Morgunblaðið - 14.12.1997, Síða 50
50 SUNNUDAGUR 30. NÓVEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
HUGVEKJA
ÍDAG
*
Erindrekar
í hugvekju dagsins
segir sr. Heimir
Steinsson: Reynsla
mín af samferða-
mönnum í áratuganna
rás, segir mér þó, að
beinir afneitarar, -
svokallaðir guðleys-
ingjar, - séu fáir.
IÐULEGA hafa menn við
mig orð á hugvekjum þeim, sem
birtast hér í Morgunblaðinu á
helgum dögum. Að jafnaði eru
lesendur jákvæðir, og fyrir það
þakka ég í þessum rituðum orð-
um. Stundum heyri ég ábend-
ingar til eftirbreytni. Þannig
getur dálítil greinaröð í blaði
orðið upphaf samræðna um
hugstæð efni.
Eftir hugvekjuna, sem birtist
á sunnudaginn var, kom vinur
minn að máli við mig og sagði:
„Hún er vafasöm sú fullyrðing
þín, að upp til hópa verði menn
trúarlega fullveðja eða „raun-
kristnir“, eins og þú kallar það,
fyrr eða síðar á lífsferlinum.
Sumir verða raunkristnir,
hugsanlega allmargir. En flest-
ir eru ósnortnir af trúnni alla
ævi.“
Hugleiðum þetta litla stund.
Ávöxtur
lífsreynslu
Trúin er sjóður, sem hveijum
og einum stendur til boða að
rækta með sér. Vissulega er
þess kostur að vanrækja trúna,
jafnvel afneita henni að fullu.
Reynsla mín af samferðamönn-
um í áratuganna rás segir mér
þó, að beinir afneitarar, svokall-
aðir guðleysingjar, séu fáir.
Hinir eru fleiri, sem reynast
tómlátir um trúna, láta sér fátt
um hana fínnast. Allt um það
hafa þeir veður af trúnni og
vita, að hún er innan seilingar,
þegar eftir er leitað.
Trúin kviknar meðal annars
á vegamótum ævinnar. Algeng-
ast er, að hún glæðist í hug-
skoti manna sem ávöxtur lífs-
reynslu, þegar menn einhverra
hluta vegna standa andspænis
dýpri ráðgátum tilverunnar.
Með nokkrum hætti verður að
leita svars við þeim spuming-
um, sem þá vakna. Maðurinn
væri heillum horfínn, ef trúar-
legar lausnir ekki hvörfluðu að
honum við slík tækifæri.
í hugheimi
Svo er margt sinnið sem
skinnið, og fjöldi leiða liggur
að því marki að glæða trú við
hjartarætur einstaklinga. Lest-
ur góðra bóka verður ýmsum
til uppbyggingar og á sundur-
leita vegu. Þessa stundina er
Andrés Björnsson að lesa „Að-
ventu" Gunnars Gunnarssonar
I Útvarpinu alla virka daga.
Ævar Kjartansson skírskotaði
tíl þessa lestrar nýverið og
nefndi lesturinn „andaktina".
Sú nafngift var engan veginn
út í hött. Sama orð mætti við-
hafa um fjölmargt annað í ís-
lenzkum bókmenntum. Þá á ég
einnig við svonefndar veraldleg-
ar bókmenntir, en ekki einungis
trúarrit. Ég leyfí mér að vitna
í brot úr ljóði eftir Stein Stein-
arr, en í 21. hluta Tímans og
vatnsins kallast hendingar
skáldsins á með þessum hætti:
Ég hef búið mér hvílu
í hálfluktu auga
eilífðarinnar. -
- Meðan eilífðin horfir
mínum óræða draumi
úr auga sínu.
Enginn veit nú, hvert Steinn
sjálfur stefndi með þessum ljóð-
línum. En til íhugunar geta þær
orðið kristnum lesanda, sem
kunnugur er einingarreynslu
einhver nothæfasta trúarjátn-
ing, er samin hefur verið á ís-
lenzku á 20. öld.
Þótt mér þyki umrædd vísu-
orð taka öðru fram, eru þau
engan veginn neitt einsdæmi.
íslenzkar bókmenntir í ljóðum
og lausu máli búa yfír aragrúa
efnis til uppbyggingar. Líklegt
er, að athugull lesandi fínni þar
fjölmargt sér til trúarlegs
þroska.
Tónheimar þjóna ekki síður
en orðsins mennt sem uppbygg-
ingarefni. Dijúgur hluti tónlist-
ar í veröldinni er af trúarlegri
rót. Nú á dögum unir vaxandi
fjölmenni við tóna, lætur göfg-
ast andlega og glæðir trú sína
með þeim hætti.
Þegar um það er rætt, hve
margt það er, sem leiðir mann-
inn til trúarþroska, skyldi nátt-
úrunnar ríki sízt gleymast.
Lækur í íjalli, gras á grundu,
blómstur í garði, fjallstindur og
andblær himins: Öll slá þessi
rök hjartans hörpustrengi með
þeim hætti, að trúin fær byr
undir báða vængi. Menn bera
kennsl á einingu sína við allífið
og fyllast djúpri lotningu.
„Hann er dáinn
fyrir alla“
Raunkristinn einstaklingur
hlýtur að ala með sér þá von,
að sérhver maður leiti sér um
síðir staðar í nánarfaðmi al-
máttugs Guðs. Þetta vitum vér,
að er þóknanlegt „frelsara vor-
um Guði, sem vill að allir menn
verði hólpnir og komist til þekk-
ingar á sannleikanum", eins og
segir í fyrra Tímóteusarbréfí (1.
Tím. 2:3-4), en hliðstæð orð
getur víðar að líta í Heilagri
ritningu. Jesús Kristur kvaðst
sjálfur vera kominn í heiminn
„til þess að láta líf sitt til lausn-
argjalds fyrir marga“ (Mark.
10:45), en Páll postuli víkur
þeim orðum við og segir: „Og
hann er dáinn fyrir alla, til þess
að þeir, sem lifa, lifí ekki fram-
ar sjálfum sér, heldur honum,
sem fyrir þá er dáinn og uppris-
inn“ (2. Kor. 5:15).
Það er mikill viðburður í lífí
kristins manns, er hann full-
vaxta glöggvar sig á skírnarnáð
sinni og fyrir heilagan anda
eignast trú á Jesúm Krist sem
persónulegan frelsara sinn. En
þar með er honum líka falið það
verkefni gagnvart bræðrum sín-
um og systrum að styðja þau
öll áleiðis til Guðs eða eins og
postulinn einnig segir á síðast
greindum stað. „Vér erum því
erindrekar Krists“ (2. Kor.
5:20). Vonin um sáluhjálp öllum
til handa knýr oss tíl að ganga
erinda frelsarans og leiða aðra
menn að krossi Krists. Hina
fjölmörgu í öðrum heimshlut-
um, sem aldrei heyra Drottins
getið, felum vér órannsakan-
legri mildi hins algóða Guðs,
en staða þeirra í alverunni væri
vissulega efni í aðra hugvekju
við hentugleika.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags
Meiri
umfjöllun
um miðbæinn
MIG langar að þakka
Samúel T. Péturssyni fyrir
mjög gott innlegg í um-
ræðu um uppbyggingu
miðbæjarins. Vonandi
verður þetta bréf hans til
þess að auka umræðu um
þetta mál og æskilegt væri
að fleiri, sem hafa áhuga
á málinu, tjái sig um það.
Sá hugsunargangur, að
hafa miðbæinn sem eins-
konar Árbæjarsafn þar
sem engu má breyta, er
að ganga af verslun í mið-
bænum dauðri.
Lesandi.
Óréttlæti
með próftíma
MÉR finnst fáránlegt að
það skuli þurfa að tíma-
setja próf þannig að fjöldi
manns nái ekki að ljúka
prófi á tilskildum tíma.
Þetta segir ekkert um
þekkingu nemenda því
sumir eru fljótari að skrifa
og hugsa en aðrir. Mér
finnst að fólk eigi að fá
þann tíma sem það þarf
til að ljúka prófi. Auðvitað
þarf að setja einhver tíma-
mörk en þau ættu að
minnsta kosti að vera það
rúm að flestir nái að Ijúka
prófinu.
Mér finnst alls ekki
sanngjamt að fella menn
á mætingu. Sumir lesa ut-
anskóla og það er alveg
hróplegt óréttlæti að menn
sem ná prófi falli á mæt-
ingu.
Valborg Böðvarsdóttir.
Ábending til
foreldra í Garðabæ
BORIÐ hefur á því að
stálpaðir unglingar í
Garðabæ hafi verið að
kasta eggjum í hús hjá
fólki í Holtsbúð. Er það
eindregin ábending til for-
eldra í hverfinu að þeir
ræði þetta við böm sín.
Ibúi við Holtsbúð.
Poki tekinn í
misgripum
í flugi frá Dublin
ÞORBJÖRG hafði sam-
band við Velvakanda og
sagðist hún hafa verið að
koma heim frá Dublin
mánudagskvöldið 8. des.
Geymdi hún poka merkt-
um Dublinar-fríhöfn í hólf-
inu fyrir ofan sætið sitt.
Það virðist sem einhver
hafi tekið hennar poka í
misgripum og skilið sinn
eftir. Biður hún þann sem
ruglaðist á pokum um að
hafa samband við sig í
síma 552 3893.
Dýrahald
Týndur köttur
PATTARALEGUR, svart-
ur og hvítur högni, með
ljósbláa ómerkta ól, týndist
frá Sogavegi 202, þriðju-
daginn 9. desember. Hafi
einhver orðið ferða hans
var er hann beðinn að
hringja í síma 553 7578.
Tapað/fundið
Slæða
týndist
ÞESSI litskrúðuga slæða
týndist í miðbæ Reykjavík-
ur fyrr á árinu einhvers
staðar á leiðinni frá Mokka
og um nálægar verslunar-
götur.
Slæðan er persónuleg
eign, en myndin með slæð-
unni var á filmu sem talið
var að hefði glatast í fram-
köllun en kom fram fyrir
skömmu.
Fundarlaunum er heitið
þeim sem hefur fundið
slæðuna. Vinsamlegast
hringið í síma 557 3333.
Morgunblaðið/ Ásdís.
VIGFÚS Jón Vigfússon þriggja ára heilsar sveinka.
Víkveiji skrifar...
STUNDAGLAS ársins 1997
tæmist senn. Það er hálf önnur
vika til jóla. Hálf þriðja til loka
ársins, sem þar með hverfur í ald-
anna skaut.
Stytztu dagar ársins fara í hönd.
Að viku liðinni er skammdegið
mest. Það er samt ekki hægt tala
um dimma desemberdaga. Skraut-
Ijós, sem spanna allt litrófið, lýsa
upp hús og hverfí, bæi og byggðir.
Og vonandi nær Jólabarnið, sem
er ljós heimsins, inn í hjörtu okkar
og.hugi.
Islendingar leggjast ekki í neins
konar vetrarhíði deyfðar og doða í
skammdeginu. Allt er reyndar á
hraðferð. Allir í ati og önnum. Ann-
ríki þessara desemberdaga er slíkt
að það reynir til hins ýtrasta á
taugaþanþol fólks, bæði á heimilum
og á vinnustöðum, einkum þeim er
tengjast ,jólavertíðinni“.
Gauragangurinn er reyndar um
of, varlega orðað. Menn þurfa að
halda hugarró sinni; láta aðgát og
hyggindi ráða ferð í jólaundirbún-
ingi. Annað kemur ekki heim og
saman við tilefni hátíðarinnar. Og
jólin eru alltof dýrmæt til að sökkva
þeim í angurgapahátt.
XXX
AÐ ÆTTI ekki að teljast til
forréttinda að fá að móta eig-
in framtíð. Þó búa milljónir manna
við það að fá engu ráðið um líf sitt
og hamingju. Þetta fólk býr við ör-
birgð og óréttlæti, fólk, sem vegna
aldagamalla venja og fordóma fær
aldrei notið hæfíleika sinna né vinnu.
Þar eru konur í meirihluta."
Það er Vígdís Finnbogadóttir, fyrr-
verandi forseti lýðveldisins íslands,
sem þannig kemst að orði í „Margt
smátt", fréttabréfí Hjálparstofnunar
kirlq'unnar. Og hún bætir við:
„Þar sem konur njóta heilsu-
gæzlu, fræðslu og Qárráða hefur
náðst árangur í baráttu við örbirgð
og dregið hefur úr offjölgunar-
vanda. Smálán til eigin atvinnu-
reksturs, fræðsla um getnaðarvarn-
ir og hreint vatn stuðla hvert um
sig að bættum kjörum kvenna. Þær
hafa reynzt skilvísir lánþegar og
ávaxtað pund sitt vel. Konur eru
farvegur breyttra tíma, ekki þægir
þiggjendur. Á því leikur enginn
vafí að baráttan er þeirra og landa
þeirra og að hindrunum er smám
saman rutt úr vegi. Við eigum þess
kost að létta konum þriðja heimsins
lífíð. Með hnitmiðaðri aðstoð getum
við létt af þeim oki daglegs amst-
urs svo þær geti í auknum mæli
snúið sér að þátttöku í samfélaginu
og farið að njóta ávaxta vinnu sinn-
ar.“
xxx
IGDÍS Finnbogadóttir er í
þessum orðum að hvetja fólk
til stuðnings við Hjálparstofnun
kirkjunnar: „Ég tek því heilshugar
undir markmið jólasöfnunar Hjálp-
arstofnunar kirkjunnar að veita
konum frelsi til að velja, velja fót-
festu, velja öryggi, velja sér fram-
tíð.“
Karlar geta tekið undir þessi orð,
ekkert síður en konur. Þeir gera
það í nafni réttlætis, í nafni mæðra,
eiginkvenna, systra og dætra. Þeir
gera það ekki síður í nafni áa okk-
ar, sem þraukuðu við harðindi og
kröpp kjör - og án teljandi mögu-
leika til að njóta eigin hæfileika -
á myrkum öldum íslands sögu.
xxx
SÉRHVER íslendingur ætti
sjálfviljugur og með glöðum
huga að setja Hjálparstofnun kirkj-
unnar á jólagjafalista sinn.
Við skulum í þessu sambandi
muna eftir því að það skiptir máli
inn í hvaða umhverfi, hvaða þjóð-
skipulag, hvaða Qölskyldu barn
fæðist. Barn, sem fæðist á íslandi,
fæðist til annars og betra lífs, ann-
arra og meiri möguleika en bam í
fátækum og frumstæðum löndum
þriðja heimsins. Börn vestrænnar
velferðar skulda, að mati Víkveija,
hjálparstofnunun, sem sinna þriðja
heiminum, velferðarskatt. Hjálpar-
stofnun kirkjunnar kemur þeim
skatti, skattinum til „minnsta bróð-
urins“, tryggilega til skila.