Morgunblaðið - 10.01.1998, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 10.01.1998, Qupperneq 27
u MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JANÚAR 1998 27 Reyktu mikið! Síðan voru menn látnir glíma við „meðvitundarverkefnið" svokallaða, sem fólst í því að svara nokkrum spurningum samviskusamlega, og ræða síðan svörin sín á milli, tvö og tvö. Það vakti nokkra undrun, og jafn- framt kátínu meðal þátttakenda að fyrsti liðurinn í „heimaverkefni" vinnubókarinnar hljóðaði svo: „Reyktu mikið, með fullri meðvit- und!“ Þetta er liður í því að læra að reykja upp á nýtt. Leiðbeinandinn lagði áherslu á að „reykja með með- vitund", það er að vera einn með sígarettunni og hugsa stöðugt um hana og sjálfan sig á meðan. Forðast að spjalla við fólk á meðan á reyking- unum stæði og ef einhver vildi hefja samræður að bregðast þá kui’teis- lega við: „Fyrirgefðu, ég get ekki talað við þig núna, ég er að reykja!“ Forðast kaffi og kók með sígarett- unni, en drekka vatn þess í stað. Hugsa um „vináttusamband“ sitt og sígarettunnar og spyrja sig hvort það sé virkilega þess virði að halda sambandinu áfram. Með þetta veganesti hélt hver til síns heima, og undir hverjum og ein- um komið að byggja upp rétt hugar- far fyrir seinna kvöldið, tveimur dög- um síðar, en þá átti að láta sverfa til stáls og „drepa í að eilífu“. Dagurinn á milli námskeiðskvöld- anna var léttur og skemmtilegur enda gat maður reykt mikið, eins og „heimaverkefnið" kvað á um, án þess að hafa samviskubit. Að fá sér vatn með sígarettunni, í stað kaffis, var hins vegar ekki eins gott og erfitt reyndist að halda sig frá samræðum við vinnufélagana í „reykpásunum“. Hins vegar gafst ágætur tími inn á milli til að vera „einn með sígarett- unni“ og hugleiða stöðuna, og þótt það kannski hljómi sérkennilega, þá hafði það sín áhrif. Greinarhöfundur komst að þeirri einfóldu niðurstöðu að áframhaldandi „vináttusamband" við sígarettuna gæti ekki endað nema með skelfingu. Maður beið því spenntur eftir seinna kvöldinu til að geta „di'epið í til frambúðar". Drepið í til frambúðar Þátttakendur mættu þó misjafn- lega_ stemmdir til leiks seinna kvöld- ið. í ljós kom að ein konan hafði NÝTT bragð í munninn. helst úr lestinni, önnur var orðin veik, en lét sig samt hafa það að mæta. Þetta kvöld var farið yfir grundvallaratriðin í ,jákvæðu leið- inni“ til að hætta og byrja aldrei aft- ur. Það fyrsta er auðvitað að taka þessa ákvörðun og standa við hana með glöðu geði. Allt of margir skýla sér á bak við að það sé svo erfitt og þeir séu að reyna. Hefur einhver reynt að hlaupa einhvern tíma? Það er ekki hægt. Annaðhvort hleypur maður eða ekki. Mjög mikilvægt er að eyða öllum hugsunum um að það sé erfitt að hætta. Líkamleg fráhverfseinkenni sígarettna líkjast í raun aðeins vægri svengd. Öll hin óþægindin eru and- legs eðlis og í raun ekkert annað en sjálfsvorkunn. Algengt er að fólk, sem er nýhætt að reykja, tönnlist sí- fellt á því hversu erfitt það sé. Bar- lómur eins og: „Eg verð alltaf svo geðvond(ur) þegar ég hætti. Eg fitna svo mikið ... - Ef ég hætti að reykja verð ég að hætta að fá mér í glas ... Þetta er svo erfitt - SVO ERFITT - SVO ERFITT... - „Bíddu nú við, ekkert svona tal. Þetta er nefnilega ekkert mál,“ seg- ir Jákvæða leiðin“. Þriðja atriðið er að nota jákvæðar staðfestingar til að endurforrita hugann, en þessar staðfestingar fást á þar til gerðum spjöldum og þarf að nota aftur og aftur. Nauð- synlegt er því að hafa kortin alltaf á sér og draga þau upp þegar sígar- ettulöngunin hellist yfir mann. Svo kom að því að reykja síðustu sígarettuna og ekki laust við að viss helgiblær væri yfir mannskapnum meðan á þeirri athöfn stóð. Þetta var vissulega stór stund í lífi okkar allra. Menn reyktu þessa síðustu sí- gaiættu með lokuð augu, samkvæmt fyrirmælum leiðbeinandans, og fylgdu í huganum leið reyksins í gegnum munninn, niður um hálsinn, út í lungun og svo aftur til baka. Síðan var „drepið í til frambúðar", eða sú er að minnsta kosti ætlunin. Ekki var laust við að menn væru dálítið drýldnir á svipinn að lokinni þessari athöfn, enda í mikið ráðist. Og eftir að hafa þvegið sér um hendur og andlit var farið í smá hugleiðslu, svona rétt til að skerpa á samstöðuiini og festa þessa mikil- vægu ákvörðun í sessi í huganum. Stuðningsaðilar skiptust á síma- númerum, en hvorum er ætlað að hjálpa öðrum á erfiðum stundum. Síðan fór hver til síns heima með fögur fyrirheit í farteskinu. Þegar þessi orð eru skrifuð er engin reynsla komin á árangur námskeiðsins. Til þess er of stuttur tími liðinn, en greinarhöfundur er þó enn reyklaus. Löng og bitur reynsla hefur þó kennt honum að fagna ekki of snemma sigri í viður- eigninni við Nikótínus Tóbakus kon- ung. LEIÐBEIN ANDINN leggur anersiu a - - SÍGARETTU-pakkarnir fara sína leið í ruslafótuna. (hún er komin með sams konar dragt og þú) þinn nýjum kröftum til sóknar í lífinu. Seinni draumur- inn tengist fyrri draumnum að því leyti að þú virðist vera að vakna fyrir óþekktum öflum í þér, kröft- um sem geta leitt gott af sér (það voru að koma jól). Þessi orka virð- ist komin frá móður þinni (þvotta- vélin sem var ónýt) en þú hafir ekki sinnt þessu afli fyrr en á reyndi (fyrri draumur). Til að þú getir unnið á réttan hátt úr þess- um hæfileika þínum (ný þvottavél á leiðinni), segir draumurinn mér að þú skulir snúa þér til systkina þinna sem búi yfir hæfileikum til að beina braut þína (þið systkinin deilduð kostnaði við kaup á nýrri þvottavél). „Dulrún Draumland" sendi draum Mér fannst ég ganga á grasflöt milli háira íbúðarblokka í roki. Skyndilega laust niður eldingum allt í kring um mig, en snertu mig ekki. Þá fannst mér ég koma að konu sem var í óða önn að rífa upp illgresisrönd meðfram klettavegg og ég hugsaði að varla tilheyi'ði þessi skiki hennar garði. Konan, sem ég rétt kannaðist við, bað mig að koma með sér og skoða gróður- húsið sitt. Eg gerði það en húsið var stórt úr gleri og eins og þrí- hyrningur í laginu. Otal plöntur og smáhlutir voru þar og hún tíndi saman lítinn blómvönd handa mér. Blómvöndurinn var úr smáum blá- um blómum og fannst mér ég verða fyrir vonbrigðum. Ráðning Það gustar um þig (milli blokka í roki) og þér virðist lagið að gera veður (eldingum laust niður en snertu ekki þig) út af engu. Draumurinn er viðvörunardraum- ur og beinir því til þín að láta af neikvæðu hugarfari (illgresisrönd- in) og hryssingslegum kveðjum (skikinn tilheyrði ekki henni). Leggja niður allt er öfund getur kallast (glerhúsið og hlutirn- irA)lómvöndurinn) svo hin smáu blóm fái notið sín í návist þinni. „Anúr“ dreymdi Ég var stödd á fjölfórnum gatna- mótum en það var engin umferð. Þá sá ég hvar pabbi minn (hann lést fyrir mörgum árum) stóð uppi við húsvegg. Hann var eins og hann átti að sér í dökkleitum jakka og blágráiTÍ peysu undir. Ég varð ósköp glöð og kallaði „pabbi“ og ætlaði að faðma hann að mér. En þá stóð ég með innihaldslausan mó- brúnan jakka í fanginu, eða öllu heldur jakkafót með gapandi háls- mál. Pabbi var horfinn og ég fann mikinn söknuð og sára tilfmningu svo ég fór að gráta. Ráðning í drauminum kemur faðir þinn til þín með þau skilaboð að þó eitt- hvað bjáti á (gatnamót) þá búi kraftur hans (dökki jakkinn og gi-ábláa peysan) í þér og þú getir rutt öllum hindrunum úr vegi á lífsleiðinni. Hann vill einnig minna á (móbrúni jakkinn) að hann er þér ætíð nálægur. • Þeir lesendur sem vilje fá drauma sína birta og ráðna sendi þá með fullu nafni, fæðingardegi og ári ásamt heimilisfangi og dul- nefni tii birtingar til: Draumstafir Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavfk Opiðfrákl. 1130 - 23.00 j 1 rétta bragðlaukagælandi hlaðborð alla sælkera í Lóninu á Hótel Loftleiði Verð í hádegi kr. 1.395,- Verð á kvöldin kr. 2.100,- HÓTEL LOFÍLEÍE) i c « í * m v * \ Símar 562 7575 & 5050 925, fax 562 7573 • Aílir gestir fá bfómi&a frá Laugai C;j./JÍSn.lifiA Jt J'VJ.NJNGA JJUJtDJU oc; JNNJtJÍJ 'J JN(f’A Jt J JiÁ SJ’ÁNJ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.