Morgunblaðið - 18.02.1998, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 18.02.1998, Blaðsíða 7
MORGUNB LAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 1998 7 FRÉTTIR Dvalarheimili aldraðra í Þingeyjarsýslum Meintum fjárdrætti vísað til ríkis- saksóknara TRÚNAÐARRÁÐ Dvalarheimilis aldraðra sf. í Pingeyjarsýslum hefur ákveðið að vísa meintum fjárdrætti fyrrverandi fonnanns trúnaðar- ráðsins til ríkissaksóknara, en fjár- drátturinn er talinn nema 8 milljón- um króna á nokkurra ára bili, sam- kvæmt yfirlýsingu sem Morgun- blaðinu hefur borist. Dvalarheimili aldraðra sf. í Þing- eyjarsýslum er sameignarfélag ell- efu sveitarfélaga. Sjö manna trún- aðarráð fer með stjórn á málefnum dvalarheimilsins. Rekstur félagsins hefur verið í tveimur aðskildum deildum, þjónustudeild og fast- eigna- og byggingardeild. Þjónustu- deildin hefur lagt fram endurskoð- aða ársreikninga árlega, en árs- reikningar byggingardeildarinnar fyrir árin 1991-1997 hafa ekki verið frágengnir fyrr en nú að því er fram kemur í yfirlýsingu sem Morgun- blaðinu hefur borist. Þar segir ennfremur að Egill 01- geirsson, sem verið hafi forstöðu- maður byggingardeildarinnar og formaður trúnaðarráðsins, hafi sagt af sér formennskunni og látið af störfum hjá félaginu 19. desember síðastliðinn. Einar Njálsson, bæjar- stjóri á Húsavík, hafi verið tilnefnd- ur í trúnaðarráðið og jafnframt kjörinn formaður þess. Hefur endurgreitt 4,5 milljónir Síðan segir: „Endurskoðun er nú lokið. Endurskoðunin hefur leitt í ljós að fyrrverandi formaður trún- aðarráðsins, Egill Olgeirsson, hefur á þessu tímabili dregið sér fé af bankareikningum félagsins að upp- hæð kr. 8 milljónir. Hluta af þessu fjármagni, 2,7 milljónir, hefur hann dregið sér vegna Tækniþjónustunn- ar ehf. en hann hefur á þessum tímabili verið framkvæmdastjóri þess félags. Auk þessa gerir endur- skoðandi athugasemdir við reikn- inga, sem gefnir hafa verið út af fv. formanni trúnaðarráðsins persónu- lega og vegna Tækniþjónustunnar ehf. á Dvalarheimili aldraðra sf. Eg- ill Olgeirsson hefur endurgreitt 4,5 milljónir króna af því fé sem hann hefur dregið sér og sett tryggingar fyrir hluta af því sem enn er ógreitt. Trúnaðarráð félagsins hefur krafist fullra trygginga fyrir því' sem út.af stendur ásamt vöxtum og öðrum kostnaði, þar til krafa félagsins hef- ur verið að fullu greidd.“ ---------------- Akureyri Afskrifa 5,7 milljóna skuldir BÆJARSTJÓRN Akureyrar hefur samþykkt að afskrifa skuldir vegna ógreiddra lána og húsaleigu samtals að upphæð um 5,7 milljónir króna. Um er að ræða skuldir sem orðið hafa til á síðustu 5 árum. Félagsmálaráð lagði á fundi ný- lega fram yfirlit yfir ógreidd lán allt aftur til ársins 1993 og samþykkti íyrir sitt leyti að afskrifa skuldrin- ar. Alls er um að ræða að lán að upphæð rúmar 4 milljónir króna verða afskrifuð og skuldir vegna ógreiddrar húsaleigu undanfarinna ára að upphæð um 1,7 milljónir króna. A sama fundi félagsmálaráðs Akureyrar var lagt fram yfirlit yfir fjárhagsaðstoð í janúai-mánuði ný- liðnum. Afgreiddar vora 46 um- sóknir og voru allar utan ein sam- þykkt, en upphæðin nafm rúmlega 1,1 milljón króna. Morgunblaðið/Arctic Trucks JÖKLAJEPPARNIR þurfa ekki síður viðhald og eftirlit þótt á Suður- skautslandinu sé. Þessi farartæki sem breytt hefur verið samkvæmt reynslu íslenskra jeppamanna hafa reynst vel á Suðurskautslandinu og oft flýtt fyrir leiðangursmönnum. Jeppamenn á Suðurskautslandi s Oveður tefur heimför LEIÐANGUR sænsku pólstofn- unarinnar á Suðurskautslandinu hefur átt í erfiðleikum við að koma föggnm sínum um borð í suður-afríska ísbrjótinn Outen- iqua sem mun flytja leiðangur- inn aftur til Höfðaborgar. Óveð- ur tafði jeppamennina Frey Jónsson og Jón Svanþórsson ásamt félögum þeirra í þrjá daga. Leiðangursmenn hafa hafst við í bfiunum og Ijöldum undanfarna daga. Hafísinn er horfinn af þessum slóðum og því ekki hægt að Ieggja ísbrjótnum upp að ís- röndinni eins og þegar föggum leiðangursins var skipað upp. f fyrradag voru flestir leiðang- ursmenn fluttir um borð í ís- brjótinn með þyrlu og var Jón Svanþórsson þeirra á meðal. Freyr varð eftir í landi ásamt fjóruin öðrum og átti að reyna að taka tækin um borð í gær með stórum krana. Ef það tekst ekki verður beðið fram á föstu- dag, en þá er rannsóknarskipið Aqulas væntanlegt með öflugri krana. © 'brandlng Námstefna í Háskólabíói 20. febrúar kl. 09.00-15.00 ■ Hvað er vörumerki? Hver er ávinningurinn af því að byggja upp sterkt vörumerki? Vörumerki sem sölutæki. Hvernig er hægt að nýta sér ný tækifæri á markaðinum? Nýtist vörumerkjastefna á fyrirtækjamarkaði? Aóalfyrirlesari og sérlegur gestur námstefnunnar er Jonathan Hoare og er yfirskrift fyrirlestra hans - Branding in the 21 st century. Hann mun m.a. fjalla um vörumerkjastefnu Wonderbra og Absolut vodka. Einnig mun Steinþór Skúlason fjalla um vörumerkjastefnu Sláturfélags Suóurlands en fyrirtækió hlaut markaósverðlaun ÍMARK fyrir árió 1997. I anddyri Háskólabíós verður sýningarsvæði þar sem fjölmörg fyrirtæki kynna áhugaverðar nýjungar fyrir markaðsfólk og stjórnendur fyrirtækja. Þátttökugjald er 7.900 kr. fyrir félaga í ÍMARK og 10.900 kr. fyrir aðra. Innifalið: Léttur hádegisverður og kaffiveitingar. Þátttökugjaldið má greiða með VISA eða EURO. Til að fá aðgöngumiða á félagsverði þarf viðkomandi að hafa greitt félagsgjöld ÍMARK. Unnt er að greiða félagsgjöld viö skráningu eða við innganginn. Nánari upplýsingar og skráning á skrifstofu ÍMARK í síma 568-9988 eða 899-0689. Einnig má tilkynna þátttöku með þv( aö faxa I sama númer, skrá sig á heimasíðu: www.imark.is eða senda tölvupóst: imark@mmedia.is. Athugiö að tilkynna þátttöku sem fyrst þar sem sætafjöldi er takmarkaður. 7 G3áCa)©ö©(fe)ia(jO ©Œ SfíOœD ®£ÉXb IMARK ISLENSKI MARKAÐSDAGURINN FLUGLEIÐIR, Mar^t smdtl sfni . . . . w ....... .. CC ^ T OPIN KERFI HF Landsbanki íslands
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.