Morgunblaðið - 18.02.1998, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 18.02.1998, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 1998 45 í DAG Árnað heilla BRIDS Uin.sjón RuAinundiir l’iíll Arnar.von NOKKRU eftir miðnætti á fóstudagskvöldið hringdi síminn. Það var Sverrir Ar- mannsson: „Varstu nokkuð farinn að sofa? Ég var í sakleysi mínu að gæða mér á sviða- kjamma fyrir svefninn þeg- ar það rann skyndilega upp fyrir mér að ég klúðraði slemmunni í síðasta spil- inu.“ „Jæja, láttu það nú ekki halda vöku fyrir þér.“ „Eg missti kjammann á gólfið!“ „Það var ekki gott. En hvernig gastu unnið slemm- una?“ Vestur gefur; enginn á hættu. Vestur AG V974 ♦ G986543 *104 Noröur AÁD43 VD632 ♦ 2 *ÁG85 Austur *K1098 VK108 ♦ 7 *D9763 Suður *7652 VÁG5 ♦ ÁKDIO *K2 Umrætt spil kom upp í tvímenningi Bridshátíðar, en mótið var spilað á föstu- dagskvöldi og laugardegi og þetta var síðasta spil fostudagskvöldsins. Sverr- ir var í suður, dálkahöfund- ur í norður, en Isak Orn Sigurðsson og Helgi Sig- urðsson í AV: Vestur Norður Austur Suður Helgi Guðm. ísak Sverrir Pass 1 tígull* Pass 1 spaði Pass 3 spaðar Pass 4 lauf Pass 4 tíglar Pass 4 hjörtu Pass 4 spaðar Pass 4 grönd Pass 5 spaðar Pass 6 spaðar Pass Pass Dobl 6 grönd Passl Pass Dobl Allir pass Kerfí NS er Precison. Opnunin á tígli sýnir 11-15 punkta, en lofar ekki tígli. Sverrir segir frá spaðan- um, fær fullkröftugan stuðning, og keyrir þá í slemmu eftir fyrir- stöðusagnir og ásaspurn- ingu. Svarið á fimm spöð- um sýndi tvö lykilspil og trompdrottningu, svo Isak gat doblað með tvo nokkuð örugga trompslagi. En Sverrir breytti í sex grönd, sem Isak dobaði líka. Sú slemma virðist óralangt frá því að standa, en málin litu betur út þegar Helgi spil- aði út tígli. Sverrir tók fyrsta slag- inn á tíuna og tók tvo slagi í viðbót á tígul. Hann henti tveimur spöðum úr blind- um og Isak tveimur lauf- um. Svemr spilaði nú lauf- kóng og svínaði því næst gosanum. ísak fékk slaginn og gat spilað sig út á laufi að skaðlausu. Eftir þessa byrjun þurfti Sverrir að vanda sig til að sleppa einn niður. Það sem Sverrir áttaði sig á þegar hann var að gæða sér á fjallalambinu var þetta: Ef hann tekur á laufásinn og spilar aftur laufi, er vestur í vondum málum. Ekki má hann spila hjai-ta, því það kostar tvo slagi, svo hann spilar spaða upp í ÁD. Nú svinar sagn- haf! hjartagosa, tekur síð- asta fríslaginn á tígul og hendir hjarta úr borði. Vestur má missa spaða, að svo stöddu. En það fer að þrengjast um hann aftur þegar sagnhafi spilar spaða á ásinn og tekur fríslaginn á lauf. Þá verður vestur annaðhvort að fara niður á blankan hjartakóng eða henda hæsta spaða. /VÁRA afmæh. í dag, l) W miðvikudag'inn 18. febrúar, verður fímmtug Hrönn Pálsdóttir, Álfaborg- um 9, Reykjavík. Eiginmað- ur hennar var Arnþór Óskarsson. Hrönn tekur á móti gestum á heimili sínu að kvöldi 18. febrúar. Ljósmynd Bonni. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 28. júní i Háteigs- kirkju af sr. Jakobi Ágústi Hjálmarssyni Rósa Sveins- dóttir og Ágúst Heimir Ólafsson. Heimili þeirra er á Eskifirði. Ljósmynd Bonni. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 9. ágúst sl. í Háteigs- kirkju af sr. Vigfúsi Þór Vig- fússyni Björk Erlingsdóttir og Sverrir Jónsson. Heimih þeirra er að Dvergaborgum 5, Reykjavík. Ljósmynd Bonni. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 9. ágúst sl. í Dóm- kirkjunni af sr. Sigurði Am- arsyni Lilja Fossdal og Hafliði Kristjánsson. Heim- ili þeiira er í Reykjavík. Hlutavelta ÞESSIR duglegu krakkar gengu f hús og söfnuðu til styrktar Barnaspítala Hringsins kr. 3.000. Þeir heita Elísabet Aagot, Heiðar Smith og Harpa Hrund. Með þeim á myndinni er Jón Atli. Með morgunkaffinu COSPER Stopp! Ekki koma nær, ég gleymdi að rifta trúlofuninni við Magga. STJÖRIVUSPA eftir Frances Brakc VATNSBERI Afmælisbarn dagsins: Þú hefur mjög sérstæðan smekk varðandi útlit þitt og heimili. Þú ert snyrtilegur og hagsýnn. Hrútur (21. mars -19. apríl) Þú þarft að taka ákvarðanir bæði varðandi heimhi og vinnu. Lyftu þér svo upp að því loknu. Naut (20. apríl - 20. maí) Ef stórt er spurt verður oft lítið um svör. Það er þó kominn tími til að segja sannleikann. Vertu einlæg- Tvíburar (21. maí -20. júní) Eitthvert áhugamál á hug þinn allan. Gættu þess þó að helga þig starfinu meðan þú ert á vinnustað. Krabbi (21. júní - 22. júlí) Þér finnst þungu fargi af þér létt því þú hefur gengið frá öllum lausum endum. Núna máttu unna þér hvíld- ar. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Þú ert eitthvað þungur frameftir degi en nærð upp orkunni seinnipartinn. Þá þarftu líka að vera dugleg- ur. Meyja • * (23. ágúst - 22. september) (foL Þú þarft að leggja þitt af mörkum svo að friður hald- ist. Sýndu ástvinum þínum kærleika og uppörvaðu þá. Vog m (23. sept. - 22. október) U± 4) Þú ert fullur andagiftar og munt fá tækifæri til að veita henni útrás. Tilvalið væri að fara á námskeið vegna þessa. Sþorðdreki (23. okt. - 21. nóvember) Þú mátt ekki láta reka á reiðanum og þarft að ein- beita þér að þvi að halda öllu í röð og reglu. Sinntu heimilinu vel. Bogmaður (22. nóv. - 21. desember) dö Þú vinnur að því að ná settu marki, sem er gott og bless- að, svo framarlega að þú vanrækir ekki þína nánustu. Steingeit (22. des. -19. janúar) Æ Það færi best á því að þú hlustaðir á ráðleggingar vinar þíns. Þú þarft að sýna festu og aga í ákveðnu máli. Vatnsberi (20. janúar -18. febrúar) CSm Þú ert kappsfullur í dag og munt koma meiru í verk en þú ætlaðir. Launaðu þér með góðri hvíld í kvöld. Fiskar mi (19. febrúai- - 20. mars) >W» Rasaðu ekki um ráð fram og gefðu þér lengri tíma til að hugsa ákveðið mál áður en ákvörðun er tekin. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. KIRKJUSTARF Neskirkja. Litli kórinn (kór eldri borgara) æfir kl. 11.30-13. Umsjón Inga J. Backman. Fótsnyrting kl. 13-16. Bænamessa kl. 18.05. Sr. Halldór Reynisson. Seltjarnarneskirkja. Kyrrðar- stund kl. 12. Söngur, altarisganga, fyrirbænir. Léttur hádegisverður í safnaðarheimilinu. Árbæjarkirkja. Félagsstarf aldr- aðra, opið hús kl. 13.30-16. Handa- vinna og spil. Fyrirbænaguðsþjón- usta kl. 16. Bænarefnum er hægt að koma til presta safnaðarins. Breiðholtskirkja. Kyrrðarstund kl. 12.10. Tónlist, altarisganga, fyrir- bænir. Léttur málsverður í safnað- arheimilinu á eftir. TTT-starf fyrir 10-12 ára í dag kl. 17.15. Æskulýðs- fundur kl. 20. Digraneskirkja. KFUM & K 10-12 ára barna kl. 16.30. Æskulýðsstarf KFUM & K kl. 20 fyrir 13 ára og eldri. Fella- og Hólakirkja. Biblíulestur í dag kl. 18. Helgistund í Gerðubergi á fimmtudögum kl. 10.30. Grafarvogskirkja. KFUK kl. 17.30 fyrir 9-12 ára stúlkur. Hjallakirkja. Mömmumorgunn kl. 10-12. Starf fyrir 10-12 ára kl. 16. Kópavogskirkja. Starf með 8-9 ára bömum í dag kl. 16.30-17.30 í safn- aðarheimilinu Borgum. Starf á sama stað með 10-12 ára börnum (TTT) kl. 17.30-18.30. Seljakirkja. Fyrirbænir og íhugun kl. 18. Beðið fyrir sjúkum, allir vel- komnir. Tekið á móti fyrirbæna- efnum í kirkjunni og í síma 567 0110. Léttur kvöldverður að bæna- stund lokinni. Fundur Æskulýðsfé- lagsins Sela kl. 20. Hafnarfjarðarkirkja. Kyirðar- stund kl. 12. Orgelleikur, fyi-irbæn- ir og altarisganga. Léttur hádegis- verður á eftir. Opið hús kl. 20-22 æskulýðsfél. 13-15 ára. Yíðistaðakirkja. Opið hús fyrir eldri borgara milli kl. 14-16.30. Helgistund, spil og kaffi. Landakirkja, Vestmannaeyjum. Kl. 10 mömmumorgunn. Kl. 12.10 kyrrðarstund í hádegi, orgelleikur frá kl. 12. Kl. 15.30 fermingartím- ar, barnaskólinn. Kl. 16.30 ferm- ingartímar, Hamarsskóli. Kl. 20 KFUM & K-húsið opið ungling- um. Keflavíkurkirkja. Alfanámskeið í Kirkjulundi kl. 19-22. Kletturinn, kristið samfélag. Bænastund kl. 20. Allir velkomnir. Hvítasunnukirkjan Ffladelfía. Kl. 18.30 er fjölskyldusamvera sem hefst með léttu borðhaldi á vægu verði. Kl. 19.30 er fræðsla og bæn. Allir hjártanlega velkomnir. Öllum þeim sem heiðruðu mig og glöddu með blómum, skeytum eða d cmnan hátt á nírœðis- afmæli mínu laugardaginn 7. febrúar síðastlið- inn, sendi ég mínar innilegustu þakkir. Guð blessi ykkur öll, Klara Tryggvadóttir. Postulínsveisla-rýmingarsala Einstakt tækifæri til aö eignast fágætt postulín meö 30-70% afslætti Allt á að seljast Rýmingarsalan verður aðeins út þessa viku. Opið frá ki. 14-18 alla virka daga Framvegis sérhæfir verslunin sig eingöngu í sölu og sérsmíöi á þjóðbúningaskarti. Sér einnig um viðgerðir, hreinsun og gyllingu á slíkum munum. ©ullkistan SKRAUTGRIPAVERSLUN JÓNS DALMANSSONAR FRAKKASTÍG 10 SÍMI 551 3160 Safnaðarstarf Kompletorium - Náttsöngur og fyrirbænir í Hafnar- fjarðarkirkju UNDANFARIN miðvikudags- kvöld hefur verið sungið „komp- letorium" eða náttsöngur í Hafnar- fjarðarkirkju. Um er að ræða tíða- söng eins og sá sem fluttur hefur verið kvölds, morgna og um miðjan dag í kirkjum og klaustrum um hinn kristna heim frá fornu fari. Tíðasöngurinn fer þannig fram að þátttakendum er skipt í tvo hópa sem syngja síðan víxlsöng. Sungin eru brot úr Davíðssálmum, bæna- söngvar og vers úr Biblíunni. For- söngvarar leiða hópana og þarf enga sérstaka kunnáttu eða færni til að syngja með, laglínan er ein- fóld og hentar öllum. Bænin er í fyriiTÚmi og lestur ritningarinnar, en enginn hugleiðing eða ræða er flutt. I miðjum tíðasöngnum eru bornar fram íyrirbænir og geta þá allir lagt fram sín bænarefni. Einnig er hægt að hafa samband fyi’r um daginn við sr. Þórhall Heimisson í síma kirkjunnar og koma á framfæri bænarefnum. Kompletorium, eða náttsöngurinn, tekur u.þ.b. 20. mínútur. Hefst tíðagjörðin kl. 21.00 og allir eru að sjáifsögðu velkomnir. Áskirkja. Opið hús fyrir foreldra ungra barna kl. 10-12. Starf fyrir 10-12 ára kl. 17. Bústaðakirkja. Félagsstarf aldr- aðra: Opið hús í dag kl. 13.30-17. Dómkirkjan. Hádegisbænir kl. 12.10. Orgelleikur á undan. Léttur málsverður á kirkjuloftinu á eftir. Grensáskirkja. Opið hús fyrir eldri borgara kl. 14. Biblíulestur, bæna- stund og veitingar. Starf fyrir 10- 12 ára kl. 17. Hallgrímskirkja. Opið hús fyrir foreldra ungra bama kl. 10-12. St- arf fyrir 10-12 ára börn kl. 17. Háteigskirkja. Mömmumorgunn kl. 10. Foreldrar og börn þeirra hjartanlega velkomin. Sr. María Agústsdóttir. Kvöldbænir og fyrir- bænir kl. 18. Langholtskirkja. Starf fyrir eldri borgara í dag kl. 13-17. Laugarneskirkja. Fundur í æsku- lýðsfélaginu í kvöld. Húsið opnað kl. 19.30.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.