Morgunblaðið - 10.01.1998, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 10.01.1998, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 10. JANÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Mótandi hugsun Sturlu Böðvarssonar STURLA Böðvars- son sýnir undirrituðum þann óvænta heiður að nefna hann á nafn í fróðlegri grein sem þingmaðurinn birti í Morgunblaðinu á föstu- dag undir fyrirsögninni „Hið daglega brauð stjómmálamanna". Til- efni þessara skrifa er m.a. fyrri hluti greinar- koms eftir þann sem þetta ritar sem birtist í Morgunblaðinu í ágúst á nýliðnu ári og fjallaði um ísland og Evrópu- sambandið. Overðskuld- uð upphefð mín er síðan fullkomnuð er þingmaðurinn upplýsir lesendur um að ég hafi atvinnu mína af því að „móta hugsun íslendinga" líkt og prófessor Porvaldur Gylfason. Ekki er þó tilefni greinar þing- mannsins sérstakt fagnaðarefni. Það kemur sum sé í ljós að við pilt- amir, Þorvaldur og ég, höfum hald- ið fram háskalegum sleggjudómum um íslenska stjómmálamenn. Það sem vekur athygli við þessa j grein Sturlu Böðvarssonar og er ástæða þess að undirritaður leyfir sér að líta upp frá því mikla starfi að móta hugsun íslensku þjóðarinn- ar er meðferð þingmannsins á verk- um annarra manna. Því miður hefur „hugmótunaraðilum" eins og þeir hljóta að nefnast á nútímamáli ekki tekist að móta hugsun Sturlu Böðvarssonar á þann veg að ótækt sé að slíta skrif manna úr öllu sam- hengi með völdum tilvitnunum sem styðja eiga fyrirfram mótaða skoð- un á þeim. Þeir sem ekki þekkja til starfa Sturlu Böðvarssonar hljóta að ætla að hann sýni ekki sömu vinnubrögð á þingi landsmanna. Raunar sýnist mér að Sturla Böðvarsson hafi ekki skilið fyllilega þennan greinarræfil minn. Er það að sönnu nokkurt áfall í ljósi þeirra hugmótandi starfa sem ég hef að mér tekið. Þar eð rýmið er tak- markað skal áhugamönnum bent á að auðveldlega má nálgast þessi for- kastanlegu óhróðursskrif (og raun- ar fleiri greinar um tengd efni) í gagnabanka Morgunblaðsins á Net- inu. Þingmaðurinn telur málflutning minn sorg- legan og það sama seg- ir hann eiga við um skrif hins atvinnu- mannsins við mótun hugsunar íslensku þjóðarinnar, Þorvaldar Gylfasonar. Það er ábyrgðarkenndin sem mótar þetta mat Sturlu Böðvarssonar því hann tekur fram að slík skrif geti vitanlega orðið nokkurt tilefni gaman- mála. Huggunin er hins vegar skammt undan á þessum óvissu- og breytingatímum um leið og hið lögmálsbundna sam- band stjómmálaflokkanna og fram- þróunar lýðræðislegrar þjóðmála- Því miður hefur ekki tekist að móta hugsun Sturlu Böðvarssonar á þann veg að ótækt sé að slíta skrif manna úr samhengi, segir Ásgeir Sverrisson sem hér gerir athugasemd við grein þingmannsins. umræðu er skýrt á óvenju hnitmið- aðan hátt. Þingmaðurinn segir: „En það er skylda okkar stjómmála- manna að hafa heildarhagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi og láta ekki raska ró okkar og stefnufestu. I því starfi varðar miklu að stjóm- málaflokkarnir haldi vöku sinni sem grunneiningar þess lýðræðisskipu- lags og umræðu sem við viljum tryggja og málefnaleg umræða er mikilvægt verkfæri þeirra sem vilja hafa áhrif. I því starfi gilda önnur sjónarmið en óþolinmæði þeirra sem hrífast af fréttaskotum sam- tímans.“ Frammi fyrir slíkum ferskleika andans setur mann hljóðan. Höfundur er blaðamaður. Ásgeir Sverrisson Góðærið SAGT er að liðið ár hafi verið gott ár. Afkoman í hinum mismunandi atvinnugi'einum hafi verið góð og aldrei hafi veiðst meira úr sjó ef allt er með talið en það segir meira en nokkuð annað hvernig íslenskur bú- skapur hefur gengið fyrir sig á ár- inu. Góðærið nær þó ekki til allra því það er nokkuð stór minnihluti þjóðarinnar sem hefur á liðnu ári haft það mjög erfitt og má með ýmsum rökum sýna fram á að af- koma þessa minnihluta sé þeim mun lakari eftir því sem góðærið í þjóðfélaginu er meira. Skýringin á þessu er sú að þetta fólk byggir af- komu sína á lægstu launatöxtum verkalýðsfélaga eða byggir afkomu sína á bótum frá hinu opinbera og þessar föstu upphæðir fylgja ekkj eftir hækkun verðlags á þenslutíma og jafnvel þó bæturnar hækkuðu eitthvað hlutfallslega þá gæfi slík hækkun fáar krónur í vasa þessa fólks. Með öðrum orðum í svoköll- uðu „góðæri" eykst bilið milli ríkra og fátækra. Hverjir tilheyra þessum minnihluta Hér á árum áður í bændasamfé- lagi liðinna alda var ávallt stærsti hluti þjóðarinnar eignalaus og gat í raun ekkert eignast vegna hafta og kvaða á landlaust og „ættlaust“ fólk. Flestir áttu því allt sitt undir húsbændum sínum og ekkert mátti út af bregða með árferðið svo hagur þessa meirihluta versnaði ekki til muna. I dag hefur hlutfall fátækra af þjóðinni minnkað miðað við fyrri tíma. Til að komast áfram vegur ætternið ekki eins þungt og það gerði og fjölbreyttir menntunar- og starfsmöguleikar standa nú til boða sem aldrei fyrr. Þrátt fyrir þessi tækifæri þá er fjölmennur hópur sem ekki getur fært sér þessi auknu tækifæri í nyt og við þurfum bæði að átta okkur á þessari staðreynd og við þurfum einnig að skilja eðli og ástand þessa hóps á hverjum tíma og reyna að koma honum til hjálpar á uppbyggilegan hátt. Þessi hópur telur vinnandi fólk sem nær ekki að láta enda ná saman um hver mánaðamót, þetta eru einstaklingar með börn, öryrkjar, sjúkir og at- vinnulaust fólk sem ekki hefur önn- ur úrræði en að reyna að framfleyta sér á framfæri hins opinbera. Þegar vel árar í þjóðfélaginu vænkast hag- STARFSMANNAFÉLAG RÍKISSTOFNANA Starf snám fyrir félagsmenn Starfsnámið „Rekspölur" byrjar aftur 12. janúar nk. Fyrirhuguð eru sex tveggja vikna námskeið fram til páska. Námskeiðin hafa notið mikilla vinsælda á undanförnum misserum, en á námskeiðunum er fjallað um samfélagsfræði, tjáningu, íslenska tungu, fjölmiðlun, upplýsingaöldina, vinnuvernd, streitu, rétta líkamsbeitingu, félagsleg réttindi og margt fleira. Sérstök athygli er vakin á því að SFR-félagar sem búa utan Reykjavíkursvæðisins og vilja sækja Rekspalarnámskeiðið eiga kost á ferða- og gististyrk. Nánari upplýsingar og innritun á skrifstofu SFR í síma 562 9644, bréfsími 562 9641. Starfsmannafélag ríkisstofnana. nær ekki til allra ur þessa fólks nákvæmlega ekkert nema til hins verra þegar vöruverð hækkar vegna þenslu í þjóðfélaginu. Viðhorfín til litilmagnans Það er orðinn stór hópurinn í þjóðfélaginu sem telur sig vera í þeirri aðstöðu að þurfa að biðja samborgarana um fjárhagslega að- stoð. Fyrst ber að nefna ýmiskonar góðgerðafélög sem eru t.d. að safna vegna ýmissa góðra málefna. Félög sem kenna sig við sjúkdóma skjól- stæðinga sinna s.s. félag hjart- veikra, Félag krabbameinssjúkra barna o.s.frv. Hjálparsveitir og íþróttafélög gera einnig út á þessi Við erum staðráðin í að leita til erlendra þjóða, ef með þarf, til að safna fyrir hina ---------------------7---------- verst settu á Islandi segir stjórn Félags fá- tækra barna. mið til að fjármagna rekstur sinn. Annars vegar er beðið um beinan fjárstuðning eða að boðin er einhver vara til kaups. Ef málefnið er gott þá sýnir landinn yfirleitt sínar bestu hliðar. íslendingar eru í eðli sínu gott fólk en reynslan sýnir að þeir eru því gjafmildari sem efni þeirra eru minni. Einnig hefur komið fram að mjög vel stæðir einstaklingar gefi lítið til þeirra sem minna mega sín. Skýringar á þessu eru ókunnar en vera má að það sé nauðsynlegt að hafa kynnst „eymdinni“ náið til að skilja hana og hafa vilja og löngun til að hjálpa öðrum. Það kveður þó við annan tón þegar stórkostlegar hamfarir ríða yfir, þá hjálpa margir sem einhverju geta miðlað. Nær- tækustu dæmin eru safnanir fyrir Súðvíkinga eða Flateyringa vegna snjóflóðahamfara og fyrr á öldinni var safnað fyrir fátæklinga á „möl- inni“ en þá horfði mjög illa um af- drif mjög margra sökum aflabrests og annarrar óáranar. Þá voru það bændur víða um land sem tóku sig til og sendu sauðfé og annað matar- kyns til Reykjavíkur til hjálpar illa stöddum einstaklingum og fjöl- skyldum. Bætum kjör fátækra fjölskyldna Síðasta ár var ár mikilla safnana á vegum fjölmargra aðila. Það er skoðun okkar að stundum geti þess- ar árlegu safnanir verið reknar af of miklum vana og oft án tillits til hvort þörfin sé nægilega brýn þannig að hún réttlæti ölmusu- beiðni. Slíkar „rútínu“ safnanir eyðileggja fyrir þeim sem virkilega þurfa á fjárhagsaðstoð að halda. Á haustmánuðum á síðasta ári var stofnað stuðningsfélag fyrir börn fátækra foreldra á íslandi. Tilgang- ur félagsins er að safna fé með sölu- starfsemi og beinum framlögum með það markmið að styrkja fátæk- ar barnafjölskyldur við að ná sér upp úr fjárhagserfiðleikum sínum með áherslu á að sú hjálp sem veitt er verði að raunverulegu gagni. Það er skoðun okkar að fátækt fólk hafi ekki átt sér sterkan og markaðs- sinnaðan málsvara á íslandi og því hafi kjör þessa stóra minnihluta að mörgu ieyti versnað um langt ára- bil. Verkalýðsforystan hefur ævin- lega, þrátt fyrir fyrirheit um annað, fallist á prósentuhækkanir í stað krónutöluhækkana og því hafa hinir láglaunuðu ásamt bótaþegum fengið minna en aðrir í sinn vasa og dreg- ist aftur úr öðrum stéttum og „kjarabilið" hefur breikkað. Stjóm- völd hafa heldur aldrei komið þess- um hópi til hjálpar með afgerandi hætti þótt vissulega mætti nefna dæmi um nokkrar bætur. Líknarfé- lög hafa ekki miðað aðstoð sína við einstaklingsþarfir heldur fremur við jafna útdeilingu þeirra gæða sem þau hafa til ráðstöfunar á hverjum tíma þannig að hlutur þeirra sem aðstoð njóta er lítill og er ekki sá þungi á vogarskálarnar sem getur bætt fjárhagsvandræði fólksins. Félag fátækra bama hefur nú verið starfrækt í nokkra mánuði og selt fjölbreytt úi’val geisladiska og myndbanda. I gegnum sölustarfið höfum við fengið ábendingar um fá- tækar fjölskyldur í neyð um land allt og höfum við nú þegar hafið hjálparstarfið. Hjálpin hefur verið í því fólgin að við höfum borgað ýmsa reikninga sem voru löngu komnir í vanskil. Var hér aðallega um að ræða húsaleigureikninga og raf- magns- og hitareikninga. Einnig hjálpuðum við fólki með matarinn- kaup fyrir jólin og að kaupa fót á börn sín til að þau gætu komist á jólaskemmtun í skólanum. Nú í byrjun starfstíma félagsins er af litlu að miðla og þess vegna er ekki hægt að hjálpa þeim fjölskyldum sem em í mjög slæmri stöðu fyrr en félagið er orðið það sterkt að það geti staðið undir slíkum greiðslum þannig að gagnist þessum aðilum. Við trúum hins vegar á kraftaverk og við vitum að það þarf þjóðarátak til að bæta stöðu fátækra á íslandi. Lokaorð Það vakti nokkra athygli okkar að lesa áramótaræður æðstu emb- ættismanna ríkisins. Ekki var einu orði vikið að stöðu fátækra einstak- linga og fjölskyldna á íslandi sem eiga um sárt að binda um þessar mundir. Þetta hindrar okkur þó ekki í að ráðast fram í ætlunar- verki okkar að bæta kjör fátækra Islendinga sem hafa dregist langt aftur úr nágrannaþjóðum með lægstu laun og lægstu bætur. Við erum staðráðin í að leita til er- lendra þjóða ef með þarf til að safna fyrir hina verst settu á Is- landi sem hafa verið vanræktir, svívirtir og sviknir í áratugi í landi sem kallar sig lýðveldi og hefur státað af jafnrétti og jöfnum mögu- leikum fyrir alla. Reyndin er allt önnur. Hér á Islandi hefur verið stunduð miskunnarlaus hagsmuna- gæsla útvalinna einstaklinga, stétta og hópa um langt árabil og hún rekin með öllum tiltækum meðulum. Þessi hagsmunagæsla á einna stærstan þátt í því að bilið milli fátæki'a og ríkra hefur aukist á síðustu árum og er stöðugt að vaxa. Það er sama hvaða flokkur ræður ríkjum á Islandi, alltaf skal einhver hagsmunagæsla ráða ríkj- um og fjármunir flytjast milli stétta og hópa en fátæklingarnir sitja eftir eignalausir og í svelti af því að þeir hafa sér engan raun- verulegan málsvara sem vinnur að bættum kjörum þeirra. Á Islandi er nóg að bíta og brenna fyrir alla ef menn vilja og ef þjóðarkökunni er skipt af sann- girni. Það mun þó aldrei ganga átakalaust fyrir sig og er því mikið verk framundan við að bæta hag fátækra fjölskyldna og þurfa marg- ir að koma að því máli til að árang- ur sjáist. Söfnunarreikningur Fé- lags fátækra barna á íslandi er í Búnaðarbanka, Seljaútibúi tékka- reikningsnr. 3440. Hjálpum nú okkar minnsta bróð- ur á Islandi, það kemur okkur öll- um við. * RÆSTIVAGNAR IbBíáI Urvalið er hjá okkur Nýbýlavegur 18 • 2Ö0 Kópavogur Sími: 510-0000 • Fax: 510-0001
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.