Morgunblaðið - 10.01.1998, Síða 30

Morgunblaðið - 10.01.1998, Síða 30
30 LAUGARDAGUR 10. JANÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ DVD Encore Dxrz Frábært OVD drif meö MPEö-z korti og tveimur frábæmm ieikjum. Ekkiklikkaá þessari margmiðiunarbombu. DVD MikiA úrval af toppmyndum SONY PC leikirr NlikiðT úrval af leikjum fynr PC 10-19 virka daga 10-16 virka daga 13-17 sunnudaga Tfilvur jrensásvegur 3 • Sími: 5885900 • Fax : 5885905 www.bttolvur.is • bttolvur@mmedia.is MARGMIÐLUN Endurbættar ófreskjur Ófreskjur eru verulega endurbætt- ar og sumar öflugri en áðui’ en aðrar auðveldari viðureignar. Víða er að fínna mennska óþokka sem eru jafn- an auðveld bráð, en einnig fjölbreytt samkrull af blendingum á ýmsum stigum. Ófreskjumar eru gáfaðri en forðum, og reyna iðulega að komast undan sé á þær ráðist; beygja sig til að komast hjá skoti og fela sig ef svo ber undir. í>að er því eins gott að gæta að sér, því handan við homið gæti leynst vélmennisblendingur með sprengjuvörpu sem vinstri hönd en vélbyssu að hægri hendi. Gloppur em þó í gáfnafari vélmennanna því þau eiga það til að hlaupast fi-ekar á brott en láta kné fylgja kviði, aukinheldur sem þau eiga það til að snúa einfald- lega baki í viðkomandi þegar hæst stendur og era þá auðveld bráð. Af vopnum er nóg í Quake II og nokkuð breytt frá Quake. Enn sem fyrr er uppáhaldsvopnið Super Shotgun, en það er óneitanlega sérstök tilfínning að skjóta af BFGIOK og sjá grænan leysigeislann kubba illþýðið í sundur í kippum. Einnig er svonefnd Railgun skemmtileg, en sökum þess hve lang- an tíma tekur að hlaða hana aftm- er ekki gott að nota hana nema til að skjóta á færi. Handsprengjur er líka víða að fmna í leiknum og þegar mað- ur kemst upp á lag með að nota þær era þær hið mesta þarfaþing. í stað axarinnar góðu er nú handbyssa sem hefur þann kost meðal ann- ars að þijóta aldrei skotfæri og því góður liðsauki þegar kreppir að. Margir brenna sig á því í upphafi að þeir era viðkvæmari fyrir skothríð ill- mennanna en í Quake hinum fyrri. Sitthvað má vissulega fínna að Quake II, meðal annars er nettenging leiks- ins ófrágengin í fyrstu út- gáfu. Má reyndar fínna viðbót á slóð- inni ftp://ftp.idsoftware.com/idstuff/quake 2Zq2-310.exe, sem er uppfærsla v3.10. Það verður þó ekki af leiknum skafíð að hann er besti skotleikur ársins og nægir að sjá hann í 3Dfx- skjákorti til að sannfærast. Miðað við stemmninguna í kringum hann á Quake II eftir að verða enn betri og þegar viðbætumar fara að hrynja inn á markaðinn er ekki að efa að hann á eftir að verða álíka vinsæll og fyrirrennarinn. Quake II er úr smiðju id, Activision dreifír, og gerir kröfur um Windows 95 eða NT, 90 MHz Pentium tölvu, 16 Mb innra minni, 24 Mb fyrir NT eða GlQuake II, hljóðkort, fjögurra hraða geisladrif, tveggja hraða við fulla inn- setningu, 25 MB rými á hörðum disk, 400 fyrir fulla uppsetningu. Ami Matthíasson EINN helsti leikur sögunnar er Quake, ekki bara fyrir það hversu glæsilegur hann var að allri gerð, heldur vegna þess sem fylgdi í kjöl- farið þegar grúi áhugamanna um heim allan fór að setja inn eigin end- urbætur, bæta við vopnum, ófreskj- um eða óvæntum uppákomum. Auk þess er líklega enginn leikur eins vinsæll sem netleikur og Quake, mörg borð sérstaklega smíðuð fyrir netleik og bætast við nánast á hverj- um degi. Er nema von að menn hafi beðið með öndina í hálsinum eftir framhaldinu og fengu vissulega nokkuð fyrir sinn snúð þegar það barst loks á markað skömmu fyrir jól. Skotið á allt sem hreyfist Quake var arftaki leikja eins og forverans Wolfen- steins, sem margir muna eftir, og Doom. Söguþráður í leikjunum er nánast eng- inn; markmiðið er það eitt að skjóta á allt sem hreyfíst og koma því fyrir kattarnef áðm" en það vinnur á þeim sem leikur. Meðal þess sem id-menn lofuðu mönnum var söguþráður, þ.e. að sögu- þráðurinn væri ekki bara eitthvað sem skeytt væri aftanvið eins og bakþanka þegar leikurinn væri tilbúinn. Ekki er þó hægt að taka undir það að söguþráður sé að þvælast fyrir manni í Quake II, hann er að vísu einhver en svo þunn- ur að hann skiptir nánast engu máli. Þó er málum svo háttað að sá sem leikur þarf iðulega að fara aftur í borð til að ljúka einhverri þraut, til að mynda þarf að fara áfam í borð til að sækja orkukubba til að kveikja Ijós og ræsa lyftur í fyrra borðinu, en án þess er ekki hægt að ljúka því. Þetta gefur vissulega meiri dýpt í leikinn en var í fyrri gerðinni, en betur má ef duga skal. Inn á millí eru skemmtileg smáat- riði eins og að með því að nota hljóð- deyfi er hægt að drepa ófreskjur án þess að grúinn allur komi á vettvang að hefna fallins vinar. LEIKIR Einn helsti leikur tölvusögunnar kallast Quake og rétt fyrir jól kom út framhald hans. Arni Matthiasson kláraði Quake II og segir hann besta skot- leik nýliðins árs. Ófreskjufjöld og illþýði SVINDL Quake II ► Sláið á lykilinn vinstra megin við tölustaflnn 1 efst á lyklaborðinu. GIVE ALLITEMS til að fá allt. GIVE HEALTH gefur 100 í heilsu. GIVE WEAPONS gefur viðkomandi vopn, öll fást með ALL. Vopnin eru til að mynda Chaing- un, Railgun, BFGIOK o.s.frv. GIVE AMMO gefur viðkomandi skotfæri, öll fást með ALL. Einnig er hægt að slá inn GIVE með hluti eins og Power Cube, Data Spinner eða Airstrike Marker svo fátt eitt sé nefnt. GOD gerir viðkomandi ódrepandi. Sé það slegið inn aftur verður hann venjulegur aftur. NOCLEP gerir kleift að ganga í gegnum veggi. NOCLIP aftur tekur það af. í NOCLIP er hægt að fljúga með því að s/lá á orðabil og fara niður aftur með því að slá á bókstafínn c. Age of Empires ► Sláið á Enter-lykil og skrifið: DIEDIEDIE og allir deyja. RESIGN til að gefast upp. REVEAL MAP til að sjá kortið allt. PEPPERONI PIZZA til að fá 1.000 einingar af mat. COINAGE til að fá 1.000 einingar af gulli. WOODSTOCK til að fá 1.000 einingar af viði. QUARRY til að fá 1.000 einingar af steini. Outlaws ► Svindlin eru slegin inn beint á skjáinn. OLAIRHEAD til að fljúga. OLASH gefur ótakmarkað af skotfærum. OLCDS gefur kort yfir allt. OLJACKPOT gefur allt sem leitað er að. OLPOSTAL gefur öll vopn fullhlaðin. Jedi Knight ► Fyrst eru svindl fyrir prufuútgáfuna. Sláið á t og skrifið síðan on til að fá upp möguleikann á að skrifa eftirfarandi: JEDIWANNABE ON gefúr guðlegt afl, OFF tekur það af. ERIAMJH ON gefur og þá getur viðkomandi flogið. BACTAME gefur fulla heilsu. IMAYODA gerir viðkomandi að meistara Ijóss- ins. SITHLORD gerir viðkomandi aftur að móti að meistara myrkursins. I söluúgáfu leiksins sjálfs eru nokkuð breytt svindl; sláið á t og síðan á eftirfarandi: THEREINSNOTRY til að hlaupa yfir borð. ERIAMJH gefur og þá getur viðkomandi flogið. JEDIWANNABE og siðan 1 til að verða ósigr- andi eða 0 til að verða aftur venjulegur. RED5 til að fá öll vopn. WAMPRAT til að fá allt. IMAYODA gerir viðkomandi að meistara ljóss- ins. SITIILORD gerir viðkomandi að myrkrahöfð- ingja. Shadow Warrior ► Sláið á t og síðan á eitthvert af eftirfarandi: SWCHAN til að verða ósigrandi. SWGIMME til að fá allt. SWGREED til að auðvelda allt svindl. SWRES til að breyta upplausninni. SWSTART til að byija aftur á borði. SWGHOST og þá er hægt að ganga í gegnum veggi. SWTRIX til að skjóta kanínu rakettu m. Final Fantasy VII ► Farið inn í fyrsta þorpið, Mancharia, efst í hægra horn hússins og haldið niðri x-happi á meðan þið standið framan við klukkuna. Þá fæst peningakort og notið það til það er búið. Farið aftur framan við klukkuna og sláið á x-hnappinn aftur. Þá fæst kort sem virðist með engum pen- ingum á en er í raun með ótakmörkuðu af fé.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.