blóðsiúkdóm, það var hægt að halda
ar og Sveins Zoéga í Bankastræt-
inu. Mér leist strax vel á þessa
elskulegu konu og réð mig í eitt
ár til hennar, þar sem hún bjó í
Hertfordshire í útjaðri London
ásamt eiginmanni sínum Eric Gre-
enfíeld og fjórum börnum þeirra,
Jónu, Elisabeth, Anitu og George.
Hjá Svövu var gott að vera, hún
reyndist mér eins og umhyggjusöm
móðir og einnig vinkona. Hún hafði
létta lund, hafði gaman af að gant-
ast og hlógum við oft saman.
Hún talaði íslenzkuna lýtalaust.
Heimilið hennar var faliegt og
snyrtilegt, margir vinir komu í
heimsókn og gistu, og voru allir
aufúsugestir. Hún bað alla gesti
að skrifa nafn sitt á léreftsdúk, svo
saumaði hún nöfnin í dúkinn. Svava
var dugnaðarforkur, vann oft á
kvöldin á veitingastað, sem þau
hjón ráku, og hlakkaði ég alltaf til
þegar hún kom heim á kvöldin, og
við spjölluðum yfir tesopa. Fyrir
nokkrum árum andaðist Éric, seldi
þá Svava húsið sitt í London og
keypti hús á Mallorca í nálægð við
Elisabeth dóttur sína og hennar
fjölskyldu. Hin þrjú börnin hennar
búa öll í Englandi. Hún átti orðið
fjölda afkomenda. Hún kom oft til
„landsins síns“, alltaf hittumst við.
Sú vinátta og tryggð er dýrmæt.
Hún vildi ávallt fylgjast með fjöl-
skyldu minni, og öll börnin okkar
muna Svövu í London. Á haustdög-
um kom hún veik í síðustu ferð
sína til íslands. Hún var þakklát
öllum sem heimsóttu hana hún
hafði litla gestabók á borðinu við
rúmið, sem allir skrifuðu í, í hvert
skipti sem þeir komu í heimsókn.
Bróðurbörn hennar og fjölskylda
sýndu henni mikla umhyggju í veik-
indum hennar og vitjuðu hennar
hvern dag. Hún varð 86 ára í nóv-
ember sl. Við hjónin heimsóttum
hana á Landakot, þá var sonur
hennar kominn, en öll börnin henn-
ar komu til skiptis að utan, og
fengu að gista í herberginu hjá
henni. Myndir af fólkinu sínu hafði
hún hjá sér. Hún brosti og bauð
upp á kaffí og afmælistertu. Þetta
var síðasta heimsóknin. Við kvödd-
um og sögðum: „Guð geymi þig,
Svava okkar“.
Innilegar samúðarkveðjur send-
um við bömum hennar, bróður-
börnum og öðrum ættingjum.
Anna Hannesd. Scheving.
honum niðri í mörg ár en síðastlið-
ið sumar tók sjúkdómurinn völdin
sem endaði með andiáti Kristbjarg-
ar. Kristbjörg var mjög trúuð kona
og það veitti henni mikinn styrk í
veikindum hennar.
Kæra Kristbjörg, ég mun ávallt
minnast þín með miklum hlýhug.
Gunnar Sæmundsson.
Elsku amma mín. Engin orð fá
því lýst hve sorgin var mikil að sjá
þig fara svona fljótt frá okkur. Það
er alltaf skrýtið í hvert sinn sem
við missum ástvin hvað við hugsum
alltaf hve dauðinn er alltaf nálægt
okkur öllum. Þó að þú værir búin
að vera með þennan alvarlega og
sjaldgæfa bióðsjúkdóm nokkuð
lengi héldum við að við fengum að
hafa þig lengur hérna hjá okkur.
Elsku amma mín, það sem var þér
efst í huga meðan þú varst á spítal-
anum var að komast heim sem
fyrst, en við skulum öll biðja þess
að þú sért nú komin heim. Mér er
það minnisstætt þegar þú komst
alltaf heim í hádeginu þegar
mamma og pabbi voru í vinnunni
og eldaðir hádegismat handa okkur
bræðrunum. Þú varst líka alltaf
dugleg að fara í kirkjuna þína og
við bræðurnir fórum oft með þér.
Elsku amma, vinkonur þínar voru
margar sem þú eignaðist yfir ævina,
og ein þeirra er unnusta mín, Dag-
mar. Við söknum þín sárt, elsku
amma mín.
Elsku amma, engin orð fá því
lýst hve söknuður okkar er mikill
en við lifum með minningu þína í
hjarta okkar og í þeirri von að við
eigum eftir að hittast seinna og
eiga saman fleiri samverustundir.
Stefán og Dagmar.