Morgunblaðið - 10.01.1998, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 10.01.1998, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 10. JANÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Eftirköst Færeyjaheimsóknar Nyrups í Danmörku Heimsóknin talin hafa minnkað spennu Höfði haf- meyjar skilað Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. „VIÐ erum viss um að þetta var karlmaður og hann virtist einn á ferð,“ segir Maríanna Friðjónsdótt- ir, framkvæmdastjóri tæknideildar TV Danmark, en höfðinu af litlu hafmeyjunni var skilað að bakinn- gangi stöðvarinnar í fyrrinótt. Marí- anna sagði í samtali við Morgun- blaðið að höfðinu hefði að öllum lík- indum verið skilað til stöðvarinnar þar sem hún hafði heitið rúmlega 250 þúsundum í fundarlaun. Óvíst er þó hver fær fundarlaunin. Aður en höfðinu var stolið var haft samband við Michael Fors- mark Poulsen kvikmyndatökumann í lausamennsku og honum boðið að kvikmynda verknaðinn. í íyrradag var aftur hringt til hans og honum boðið að mynda skil höfuðsins við sjónvarpsstöðina. Hann faldi sig í gámi við bakdyr hennar og kvik- myndaði þegar svartklæddur og hettuklæddur karlmaður læddist að innganginum, hvolfdi höfðinu úr poka og hafði sig á brott. Maríanna sagði að lögreglan hefði komið strax á vettvang og haft höfuðið með sér á brott. Reuters LÖGREGLAN tók höfuð haf meyjarinnar í sína vörslu. BORGARARNIR hafa ekki aðeins réttindi, heldur einnig skyldur. Þetta hafa landar Poul Nyrup Rasmussens oft fengið að heyra af munni forsætisráðherrans og þessa sömu ábendingu hafa Færeyingar einnig fengið að heyra í heimsókn Nyrups þar, er hann undirstrikaði ábyrgð Færeyinga sjálfra, þó Danir láti fé af hendi rakna til ríkisbú- skaparins færeyska. Ef dæma má skoðanakönnun Vilstrup fyrirtæks- ins, sem Politiken birti í gær þá hafa Færeyingar ekki reiðst þess- um boðskap forsætisráðherrans, því samkvæmt henni þá styðja 65 pró- sent Færeyinga áframhaldandi rík- issamband Færeyja og Dana. En þar sem kosningar eru framundan í Danmörku fer vart hjá því að allt fumið og fátið í kringum Færeyja- heimsóknina hafí áhrif á stöðu Nyr- ups í dönskum stjórnmálum. Nyrup hefur óspart verið gagn- rýndur fyrir að hafa haft slæm áhrif á samband Dana og Færey- inga. Sú gagnrýni og sú útbreidda skoðun að Færeyingar séu í fullri alvöru að hugleiða fullan skilnað frá Dönum virðist hrakin í skoð- anakönnun Vilstrup, sem gerð var dagana sem Nyrup heimsótti eyj- arnar. Samkvæmt henni álíta 65 prósent Færeyinga að halda eigi ríkissambandinu við Dani, tólf pró- sent eru hikandi við að halda því og 23 prósent álíta að Færeyjar eigi að slíta sambandinu. Meirihluti Færeyinga er heldur ekki i vafa um að þeir njóti góðs af sambandinu, því 52 prósent þeirra álíta að eyjamar hafi efnahagslegan ábata af sambandinu, 32 prósent eru í vafa og sextán prósent áh'ta að eyj- amar tapi á sambandinu. Það era þó sextíu prósent Færeyinga, sem álíta að heimsókn Nyraps hafi ekki komið á heppilegum tíma, átján prósent álíta að heimsóknin hafi bæði kosti og galla, jafnmargir álíta að heim- sóknin hafi komið á réttum tíma og fjögur prósent hafa enga skoðun á málinu. Með svo dyggan stuðning Færeyinga við ríkisheildina er erfitt að ímynda sér að skýrslan um banka- málið muni hagga við þeim, en hins vegar álíta 72 prósent kjósenda að bankamálið íþyngi sambandi land- anna nú, fjórtán prósent álíta málið ekki skipta neinu, fjögur prósent áh'ta það geta verið til bóta og tíu prósent hafa enga skoðun. Þótt Nyrup hafi verið harðlega gagnrýndur fyrir að halda til Færeyja svo skömmu áður en skýrsla um afskipti dönsku stjórn- arinnar af bankamálinu verður birt, virðist þó mál manna að heimsóknin hafi að mörgu leyti dregið úr spennu milli færeysku landstjórnar- innar og dönsku stjómarinnar og sjálfur undirstrikar Nyrap að hér eftir verði sambandið nánara og fleiri fundir haldnir. í Politiken í gær bentu þó ýmsir færeyskir leið- togar á að Nyrup hefði átt að koma til eyjanna fyrir löngu, því með langri fjarvera hefði Nyrup alið á óþarfa tortryggni milli Færeyja og Danmerkur. Til eyjanna hefur hann ekki komið síðan 1994, því ári síðar hætti hann við heimsókn vegna þess að til mótmæla horfði og hefur síðan ekki freistað heimsóknar. Engin ný fuglaflensutilfelli hafa komið upp í Hong Kong í hálfa aðra viku Virðist ekki berast milli nianna Breytingar á flensuveiru geta orsakað mannskæða flensufaraldra og er spænska veikin þekktasta dæmið um slíkt. Enn sem komið er bendir fátt til þess að fuglaflens- an í Hong Kong verði að faraldri Reuters RANNSÓKNIR sem fyrir liggja á útbreiðslu fuglaflensunnar svokölluðu í Hong Kong benda ekki til þess að hún smitist manna á milli, heldur berist úr fuglum í menn. Þó era undantekningartilfelli sem benda til þess að veiran geti borist milli manna en ekki er vitað um að neinn hafi smitast af fuglaflensu frá 28. desember sl., daginn sem hafist var handa við að slátra um einni milljón kjúklinga. Alls hafa sextán manns veikst og eru fjórir látnir. Rannsóknir sem gerðar voru á fyrstu sjö sjúklingunum í Hong Kong benda til þess að þeir hafi veikst af að minnsta kosti tveimur mismunandi stofnum flensunnar og það bendir til þess að veiran hafi borist úr fuglum. Hefðu allir veikst af nákvæmlega sama stofni veirannar myndi það benda til þess að smitið bærist á milli manna. Tvö tilfelli valda mönnum þó áhyggjum þar sem þau benda til þess að veiran kunni að hafa borist manna á milli. Hið fyrra er starfs- kona á sjúkrahúsinu þar sem þriggja ára drengur lést úr fuglaflensu, en hún sinnti drengn- um og hafði ekki komið nálægt kjúklingum áður en hún veiktist. Hitt tilfellið var drengur sem var á sama leikskóla og sá sem lést. Drengimir léku sér saman og borð- uðu sama kjúklingaréttinn, sem gerður var úr sýktum fuglum og talinn er orsök veikinda drengsins sem lést. Berist veiran á milli manna, gerist það rétt eins og við annað flensusmit, með andardrætti eða við snertingu. Berist hún úr fuglum í menn, gerist það ef menn snerta fuglana sjálfa eða svæði sem saur fuglanna hefur borist á. Spænska veikin og svínaflensa Ný og óþekkt flensuafbrigði í mönnum hafa áður komið upp og kostað mörg mannslíf. Eitt þekktasta dæmið er spænska veik- in, sem lagði um tuttugu milljónir manna að velli 1918-1919. Aðrir mannskæðir flensufaraldrar komu upp árin 1900,1957 og 1968. Fyrir tveimur áratugum stakk svokölluð svínaflensa upp kollinum í Bandaríkjunum og olÚ nokkurri skelfingu. Hún kom upp í herbúðum í New Jersey, tólf hermenn veiktust og einn lést. Flestir reyndust hafa veikst af algengu flensuafbrigði sem kallast H3N2 en fjórir, þar á meðal sá sem lést, reyndust hins vegar hafa sýkst af afbrigðinu HlNl, sem svipaði til spænsku veikinnar og flensu sem svín veikjast af. Búið var til bóluefni með hraði en það hafði ekki tilætluð áhrif og var hætt við notkun þess. Það reyndist ekki koma að sök, þar sem ekki veiktust fleiri af flensuafbrigðinu. Veiran sem veldur fuglaflensunni kallast H5N1. Ástæða þess að ný flensuafbrigði reynast stundum svo skeinuhætt er sú að líkaminn er illa búinn undir að takast á við þau og mynda mótefni. En þar með er ekki sagt að öll ný flensuafbrigði verði að faraldri, eins og svínaflensudæmið sýnir. Veira sem breytir sér Flensuveiran er, ólíkt mörgum öðrum veiram, t.d. þeirri sem veld- ur kvefi, breytileg. Hún getur valdið allt frá minniháttar óþægindum til dauða og menn veikjast aftur og aftur af flensu. Veiran er samsett úr átta litningum, sem bera i sér erfða- efni alsettu próteinum, mótefnis- vökunum H og N. Þegar H-mótefn- isvakarnir tengjast frumum í lík- ama hins sýkta, berst erfðaefni veirunnar inn í frumuna og byrjar að fjölga sér. Hins vegar myndast yfirleitt fleiri en ein gerð veirannar og því er afar erfitt íyrir líkamann að mynda mótefni gegn henni. Flensuafbrigði breytast yfirleitt lítillega frá ári til árs. Stöku sinnum verður hins vegar enn meiri breyt- ing á mótefnisvakanum en það virð- ist eiga sér stað þegar hýsillinn veikist af tveimur ólíkum afbrigðum samtímis, t.d. úr mönnum og svín- um. Dæmi um slíkt er ef algeng flensuveira, HlNl, tengist H2 mótefnisvaknum, svo úr verður af- brigðið H2N1, afbrigði sem ekki hefur greinst í mönnum svo áratug- um skiptir. Slíkar breytingar geta valdið skæðum flensufaröldram. Fuglaflensuveiran er hins vegar ekki dæmi um breytta flensuveira, heldur dæmi um það þegar dýr smita menn beint. Enn er óijóst hvort veiran getur borist á milli manna og hvort allir séu næmir fyr- ir henni, komist þeir í snertingu við veika fugla. Á síðustu vikum hafa rúmlega 500 manns verið prófaðir í Hong Kong og aðeins níu (tæplega 2%) reyndust hafa sýkst. Hefði veiran lagað sig að flensuveirunni í mönn- um, hefðu mun fleiri smitast. Enn er hins vegar of snemmt að spá um hvaða breytingum fuglaflensuveir- an kann að taka. • Byggt á: AP, Time og Newsweek. Þýzkaland Atvinnuleysi nær nýju hámarki NUrnberg. Reuters. ATVINNULE YSI í Þýzkalandi hélt áíram að aukast í desember samkvæmt opinberam tölum sem birtar vora í gær. Tala atvinnu- lausra hefur aldrei verið hærri frá lokum seinna stríðs, en það er áfall íyrir Helmut Kohl kanzlara sem stefnir að fimmta endurkjöri sínu í haust. Samtals töldust 4.546.000 manns vera atvinnulausir í landinu síðasta mánuð árins 1997, um 20.000 fleiri en mánuðinn áður. Samkvæmt upp- lýsingum vinnumálastofnunar Þýzkalands í Nurnberg er orsök aukningarinnar aðallega að rekja til samdráttar í byggingariðnaði í austurhluta landsins, þrátt fyrir mildan vetur hingað til. Atvinnu- leysishlutfallið jókst þannig úr 11,8% í 11,9%. Þessi óheillavænlega þróun á vinnumarkaðnum kemur illa við Kohl kanzlara, sem lýsti því yfir fyrir nokkru að stjórn hans stefndi að því að minnka atvinnuleysi um helming fyrir lok ársins 2000. I ávarpi sem hann hélt á fundi flokksstjómar Kristilegra demókrata sagði hann að útilokað væri að þetta takmark næðist, en samt sagðist hann enn halda í von- ina um að eitthvað muni mjakast til betri vegar á vinnumarkaðnum á þessu ári. -------------- Mannskæð flóð í Brasilíu Rio de Janeiro. Reuters. AÐ minnsta kosti fjórir fórust og mörg hundruð manns misstu heimili sín í gífurlegu úrhelli sem setti allt úr skorðum í stórum hluta Rio de Janeiro í fyrrinótt. Úrhellið olli miklum flóðum og drukknuðu tveir eða þrír. Sá fjórði varð undir tré sem brotnaði Lýst var yfir neyðarástandi í borginni í fyrrinótt, en rigningin olli gífurlegum skemmdum í fátæktar- hverfum borgarinnar. Stytt hafði upp að mestu í gær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.