Morgunblaðið - 10.01.1998, Side 45

Morgunblaðið - 10.01.1998, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 10. JANÚAR 1998 45 JÓN MAGNÚSSON + Jón Magnússon _ fæddist á Bjarnastöðum á Álftanesi 17. janúar 1911. Hann lést á Sól- vangi annan jóladag, 26. desem- ber síðastliðinn, og fór útför hans fram frá Fossvogskapellu 5. janúar. Kveðja frá Fimleikafélagi Hafnarfjarðar Nú um jólahátíðina féll frá einn af brautryðjendum íþróttalífs í Hafn- arfirði, Jón Magnússon. Hann hafði upplifað tímana tvenna í þessum efnum - séð og lifað frumbernsku íþróttanna hér á landi við frumstæð- ar aðstæður og fylgst með þeirri bylgju uppbyggingar sem íþróttafé- lögin hafa skapað og búa við í dag. Hitt er svo annað mál hvort sú fé- lagsmálabraut sem íþróttafélögin eru að feta nú um stundir sé með öllu að skapi frumherjanna. Jón Magnússon og æskuvinur hans, Adolf Bjömsson, voru stofn- endur og drifkraftar Knattspymufé- lagsins Þjálfa í Hafnarfirði. Jón var formaður félagsins á meðan það starfaði, eða frá stofnun 1928 til haustmánaða 1932 er það var lagt niður. Margt merkilegt mætti segja um þetta félag og ýmis önnur íþróttafélög sem störfuðu á undan því í Hafnarfirði. Segja má að FH eigi margvíslegar rætur í þessum gömlu félögum: margir helstu for- ystumenn þeirra urðu síðar forystu- menn í FH og einn þeirra var Jón Magnússon. Vitað er að á árunum 1929-1941 var Jón Magnússon keppnismaður í knattspymu með meistaraflokki Knattspymufélagsins Fram í Reykjavík. Var hann allan tímann í fremstu röð leikmanna og marksæk- inn mjög. Til marks um hæfni Jóns í knattspymu má nefna að hann var valinn í fyrsta úrvalsliðið sem fór til keppni í útlöndum - til Færeyja ár- ið 1930. Kannski má kalla þetta nokkurs konar landslið þess tíma. Þó að Jón keppti og starfaði af og til i Reykjavík er ljóst að hann hann hélt áfram að starfa að íþrótta- og félagsmálum í Hafnarfirði. Hann er t.d. kosinn í íþróttaráð Hafnarfjarð- ar 1935, en lætur af störfum þar ári síðar þar sem hann flytur úr bænum Frágangur afmælis- og minn- ingar- greina MIKIL áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vél- rituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá er enn fremur unnt að senda greinamar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Auðveldust er móttaka svokall- aðra ASCII skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og WordPerfect einnig nokkuð auð- veld úrvinnslu. Um hvem látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við með- allínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksenti- metra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða Ijóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöf- undar eru beðnir að hafa skím- amöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. til Reykjavíkur. Næstu árin starfar Jón fyrir Fram: auk þess sem hann var einn aðalmáttarstólpi meistara- flokks félagsins í knattspyrnu var hann formaður félagsins árið 1939 - og raunar varð hann íslandsmeist- ari með félaginu sama ár. Löngu síð- ar varð Jón svo aftur formaður Fram, eða árin 1960-1961. Jón flytur til Hafnarfjarðar á nýj- an leik um eða eftir 1940, hefur þar aftur störf við verslun og gerist virkur félagi í FH. Hann var leik- maður í meistaraflokki félagsins í knattspyrnu og formaður þess um tíma (1943-1945). Eftir 1950 flytur Jón enn til Reykjavíkur, en hélt þó ávallt sam- bandi við félaga sína í FH og tók að sér ýmis verkefni fyrir félagið. Um þetta leyti hefur Jón störf hjá Knattspyrnusambandi íslands, en af öllu stússi sínu fyrir íþróttahreyf- inguna mun Jón kunnastur af störf- unum fyrir KSÍ. Það er saga að segja frá því hvemig það afyikaðist að Jón tók sæti í stjórn KSÍ - og er á margan hátt tákn þeirra tíma. Þannig var - og er reyndar enn - að oft var erfitt að fá menn til að sitja íþróttaþing. Árið 1953 var ung- ur FH-ingur, sem var að feta sín fyrstu spor í félagsmálum, sendur einn síns liðs á þing KSÍ með umboð félagsins, en í þá tíð máttu fulltrúar fara með fleiri en eitt atkvæði á þingum KSÍ. Þingið var haldið í KR-húsinu við Kaplaskjólasveg. Þegar ungi FH- ingurinn kemur að húsinu sér hann hvar maður nokkur hímir einn í skjóli undir vegg í vetrarkafaldinu, en það var Jón Magg eins og hann var kallaður af vinum sínum. Jón gefur sig á tal við strák og verður það að ráði milli þeirra að Jón fari með honum á þingið sem fulltrúi FH. Á þinginu æxlast mál svo þannig, að Jón er kosinn í stjóm KSÍ og starfaði þar í 23 ár! Frægastur er Jón fyrir störf sín sem formaður mótanefndar sam- bandsins í öll þessi ár. Alltaf hélt hann góðu sambandi við sitt gamla félag, FH, og sýndi oft tryggð sína í verki. Jón Magnússon var sæmdur ýmsum viðurkenningum fyrir störf sín að íþróttamálum, enda einn af þeim sem alltaf var reiðubúinn til starfa og kunni manna best að leysa erfið mál. Jón var kjörinn í fulltrúaráð FH við stofnun þess 1975 og átti þar sæti til dauðadags. Það er ekki ýkja langt síðan Jón sat aðalfund full- trúaráðsins í Kaplakrika, eftir að nýja íþróttahúsið reis þar. Þá skoð- aði hann öll mannvirki í Kaplakrika og dáðist að þeirri aðstöðu og vel- gengni sem félagið býr nú við. Jón var nokkur síðustu ár ævi sinnar vistmaður að Sólvangi hér í bæ. FH-ingar kveðja nú vin sinn Jón Magnússon og þakka honum góð störf í langan tíma. Blessuð sé minning hans. Nú þegar við setjumst niður til að skrifa nokkur kveðjuorð um Jón Magnússon, hrannast minningamar upp. Jón Magg eins og hann var alltaf kallaður af okkur var alla tíð fastur punktur í tilvem okkar og var hann í senn hetjan okkar og vinur. Hugurinn reikar til baka til allra ánægjustundanna sem við áttum saman á æskuheimilinu á Hrísat- eignum, og eiga minningamar eftir að oma okkur um ókomna framtíð. Jón Magg var svo heppinn að fá marga góða eiginleika í vöggugjöf, t.d. lífsgleði, útsjónarsemi og ótrú- legt starfsþrek lengst af ævinnar, og nýttust þessar góðu gjafir hon- um vel á löngum starfsferli, enda mörg málefni sem hann lét sig máli skipta og stendur þá kannski efst upp úr málefni Hjartavemdar og íþróttahreyfingarinnar. Síðustu fjögur ár urðu samveru- stundirnar okkar fáar og stopular, GUÐRÚN JÓHANNA EINARSDÓTTIR en við fylgdumst alltaf með úr fjar- lægð. Elsku Jón, á þessari stundu er okkur efst í huga þakklæti fyrir að hafa fengið að kynnast þér og njóta visku, vináttu og samfylgdar þinnar öll þessi ár. Nú ert þú horfinn ljóssins til, og vitum við að þar tekur pabbi vel á móti þér. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefúr hér hinn síðsta blund. (V. Briem.) Elsku Jón, Guð geymi þig. Herbjörn, Sigríður og Jóhann Sigmarsbörn. Merkur Hafnfirðingur er fallinn frá, en það vil ég kalla Jón Magnús- son, æskulýðs- og íþróttafrömuð og skipuleggjanda á sviði stjómmála- starfa, en hann kom víðar við sögu en í Hafnarfirði á umræddum vett- vangi. Þar í bæ lágu leiðir okkar fyrst og mest saman og fékk ég þá að kynn- ast mannkostum hans, dugnaði, hugsjónum, hugmyndaauðgi, áræði og krafti. Undir hans vemdarvæng og nokkurra annarra Hafnfirðinga má segja, að ég hafi gengið mín fyrstu spor á hinni grýttu braut stjómmálanna í framboði til bæjar- stjómar og í fomstu Félags ungra jafnaðarmanna. Þannig var, að Jón Magnússon hafði nokkmm ámm áður fylkt liði með jafnöldmm sínum í Firðinum, en þar má nefna Stefán Júlíusson, Vigfús Sigurðsson og Guðjón Gísla- son, sem allir em á lífi og ásamt fleirum stóðu að stofnun Félags ungra jafnaðarmanna í Hafnarfirði. Það mun hafa verið mikill kraftur í þeirri starfsemi, sem átti eftir ásamt fleiru að leggja traustan gmndvöll að því sterka afli, sem Alþýðuflokk- urinn hefur ávallt verið við upp- byggingu Hafnarfjarðar, þótt skipst hafi á skin og skúrir. Þótt Jón Magnússon haslaði sér völl á sviði stjórnmála, var hann einnig kallaður til starfa á öðmm vettvangi, þ.e. að íþróttamálum, ekki aðeins á vegum Knattspymufé- lagsins Fram, heldur líka í Hafnar- firði. Þeim þætti í starfi hans verða ekki gerð hér skil. Það munu aðrir gera. Drifkraftur og hæfileikar hans til að skipuleggja leiddu til þess, að for- ustumenn Alþýðuflokksins fóm að leita til Jóns um að standa fyrir og stjóma kosningaundirbúningi flokksins í Firðinum, hvort heldur var fyrir kosningar til alþingis eða bæjarstjómar. Undir þeim kring- umstæðum urðu kynnin náin og ógleymanleg. Þau kynni mín af Jóni hófust um áramótin 1949/50. Bæjarstjómar- kosningar áttu að fara fram í janúar 1950. Jón var þá orðinn vanur að stjórna undirbúningi að slíkum kosningum með góðum árangri. Sá, sem þessar línur ritar, var þá korn- ungur og nýliði í kosningastarfi og nýlega orðinn formaður Félags ungra jafnaðarmanna. - Mikið reið á, að áliti Jóns, að miklu starfi og velheppnuðum fundahöldum yrði komið í gang í félaginu fyrir kosn- ingamar. í stuttu máli sagt fengum við hreinan meirihluta í þessum kosningum. Að mínum dómi átti Jón Magnússon stóran þátt í þeim sigri og svo var um fleiri kosningasigra. En Jón Magnússon lagði víðar hönd á plóginn til eflingar Alþýðu- flokksins en í baráttu við andstæð- inga í kosningum. En það var þegar eyðingaröfl klofningsaflanna vom virkust innan flokksins. Þá lagði hann sitt af mörkum til að flokks- systkin stæðu saman. Átti hann með ýmsum öðrum þátt í því að Al- þýðuflokknum í Hafnarfirði tókst að standa saman á sama tíma og ýmis vígi flokksins úti á landi urðu fyrir áföllum og hafa ekki borið barr sitt síðan. Vinur og minnisstæður samherji er hér kvaddur með virðingu og þökk. Stefán Gunnlaugsson. + Guðrún Jóhanna Einarsdóttir var fædd á Stöðvarfirði 25. febrúar 1938. Hún lést á gjör- gæsludeild Landspitalans 18. des- ember síðastliðinn og fór útfor hennar fram í kyrrþey. Þegar við hjónin fluttum frá Kol- freyjustað í Fáskrúðsfirði til Hvera- gerðis þá var það lán okkar að í næsta húsi bjuggu Jóhanna Einarsdóttir frá Brekku í Fáskrúðsfirði og hennar ágæti maður Bragi Guðmundsson. Jóhönnu þekktum við lítillega sem unga stúlku og nú endumýjuðust gömul kynni. Ekki var hægt að eiga betri nágranna en þau hjón. Þau vom alltaf reiðubúin að aðstoða okkur á alla lund. Þó Jóhanna hafi unnið úti fulla vinnu hafði hún alltaf tíma til að h'ta inn hjá okkur. Ef fjölskylda henn- ar kom saman til að gleðjast á tylli- stundum var okkur alltaf boðið með sem hluta af fjölskyldunni. Jóhanna var félagslynd, glaðlynd, vinamörg og hún var öllum góð. Hún átti mjög fall- legt heimili sem bar vott um listfengi hennar. Hún var mikil hannyrðakona og henni féll aldrei verk úr hendi. Við viljum að leiðarlokum þakka alla umhyggjuna og vináttuna sem hún sýndi okkur síðastliðin þijú ár. Við og bömin okkar vottum Braga, börnum þeirra, afkomendum og há- öldruðum fóður dýpstu samúð okkar. Þórhildur og Þorleifur. Elsku mamma mín, ég sakna þín óbærilega, ég vildi að eitthvað væri til sem læknað gæti þennan sársauka og tómleika í hjarta mínu. Ég reyni að hugsa um að nú þarftu ekki að kvelj- ast lengur. Ég trúi og treysti að þú sért í ljósinu hjá Guði, með ömmu, Omari bróður og öðmm ástvinum, ég veit þú ert á góðum stað. Við vomm ekki alltaf góðir vinir, en ég fyrirgef þér allt og ég elska þig mjög mikið. Ég finn í hjarta mínu að þú hefur fyrirgefið mér allt og elskar mig. Síðustu orðin sem þú sagðir við mig, voru þau bestu sem ég hef heyrt. Ég á góðar minningar í hjarta mínu sem ég geymi. Innra með mér er myrkt, en hjá þér er Ijós. Ég er einmana en þú skil- ur mig ekki eftir eina. Veik er ég en hjá þér er hjálp. Ég er óróleg en hjá þér er friður. Innra með mér er bit- urleiki en hjá þér er þolinmæði. Ég skil ekki vegu þína en þú þekkir veg- inn sem ég á að ganga. Ég mun alltaf geyma þig í hjarta mínu og elska þig, elsku besta mamma mín, ég vona að Guð gefi að við eigum eftir að hittast aftur. Þín dóttir, Margrét Jóna. Þegar jólaundirbúningurinn stóð sem hæst og tilhlökkun okkar fyrir hátíð ljóss og friðar færði okkur innri ró fréttum við af andláti vinkonu okk- ar og félaga, Jóhönnu Einarsdóttur. Það var eins og tíminn stæði í stað, glys og skraut einskis vert, hátíðin framundan breytti um svip. Hugurinn fór að reika og þá kom upp í hugann hvað Jóhanna var mildll sólargeisli fyrir sína samferðamenn, gaf lífinu lit og sá hið jákvæða og skemmtílega. Þá fórum við aftur að hugsa um jólin, há- tíð Ijóss og friðar, og gerðum okkur grein fyrir því að í þeim anda hagaði Jóhanna sínu lífi jafnt í gleði og sorg. Jóhanna var einn af stofnfélögum Félags framsóknarkvenna í Ámes- sýslu haustið 1984. Hún starfaði ötul- lega í félaginu alla tíð og sat í stjóm þess um árabil. Það var mjög gott að starfa með Jóhönnu og var hún alltaf boðin og búin að taka tíi hendinni, hvort sem það var að undirbúa íundi, vinna á kosningaskrifstofunni, eða hvað annað sem tíl féll. Jóhanna var mjög heil í því sem hún tók sér fyrir hendur og kom það vel í Ijós í störfum hennar í félaginu okkar. Þær vom ófáar stundirnar sem hún varði á kosningaskrifstofunni fyrir síðustu alþingiskosningar. Það var alltaf gott að koma á skrifstofuna þeg- ar Jóhanna var að sjá um kaffið, því að hún kom alltaf með eitthvað góðgætí með sér að heiman. Svo greip hún í prjónana sína ef tóm gafst og ekki var verið að sleikja frímerki og ganga frá póstsendingum. Nú á kveðjustund em okkur efst í huga þakkir fyrir að hafa fengið að kynnast Jóhönnu og starfa með henni. Hennar verður sárt saknað og mun verða í huga okkar félaganna. Við vottum eiginmanni Jóhönnu, Braga Guðmundssyni, afkomendum þeirra og öðmm aðstandendum okkar dýpstu samúð. Fyrir hönd Félags framsóknar- kvenna í Ámessýslu, María Hauksdóttir. Jóhanna hans Braga er fallin frá í blóma lífsins. Ég vil í nokkmm orðum minnast konu sem mér og minni fjöl- skyldu þótti afar vænt um. Mikill er missirinn af Jóhönnu, þar fór saman hjartahlý kona sem fyrst og fremst hugsaði um aðra og vildi allt fyrir aðra gera sem í hennar valdi stóð. Eitt af hennar síðustu verkum var að kaupa jólafótin á langömmu- bamið sitt sem hún unni svo _mjög eins og öllum sínum nánustu. Óhætt er að segja að Jóhanna var Braga góð eiginkona og bömum sínum góð móð- ir. Ekki síður var hún góð amma, það fór ekki framhjá þeim sem til hennar þekktu. Lífíð var henni þó ekki alltaf dans á rósum en með kærleik og góðri samstöðu þeirra hjóna tókust þau á við áföllin. Ég finn svo sárlega mikið til með Braga frænda og fjölskyldu hans sem hefur svo mikið misst í iífinu og nú sína elskulegu konu, móður, ömmu og langömmu. Ég er reiður for- lögunum að koma svona fram við frænda minn og skil ekki hvi þarf að Ieggja svona mikið á suma en minna á aðra. Ég var nýlega búinn að þakka forlögunum fyrir það að hafa gefið mér son sem ég gæti gefið nafn ný- Iega látins föður míns. Þannig er lífið sífellt að kenna manni að það tekur og gefur. Þannig sé ég enn betur en áður að lífið er allt of stutt og enginn veit hvað gerist á morgun. Það er mikil- vægt að nýta þann tíma sem við fáum með ástvinum okkar vel og pössum okkur á að koma alltaf vel fram við alla og hlúa vel að vinum og vanda- mönnum meðan þeirra nýtur við. Jóhanna hafði verið að vinna að peysum fyrir son minn og dóttur þeg- ar hún var kölluð til forfeðra sinna, þannig var nú umhyggjan fyiir böm- unum mínum ofarlega í hennar huga. Þrátt fyrir að ekki hafi verið um dag- leg samskipti að ræða var mikil og góð vinátta með okkur og vinátta okk- ar var að þroskast mikið á síðustu ár- um enda ég að þroskast úr strákgutta í fjölskyldumann. Mikið höfðum við verið að reyna nýlega að heimsækja hvert annað en hittum því miður ekki vel á. Það er sannfæring mín að hún komi núna oft í heimsókn til okkar í Efstasundinu og haldi vemdarhendi yfir okkur öllum. Eins er ég þannig á sama hátt viss um að hún mun fylgj- ast vel með vextí og þroska barna- bamanna sinna og haldi vemdarhendi yfir þeim og fjölskj'ldum þeirra. Bragi frændi það er ömggt að hún Jóhanna þín mun vera þér nálæg í anda sínum og höfum öll hugfast að góðar minn- ingar em okkur huggun sem áfram stígum lífsins dans. Góðar minningar um samveru- stundir við Jóhönnu, þessa hjarta- hlýju konu, eigum við öll og látum þær ylja okkur í söknuði okkar með þakklætí fyrir að hafa þó fengið að njóta vináttu og umhyggju hennar í þennan allt of stutta tíma. Það er erfitt að segja mikið á svona stundum þó mikið væri hægt að skrifa um hana Jóhönnu sem var mér og minni fjöl- skyldu ávallt svo góð. Ég vil að lokum gera orð föður míns að mínum þegar hann kvaddi látínn frænda okkar með þessum orðum, sem eiga vel við þó í vísunni sé minnst á frænda, en vísan er svona: Frændi minn góður, þig ég kem að kveðja kærleikans hendi rétta vil ég þér óslitin rennur örlaganna keðja orð eru smá og lítils megnug hér Harm skal sefa huggun við það gleðja að hamingja var að mega kynnast þér. (Yngvi M. Gunnarsson) Ég vil senda mínar innilegustu samúðarkveðjur til ykkar allra sem unnuð henni eins og ég og fjölskylda mín gerðum. Gunnar Jón Yngvason og fjölskylda.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.