Morgunblaðið - 10.01.1998, Side 6

Morgunblaðið - 10.01.1998, Side 6
6 LAUGARDAGtTR 10. JANUAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Fjármálaráðuneytið Dagblaðakaupum hefur verið hætt FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur sagt upp áskriftum að DV, Degi og Morgunblaðinu. Hér er um að ræða áskrift að 100 eintökum af hverju blaði, sem hafa verið greiddar fyrir ráðuneyti, sjúkrastofnanir og sendi- ráð, svo eitthvað sé talið. Haraldur Sverrisson, deildar- stjóri í fjármálaráðuneytinu, sagði í gær að þetta væri gert í samræmi við breytingartillögu, sem formenn allra þingflokka hefðu lagt fram við fjárlagafrumvarp þessa árs. Blaða- kaup fjármálaráðuneytis hefðu á undanfórnum árum verið skorin jafnt og þétt niður, nú síðast árið 1994 þegar ákveðið var að kaupa 100 eintök af hverju dagblaði í stað 250. í greinargerð með breytingartil- lögunni er lagt til að liður um „heimild ríkisins til að kaupa dag- blöð eða aðalmálgagn þingflokka fyrir stofnanir ríkisins falli brott“ og bætt við að áætlaður kostnaður af þessum lið sé um 10 milljónir króna. í tillögunni segir að á móti skuli hækka liðinn „sérfræðilega að- stoð fyrir þingflokka“ um jafnháa fjárhæð og lagt til að fé til útgáfu- mála hækki um 5,5% eftir að upp- hæðin hafi verið óbreytt í tvö ár. Haraldur kvaðst gera ráð fyrir því að stofnanir, sem notið hefðu góðs af þessum kaupum, myndu nú sjálfar kaupa dagblöðin: „Ekki hætta menn að lesa blöðin." Morgunblaðið/PPJ Braggar rifnir á Reykjavík- urflugvelli STARFSMENN á Reykjavíkurflug- velli eru nú að rífa tvo bragga, sem staðið hafa á flugvellinum í rúm- lega hálfa öld. Friðgeir Eiríksson, yfirverk- stjóri hjá flugmálasfjórn, sagði í gær að hér væri um að ræða tvær birgðaskemmur, sem Bretar hefðu reist á stríðsárunum. „Þarna hefur verið trésmíða- og rafmagnsverkstæði í 30 ár. Bragg- arnir voru orðnir ónýtir og héldu hvorki vatni né vindi. Nú hefur verið reist nýtt verkstæði bak við flugsljórnarmiðstöðina og því er verið að rífa þá núna.“ Friðgeir sagði að það eina, sem mætti nýta úr bröggunum, væru bogarnir og yrðu þeir geymdir. Bæjarstjóri Hafnarfjarðar um átök við afgreiðslu fjárhagsáætlunar „Brestir í sam- starfí en meiri- hlutinn óbreyttur“ ÞAÐ eru komnir brestir í meiri- hlutasamstarfið í bæjarstjórn Hafn- ai'fjarðar en ekki er þó hætta á að samstarfinu verði slitið og fjárhagsá- ætlun bæjarins verður afgi'eidd, að sögn Ingvars Viktorssonar bæjar- stjóra. Við afgreiðslu fjárhagsáætlunai' bæjarins sl. fimmtudag greiddi Ti-yggvi Harðarson Alþýðuflokki tví- vegis atkvæði með minnihlutanum við atkvæðagreiðslur um framlög til húsnæðis fyrir bókasafn og flokks- systir hans, Valgerður Gunnarsdótt- h', sat í tvígang hjá við atkvæða- greiðslurnar. Að sögn Ingvars lét Jóhann Berg- þórsson, annar tveggja bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks í meirihlutanum, bóka af þessu tilefni að hann teldi að samstarfssamningui' bæjarstjómar- meirihlutans hefði brostið. „Við munum skoða þessi mál innan hópsins" Þegar kom að liðnum „eignfærð og gjaldfærð fjárfesting vegna bóka- safns“ sem kvað á um 90 millj. kr. út- gjöld við afgreiðslu fjárhagsáætlun- arinnar, brast samstaða alþýðu- flokksmanna í bæjarstjórnarmeh'i- hlutanum. Að sögn Ingvars snýst málið um kaup eða byggingu á hús- næði undir bókasafn. Valgerður hafði fyrir fundinn tilkynnt að hún myndi sitja hjá en hins vegar kom á óvart, að sögn Ingvars, að Tryggvi skyldi greiða atkvæði með minni- hlutanum. Meirihlutinn lagði í fyrstu til að liðurinn yrði lækkaður í 68 millj. ki1. og var það samþykkt. Minnihlutinn lagði fram breytingartOlögu sem féll á jöfnu en Tryggvi greiddi þá at- kvæði með minnihlutanum og Val- gerður sat hjá. Önnur tillaga frá meirihlutanum féll einnig á jöfnu þar sem Tryggvi greiddi á ný atkvæði með minnihlutanum og Valgerður sat hjá. Niðurstaðan varð því sú að 40 millj. kr. verður varið tO húsnæðis fyrir bókasafnið. „Það varð þarna brestur í sam- starfinu en hins vegar er meirihlut- inn óbreyttur og verður það. Við munum skoða þessi mál innan hóps- ins,“ sagði Ingvar. Ekki náðist í Jóhann Bergþórsson. Hljóðfæraleikarar sam- þykkja nýja samninga HLJÓÐFÆRALEIKARAR í Sin- fóníuhljómsveit íslands hafa sam- þykkt nýjan kjarasamning félags- manna. Samningurinn hljóðar upp á 25% launahækkun auk þess sem nú verða einungis einir fastir tónleikar á viku og 6 sinnum á ári verða tónleikar á laugardögum, aðrir tónleikar verða greiddir í yfirvinnu. Hlíf Sigui'jónsdóttir, formaður starfsmannafélags SÍ, segir samn- ingana nú kirfilega samþykkta af fé- lagsmönnum þótt enn sé heOmikil vinna framundan í kjaramálum hljóð- færaleikara. „Við erum ánægð með þau aðalatriði sem fram náðu að ganga í þessum áfanga. Þó er mikið sem enn hefur ekki verið rætt eins og t.d. ferðalög út á land og til útlanda." Úlfur og lömb LEIKLIST Leikfélag Iteykjavíkur á stóra sviðinu Borgar- leikhússins FEÐUR OG SYNIR Höfundur leikgerðar: Alexander Borodín eftir skáldsögu ívans Túrgeujevs. Þýðandi: Ingibjörg Haraldsdóttir. Leikstjóri: Alexei Borodín. Leikmynd og búningar: Stanislav Benediktov. Lýsing: Lárus Björnsson. Hljdð: Baldur Már Amgrímsson. Dansar: Þórhildur Þorleifsdóttir. Leikarar: Björn Ingi Hilmarsson, Eggert Þorleifsson, Guðlaug Elfsabet Ólafsdóttir, Guð- rún Ásmundsdóttir, Halldóra Geirharðsdóttir, Kristján Franklín Magnús, Pétur Einarsson, Sóley Elíasdóttir og Þorsteinn Gunnarsson. Föstudagur 9. janúar. Á ÞVÍ leikári sem nú er að líða höfum við fengið nokkurt innlit í rússneskar bók- menntir sem skrifaðar voru á nítjándu öld og á fyrsta áratug þessarar. Verk eftir Lér- montov, Tsjekhov og Gorkíj hafa þegar ver- ið sýnd, svo ekki sé minnst á önnur rússnesk leikrit, óperu og leikgerðir byggðar á skáld- sögum frá sama tíma sem hafa verið sýnd á síðustu árum. Nú bætist í þennan flokk leik- gerð bókar Túrgenjevs Feður og synir. Verkið vekur áhuga fyrtr þá innsýn sem það gefur í hugmyndasögu ritunartímans og þá sérstaklega umfjöllunin um tómhyggj- una, níhilismann, Skoðanir níhilistans Jev- genís á þjóðfélagsmálum kallast á við ýmsa athygliverðustu straumana í bókmenntum nútímans, Eins og nútímaspekingar vilja varpa Ijósi á forsendur tilhúinna menningar- fyrirbæra með því að gi’afast fyrir rætur þeirra vildu níhilistar afneita þjóðfélags- stofnunum eins og hjónabandi, kristilegu siðgæði og feðraveldi. Með afneitun á guði jafnt sem mannasetningum skyldi finna sannleikann. Hann átti svo að leysa þjóðfé- lagið úr ánauð. Hinn efnilegi stúdent Jevgení kemur inn í líf hinna persónanna eins og stormsveipur og reynir að svipta þær tilganginum með líf- inu eins og úlfur rífur lömb á hol. Félagi hans, Arkadí, fylgir honum í blindni í byrj- un. Jevgení er ekkert heilagt; hann móðgar gestgjafa sína, svikur ástina og særir for- eldra sína holundarsári í því augnamiði að halda „frelsinu". Hann skeytir engu um til- finningar annarra og fórnar öllu fyrir hug- sjónir sínar. Menn sem sannleikur hans á að gera frjálsa þjást vegna eigingirni hans og þekkingarþrá hans og skortur á aðgát kost- ar hann á endanum lífið. Túrgenjev leggur hérna einmitt áherslu á mikilvægi mannlegra samskipta. Hvort sem um er að ræða foreldra og börn, systkini, elskhuga eða vini skiptir öllu máli að virða hinn aðilann og hans tilfinningar. Jevgení svíkur allar þessar skyldur og um leið svíkur hann sjálfan sig. Höfundur leikgerðarinnar er trúr Túr- genjev og sleppir fáu úr. Þetta veldur því að sýningin er á fjórða tíma að lengd. Þetta ætti kannski ekki af sjálfu sér að koma að sök en þegar hrynjandi leiksins verður ró- legastur eins og í kvölddrykkjuatriðinu er framvindan of hæg og athyglisgáfan þverr, Umbúnaður sýningarinnar er með ágæt- um, Búningar ei’u trúir stað og tíma og um- fram allt fallegir, Hið flennistóra svið er vel nýtt undir myndarlega leikmynd, sal í niss- nesku sveitasetri sem er táknræn fyrir hin Morgunblaðið/Kristinn SÁ SEM svíkur ástina svíkur sjálfan sig: Halldóra Geirharðsdóttir og Kristján Franklín Magnús í hlutverkum sínum. hefðbundnu viðhorf. Naktar trjágreinar sem stingast í gegnum rúðulausa glugga minna á nöturlegan vetur og allt það líf sem var lifað innan þessara veggja er nú horfið og hrörleg skelin stendur ein og líflaus eftir. Oll atriðin gerast innan þessara veggja en mynd bygg- inga speglast í stórum (en kryppluðum) spegli til að gefa til kynna breytta staðsetn- ingu auk þess sem þunnt gi-isjutjald markar skilin, Ljós og stærri leikmunir eru listilega notaðir til að gefa tilflnningu fyrir stað og stund. Minni hlutar leikmyndar eru færðir til af leikurunum sjálfum og brýtur þetta skemmtilega upp hæga framvinduna. Leiknum er stjórnað af styrkri hönd Alexei Borodíns, sem einnig samdi leikgerð- ina. Þessi samtvinnun þessara tveggja þátta skapar listaverk þar sem kostir frábærrar skáldsögunnar njóta sín. Leikurinn er mjög heildstæður og má því án efa þakka hand- bragði sama manns. Tónlistin eftir Svíridov er vel valin ýtir undir þau hughrif sem áhorfendur njóta. Dansamir eru bæði skemmtilegir og glæsilegir. Málfar þýðing- arinnar er leiftrandi fagurt og fer vel í munni leikaranna svo unun er á að hlýða. Ef einhvers má sakna þá væri það ef til vill meiri tilþrif í leik, meiii flugeldasýningu, meiri glæsibrag. En leikstjórnarstíllinn leyf- ir slíkt ekki, hér er áherslan lögð á heildina. Pétur Einarsson stendur sig þó sérstaklega vel sem gamli heriæknirinn og Sóleyju Elí- asdóttur tekst að skapa nær fullkomna mynd af Kötju. Björn Ingi Hilmarsson sæk- ir enn í sig veðrið sem Arkadí og Þorsteinn Gunnarsson sýnir vel hugarvíl og viðkvæmni föðurbróður hans. Kristján Franklín Magnús er mjög traust- ur í aðalhlutverkinu, sérstaklega er hann túlkar sjálfbirgingshátt hans og sjálfsdýrk- un. Það skorti hinsvegar eilítið á úthaldið í dauðastríðinu undir lokin. Halldóra Geir- harðsdóttir sýndi glæsileg tilþrif en var full meðvituð á stundum um eigið sjálf í stað þess að sökkva sér í persónu Ónnu. Ein- hvernveginn urðu ástaratriði þeirra ekki eins sterk og skyldi í samanburði við turtil- dúfurnar Kötju og Arkadí. Eggert Þorleifsson stóð sig vel sem faðir Arkadís en stundum skorti á að Guðlaug Elísabet næði að túlka tilfmningar barns- móður hans. Guðrún Ásmundsdóttir fór vel með hlutverk Móður Jevgonís. • í heild er sýningin afar áferðarfalleg og áhrifamikil og kemur frábæru listaverki vel til skila þó að nokkuð skorti á tilþrif og innlifun í leiknum.. Sveinn Haraldsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.