Morgunblaðið - 10.01.1998, Síða 58

Morgunblaðið - 10.01.1998, Síða 58
58 LAUGARDAGUR 10. JANÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ Nupo létt næríngarduft með trefjum, hjálpar þér til að halda áramótaheitið. Ráðgjöf og kynning laugardaginn 10. janúar kl 12.00-16.00. Nupo létt, nýtt og endurbætt, nýjar bragðtegundir. Kynningarafsláttur apútek Laugavegi 16 • Sími 552 4045 FOLK I FRETTUM Prófadeild - öldungadeild Vorönn 1998 Grunnskólastig: (danska, enska, íslenska, stærðfræði) Grunnnám: Samsvarar 8. og 9. bekk grunnskóla. Ætlað þeim sem ekki hafa lokið grunnskólaprófi eða vilja upprifjun frá grunni. Fornám: Samsvarar 10. bekk grunnskóla. Ætlað þeim sem ekki hafa náð tilskyldum árangri í 10. bekk. Upprifjun og undirbúningur fyrir nám á framhaldsskólastigi. Framhaldsskólastig: Almennur kjarni fyrstu tveggja ára framhaldsskóla: bókfærsla, danska, efnafræði, eðlisfræði, enska, félagsfræði, íslenska, námstækni, saga, sálfræði, stærðfræði og tjáning. Bóklegar greinar heiisugæslubrauta: heilbrigðisfræði, líffræði, líffæra- og lífeðlisfræði, líkamsbeiting, næringarfræði, siðfræði og skyndihjálp. Kennsla fer fram í Miðbæjarskóla og hefst 15. janúar. Skólagjöld miðast við kennslustundafjölda og er haldið í lágmarki. INNRITUN í PRÓFADEILD fer fram alla virka daga kl. 9.00 - 19.00 í Miðbæjarskóla, Fríkirkjuvegi 1. INNRITUN í FRÍSTUNDANÁM fer fram á skrifstofu skólans frá og með 15. janúar. Kennsla í frístundanám hefst 26. janúar. Kennt er í Miðbæjarskólanum og í Mjódd, Þönglabakka 4. Upplýsingar í síma 551 2992. Fax: 562 9408 Netfang: nfr@rvk.is http://www.rvk.is/nfr Svo lengfi iærir sexti liíir Spáð í spilin GAGNRYNENDUR tón- listar keppast við að spá í spilin fyrir árið 1998 og sýnist sitt hverjum. Svo virðist sem Kryddpíurnar eigi ekki eins upp á pallborðið og áður og að Prodigy, sem hafði verið hampað sem „nýjum Bítlurn", nái ekki eins almennri hylli og búist hafði verið við. Ekki er þó ástæða til að afskrifa þessar tvær hljómsveitir því Spice Girls var söluhæsta sveitin í Bandaríkjunum í fyrra og nýjasta breiðskífa Prodigy seldist í rúmum þremur milljónum ein- taka sem er margfalt meira en fyrri plöt- urteknórokkaranna. En hvað eiga tónlistarunnendur í vændum á nýju ári? Radiohead gaf út breiðskífuna „OK Computer" á liðnu ári sem var afspyrnu vel tek- ið. Hljómsveitin vinnur nú að nýrri breiðskífu, er komin hálfa leið og búist er við að platan komi út fyrir árslok. Síðasta breiðskífa Alanis Moris- sette „Jagged Little Pill“ var með kraftmiklum lögum og hárbeittum Nýi Hlósíkskólinn Plötu- tíðindi Papp, pokk, kluss, klassík, piagagítap Innnituin á vortHin stendijp yfip lifH.iM 5621661 millikl.T7at|2G. Sifiisvapi utiíjfi skpifsíiafuíiírna. „Fiallarefurinn“ Sterkur og rúmgóður skólabakpoki 1 E I G A N UTIVISTARBUÐIN við Umferðarmiðstöðina Sími: 551 9800 og 551 3072 f GÓDU EGLU BÓKHALDI... ...STEMMIR STÆRÐIN UKA! Þessi vinsælu bréfabindi fást í öllum helstu bókaverslunum landsins. RÓf) OC RECLA Múlalundur Vinnustofa S(BS Slmi: 562 8500 Símbróf: 552 8819 Netfang: mulalundur®centrum.is Guns N’ Roses textasmíðum og náði fádæma vin- sældum. Morissette gefur út nýja plötu í sumar og spurningin er hvort henni tekst að standa undir þeim miklu væntingum sem til hennar eru gerðar. Breski dúettinn Propellerheadz nýtur mikillar hylli hér á landi sem og víðar um og væntanleg er fyrsta breiðskífa þeirra félaga. Platan hefur reyndar verið væntanleg í á annað ár, en þeir hreyfilhausar hafa verið uppteknir við ferðalög og tónleikahald, meðal annars hér á landi, og því ekki getað lokið við skífuna íyrr en nú eftir áramót. Pearl Jam er síðasta og jafn- framt stærsta risaeðlan Júragarði Seattle. Hún gefur út fimmtu breið- skífu sína „Yi- eld“ 3. febrú- ar næstkom- andi. Víst er að hinir fjöl- mörgu áhan- gendur sveitarinnar bíða í of- væni og hljómsveit- armeðlimir virðast gera sér grein fyrir því. Að minnsta kosti stefna hljómsveitarmeðlim- ir að útgáfu tónleikamyndar í vor. Ekki er langt síðan allt sem rappkonungurinn Dr. Dré sendi frá sér varð að platínu. Hann hefur þó haft hljótt um sig og hugsað sinn gang, sagði reyndar í vitali fyrir stuttu að bófarappið væri bú- ið að vera og því má búast við bylt- ingarkenndri skífu þegar hann skilar henni loks af sér á vormán- uðum. Á milli þess sem RZA mokar frá sér plötunum undir nafni fé- laga sinna í Wu-Tang Clan og hljóðblandar Björk talar hann lík- lega um að senda frá sér sóló- skífu. Hún átti upphaflega að koma út í september síðastliðnum en er nú á dagskrá sem „sumar- útgáfa" og er ekki ljóst hvort átt er við sumarið 1998, 99 eða ... Rokksveitin bandaríska Guns ‘n Roses hefur verið í hljóðveri í á þriðja ár að taka upp skífu og dró til tíðinda seint á síðasta ári þeg- ar gítarleikari sveitarinnar og helsti lagasmiður Slash var rek- inn úr sveitinni. Axl Rose heldur þó sínu striki og heldur því fram að platan komi út með haustinu og verði ekki síður byltingar- kennd en síðustu skífur. The Beastie Boys hafa ekki gefið út breiðskífu síðan „111 Communication“ kom út árið 1994. Hingað til hefur sveitin ekki farið troðnar slóðir í lagasmíðum og miklar vonir eru þess vegna bundnar við næstu breiðskífu sem áætlað er að komi út á þessu ári. Depeche Mode sneri aftur í sviðsljósið á nýliðnu ári eftir að söngspíra hennar var nánast búin að drepa sig á dópi. Ekki kemur þó breiðskífa með frumsömdum lögum á þessu ári en safnskífa er væntanleg síðsumars. Auk þessa verður gefin út breiðskífa þar sem ýmsir listamenn, þar á meðal gusgus-flokkurinn, hylla tölvu- popparana öldnu. Pulp hélt eftirminnilega tón- leika hér á landi á sínum tíma og söngvari hennar, Jarvis Cocker, var tíður gestur á öldurhúsum borgarinnar síðsumars. Hann hef- ur nú látið renna af sér og hamast sem mest hann má við að koma saman breiðskífu sveitarinnar sem kemur út í haust. Fyrsta smáskíf- an af plötunni er reyndar þegar komin út en hefur ekki vakið mikla athygli. Skunk Anansie hefur heimsótt íslendinga ekki einu sinni heldur tvisvar og leikið fyrir fullu húsi í bæði skiptin. I síðustu heimsókn sinni hingað kynnti sveitin ný lög sem hún hyggst gefa út á breið- skífu síðsumars. Mikið mun mæða á Gary Chero- ne úr Extreme, sem er þriðji söngvari Van Halen, þegar næsta breiðskífa „Van Halen 3“ kemur út 24. febrúar næstkomandi. Áhan- gendur Van Halen ættu þó ekki að þurfa að kvíða neinu því síðast þegar skipt var um söngvara og Sammy Hagar tók við af David Lee Roth varð sveitin vinsælli en nokkru sinni fyrr. Kottonmouth Kings er eins kon- ar blanda af pönki og hip hoppi og sló sveitin í gegn með laginu „Su- burban Life“ á geisladisknum „Scream 2“ úr samnefndri kvik- mynd. Fyrsta breiðskífa Kotton- mouth Kings kemur út á nýju ári og forvitnilegt verður að fylgjast með viðtökunum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.