Morgunblaðið - 18.02.1998, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 18.02.1998, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ ( Skíðalyfta opnuð á Reynis- brekku í Mýrdal Fagradal - Reynir Ragnarsson, lög- reglumaður í Vík, hefur opnað skíða- lyftu á jörð sinni Reynisbrekku í Mýrdal. Lyftan er 300 metra löng toglyfta og er hún staðsett sunnan í Háfelli. Reynir hefur ásamt konu sinni Edith rekið farfuglaheimili á Reynisbrekku mörg undanfarin sumur. Staðurinn er því kjörinn fyrir hópa sem vilja vera á skíðum og gista í lengri eða skemmri tíma og ekki skemmir að gönguleiðir í nágrenni Reynisbrekku eru margar og mjög fallegar. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson SKÍÐALYFTAN í Reynisbrekku. REYNIR aðstoðar Guðrúnu Lilju Gísladóttur við lyftuna. Mikil ánægja er hjá börnum og fullorðnum í Mýrdalnum með þetta framtak og lyftan er mikið notuð enda staðurinn hinn skemmtilegasti til skíðaiðkunar, brekkurnar góðar fyrir byrjendur og fyrir þá sem meira kunna. í brekkunum eru 7 flóðljós. Edith selur skíðamönnum heitt kakó og vöfflur heima á Reynis- brekku. LANDIÐ SARA Hólm með verðlauna- Morgunblaðið/Atli Vigfússon gripinn í ræðukeppninni ásanit félögum sínum í ITC Flugu. Ræðukeppni ITC Flugu Laxamýri - Árleg ræðukeppni ITC Flugu var haldin í Hótel Reynihlíð nú í vikunni. Ræðukeppninni er ætlað að gefa þátttakendum tækifæri til að sýna hæfileika sína í að byggja upp ræðu og flylja hana vel. Lagt er kapp á að hjálpa hveijum og ein- um að tjá sig á þann hátt sem er áhrifamestur fyrir hann sjálfan sem einstakling. Þrír dómarar dæmdu ræðurnar hjá Flugu að þessu sinni en þegar dæmt er er hlustað eftir byggingu, skipulagningn, málfræði, sköpun- argáfu og alhliða áhrifum. Sigurvegari í keppninni var Sara Hólm en hún hefur lengi starfað í félaginu sem heldur upp á þrettán ára afmæli sitt um þessar mundir. Morgunblaðið/Guðlaugur Albertsson 10. bekkingar með kvikmyndasýningu Grundarfírði - Þegar myndbands- tækin fóru að fást hér á landi og var til nánast á hverju heimili fór fólk að hætta að fara í bíó og þessi at- vinnugrein lagðist af og á þetta sér- staklega við úti á landsbyggðinni þar sem sýningar voru í félagsheim- ilum og tækin misjöfn að gæðum. 10. bekkur Grunnskóla Eyrarsveit- ar nýtti sér gömlu sýningartækin og bauð upp á kvikmyndasýningu fyrir yngri kynslóðina sem kunni vel að meta slíkan atburð en þetta var lið- ur í fjáröflunarleið 10. bekkinga. í | > > i > > > t I > | i * > Kjarnfóðurframleiðsla í Landeyjum „Draumurinn að rætast“ Holti - Fk 21-16-13 kúafóður, hesta- heilsa og fleiri íslenskar fóðurblönd- ur til sölu víðsvegar um landið á sama verði og erlendar niðurgreidd- ar kornblöndur er staðreynd. I til- efni af þessu var rætt við Magnús Finnbogason, bónda í Lágafelli í Austur-Landeyjum, um kornræktina og fóðurframleiðslu. Magnús sagði að þetta ætti að- draganda allt frá 1981. Þá sáðu 7 bændur í A-Landeyjum korni með þeim árangri að stofnað var sam- eignarfélagið Akrar um að kaupa kornþreskivél. Og síðar 1987 þegar búið var að loka Stórólfsvallarbúinu í Hvolsvelli, sem hafði unnið þróunar- starf með bændum og mikil aukning hafði orðið á kornræktinni, var stofnað hlutafélagið Akrafóður til að sjá um aðstöðu fyrir kornþurrkun, komið var upp verksmiðjuhúsi búið tækjum til kornþurrkunar. Síðan tók hvað við af öðru, keypt voru og smíð- uð tæki til mölunar og íblöndunar fóðurhráefna og hafin í smáum stíl framleiðsla á kjamfóðri. Auk þessa hefur félagið í samvinnu við Ólaf Eg- gertsson bónda á Þorvaldseyri flutt inn mikið af því sáðkorni sem notað er hérlendis, en þegar sá innflutn- ingur hófst, varð það gjörbylting vegna þess að það náðist fram það mikil verðlækkun á sáðkominu, að það gerði kornræktina raunvemleg- an valkost. 1995 var stofnað einkahlutafélagið Fóðurkorn til að koma upp í verk- smiðjuhúsinu fullkominni tölvu- væddri fóðurblöndunarstöð og er nú fyrsta starfsári stöðvarinnar lokið með viðunandi rekstrarniðurstöðu, velta félagsins var um 30 milljónir og salan út úr verksmiðjunni var um 1.000 tonn af kjarnfóðri. Salan væri vissulega í samkeppni við innfluttar fóðurblöndur, sem væru verulega niðurgreiddar erlendis og sagði Magnús að sér sviði að þegar ís- lenskir bændur væru að mynda sér sóknarstöðu með þessari fyrir- greiðslu, væri ekki hægt að koma til móts við þá þannig að þeir stæðu jafnfætis við niðurgreidda fram- leiðslu erlendis frá. Og fleira kæmi til. Þeir hefðu orðið varir við sam- keppnishindranir og hann væri viss um að framleiðsla þeirra hefði stuðl- að að lækkun kjarnfóðurs hér á landi. Einn starfsmaður vinnur öll verk Aðspurður um starfsemina, sagði Magnús að fyrst og fremst væri starfsemi félagsins þjónusta við kornbændur á Suðurlandi. Þeir gætu í fyrsta lagi komið kominu að hausti til þurrkunar og sótt það síðan, í öðru lagi gætu þeir til viðbótar feng- ið kornið sitt blandað með öðrum hráefnum, þannig að það yrði fullgild kjamfóðurblanda með mismunandi próteininnihaldi eftir óskum þeirra og einnig gætu þeir lagt kornið inn til umboðssölu. í dag væru flestir bændur í nágrenni við verksmiðjuna í viðskiptum við félagið. Morgunblaðið/Halldór Gunnarsson DRAUMURINN að rætast. Magnús Finnbogason og Halldór Óskarsson við fóðurverksmiðjuna í Landeyjum. Þegar farið var á vettvang og fóð- urstöðin skoðuð, brá fréttamanni við að sjá að aðeins einn starfsmaður vann við stöðina, Halldór Óskarsson. Hann var allt í senn á staðnum, sá sem tók við pöntunum, framleiddi og sá um viðhald. Halldór sagði að með tölvutækninni, sem sæi um alla möt- un í blöndurnar og vigtun, auk þess að segja frá bílunum og ýmsu öðru, þá væri þetta hægt. Þarna var allt fyrir hendi í verksmiðjuhúsinu og sflóin og geymslugámarnir fyi’ir ut- an, sem geymdu íblöndunarhráefni, tilbúnar fóðurblöndur og í gámunum væri kornið. Halldór sagði að F-21 kúafóðrið með 21% próteini seldist best, en einnig væri veruleg aukning á sölu reiðhestablöndunnar „Hesta- I heilsa", sem hestamönnum líkar vel } við, en hún væri samsett með byggi, höfrum, melase, steinefnum og þör- ungamjöli. Þá væru einnig búnar til ýmsar sérblöndur fyrh- þá, s.s. kögglaðir hafrar o.fl. Að lokum var Magnús spurður um framtíð kornræktarinnar. Hann sagði að sér virtist að draumurinn væri að rætast, en hann yrði að við- urkenna að þróunin frá 1981 hefði ' verið erfíðari en hann hefði getað ) ímyndað sér, m.a. vegna hagsmuna | annarra aðila. Fyrir bændur væri grundvöllur kornræktar sá að nota sáðskiptin til endurræktunar á tún- um og nota eigin vélar til þess en kaupa og reka kornþreskivélar á fé- lagslegum grunni. Þannig er hægt að fá fram hagkvæmni við núver- andi aðstæður og fyrir mjólkur- framleiðendur, sem geta ekki aukið framleiðslu sína nema með því að I kaupa mjólkurkvóta, sem gefur ekki ( af sér arð, er þetta ef til vill eina , leiðin til að auka heimatekjur bús- | ins, með því að spara aðkeypt kjarn- fóður. Flestir, sem byrja, súrsa kornið og nýta þannig eigin fóðurframleiðslu, en aukningin og hagkvæmnin ásamt möguleikum okkar til þróunarstarfs felst í því að koma upp svona þurrk- unar- og fóðurframleiðslustöðvum í kornræktarhéruðunum og markaðs- | setja þannig vöruna eins og hverja aðra afurð frá búinu. Byrjunarað- staða er meira að segja víða fyrir } hendi á þessum svæðum, en bændur verða að læra að vinna saman. Jarð- hiti er víða fyrir hendi sem getur sparað verulega kostnað við þurrkun kornsins og þurrkunaraðstaðan er einnig víða fyrir hendi. Við bændur verðum að koma auga á nýja mögu- leika til sóknar ef ekki á illa að fara fyrir sveitum þessa lands og það , koma engir aðrfr okkur til hjálpai'. Við verðum sjálfir að eiga okkar } drauma og berjast fyrir því að þeir | rætist.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.