Morgunblaðið - 18.02.1998, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 1998 45
í DAG
Árnað heilla
BRIDS
Uin.sjón RuAinundiir
l’iíll Arnar.von
NOKKRU eftir miðnætti á
fóstudagskvöldið hringdi
síminn. Það var Sverrir Ar-
mannsson:
„Varstu nokkuð farinn að
sofa? Ég var í sakleysi mínu
að gæða mér á sviða-
kjamma fyrir svefninn þeg-
ar það rann skyndilega upp
fyrir mér að ég klúðraði
slemmunni í síðasta spil-
inu.“
„Jæja, láttu það nú ekki
halda vöku fyrir þér.“
„Eg missti kjammann á
gólfið!“
„Það var ekki gott. En
hvernig gastu unnið slemm-
una?“
Vestur gefur; enginn á
hættu.
Vestur
AG
V974
♦ G986543
*104
Noröur
AÁD43
VD632
♦ 2
*ÁG85
Austur
*K1098
VK108
♦ 7
*D9763
Suður
*7652
VÁG5
♦ ÁKDIO
*K2
Umrætt spil kom upp í
tvímenningi Bridshátíðar,
en mótið var spilað á föstu-
dagskvöldi og laugardegi
og þetta var síðasta spil
fostudagskvöldsins. Sverr-
ir var í suður, dálkahöfund-
ur í norður, en Isak Orn
Sigurðsson og Helgi Sig-
urðsson í AV:
Vestur Norður Austur Suður
Helgi Guðm. ísak Sverrir
Pass 1 tígull* Pass 1 spaði
Pass 3 spaðar Pass 4 lauf
Pass 4 tíglar Pass 4 hjörtu
Pass 4 spaðar Pass 4 grönd
Pass 5 spaðar Pass 6 spaðar
Pass Pass Dobl 6 grönd
Passl Pass Dobl Allir pass
Kerfí NS er Precison.
Opnunin á tígli sýnir 11-15
punkta, en lofar ekki tígli.
Sverrir segir frá spaðan-
um, fær fullkröftugan
stuðning, og keyrir þá í
slemmu eftir fyrir-
stöðusagnir og ásaspurn-
ingu. Svarið á fimm spöð-
um sýndi tvö lykilspil og
trompdrottningu, svo Isak
gat doblað með tvo nokkuð
örugga trompslagi. En
Sverrir breytti í sex grönd,
sem Isak dobaði líka. Sú
slemma virðist óralangt frá
því að standa, en málin litu
betur út þegar Helgi spil-
aði út tígli.
Sverrir tók fyrsta slag-
inn á tíuna og tók tvo slagi í
viðbót á tígul. Hann henti
tveimur spöðum úr blind-
um og Isak tveimur lauf-
um. Svemr spilaði nú lauf-
kóng og svínaði því næst
gosanum. ísak fékk slaginn
og gat spilað sig út á laufi
að skaðlausu. Eftir þessa
byrjun þurfti Sverrir að
vanda sig til að sleppa einn
niður.
Það sem Sverrir áttaði
sig á þegar hann var að
gæða sér á fjallalambinu
var þetta: Ef hann tekur á
laufásinn og spilar aftur
laufi, er vestur í vondum
málum. Ekki má hann spila
hjai-ta, því það kostar tvo
slagi, svo hann spilar spaða
upp í ÁD. Nú svinar sagn-
haf! hjartagosa, tekur síð-
asta fríslaginn á tígul og
hendir hjarta úr borði.
Vestur má missa spaða, að
svo stöddu. En það fer að
þrengjast um hann aftur
þegar sagnhafi spilar spaða
á ásinn og tekur fríslaginn
á lauf. Þá verður vestur
annaðhvort að fara niður á
blankan hjartakóng eða
henda hæsta spaða.
/VÁRA afmæh. í dag,
l) W miðvikudag'inn 18.
febrúar, verður fímmtug
Hrönn Pálsdóttir, Álfaborg-
um 9, Reykjavík. Eiginmað-
ur hennar var Arnþór
Óskarsson. Hrönn tekur á
móti gestum á heimili sínu
að kvöldi 18. febrúar.
Ljósmynd Bonni.
BRÚÐKAUP. Gefin voru
saman 28. júní i Háteigs-
kirkju af sr. Jakobi Ágústi
Hjálmarssyni Rósa Sveins-
dóttir og Ágúst Heimir
Ólafsson. Heimili þeirra er á
Eskifirði.
Ljósmynd Bonni.
BRÚÐKAUP. Gefin voru
saman 9. ágúst sl. í Háteigs-
kirkju af sr. Vigfúsi Þór Vig-
fússyni Björk Erlingsdóttir
og Sverrir Jónsson. Heimih
þeirra er að Dvergaborgum
5, Reykjavík.
Ljósmynd Bonni.
BRÚÐKAUP. Gefin voru
saman 9. ágúst sl. í Dóm-
kirkjunni af sr. Sigurði Am-
arsyni Lilja Fossdal og
Hafliði Kristjánsson. Heim-
ili þeiira er í Reykjavík.
Hlutavelta
ÞESSIR duglegu krakkar gengu f hús og söfnuðu til
styrktar Barnaspítala Hringsins kr. 3.000. Þeir heita
Elísabet Aagot, Heiðar Smith og Harpa Hrund. Með þeim
á myndinni er Jón Atli.
Með morgunkaffinu
COSPER
Stopp! Ekki koma nær, ég gleymdi að rifta
trúlofuninni við Magga.
STJÖRIVUSPA
eftir Frances Brakc
VATNSBERI
Afmælisbarn dagsins:
Þú hefur mjög sérstæðan
smekk varðandi útlit þitt og
heimili. Þú ert snyrtilegur
og hagsýnn.
Hrútur
(21. mars -19. apríl)
Þú þarft að taka ákvarðanir
bæði varðandi heimhi og
vinnu. Lyftu þér svo upp að
því loknu.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Ef stórt er spurt verður oft
lítið um svör. Það er þó
kominn tími til að segja
sannleikann. Vertu einlæg-
Tvíburar
(21. maí -20. júní)
Eitthvert áhugamál á hug
þinn allan. Gættu þess þó að
helga þig starfinu meðan þú
ert á vinnustað.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Þér finnst þungu fargi af
þér létt því þú hefur gengið
frá öllum lausum endum.
Núna máttu unna þér hvíld-
ar.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Þú ert eitthvað þungur
frameftir degi en nærð upp
orkunni seinnipartinn. Þá
þarftu líka að vera dugleg-
ur.
Meyja • *
(23. ágúst - 22. september) (foL
Þú þarft að leggja þitt af
mörkum svo að friður hald-
ist. Sýndu ástvinum þínum
kærleika og uppörvaðu þá.
Vog m
(23. sept. - 22. október) U± 4)
Þú ert fullur andagiftar og
munt fá tækifæri til að veita
henni útrás. Tilvalið væri að
fara á námskeið vegna
þessa.
Sþorðdreki
(23. okt. - 21. nóvember)
Þú mátt ekki láta reka á
reiðanum og þarft að ein-
beita þér að þvi að halda
öllu í röð og reglu. Sinntu
heimilinu vel.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. desember) dö
Þú vinnur að því að ná settu
marki, sem er gott og bless-
að, svo framarlega að þú
vanrækir ekki þína nánustu.
Steingeit
(22. des. -19. janúar) Æ
Það færi best á því að þú
hlustaðir á ráðleggingar
vinar þíns. Þú þarft að sýna
festu og aga í ákveðnu máli.
Vatnsberi
(20. janúar -18. febrúar) CSm
Þú ert kappsfullur í dag og
munt koma meiru í verk en
þú ætlaðir. Launaðu þér
með góðri hvíld í kvöld.
Fiskar mi
(19. febrúai- - 20. mars) >W»
Rasaðu ekki um ráð fram og
gefðu þér lengri tíma til að
hugsa ákveðið mál áður en
ákvörðun er tekin.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
KIRKJUSTARF
Neskirkja. Litli kórinn (kór eldri
borgara) æfir kl. 11.30-13. Umsjón
Inga J. Backman. Fótsnyrting kl.
13-16. Bænamessa kl. 18.05. Sr.
Halldór Reynisson.
Seltjarnarneskirkja. Kyrrðar-
stund kl. 12. Söngur, altarisganga,
fyrirbænir. Léttur hádegisverður í
safnaðarheimilinu.
Árbæjarkirkja. Félagsstarf aldr-
aðra, opið hús kl. 13.30-16. Handa-
vinna og spil. Fyrirbænaguðsþjón-
usta kl. 16. Bænarefnum er hægt
að koma til presta safnaðarins.
Breiðholtskirkja. Kyrrðarstund kl.
12.10. Tónlist, altarisganga, fyrir-
bænir. Léttur málsverður í safnað-
arheimilinu á eftir. TTT-starf fyrir
10-12 ára í dag kl. 17.15. Æskulýðs-
fundur kl. 20.
Digraneskirkja. KFUM & K 10-12
ára barna kl. 16.30. Æskulýðsstarf
KFUM & K kl. 20 fyrir 13 ára og
eldri.
Fella- og Hólakirkja. Biblíulestur í
dag kl. 18. Helgistund í Gerðubergi
á fimmtudögum kl. 10.30.
Grafarvogskirkja. KFUK kl. 17.30
fyrir 9-12 ára stúlkur.
Hjallakirkja. Mömmumorgunn kl.
10-12. Starf fyrir 10-12 ára kl. 16.
Kópavogskirkja. Starf með 8-9 ára
bömum í dag kl. 16.30-17.30 í safn-
aðarheimilinu Borgum. Starf á
sama stað með 10-12 ára börnum
(TTT) kl. 17.30-18.30.
Seljakirkja. Fyrirbænir og íhugun
kl. 18. Beðið fyrir sjúkum, allir vel-
komnir. Tekið á móti fyrirbæna-
efnum í kirkjunni og í síma 567
0110. Léttur kvöldverður að bæna-
stund lokinni. Fundur Æskulýðsfé-
lagsins Sela kl. 20.
Hafnarfjarðarkirkja. Kyirðar-
stund kl. 12. Orgelleikur, fyi-irbæn-
ir og altarisganga. Léttur hádegis-
verður á eftir. Opið hús kl. 20-22
æskulýðsfél. 13-15 ára.
Yíðistaðakirkja. Opið hús fyrir
eldri borgara milli kl. 14-16.30.
Helgistund, spil og kaffi.
Landakirkja, Vestmannaeyjum.
Kl. 10 mömmumorgunn. Kl. 12.10
kyrrðarstund í hádegi, orgelleikur
frá kl. 12. Kl. 15.30 fermingartím-
ar, barnaskólinn. Kl. 16.30 ferm-
ingartímar, Hamarsskóli. Kl. 20
KFUM & K-húsið opið ungling-
um.
Keflavíkurkirkja. Alfanámskeið í
Kirkjulundi kl. 19-22.
Kletturinn, kristið samfélag.
Bænastund kl. 20. Allir velkomnir.
Hvítasunnukirkjan Ffladelfía. Kl.
18.30 er fjölskyldusamvera sem
hefst með léttu borðhaldi á vægu
verði. Kl. 19.30 er fræðsla og bæn.
Allir hjártanlega velkomnir.
Öllum þeim sem heiðruðu mig og glöddu með
blómum, skeytum eða d cmnan hátt á nírœðis-
afmæli mínu laugardaginn 7. febrúar síðastlið-
inn, sendi ég mínar innilegustu þakkir.
Guð blessi ykkur öll,
Klara Tryggvadóttir.
Postulínsveisla-rýmingarsala
Einstakt tækifæri til aö eignast fágætt
postulín meö 30-70% afslætti
Allt á að seljast
Rýmingarsalan verður aðeins út þessa viku.
Opið frá ki. 14-18 alla virka daga
Framvegis sérhæfir verslunin sig eingöngu
í sölu og sérsmíöi á þjóðbúningaskarti.
Sér einnig um viðgerðir, hreinsun og gyllingu
á slíkum munum.
©ullkistan
SKRAUTGRIPAVERSLUN
JÓNS DALMANSSONAR
FRAKKASTÍG 10 SÍMI 551 3160
Safnaðarstarf
Kompletorium -
Náttsöngur
og fyrirbænir
í Hafnar-
fjarðarkirkju
UNDANFARIN miðvikudags-
kvöld hefur verið sungið „komp-
letorium" eða náttsöngur í Hafnar-
fjarðarkirkju. Um er að ræða tíða-
söng eins og sá sem fluttur hefur
verið kvölds, morgna og um miðjan
dag í kirkjum og klaustrum um
hinn kristna heim frá fornu fari.
Tíðasöngurinn fer þannig fram að
þátttakendum er skipt í tvo hópa
sem syngja síðan víxlsöng. Sungin
eru brot úr Davíðssálmum, bæna-
söngvar og vers úr Biblíunni. For-
söngvarar leiða hópana og þarf
enga sérstaka kunnáttu eða færni
til að syngja með, laglínan er ein-
fóld og hentar öllum. Bænin er í
fyriiTÚmi og lestur ritningarinnar,
en enginn hugleiðing eða ræða er
flutt. I miðjum tíðasöngnum eru
bornar fram íyrirbænir og geta þá
allir lagt fram sín bænarefni.
Einnig er hægt að hafa samband
fyi’r um daginn við sr. Þórhall
Heimisson í síma kirkjunnar og
koma á framfæri bænarefnum.
Kompletorium, eða náttsöngurinn,
tekur u.þ.b. 20. mínútur. Hefst
tíðagjörðin kl. 21.00 og allir eru að
sjáifsögðu velkomnir.
Áskirkja. Opið hús fyrir foreldra
ungra barna kl. 10-12. Starf fyrir
10-12 ára kl. 17.
Bústaðakirkja. Félagsstarf aldr-
aðra: Opið hús í dag kl. 13.30-17.
Dómkirkjan. Hádegisbænir kl.
12.10. Orgelleikur á undan. Léttur
málsverður á kirkjuloftinu á eftir.
Grensáskirkja. Opið hús fyrir eldri
borgara kl. 14. Biblíulestur, bæna-
stund og veitingar. Starf fyrir 10-
12 ára kl. 17.
Hallgrímskirkja. Opið hús fyrir
foreldra ungra bama kl. 10-12. St-
arf fyrir 10-12 ára börn kl. 17.
Háteigskirkja. Mömmumorgunn
kl. 10. Foreldrar og börn þeirra
hjartanlega velkomin. Sr. María
Agústsdóttir. Kvöldbænir og fyrir-
bænir kl. 18.
Langholtskirkja. Starf fyrir eldri
borgara í dag kl. 13-17.
Laugarneskirkja. Fundur í æsku-
lýðsfélaginu í kvöld. Húsið opnað
kl. 19.30.