Morgunblaðið - 18.02.1998, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 18.02.1998, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 1998 27 AÐSENDAR GREINAR UM NÆSTU áramót er boðuð sú breyting að málefni fatlaðra flytjast frá ríki til sveitarfélaga. Helstu rök- in fyrir þessari breytingu eru að verið sé að færa ákvarðanatökuna nær þeim sem þjónustunnar eiga að njóta og jafnframt að styrkja sveit- arstjórnarstigið. Þessi umræða, sem nú fer fram á opinberum vett- vangi hér á landi, er meira en 10 ára gömul erlendis. I flestum nágranna- löndunum hafa menn snúið af þess- ari braut, bæði í umræðu og fram- kvæmd. Þess í stað hefur einstak- lingurinn verið settur ofar kerfinu. íslendingar verða að nýta sér reynslu þeirra þjóða sem bestum árangri hafa náð um leið og tillit er tekið til íslenskra aðstæðna. Osk- andi væri að þeir sem ákvarðanir taka um breytingar á lögum um málefni fatlaðra á næstu mánuðum leggi höfuðáherslu á sveigjanleika og ekki síst sjálfsforræði einstak- linga með fötlun. Ríki og sveitarfé- lög mega ekki líta svo á að verið sé að skipta um „kennitölu" á kerfinu með millifærslu þess. Flutningur málefna fatlaðra til sveitarfélaga er ekki það stóra skref í réttindum fatlaðra sem nú þarf að stíga heldur þarf fyrst og fremst að flytja mál- efni fatlaðra til einstaklinganna sjálfra. Á þessu er grundvallarmun- ur. Athyglisvert er að ekki hefur ver- ið rætt um að færa ákvarðanatöku til þeirra sem þjónustunnar eiga að njóta heldur aðeins „nær þeim“. I Hollandi er verið að ræða um róttækar breytingar á málefnum fatlaðra sem miðast við að taka upp þjónustu- kerfi sem gengur undir nafninu „bakpokinn“. I raun er verið að ræða sambærilegt þjónustu- kerfi fyrir einstaklinga með fótlun og Banda- ríkjamenn og fleiri þjóð- ir hafa útfært með góð- um árangri. Þjónustu- kerfið virkar þannig að hver einstaklingur fær ákveðna upphæð greidda úr ríkissjóði í „bakpoka" miðað við þjónustuþörf. Viðkom- andi leitar síðan sjálfur, í samráði við aðstandendur sína og trúnaðarmann, eftir þeirri þjónustu sem hann kýs, velur sér þann þjón- ustuaðila sem honum líst best á og greiðir fyiir þjónustuna. Það er undir hinum fatlaða komið og á hans forræði hvernig framlag sam- félagsins er nýtt. Viðkomandi getur þó ekki ráðstafað þessu framlagi að vild, t.d. inn á eigin bankareikning, heldur verður hann að kaupa þjón- ustu af viðurkenndum aðilum. Sam- hliða er lögð áhersla á öflugt trún- aðarmannakerfi, er tryggi að fatlað- ir fái þá þjónustu sem þeir greiða fyrir ásamt leiðsögn um stoðþjón- ustu. Þetta fyrirkomulag hefur m.a. verið reynt í skólakerfinu í Hollandi og gefið góða raun. Blindur nemandi metur hvort hann vill borga sitt tillegg íyrir aðstoð inn í hverfaskólann eða í sérstakan blindra- skóla. Það er þjónustu- þegans (hins blinda) að meta hvar hann kaupir þjónustuna og hvar hann telur sig fá besta þjónustu fyrir sitt framlag. Hlutlaus aðili á að meta þjónustuþörf ein- staklinga með fötlun og framlagið að vera bundið viðkomandi ein- staklingi en ekki sveit- arfélagi. Með þessu móti verður jafnræði fatlaðra með tilliti til búsetu og þjónustu best tryggt. Ekki má hneppa einstaklinga með fötlun í búsetufjötra. Fötlun fer ekki eftir búsetu. Hætt er við að það verði mjög mismunandi eftir sveitarfélög- um hvernig lög og reglur eru túlk- aðar og hve mikinn metnað einstök sveitarfélög leggja í þennan mála- flokk s.s. liðveislu, ferðaþjónustu og almenna félagsþjónustu. Ef þjón- ustuframlagið er ekki bundið við- komandi einstaklingi á hann það undir fjárhagsáætlun sveitarfélags- ins hverju sinni hvaða þjónustu hann fær. Þannig gætu t.d. miklar holræsa- eða hafnarframkvæmdir eða slæm skuldastaða sveitarfélags- ins haft afgerandi áhrif á hvaða þjónustu fatlaðir fá frá sveitarfélag- inu. Sveitarfélögin munu innan fárra ára rata í sömu raunir með sína félagsþjónustu og íslenska heil- brigðiskerfið er komið í. Fyrst hefst niðurskurður fjárveitinga, þá for- gangsröðun verkefna og síðan þjón- ustugjöld (sem reyndar eru þegar komin í einstaka sveitarfélögum). Spyrja má hver verði staða fatlaðra í slíku kerfi eða þegar fjárveiting er þrotin á miðju ári. Fötlun, segir Guð- ---------------3------------ mundur Armann Pétursson, fer ekki eftir búsetu. Bent Lindqvist, umboðsmaður fatlaðra hjá Sameinuðu þjóðunum, var á ferð hér á landi nýverið og sagði þá m.a. í viðtali við Morgun- blaðið: „Eignist foreldrar verulega fatlað barn er vitað hvað er hægt að gera fyrir það, en það mun kosta mikið. í litlu þorpi gæti það farið illa með fjárhagsáætlunina. Þörfum þessa barns yrði stillt upp á móti mörgum hlutum sem fólk hefur hug á að gera og það er ógerningur að nokk- ur maður þurfi að taka slíka ákvörð- un.“ Það má ekki gleymast í þessari umræðu að grundvallaratriði er að framlag samfélagsins er til einstak- linga með fötlun og til tryggingar því að fatlaðir sitji við sama borð og aðrir þjóðfélagsþegnar. Framlagið á að fylgja viðkomandi einstaklingi milli sveitarfélaga óski hann eftir að flytja. Sú þjónusta sem einstakling- urinn á rétt á má aldréi vera háð fjárhagslegri getu hans hverju sinni. Nauðsynlegt er að skilja á milli þannig að sami aðili greiði ekki fyrir þjónustuna, veiti þjónustuna og hafi eftirlit með þjónustunni. Með því að flytja málefni fatlaðra með beinni þjónustugreiðslu til ein- staklinganna sjálfra, munu fleiri að- ilar, þ.e. einstaklingar, félagasam- tök, sjálfseignarstofnanir og jafnvel fyrirtæki, ásamt sveitarfélögum taka upp þjónustu við fatlaða með þeim árangri að þjónustuúrræðum fjölgar, þau verða fjölbreyttari og betur sniðin að þörfum hvers ein- staklings. Við þá endurskoðun sem nú er boðuð á málefnum fatlaðra má ekki gleymast að eyða verður þeim mis- mun sem nú ríkir innbyrðis milli fatlaðra. Má sem dæmi nefna að hluti fatlaðra býr í opinberu hús- næði og greiðir nær enga leigu með- an aðrir einstaklingar með sam- bærilega fötlun greiða leigu fyrir sitt húsnæði. Sama á við um vinnu- staði. Ríkið og opinberir sjóðir hafa byggt og fjármagnað húsnæði, tæki og búnað meðan aðrir aðilar sem sinna atvinnumálum fatlaðra með sambærilegum hætti greiða sjálfir sitt húsnæði, tæki og búnað. Sh'k mismunun er óverjandi. Yfirfærsla grunnskólans frá ríki til sveitarfélaga er ekki sambæri- legt mál og flutningur málefna fatl- aðra frá ríki til sveitarfélaga. Þeir sem taka ákvarðanir á næstunni um breytingar á málefnum fatlaðra verða að gefa sér góðan tíma til að kynna sér það sem best er gert í málefnum fatlaðra erlendis. Mann- réttindi fatlaðra eru ekki „skipti- miði“ milli ríkis og sveitarfélaga, heldur mál sem verðskuldar fulla athygli. Höfundur er rekstrarfræðingur. Málefni fatlaðra frá ríki til einstaklinga Guðmundur Ármann Pétursson Er ljósleiðarinn úreltur? Tilraunir við Tjörnina AÐ undanförnu hef- ur mátt lesa í dagblöð- um að ljósleiðaratækni sé úrelt. Slíkar fullyrð- ingar eru rangar og byggðar á misskilningi. Mikilvægt er því að að- stoða lesendur dag- blaðanna við að átta sig á þeirri þróun sem er að eiga sér stað. Les- endur hafa fæstir tæki- færi til að fylgjast með hvað er nýjast í tækni á hverjum tíma og setja sig inn í það tæknimál sem talað er af sér- fræðingum. I síðustu viku tóku 30 alþjóðleg símafyrirtæki þá ákvörðun að leggja nýtt ljósleið- arakerfi. Kerfi þetta mun verða 340.000 km langt. Það samsvarar nokkurn veginn því að hægt væri að vefja ljósleiðaranum átta sinn- um um jörðina. Kerfið mun kosta samkvæmt áætlun rétt um 1000 milljarða íslenskra ki-óna, þ.e. margföld útgjöld íslenska ríkisins og tengjast 171 landi. Þetta verður því stærsta kerfi sinnar tegundar í heiminum og mun stærra en það kerfi sem næst kemur og lokið var við í júní á síðasta ári. Síðasttalda kerfið er 27.000 km og nær frá Englandi til Austurlanda. Hvers vegna skyldu símafyrir- tækin vera að leggja út í slíkan kostnað? Ástæðan er einföld. Tæknin sem ljósleiðarinn býður upp á leysir mörg þau vandamál sem sívaxandi gagnaflutningar munu skapa og gefa fyrirtækjun- um vel í aðra hönd. Eru fyrirtækin að nota úrelta tækni? Nei ekld al- deilis. Sem dæmi, þá gæti nýja kerfið borið magn sem samsvarar meira en 16 þúsund stafrænum sjónvarpsrásum að lágmarki ef lít- illar flutningsgetu er krafist. Lítil flutningsgeta hér samsvarar því magni gagna sem rúm- lega 70 tölvum berast að hámarki eftir Inter- net með algengustu tækni sern notuð er í dag á Islandi. Hvað með gæði? Gæði merk- isins eftir leiðaranum verða meiri en nokkurt gemhnattakerfi getur boðið upp á og biðtími eða seinkun í gagnvirk- um gagnaflutningum er einnig minni en með sendingum gegnum gervihnetti. Með ofangreindar upplýsingar í huga, hvers vegna berast þá þessar skrýtnu og afvegaleiðandi yfirlýsingar um að ljósleiðaratækni sé úrelt? Ástæðan er einföld. Tæknin sem ljósleiðar- inn býður upp á leysir mörg þau vandamál sem sívaxandi gagna- ilutningar munu skapa, segir Aðalsteinn J. Magnússon, og gefa fyrirtækjunum vel í aðra hönd. Gervihnettir bjóða upp á ýmsa kosti sem gera það að verkum að þeir verða notaðir í auknum mæli. Það er t.d. hægt að ná hratt til af- skekktra staða og stórra svæða. Það tekur tíma og mikla fjármuni að koma ljósleiðurunum með sína miklu burðargetu fyrir. En þetta er ekki hálf sagan. Til að skilja málið betur er hægt að nota algenga samlíkingu þar sem ljósleiðara er líkt við hrað- braut. I framhaldi af því mætti líkja gervitunglum við loftflutninga með flugvélum. Með þessari lík- ingu getum við séð þá gryfju sem þeir falla í sem segja að við ættum að hætta að byggja hraðbrautir og þær séu úreltar. Loftflutningar bjóðist með flugvél sem eru flókn- ari og skemmtilegri tæki en bílar og brátt muni allir ferðast með þeim. Engum heilvita manni myndi detta slíkt í hug því við þekkjum hvernig málin hafa þróast. Þróunin er að nota flugvélar og bíla eftir því sem við á. Slíkt mun einnig gerast hvað varðar ljósleiðara og gervi- tungl, hvoru tveggja verður notað. Þess utan vaxa gagnaflutningarnir svo ört að allir tiltækir innviðir munu verða notaðir um langt skeið. í raun þýðir þetta að venjulegar símalínur, rafmagnslínur og hugs- anlega einhverjar nýjar leiðir verða allar notaðar til að bera upp- lýsingar, allt eftir því hvað er hag- kvæmast með tilliti til tiltækra mannvirkja og kostnaðar við nýjar lagnir. Ollum er því best að taka var- lega yfirlýsingum um að ein tiltek- in tækni eða mannvirki séu úrelt. Staðreyndin er að ljósleiðarinn er dæmi um hagkvæma tækni sem á langt líf fyrir höndum. Til að kynna sér málið betur er hægt að komast inn á heimasíðu nýja ljósleiðara- verkefnisins eftir slóðinni http://www.midas.is en sá vefur sem rekinn er af Samtökum iðnað- arins, Rannsóknaþjónustu Háskól- ans, Samstarfsvettvangi íslenskra tölvu- og fjarskiptanotenda, Starfs- menntafélaginu og Evrópusam- bandinu er sérhæfður til að veita fróðleik til almennings um upplýs- ingasamfélagið. Höfundur er frnmkvæmdastjóri MIDAS-NETs á Islandi. FUGLARNIR á Tjörninni í Reykjavík hafa löngum veitt fólki ánægju og verið til ynd- isauka. Það veitir mikla gleði að fylgjast með líf- inu þar og gefa fuglun- um brauðmola, ekki hvað síst ef unga kyn- slóðin er með í för. Heitt vatn er sett út í Tjörnina í norðurenda hennar, og þar eru all- margir fuglar að vetrar- lagi. Reykjavíkurborg hefur á liðnum árum gefið fuglunum á Tjöm- inni brauð, þegar harðnar í ári. Manni hefur hlýnað um hjartarætur í vetr- arkuldum við að sjá vaska starfs- menn borgarinnar koma með stóra Eg trúi ekki öðru, segír Ólafur Oddsson, en að borgin geti gripið til annarra ráðstafana en þeirra að hætta að gefa fuglunum brauð. poka og gefa hungruðum fuglunum brauð og auka þar með líkur á því, að þeir geti lifað veturinn af. Eitt sinn sá ég mikla ógn steðja að fuglunum á Tjörninni. Ég var staddur við norðurbakkann, og allt virtist með þeirri sérstöku ró, sem fylgir því að hitta fuglana þar. Allt í einu heyi'ðust mikil hræðslu- eða viðvörunarhljóð, og allt fuglalífið gjörbreyttist í einni svipan. End- urnar kúrðu sig í þéttum hnapp undir bökkunum. Mávarnir tóku að fljúga hratt í stóra hringi, og dúf- urnar létu lítið á sér bera. Skyndi- lega birtist ránfugl, og hann flaug með miklum hraða yfír Tjörnina, hnitaði þar hringi og hvarf svo snögglega í austm-átt. Fuglarnir voru varir um sig góða stund eftir þetta. En nú steðjar önnur ógn að fuglunum á Tjörninni, og fátt virð- ist vænlegt til varnar. Og vá þessi er af manna völdum, en ekki rán- fugla. Tekin hefur verið „ákvörðun um að borg- in hætti brauðgjöfum í tilraunaskyni". (Morg- unblaðið, 7. febr. 1998, bls. 60.) Sú skýring er gefín á hinni dapurlegu ákvörðun um þessar til- raunir, að fuglarnir - og þá einkum gæsirnar - skilji eftir sig við Tjörn- ina ,óhreinindi“, eins og það er orð- að, þ.e. fuglaskít. Þetta er nú heldur hvimleiður pempíuháttur að minni hyggju, og ég trúi ekki öðru en að borgin geti gripið til annarra ráð- stafana en þeirra að hætta að gefa fuglunum brauð í harðindum vetr- arins. Og hvað verður næst gert hér „í tilraunaskyni"? Má e.t.v. búast við því, að skrúfað verði fyrir heita vatnið í norðurenda Tjarnarinnar í því skyni að losna við „óhreinindi“ frá fuglunum? Einhver kann að segja, að það sé fráleitt og komi því ekki til greina. En ég tel það ekki síður fráleitt og reyndar afar dapur- legt, að tekin hafi verið um það ákvörðun að borgin hætti að gefa fuglunum brauð í harðindum. Fuglarnir á Tjörninni hafa veitt okkur borgarbúum og öðrum þeim mönnum, sem hér eiga leið um, mikla gleði á liðnum árum. Hér er því farið fram á það, að þessum „til- raunum" verði þegar hætt og að borgin sjái sóma sinn í því að gefa fuglunum sitt brauð í vetrarkuldun- um, eins og gert hefur verið til skamms tíma. Höfundur er menntaskólakennari. Aðalsteinn J. Magnússon Ólafur Oddsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.