Morgunblaðið - 10.01.1998, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 10.01.1998, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ || | 11 LAUGARDAGUR 10. JANÚAR 1998 29 m Grænn j anúar allt árið Grænmeti er hollt og því grípa margir til þess í samviskubitinu eftir jólin. Steingrímur Sigurgeirsson segir hins vegar best að líta ekki á grænmeti sem tæki til að friða samviskuna heldur sæl- keramat sem lítið þarf að hafa fyrir. s FF, þá er desember liðinn. Jólahlaðborðin, rjúpurnar, hangikjötið, jólaskinkan, laufabrauðið, kalkúnarnir, möndlu- grauturinn og allt hitt að baki þótt eflaust sitji einhver hluti kræsing- anna ennþá utaná okkur flestum. Desember er mánuður lystisemd- anna, janúar mánuður samviskubits og fagurra fyrirheita. Matai-æðið breytist og líkamsræktarstöðvarnar fyllast. Þannig gengur þetta fyi-ir sig hjá mörgum, ár eftir ár. Og eflaust mun þetta halda svona áfram. Þetta er hluti af gangi lífsins. Æskilegast væri hins vegar að reyna að halda í einhverja þá góðu siði sem teknir eru upp í janúar og láta það endast út allt árið. Það besta sem hver einstaklingur getur líklega gert sjálfum sér er regluleg hreyfing og hollt mataræði. Hér áður fyrr voru börn hvött til að borða grænmeti vegna þess að þá yrðu þau hraust. A undan- förnum árum hafa komið fram ótelj- andi sannanir þess að slíkar fullyrð- ingar eiga svo sannarlega við rök að styðjast. Hver rannsóknin á fætur annarri hefur leitt í Ijós mikilvægi fjölbreytts mataræðis og þá ekki síst mikillar grænmetis- og ávaxta- neyslu. Grænmeti er sneisafullt af bætiefnum sem gera okkur ekki bara hraustari heldur hafa jafnvel fyrirbyggjandi áhrif á hjartasjúk- dóma og krabbamein. Galdurinn er líklega sá að líta ekki á grænmetisát sem einhverja skyldu, líkt og lýsið á morgnana í æsku, heldur nautn. Grænmeti er nefnilega ekki bara hollt heldur jafnframt ljúf- fengt. Það er ágætis regla að setja enga máltíð saman án þess að nokkr- ar grænmetistegundir komi við sögu. Einfaldasta lausnin Það er til mikið af ágætum bókum með grænum uppskriftum og lítið mál að búa til góða máltíð án kjöts. Einfaldasta lausnin er samt oftast sú að hafa salat með þeim mat sem á boðstólum er hverju sinni, hvort sem uppistaðan þar er kjöt, fiskur, pasta eða eitthvað annað. I Frakklandi er algengt að bera frarn salat á milli p_»s:7 rétta, t.d. milli forréttar og 'ÆMtt aðalréttar. Þar sem ekki er algengt að þríréttaðar mál- tíðir séu á borðum íslenskra heimila á hverjum degi mætti salatið koma við upphaf eða lok máltíðar, ef það á ekki við matinn sjálfan. Fjölbreytnin í þeim grænu salöt- um sem til eru er stöðugt að aukast og nú er hægt að fá ferskt og fínt salat allan ársins hring. Einfaldast að finna er yfirleitt lambhagasalat en sjálfum finnst mér t.d. blaðsalat Morgunblaðið/Ásdís betri kostur sé það fáanlegt, að ekki sé minnst á lollo rosso, ferskt spínat og annað í þeim dúr. Með salatinu er gott að útbúa sígilda franska vinaigrette: ólívuolíu, edik (um þriðj- ungur af olíumagninu), saxaðan skarlottulauk, ögn af Dijon-sinnepi og örlítið salt og nýmuldan pipar. Það þarf ekki meira til. Óþarfi að flækja hlutina. Ólívuolía er ekki síður holl og alltaf er best að velja jómfrúrolíu (virgin) úr fyrstu pressun. Þumalputtareglan er sú að þeim mun grænni sem olían er, þeim mun betri. Ut frá þessum grunni er hægt að útfæra salatið endalaust. Nota fjölbreytileg edik, estragonedik, sér- ríedik eða venjulegt vínedik en öll gefa þau salatinu sérstakan keim. Bæta við fleiri grænmetistegundum, rifnum gulrótum, smátt söxuðu brokkólí eða söxuðum tómötum. Þá er hægt að krydda vinaigrette-sós- una á mismunandi hátt með þurrk- uðum kryddjurtum. Bæta við smá dilli, basil eða einhverju öðru sem hugurinn girnist. Ferskar krydd- jurtir eru loks eitthvað það besta sem hægt er að setja í salatið. Steinselja gerir stundum krafta- verk, en ekkert slær við fersku basil, þegar það er fáanlegt. Þótt það sé dýrt (ef ekki er um heima- ræktaðar jurtir að ræða) er ljúf- fengt að láta nokkrar tegundir kryddjurta mynda uppistöðu salats- ins: basil, steinselju, óregano, estra- gon eða kóríander svo eitthvað sé nefnt. Blanda fjórum, fimm tegund- um saman. I staðinn fyrir skarlottulauk má einnig nota hvítlauk í vinaigrette-sós- una. Sú afurð er af mörgum jafn- framt talin koma í veg fyrir flesta kvilla, auk þess sem hún hefur já- kvæð áhrif á kólesteról og æðakerfið. Hvað er best? Mismunandi grænmetistegundir hafa mismunandi kosti, jafnt hvað varðar hollustu og bragð. Það vill líka svo heppilega til að þær sem eru hvað mest notaðar eru jafnframt í hópi þeirra bestu og hollustu. Brokkólí er þannig eitthvað það hollasta sem hægt er að setja ofan í sig. Fullt af andoxunarefnum, sem vinna gegn krabbameini t.d. í ristli. Það þarf ekki mikið að eiga við brokkólí, það má gufusjóða létt þannig að það haldist stökkt og bera fram með kjöti og fiski eða þá baka það í ofni ásamt t.d. kjúklingi. Brokkólí og gulrætur eiga einstak- lega vel saman. Þá eru tómátar ekki síður auðugir af andoxunarefnum og er eitt þeirra, lycopene, meira að segja að finna í niðursoðnum tómötum. Upp með ítölsku matreiðslubækurnar! Svona mætti lengi áfram telja. Hver tegund hefur sína kosti og því um að gera að njóta þess fjölbreytta úrvals sem boðið er upp á í verslun- um. Sé að auki snæddur ávöxtur í eftirrétt við og við eða glas af ferskpressuðum ávaxtasafa ætti samviskan að haldast í lagi allt árið, þó svo að við follum áfram fyrir öðr- um freistingum við og við. NA LENGRA GUNNAR BERNHARD EHF. VATNAGARÐAR24 SÍMI: 520 1100 FYRST KEM EG
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.