Morgunblaðið - 18.01.1998, Side 20

Morgunblaðið - 18.01.1998, Side 20
20 SUNNUDAGUR 18. JANÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti íslands, sit- ur ekki auðum höndum á meðan hún býr að óskertri starfsorku. Hún segir Ragnhildi Sverrisddttur að nú ætli hún að einbeita sér að formennsku í Alþjóðaráði UNESCO um siðferði í vísindum og tækni, auk þess að leggja samvinnu Norðurlanda lið. Nýjasta viðfangs- efnið þar er að koma á laggirnar menningar-, vísinda- og viðskiptasetri í Kaupmannahöfn. Vi IGDÍS Finnbogadóttir var í síðustu viku útnefnd for- maður Alþjóðaráðs UNESCO um siðferði í vís- indum og tækni. Ráðið mun einbeita sér að þremur málaflokkum sem varða orku, nýtingu ferskvatns- forða og siðferði upplýsingasamfélagsins. Mik- ið starf bíður Vigdísar á næstu mánuðum við að velja samstarfsmenn í ráðið. Þar verða full- trúar úr öllum heimshornum, konur til jafns við karla. Vigdís segir að hún muni að sjálf- sögðu hafa samráð við yfirstjórnendur UNESCO um skipan ráðsins, en sjálf hafí hún hug á að kalla ekki eingöngu vísindamenn og heimspekinga til liðs við sig, heldur einnig listamenn; spegla samfélagsins. Útnefning Vigdísar Finnbogadóttur til for- mennsku í ráðinu er mikill heiður. Hún kveðst hafa átt von á að vera kölluð til starfa hjá UNESCO, Menningar- og vísindamálastofnun Sameinuðu þjóðanna. „Ég hef oft hitt Federico Mayor, aðalframkvæmdastjóra UNESCO, á undanfórnum árum og hann hefur stundum nefnt að hann myndi leita eftir starfskröftum mínum. Þar kom að ég vissi að eitthvert verk- efni væri í gerjun, sem ég yrði beðin um að ljá krafta mína. Eg er mjög sátt við að það skuli vera Alþjóðaráð um siðferði í vísindum og tækni, enda hafa siðferðileg álitamál lengi ver- ið mér hugleikin." Viðfangsefnin seint útrædd Alþjóðaráðið verður skipað 20-24 manns. „Ráðið á að starfa til frambúðar, enda verða viðfangsefni þess seint útrædd," segir Vigdís. „Ætlunin er að fyrsti fundur þess verði næsta haust. Framundan er tími sem einna helst er hægt að líkja við að lesa til háskólaprófs, því ég þarf auðvitað að kynna mér ýmis mál ofan í kjölinn." Því fer fjarri að formennska Vigdísar í Al- þjóðaráði UNESCO marki upphaf þátttöku hennar í nefndum og ráðum sem láta alþjóðleg mál til sín taka. „Mér er sérstaklega hugleikinn félagsskapurinn Club Budapest, en ég sit í heiðursráði hans. Club Budapest, sem áður var kenndur við Vínarborg, veltir fyrir sér framtíð- inni frá ýmsum sjónarhomum, lætur meðal annars umhverfismál mjög til sín taka og hug- leiðir afleiðingar styrjalda og óeiningar í heim- | inum. Þama sitja núverandi og fyrrverandi for- svarsmenn þjóða, til dæmis Dr. Richard von Weizacker, fyrrverandi forseti Þýskalands. ) Club Budapest hefur veitt svokölluð Planetaiy Consciousness Prize, meðal annars þeim Mika- el Gorbasjov og Mohamed Yunus, stofnanda og forstöðumanni Graham-bankans, sem hefur veitt einstaklingum lán til uppbyggingar at- vinnurekstrar í þróunarlöndum. Eg get sótt ómetanlegar upplýsingar um sérfræðinga í ýmsum málum til Club Budapest,_þegar kemur að því að skipa í Alþjóðaráðið. Á íslandi er líka . fjöldi vísindamanna og hugsuða, sem ég veit þegar að munu veita mér lið.“ Vigdís segir að áreiðanlega verði úr vöndu að | ráða við skipan í Alþjóðaráðið. „Mér finnst óhugsandi annað en að rithöfundur eigi þar sæti, því þeirra er að spegla samfélagið. Þarna þarf líka að sitja einhver sem gjörþekkir nýja upplýsingatækni. Ég leita ekki einungis með UNESCO að sérfræðingum í tækni og vísind- um, heldur þeim sem eru næmir á þjóðfélagið. UNESCO vill að ráðið skipi einstaklingar frá öllum heimshlutum, sem hafa getið sér gott orð ^ fyrir vel unnin störf á sviði vísinda, lögfræði, heimspeki, menningar og stjórnmála." Af þeim málaflokkum, sem Alþjóðaráðinu er | ætlað að einbeita sér að, hefur aðeins verið

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.