Morgunblaðið - 18.02.1998, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Sjálfstæðismenn í borgarráði vilja flýta lagningu Sundabrautar
Lokið á 4 árum með
einkafj ármögnun
Morgunblaðið/Ásdís
AFGREIÐSLU á tillögu Vilhjálras Þ. Vilhjálmssonar (t.v.) og Árna
Sigfússonar var frestað i borgarráði í gær.
LÖGÐ var fram tillaga í borgarráði
í gær frá Árna Sigfússyni og Vil-
hjálmi Þ. Vilhjálmssyni, borgarfull-
trúum Sjálfstæðisflokksins, þess
efnis að kannað verði hvort mögu-
legt sé að efna til einkaframkvæmd-
ar á Sundabraut, þ.e. að fjármagna
framkvæmdir utan vegaáætlunar,
með það að markmiði að taka hana í
notkun eftir þrjú til fjögur ár. Til-
lögumenn segja ekki gert ráð fyrir
uppbyggingu Sundabrautar á vega-
áætlun næstu 9-12 árin.
Með Sundabraut er átt við brú yf-
ir Kleppsvík, veg áfram norður á
Geldinganes á uppfyllingu, brú yfir
í Gunnunes og veg um Alfsnes sem
tengjast myndi Vesturlandsvegi
sunnan Kollafjarðar. Kostnaður er
áætlaður 8-9 milljarðar króna. Síðar
er einnig gert ráð fyrir brú yfir
Kollafjörð.
Sundabraut forsenda
fyrir nýrri byggð
Arni og Vilhjálmur kynntu tillögu
sína í gær og sögðu að Geldinganes
og síðar Álfsnes væru vænleg bygg-
ingarlönd framtíðarinnar og greiðar
samgöngur, þar á meðal Sunda-
braut, væru forsenda þess að hægt
yrði að hefja þar uppbyggingu.
Borgarfulltrúamir hafa áhyggjur af
lítilli fjölgun íbúa í Reykjavík, hún
hafí aðeins verið 1% í fyrra en 6,7%
í Kópavogi. Nauðsynlegt væri að
t-ryggja áframhaldandi fólksfjölgun
og uppbyggingu með tilheyrandi út-
svarstekjum og fasteignasköttum.
Til að geta mætt þeirri fjölgun og
nauðsynlegum verkefnum í sam-
göngumálum vilja sjálfstæðismenn
athuga gaumgæfílega þá möguleika
sem felast í því að flýta verkefnum
sem ekki eru á lista hjá ríkinu og
fela þau einkaaðilum.
Tillaga borgarfulltrúanna gerir
ráð fyrir að borgarverkfræðingi og
borgarhagfræðingi verði falið að at-
huga hvort möguleiki sé á einka-
fjármögnun. Telja þeir nauðsynlegt
að Reykjavíkurborg hafí með hönd-
um forystu í þessu máli, að öðrum
kosti myndi lítið gerast í samgöngu-
bótum Reykvíkinga næstu ár.
Tvær leiðir eru hugsanlegar til að
flýta framkvæmdunum og er í báð-
um tilvikum gert ráð fyrir að borgin
hafi forystu um að koma fram-
kvæmdum af stað. Önnur leiðin ger-
ir ráð fyrir að brautin verði í eigu
verktaka og fjárfesta og fjármögn-
uð með vegagjaldi af umferðinni.
Reykjavíkurborg gæti greitt vega-
gjöld fyrir íbúa norðan Grafarvogs
og á nýjum byggingasvæðum sem
opnast myndu strax með tilkomu
Sundabrautar. Hin leiðin væri sú að
leitað yrði samninga við ríkið um að
flýta framkvæmdum sem faldar
yrðu einkaaðilum, svo og reksturinn
í tiltekinn tíma og að ríkið greiddi
tiltekið gjald fyrir hvem bfl sem
æki um brautina, notkunargjald. Þá
yrði bflafjöldinn áætlaður og gjald
greitt samkvæmt þvi. í báðum til-
vikum er gert ráð fyrir að einkaaðil-
inn eigi mannvirkið fyrst í stað og
beri ábyrgð á viðhaldi þess en að
ríkið taki við því eftir tiltekinn tíma.
Vænlegri leið til fjármögnunar
Þeir Árni og Vilhjálmur telja auð-
veldara að fá framlög frá ríldssjóði
til greiðslu á notkunargjaldi en til
vegaáætlunar og álíta þessa leið þvi
vænlegri til að flýta megi fram-
kvæmdum. Vísa þeir til góðrar
reynslu af samgönguframkvæmd-
um í Noregi og Finnlandi með
þessu fyrirkomulagi. Þeir telja
einnig liklegt að fjárfestar gætu
haft áhuga á þessu máli. I lok gi’ein-
argerðar sinnar með tillögunni
segja þeir: „Það er ófært að á næstu
árum verði ekki hafist handa við
uppbyggingu samgöngumannvirkja
á borð við Sundabraut. Þess vegna
vilja sjálfstæðismenn að gerð verði
ítarleg athugun á möguleikum þess
að hefja þessar framkvæmdir sem
yrðu á ábyrgð og í rekstri einkaað-
ila þar til ríkið tæki yfír rekstur
þeirra samkvæmt þeirri vegaáætlun
sem liggur fyrir.“
Borgarráð frestaði afgreiðslu á
tillögu tvímenninganna í gær.
Þess má geta að í áfangaskýrslu
Vegagerðarinnar og borgarverk-
fræðings um Sundabraut, sem kynnt
var þingmönnum Reykjavíkur, borg-
arfulltrúum og öðrum sveitastjóm-
armönnum á svæðinu seint á liðnu
hausti, kemur fram að samanlagður
hönnunar- og framkvæmdatími er
áætlaður fjögur og hálft til sjö ár.
Morgunblaðið/Arni Sæberg
SÆTI eru fyrir 80 manns í nýrri setustofu Flugleiða í Leifsstöð, sem
er tvöfalt stærri en sú gamla.
Ný og stærri setu-
stofa í Leifsstöð
FLUGLEIÐIR hafa opnað nýja
og betri stofu, sem svo er nefnd,
í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á
Keflavíkurflugvelli. Tekur hún
80 manns í sæti og er tvöfalt
stærri en eldri stofan eða um
200 fermetrar.
Nýja stofan er innaf þeirri
gömlu og stækkar almcnni bið-
salurinn sem því nemur. I frétt
frá Flugleiðum segir að vegna
mikillar fjölgunar Saga Class
farþega hafí verið nauðsynlegt
að stækka biðstofuna og að nú
gefíst einnig tækifæri til að
veita betri þjónustu.
Farþegar sem ferðast með
handfarangur eingöngu geta
innritað sig við móttökuborð í
stofunni. Þar eru afmörkuð
svæði með síma, faxtæki og
tölvutengingum og þægilegir
stólar fyrir þá sem vilja hafa
það náðugt fyrir flugferð. Inn-
lend og erlend blöð og tímarit
liggja frammi og þar er einnig
sjónvarp. Boðið er uppá léttar
veitingar og drykki á sjálfsaf-
greiðsluborði. Stærstur hluti
stofunnar er reyklaus en sér-
svæði er fyrir reykingamenn. Á
snyrtingum eru einnig sturtur.
Aðgang að setustofu hafa
Saga Business Class farþegar,
og félagar í Saga Business og
Saga Gold vildarklúbbum fé-
lagsins. Innréttingar teiknaði
Björgvin Sveinbjörnsson arki-
tekt í samstarfí við Teiknistofu
Garðars Halldórssonar.
A
Samanburður OECD á Islandi og öðrum löndum
Skattbyrði barna-
fjölskyldna léttari
SKATTBYRÐI fjölskyldna á íslandi
er léttari en víðast hvar annars stað-
ar samkvæmt árlegri skýrslu Efna-
hagssamvinnu- og þróunarstofnun-
arinnar, OECD, sem nýverið kom út.
Þannig kemur fram að ísland er í
sjötta neðsta sæti af öllum OECD-
ríkjunum þegar borin er saman
skattbyrði fjölskyldu með tvö böm.
Miðað er við 210 þúsund króna at-
vinnutekjur á mánuði og að tvær fyr-
irvinnur afli teknanna. Skattbyrðin
telst þá vera 12,8% hér á landi og er
aðeins minni í Portúgal, Japan,
Mexíkó, Lúxemborg og Kóreru.
Ef hins vegar litið er til skattbyrði
íjölskyldu með eina fyrirvinnu og tvö
börn og atvinnutekjur sem nema 125
þúsund krónum á mánuði kemur
fram að skattbyrðin er lægst hér á
landi samkvæmt skýrslunni.
Hár persónuafsláttur
I frétt frá fjármálaráðuneytinu
segir að ástæðurnar fyrir lægri
skattbyrði hér á landi en víðast ann-
ars staðar séu fyrst og fremst hár
persónuafsláttur og háar barnabæt-
ur. Einnig séu tryggingagjöld laun-
þega nánast engin hér á landi en þau
séu umtalsverð í flestum hinna
OECD-ríkjanna. Jafnframt er bent á
að þessi samanburður taki einungis
tfl tekjuskatta og tryggingagjalda en
ekki virðisaukaskatts og vörugjalda
til dæmis.
Loks er einnig bent á að framlög
einstaklinga í lífeyrissjóði geti verið
með mismunandi hætti frá einu landi
til annars, þ.e. komi ýmist fram hjá
hinu opinbera eða utan þess líkt og
hér á landi. Þá er vakin athygli á að
þessar upplýsingar nái til ársins
1996, þ.e. áður en ákveðið var að
lækka tekjuskatt hér á landi um 4%.
Danmörk
Svíþjóð
Italia
Kanada
Bandaríkin
Nýja Sjáland
Noregur
írland
Ástralía
Frakkland
Bretland
Grikkland
Ungverjaland
Spánn
Austurríki
Sviss
Tékkland
Pólland
Portúgal
Japan
28,4%
_ 25,5%
_ 24,5%
23,3%
_ 21,7%
"21,3%
21,1%
_ 19,8%
_ 19,8%
19,3%
___17,5%
_ 16,4%
_ 16,4%
.16,1%
15,7%
_ 14>4%
_ 14,0%
12,8%
12,6%
.11,£
Mexíkó
8,2%
6,5% Lúxemborg
3,4% S-Kórea
Tekjuskatts-
byrgði hjóna
með tvö börn
sem hlutfall af
heildartekjum
Sameiginlegar tekjur eru
210 þús. kr. ámánuði.
Gert er ráð fyrir tveim
fyrirvinnum þar sem önnur
er með 67% af tekjum hins.
Tekið er tillit til barnabóta.