Morgunblaðið - 18.02.1998, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 18.02.1998, Blaðsíða 48
48 MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM ' .. ▲ „ÞETTA er frá fyrstu æfingu á gólfi, þegar leikararnir byrja að hreyfa sig með textann. Þá er aðallega verið að finna út réttu aðstæðurnar og stemmninguna en ekki verið að hugsa um hvar leikarinn stendur eða á hvern hann horfir þegar hann fer með textann. Með tímanum hverfa blöðin og tímasetningar og réttar uppstillingar Lagermál eru okkar sérgrein verða til.“ ► „ÞETTA er Helga Rún leikmynda- og búningahönnuður að hengja upp æfingaleikmun. I byrjun var ekki búið að útvega réttu leikmunina og því var þessi Ijóti „krúsifix“ hengdur upp svo leikararnir gætu leikið á sama lilut- inn. Þetta er í byijun janúar en þá var að koma heildarmynd á hverja senu fyrir sig, byijað að smíða áhorfenda- pallana, hengja fyrir alla gluggana og festa upp ljósin. Það voru ótal erfið- leikar við húsnæðið sem við sáum ekki fyrir í upphafi. Það tók til dæmis langan tfrna að koma ljósabúnaði fyrir því lofthæðin er 13 metrar.“ WIMEMLUXI Bretta- rekkar Bjóðum allskonar lager- og hillukerfi fyrir vélvædd vörugeymsluhús sem minni lagera. Innkeyrslurekkar sem rúllurekkar. Aðeins vönduð vara úr sænsku gæðastáli. Mjög gott verð. Bjóðum einnig sérhæfð lyftitæki. Leitið ráða við skipulagningu og byggingu lagerrýma. Þjonusla - þehking - raögjöf. Áratuga reynsla. UMBOÐS- OG HEILDVERSLUN SUNDABORQ 1. RVK • SÍMI568 3300 • FAX 568 3305 ▲ „ÞETTA er mynd úr kaffistofunni og er tekin þegar var hvað kaldast í kirkjunni. Á þessum tíma æfðum við í um 45 mínútur uppi í kuldanum og komum svo niður til að hlýja okkur og fá kaffi. Svo var farið aftur upp í kuldagallana og frostið. Það var stundum að leikararnir hreinlega frusu í kuldanum uppi og gleymdu texta sem hafði flætt í hlýjunni niðri skömmu áður. Stemmningin minnir á sögur úr Iðnó þegar það var opn- að, en þá var einn ofn á miðju sviði og vandamál fyrir alla leikstjóra að hreyfa sýninguna um sviðið því leikararnir færðu sig ósjálfrátt í hlýjuna í miðjunni." Frá upphafi til frum- sýningar Leikritið Heilagir syndarar var sett upp við frumstæðar og sérstakar aðstæður í rétt fokheldri Grafarvogskirkju. Kristinn Ingvarsson ljósmyndari festi vinnuferli leikhópsins á fílmu en Magnús Geir Þórð- arson leikstjóri sýningarinnar lýsir því sem fyrir augu ber. ▲ „VIÐ byrjuðum að vinna leikritið síðastliðið vor. Þá unnum við í text- anum, breyttum honum og bættum. Það er svo oft sem leikrit eru frumsýnd á Islandi án þess að vera tilbúin og til að fyrirbyggja það ákváðum við að fara saman yfir handritið. Þetta er lúxus sem menn leyfa sér sjaldnast í stóru leikhúsunum en með því að gera þetta náðum við að sníða helstu vankantana af. Við byijuðum svo að æfa leikritið í byrjun desember.“ ▲ „HÉRNA erum við rétt byijuð að nota rétta leikmuni, búninga og ljós. Þetta er á svokölluðu tæknirennsli og sviðið bara hálfklárað. Á æfingum er aðaláherslan á leikarana og allt tæknifólk og sviðsfólk þarf að virða það. Vandamál tengd þeirra störfum eru því leyst utan venjulegs æfingatíma. Á tæknirennsli er hins vegar reynt að fara í gegnum sýning- una án þess að leikararnir séu í forgangi. Þá er í raun bara verið að ganga tæknilega í gegnum sýninguna og stoppað í hvert sinn sem eitt- hvað tæknilegt atriði er fínpússað og hnökrar hreinsaðir upp. Þetta getur tekið þó nokkuð langan tíma því smáatriðin eru óteljandi."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.