Morgunblaðið - 10.01.1998, Síða 46

Morgunblaðið - 10.01.1998, Síða 46
46 LAUGARDAGUR 10. JANÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ +Kristín Sig'fús- dóttir fæddist í Hróarsholti í Vill- ingaholtshreppi 11. október 1910. Hún lést á Sjúkrahúsi Suðurlands 2. janúar síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru hjón- in Stefanía Stefáns- dóttir Stephensen, f. 19. október 1869, d. 14. febrúar 1957, og Sigfús Skúlason Thorarensen, f. 14. janúar 1867, d. 6. jan- úar 1937. Systkini hennar voru: Sigríður, f. 20. júní 1894, d. 6. nóvember 1982, Skúli, f. 2. ágúst 1895, d. 31. október 1897, Ragnheiður, f. 25. júní 1897, d. 29. ágúst 1942, Steinunn, f. 17. ágúst 1899, d. 19. október 1986, Stefán, f. 17. júní 1902, d. 6. ágúst 1969, Helgi, f. 29. janúar 1905, d. 13. nóvember 1989. Kristín giftist 3. júní 1934 Þórði Bogasyni, f. 31. mars 1902 í Varmadal á Rangárvöllum. Hann lést 29. nóvember 1987. Börn Elsku amma mín! Nú hef ég sent þér nokkur bréf héðan frá Álaborg á síðustu tveimur árum og mér finnst ég verði að senda þér eitt kveðjubréf að lokum því ég veit að þér þótti vænt um þessi þeirra eru: 1) Sigfús, f. 28. desember 1934, maki Þóra Björg Þór- arinsdóttir. Eiga þau þijú börn og tvö barnabörn. 2) Bogi Vignir, f. 16. septem- ber 1936, maki Gunn- hildur Svava Helga- dóttir. Eiga þau tvo syni og þijú barna- börn. 3) Unnur, f. 31. mars 1938, maki Bragi Gunnarsson. Eiga þau fjögur börn og sex barnabörn. 4) Ragnheiður, f. 12. október 1943, maki Jón Ólafur Sigurðsson. Eiga þau þrjá syni og tvö bamaböm. 5) Sigrún, f. 29. mars 1954, sambýlismaður Þor- geir Hjörtur Níelsson. Hún á son. Kristín og Þórður bjuggu ( Varmadal 1934-1941, á Brekk- um í Holtum 1941-1943, í Eystri- Kirkjubæ á Rangárvöllum, 1943-1944 og á Hellu frá 1944. Kristín verður jarðsungin frá Oddakirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 14. bréf. Það stóð líka alltaf til að senda þér bréf strax eftir áramót til að þakka fyrir gjafimar til Ey- þórs og Guðrúnar Lilju og auðvit- að til að óska þér gleðilegs árs. Ég reiknaði reyndar ekki með öðru en MINNINGAR að það yrði sent á Hólavang 14 eins og venja var. Margar góðar stundir áttum við saman heima á Hellu. Sér- staklega þykir mér vænt um hversu góð þú varst við Eyþór og dugleg að leika við hann. Ég sé ykkur fyrir mér í boltaleik eða í öðrum leik inni í stofu þar sem þið ljómið bæði af gleði. Þegar ég sagði Eyþóri að amma á Hellu væri orðin mikið lasin og komin á sjúkrahús leið ekki langur tími þar til hann var sestur við eldhús- borðið og byrjaður að teikna mynd handa þér. Því miður var orðið of seint að senda þér hana svo hann passar hana bara sjálfur fyrir þig. „Eyþór minn, hún amma þín á Hellu er dáin.“ Hann varð ekkert hissa á þessum fréttum því hann sagði sjálfur að þegar við hittum þig í október síðastliðnum, hefði sér fundist þú vera orðin gömul. Það var líka alveg rétt hjá honum, og þegar fólk er komið vel á níræð- isaldur og heilsan orðin léleg, þá hlýtur þetta að vera það besta. Ég efast ekki um að hann afi hafi tekið vel á móti þér og þið séuð sæl og glöð. Amma mín, kærar þakkir fyrir allar samverustundimar sem við áttum saman og ég ætla að þakka þér aftur fyrir komuna hingað til okkar í Alaborg fyrir nærri tveim- ur árum. Ég veit að það var ekki auðveld ferð fyrir þig en þú lést þig hafa það. Blessuð sé minning þín. Anna Þómý. Nú þegar hún Kristín vinkona mín til magra ára er fallin frá lang- ar mig að minnast hennar með ör- fáum orðum. Ég hef þekkt Kristínu allt frá barnæsku, en hinn eiginlegi vin- skapur hófst þegar ég flutti í göt- una til hennar 1981. Hún tók mér afar vel og þreyttist aldrei á að bjóða mér yfir til sín, að loknum vinnudegi í smáspjall og ævinlega fylgdu góðgjörðirnar með, því hún var snillingur hinn mesti í kökugerð og þess háttar. Tækist manni að gera henni smágreiða af einhverju tagi fékk maður það ætíð margþakkað og var jafnvel leystur út með flatkökum eða öðru góðgæti. Hún vissi sem var að snillin á því sviði var ekki upp á marga fiska hjá mér. Hún var sístarfandi hún Kristín og gesta- gangurinn hjá henni bar þess vitni að þangað var gott að koma og maður kom ekki að tómum kofunum hjá henni, eins og sagt er. Henni fannst gott að fá fólk til sín, en helst ekki marga í einu, því þá háði heymin henni í samræðun- um þannig að bestu sambandi náð- ur maður við hana í einrúmi. Nú hin síðari ár eftir að ég flutti mig um set í þorpinu okkar, hefur því miður sjaldnar orðið úr heimsókn- um og þykir mér það miður. Krist- ín hafði góðan skilning á því að tím- inn væri naumur eftir að ég eign- aðist yngri son minn og var að vinna líka. Oft hafði hún orð á dugnaðinum í mér að nenna að standa í þessu komin yfir fertugt, KRISTIN SIGFÚSDÓTTIR en sjálf hafði hún gert slíkt hið sama en bara „40 árum fyrr“. Um hennar eigin dugnað þurfti ekki að fjölyrða. Hún vildi frekar gefa en þiggja og sjálfstæð var hún í meira lagi. Hún var sannkölluð hetja, hún Kristín, og lét aldrei deigan síga, oft hafa steðjað að erfiðleikar en hún stóð alltaf keik og fór allra sinna ferða í hvernig færi sem var. Hún hafði mikið yndi af bók- lestri og margfróð var hún um alla hluti. Það var gaman að heyra hana lýsa því hvemig hlutirnir voru í þorpinu á fyrri tíð og svo hafði hún áhuga á öllu í mannlíf- inu, ekki síst hreppspólitíkinni sem hún var svo mjög tengd þeg- ar Þórður var oddviti hér áður fyrr. Það verður sjónarsviptir að Kristínu hér á Hellu, hún setti svip á mannlífið þó að hún bærist ekki á. Kristín var ekki allra eins og sagt er, en ég tel mig í þeim hópi sem náðu góðu sambandi við hana. Otal margt væri hægt að tala um en nú er mál að linni. Víst er að margir eiga eftir að sakna kaffisopans á Hólavangi 14 en ennþá öruggara er að Kristín fær góðar viðtökur í nýjum heim- kynnum. Vissan um að Kristín hefði ekki viljað heyja langt dauðastríð og verða öðrum háð, sefar söknuðinn. Hafðu þökk fyr- ir allt. Sigrúnu og systkinum, mökum, börnum og bamabömum votta ég innilega samúð. Erna Sigurðardóttir. AQAUG L V S I I IM G A Œ ATVIIVIMU- AUGLÝ5INGAR NOI tískuvöruverslun, Laugavegi 11, óskar eftir að ráða einn starfskraft í fullt starf og annan í hlutastarf. Lágmarksráðningatími er eitt ár. Upplýsingar í síma 552 2971. Starfskraftur óskast til viðgerða og samsetningar á tölvum. Áhugasamir leggi inn umsókn ásamt kaup- kröfu á afgreiðslu Mbl., merkta: „K — 3121", fyrir nk. mánudagskvöld 12. janúar. FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR Aðalfundur Skíðafélags Reykjavíkur verður haldinn í íþróttamiðstöðinni í Laugardal þriðjudaginn 20. janúar kl. 17.30. Stjórnin. KENNSLA Þýskunámskeið Germaniu Námskeiðin hefjast á ný 19. janúar. Kennsla verður sem hér segir: Byrjendur Framhald 1 Framhald 2 Framhald 3 Talþjálfun 1 Talþjálfun 2 mánud. kl. 18.15 — 19.45. þriðjud. kl. 18.15 - 19.45. mánud. kl. 18.15 — 19.45. miðv.d. kl. 18.15 — 19.45. þriðjud. kl. 18.15 - 19.45. mánud. kl. 20.00 - 21.30. Innritað verður á kynningarfundum sem haldnireru í Lögbergi, Háskóla íslands, stofu 102, miðvikudaginn 14. janúar og fimmtudag- inn 15. janúar kl. 20.30. Upplýsingar eru einnig veittar í síma 551 0705 kl. 17.00—19.30 á virkum dögum. Nýir þátttakendur velkomnir í alla hópa. Geymið auglýsinguna. Stjórn Germaniu. Stangaveiðimenn athugið Nýtt námskeið í fluguköstum hefst í Laugar- dalshöllinni miðvikudaginn 14. jan. kl. 20.30. Kennt verður 14. og 28. janúar, 4., 11. og 18. febrúar. Við leggjum til stangirnar. Skráning á staðnum. K.K.R., S.V.F.R. og S.V.F.H. NAUÐUNGAR5ALA Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins á Ránarbraut 1, 870 Vík í Mýrdal, sem hér segir á eftirfarandi eignum: Bakkabraut 6, Vík í Mýrdal, þingl. eig. Guðrún Sigurðardóttir og Jón Erling Einarsson, gerðarbeiðandi sýslumaðurinn i Vik í Mýrdal, fimmtudaginn 15. janúar 1993, ki. 14.00. Hamrafoss, Skaftárhreppi, þingl. eig. Steingrímur Bergsson, gerðar- beiðendur Stofnlánadeild landbúnaðarins, sýslumaðurinn í Vík i Mýrdal og Vátryggingafélag Islands hf., fimmtudaginn 15. janúar 1998, kl. 14.00. Ytri-Sólheimar III, Skaftárhreppi, þingl. eig. Tómas (sleifsson, gerðar- beiðendur Lífeyrissjóðurstarfsmanna ríkisins B-deild, Stofnlánadeild landbúnaðarins og sýslumaðurinn í Vík í Mýrdal, fimmtudaginn 15. janúar 1998, kl. 14.00. Sýslumaðurinn Vík í Mýrdal, 9. janúar 1998. Sigurður Gunnarsson. TILKYNNINGAR HJAIPIÐ Símahappdrætti Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Útdráttur 24. desember 1997 Subaru Forrester kr. 2.225.000 7792 Nissan Almera 1.6 SXX kr. 1.450.000 98243 143155 Nissan Micra 5 dyra kr. 1.116.000 21524 35161 76643 109529 124078 25638 39674 92279 111382 136438 27496 48135 98609 118565 142162 Moongose fjallahjól kr. 25.500 9258 19708 50340 91694 132647 10375 30384 55220 104801 138171 11691 40468 65924 109378 144822 15453 48125 69674 130361 151600 Þökkum innilega veittan stuðning og óskum landsmönnum öllum blessunar á nýju ári. Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra ÝMISLEGT Dúfnaeigendur íslensku kvikmyndasamsteypuna vantar 30—50 dúfurtil að nota í kvikmynd. Vinsamlega hafið samband við Þóri í síma 898 6286 eða Hrönn í síma 551 2260. SMÁAUGLÝSINGAR KENNSLA Þýskunámskeið Germaníu hefjast á ný 19. janúar. Boðið er upp á byrjendahóp, þrjá fram- haldshópa og tvo talhópa. Upplýsingar í síma 892 4145. Ungbarnanudd Námskeið fyrir foreldra barna á aldrinum frá eins mánaða. Rann- sóknir hafa sýnt að börn sem hafa notið þess að vera nudduð dag- lega hafa þyngst betur, sofið bet- ur og tekið örari framförum en þau, sem ekki hafa fengið nudd. Þá hefur nudd hjálpað börnum með magakveisu og loft í þörm- um. Næsta námskeið hefst fimmtudaginn 15. janúar kl. 14. Upplýsingar og innritun á Heilsusetri Þórgunnu í símum 562 4745 og 896 9653. FÉLAGSLÍF §Hjálpræðis- herinn y Kirkjustræti 2 Laugardagsskólinn byrjar aftur í dag kl. 13.00. Allir krakkar velkomnir. KRISTIÐ SAMFÉLAG Dalvegi 24, Kópavogi Almenn samkoma í dag kl. 14.00. Allir hjartanlega velkomnir. Sunnudaginn 11. janúar. Gengið á reka. Fyrsta ganga af sjö þar sem gengið er á reka með suðurströndinni. í fyrstu göngu er gengið frá Reykjanestá að Stað í Grindavík. Verð kr. 1.600. Brottförfrá BS( kl. 10.30. Einnig er stoppað á Kópa- vogshálsi og við Sjóminjasafnið i Hafnarfirði. Heimasíða: centrum.is/utivist Einkatímar Miðillinn, Lára Halla Snæfells, verður með einka- fundi næstu daga i Reykjavík. Pantanir í síma 566 7655. FERÐAFÉLAG # ÍSLANDS MÖRKINNI6 - SlMI 568-2533 Sunnudagur 11. janúar kl. 10 Nýársferð á slóðum Einars Ben f Herdísarvík Gengið um ströndina, fjörubál. Páll Sigurðsson segir frá dvöl Einars í Herdísarvik sem hann þekkir sérlega vel til þ.á m. eru margar áhugaverðar sögur. Áning i Einarshúsi. Tilvalin fjölskylduferð. Verð 1.400 kr., frítt f. börn m. for- eldrum sinum. Brottför frá BSÍ, austanmegin og Mörkinni 6. Myndakvöld F.í. miðviku- dagskvöldið 14. janúar kl. 20.30 i Mörkinni 6. Fjölbreytt myndasýning m.a. ævintýra- ganga að Grænalóni, Þórisdalur, Hrafntinnusker, Héðinsfjörður o.fl. Allir velkomnir. Munið textavarp bls. 619.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.