Morgunblaðið - 18.02.1998, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 1998
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
Heilbrigðisþj ónustan
og sjúklingurinn
kom út í desember sl. Ef aðgerð er
gerð á sjúkrastofnun er sjálfsagt
að spyrja um tryggingu stofnunar-
innar umfram sjúklingatryggingu
almannatrygginga, en bætur eru
þar enn sem komið er svo lágar, að
þær bæta ekki nema hluta skaða
er sjúklingur gæti orðið fyrir ef
óhapp eða mannleg mistök verða.
SAMTÖKIN Lífsvog urðu
þriggja ára 25. janúar. Samtökin
voru stofnuð af fólki er hafði lent í
læknamistökum og aðstandendum
þeirra, er taldi faiir sínar ekki
sléttar í kerfinu gagnvart þeim
sjálfsögðu réttindum, að skaði sá er
viðkomandi hafði orðið fyiir í heil-
brigðisþjónustu yrði honum bættur
að sannvirði.
Enn sem komið er hefur málum
þeim ekki verið komið í viðunandi
horf, en mai’gt hefur þokast í rétta
átt hvað viðvíkur skipulagi innan
heilbrigðiskerfisins og möguleikum
iækna og heilbrigðisstétta til að
horfast í augu við að mannleg mis-
tök eru og verða hluti af vorum
mannlega ófullkomleika. Þjónustu-
stofnanir sjúklinga á borð við
Tryggingastofnun ríkisins hafa lot-
ið endurskoðun. Nú síðast í desem-
ber á síðasta ári vakti stjómsýslu-
úttekt Ríkisendurskoðunar vonir
um bætta þjónustu læknadeildar,
sem og stofhunarinnar almennt, við
sjúklinga er til hennar leita. A fjöl-
mennum stofnfúndi Lífsvogar í jan-
úar 1995 var kosinn fyrsti formaður
samtakanna, Amheiður Vala
Magnúsdóttii-, en undirrituð tók við
þeim starfa haustið sama ár. Mikið
vatn hefur mnnið til sjávar á þess-
um þremur áram. Nú á haustdög-
um tóku gamalgrónir stjómmála-
menn sér orðið læknamistök í
munn, en lög um réttindi sjúklinga
vora samþykkt fyrr á árinu, þar
sem læknamistök vora
einnig rædd af
nokkram þingmönnum
um miðja nótt. Við hjá
Lífsvog höfum rætt og
ritað um málefni sjúk-
linga er telja sig hafa
orðið fyrir læknamis-
tökum, og leiðbeint um
boðleiðir innan kerfis-
ins ásamt því að reyna
að stuðla að bættri
þjónustu. Við höfum
sent skriflegar um-
kvartanir sjúklinga til
landlæknis, og bent á
æðri stjómsýsluaðila
að þeirri skoðun lok-
inni, sem og málaleitan
til umboðsmanns Alþingis og lög-
manna. Við teljum okkur hafa lært
ýmislegt á þessum tíma í viðskipt-
um okkar við hina ýmsu aðila, lög-
og læknislærða, embættismenn og
stjómmálamenn. I tilefni þess leyf-
um við okkur að senda þér nokkur
atriði er við teljum mikÖvægt fyrir
þig að vita til þess að sú þjónusta,
er þú greiðir með því að borga
skatta, skili því er til er ætlast af
henni samkvæmt lögum þar að lút-
andi.
Hefur þú
heimilislækni?
Ef ekki þá leggjum við til að þú
útvegir þér heimilislækni hið
fyrsta. Hann er lykill að öllum
upplýsingum sem til era um þig
innan kerfisins og hon-
um ber að halda utan
um þær. Ef eitthvað
hendir óvænt í meðferð
þinni innan kerfisins er
hann sá aðili er getur
veitt þér upplýsingar
um alla framkvæmda
meðferð á sjúkrahús-
um og hjá sérfræðing-
um.
Þarf að gera á þér
aðgerð? Ef svo er, þá
er þér heimilt að leita
álits annars læknis á
nauðsyn aðgerðar
þessarar. Einnig er
lækni skylt að veita
þér upplýsingar um
mögulega fýlgikvilla aðgerðarinn-
ar, sem og hvaða áhrif það hefur á
heilsu þína ef þú ferð ekki í aðgerð
þessa.
Aðgerð
framundan
Ef það er samdóma álit lækna
að þú ættir að gangast undir að-
gerð skaltu spyrja lækninn sem á
að framkvæma hana hvort hann sé
sérstaklega tryggður fyrir óhöpp-
um og mistökum er kynnu að
verða í meðferðinni. Því miður eru
sjúklingar á Islandi enn ekki
tryggðir fyrir óhöppum og mistök-
um er verða á einkastofum lækna,
en vakin hefur verið athygli Al-
þingis á mismunun þessari í
skýrslu frá Ríkisendurskoðun, er
Aukaverkanir?
Mundu að spyrja lækna þá er
þig meðhöndla um lyf þau er þér
Samtökin Lífsvog eru
þriggja ára um þessar
mundir. Af því tilefni
bendir Guðrún María
Óskarsdóttir á nokkur
atriði er lúta að sam-
skiptum lækna og
sjúklinga.
er gert að taka, hvaða mögulegar
aukaverkanir þau kunni að hafa,
og hvort þau séu nauðsynleg
áframhaldandi bata? Spurðu um
leyfilega hámarksdagskammta af
verkjalyfjum og svefnlyfjum og
hvers konar róandi lyfjum. Spurðu
lækni einnig hvemig hin ýmsu lyf
kunni að verka saman á líkama
þinn, ef þú kynnir að þurfa að taka
mörg lyf samtímis. Lyfjafyrirtæki
virðast horfa mjög til aukins gróða
af aldurssamsetningu þjóðarinnar
og fjölgun aldraðra á komandi ár-
um. Lífsvog telur ekki hægt að
setja samasemmerki milli aukinn-
ar lyfjanotkunar eldra fólks og
öldrunar. Aukið heilbrigði eldra
fólks, og þar með minni lyfjanotk-
un, teljum við að fáist með minni
vinnuþrælkun og bættum skilyrð-
Guðrún María
Óskarsdóttir.
um nýrrar kynslóðar og góðum að-
gangi að upplýsingum um betri
lifnaðarhætti.
Oftar en ekki greinast sjúkdóms-
einkenni seint, þannig að erfitt get-
ur reynst að meðhöndla sjúkdóma.
Við ráðleggjum þér að vera í góðu
sambandi við heimilislækni þinn og
óska eftir því að hann sendi þig tO
sérfræðings fyrr en seinna ef ekki
sér fyrir endann á sjúkdómsein-
kennum einhvers konar. Undir-
liggjandi vandi yrði þá leiddur í ljós
með allsherjarrannsókn samverk-
andi þátta í heilsufari.
Ef þú ert of þungur er líklegt að
þú þurfir að leita úrlausna svo sem
aðgerða á hnjám eða mjöðmum, en
líkamsþungi eykur verulega álag á
liðamót er þungann þurfa að bera.
Ef þú reykir gætir þú átt á hættu
að fá lungna- og kransæðasjúk-
dóma, svo og krabbamein. Afengi í
óhófi skapar ekki aðeins ýmsa lík-
amlega hættu fyrir neytandann
heldur fjölda félagslegra vanda-
mála í kjölfarið, frá kynslóð til
kynslóðar. Allt þetta veltur vissu-
lega að hluta til á þér og mér, en
við, ég og þú, getum gert ýmislegt
ef við erum vakandi fyrir því sem
að höndum kann að bera. Við
þökkum þér fyrir að lesa þessi
skilaboð og vitum að þjóðin verður
hraustari á nýrri öld og ef til vill
ríkari einnig, þvi öll viljum við
spara skattpeningana sameigin-
legu svo sem kostur er, en mestur
hluti skattpeninga vorra fer
einmitt í heilbrigðisþjónustuna.
Því heilbrigðari þjóð, því fæni
læknisverk; því færri læknisverk,
því minni skattar; og því færri
læknisverk, því minni áhætta á
mannlegum mistökum, er kosta
aftur enn meiri skatta.
Höfundur er fráfarandi formaður
samtakanna Lífsvogar.
í 63 ÁR hefur Vaka
unnið að hagsmuna-
málum stúdenta við
Háskóla íslands. Vaka
hefur haft frumkvæði
að ýmsum framfara-
málum stúdenta, eins
og stofnun Lánasjóðs
íslenskra námsmanna
og byggingu stúdenta-
garða. En Vökufólk lif-
ir ekki einungis á
fomri frægð og störf-
um við enn af krafti í
stúdenta- og háskóla-
ráði við Háskóla Is-
lands. Meðal annars
hefur verið unnið að
hugmyndum um námsvef við Há-
skólann. Hugmyndin felst i því að
stúdentar geti sótt allar upplýs-
ingar um námskeið sem þeir
sækja við Háskólann á veraldar-
vefinn. Vaka hefur lagt kapp á að
hrinda þessari hugmynd í fram-
kvæmd og getur nú með stolti
sagt að þegar sé búið að opna
námsvef viðskipta- og hagfræði-
deildar.
Við beinum nú augum stúdenta
að fjárhagsvanda Há-
skólans og köllum á
stuðning þeirra við
lausn hans. Vaka hef-
ur hugmyndir að úr-
bótum sem felast til
að mynda í auknu fé
fyrirtækja inn í rekst-
ur skólans. Vaka legg-
ur þó áherlsu á að
fjárframlög frá ríkinu
verði að koma til móts
við kröfur Háskólans.
Vaka hefur auk þess í
engu hvikað frá þeirri
afstöðu sem er jafn-
gömul félaginu að
gjöld á nemendur séu
ekki rétta leiðin til að leysa fjár-
hagsvanda Háskólans. Það er í
samræmi við hugsjónir þess fólks
sem starfar í Vöku að Háskólinn
fái aukið sjálfstæði í eigin málum
og beri aukna ábyrgð á rekstri
sínum. Sérstaklega hefur verið lit-
ið til hugmynda um sjálfseignar-
stofnun í því sambandi. í þeim
hugmyndum felst meðal annars að
Háskólinn geri þann langtíma-
samning við ríkið um fjármagn
sem nú er í burðarliðnum. Auk
þess mun þetta rekstrarfyrir-
komulag hvetja til skilvirkni og
aukinna tengsla við atvinnulífið.
Ekki síst skapast fremur aðstæð-
ur til að bæta kjör kennara.
Vaka er skýr
valkostur
Vaka vill að stúdentum sé það
ljóst hvað þeir kjósa þegar þeir
merkja við Vöku á kjörseðli sín-
um. Vaka hefur ákveðið að til-
kynna hver verði næsti formaður
Stúdentaráðs sigri félagið í kom-
andi kosningum. Skýrir það val-
möguleika stúdenta að þeir viti
hver muni stýra Stúdentaráði
Vaka vill að stúdentum
sé það ljóst, segir
Hulda Þórisdóttir,
hvað þeir kjósa þegar
þeir merkja við Vöku
á kjörseðli sínum
næsta vetur og vera þar af leið-
andi talsmaður þeirra jafnt innan
skólans sem út á við. Það er í anda
Vöku að fólk fái að velja hver
berst fyrir hagsmunum þeirra.
Rétt eins og það er í anda Vöku-
fólks að stúdentar fái að velja
hvort þeir séu félagar í Stúdenta-
ráði. Fái Vaka meirihluta í Stúd-
entaráði mun hún virða þau sjálf-
sögðu mannréttindi að fólk geti
staðið utan félaga og gefa aðild að
Stúdentaráði frjálsa.
Þegar þú, ágæti stúdent, greiðir
Vöku atkvæði þitt í kosningunum
á morgun ert þú að greiða fólki at-
kvæði sem berst fyrir hugsjónum
sínum. Fólki sem berst fyrir hags-
munum þínum með vilja þínum.
Höfundur er á 3. ári f sálfræði og
situr í Stúdentoráði. Höfundur er
jafnframt formannsefni Vöku fkom-
andi Stúdentaráðskosningum sem
fram fara á morgun.
fyrir
steinsteypu.
Léttir
meðfærilegir
viðhaldslitlir.
Ávallt fyrlrllggjandi.
I (300 varahlutaþjónusta.
CO Þ. ÞORGRÍMSSON & CO Ármúla 29, sími 38640
FYRIRLIGGJANDI: GÚLFSLÍPIVÉLftR - RIPPER ÞJQPPUR - DJELUR
STEYPUSAGIR - HRJERIVÉLAR - SAGARBLÖB - Vönduð framleiðsla.
Vaka veit
hvað hún vill
Hulda
Þórisdóttir
LÍN - blásið til
nýrrar sóknar
BARÁTTAN fyrir
bættum lánasjóði er eitt
af mikilvægustu verk-
efnum Stúdentaráðs.
Að gæta þess að sjóður-
inn gegni hlutverki sínu
sem félagslegur jöfnun-
arsjóður er aðkallandi
verk.
Hækkun námslána
næsta mál
Eftir að hafa lokið
baráttunni fyrir lækk-
aðri endurgreiðslubyrði
með sigri á seinasta ári,
liggur nú fyrir að næsta
skref er hækkun náms-
lánanna. Þær kjarabæt-
ur sem flestar stéttir náðu fram í
kjarasamningum á seinasta ári fóra
fram hjá stúdentum. Rrafan er
skýr: Lánin þurfa að hækka strax
og skilyrðislaust til jafns við þær
hækkanir sem aðrir hópar hafa náð.
Röskva ætlar líka að beita sér fyrir
endurnýjun á framfærslugrannin-
um sem notaður er við útreikning
lánanna. I dag byggist hann á
neyslukönnun frá árinu 1974 og það
þarf ekki að fjölyrða um að þær for-
sendur, sem þar má finna, eru orðn-
ar úreltar fyrir löngu.
Raunhæft
frítekjumark
í dag er frítekjumarkið, það er sú
upphæð sem stúdent má þéna án
þess að skerða námslánin, 60.000
krónur á mánuði eða 180.000 krónur
fyrir allt sumarið. Helmingur allra
tekna fram yfir þessa upphæð er
svo dreginn frá láninu. Nógu erfitt
er að lifa af 60.000 króna mánaðar-
launum, hvað þá að leggja fyrir til
vetrarins.
Við verðum líka að taka á ósann-
gimi úthlutunarreglna gagnvart
því námsfólki sem þiggur nú húsa-
leigubætur. Bætumar
era taldar til tekna og
dragast því frá frítekju-
markinu. Þannig verð-
ur námsmaður sem fær
7.000 krónur á mánuði í
bætur fyrir lækkun frí-
tekjumarks upp á
84.000 krónur á ári. Þá
era eftir 96.000 krónur
sem hann má vinna sér
inn yfir allt sumarið.
Það þýðir að lán við-
komandi tekur að
skerðast strax við
32.000 króna mánaðar-
laun.
Blásið til nýrrar sóknar
Nú blæs Röskva til nýrrar sókn-
ar í lánasjóðsmálum. Það liggur
ljóst fyrir að allar breytingar á
Pað liggur ljóst fyrir,
segir Pétur Maack
Þorsteinsson, að
allar breytingar á
Lánasjóðnum út-
heimta mikla vinnu
og breytingar.
sjóðnum útheimta mikla vinnu og
baráttu. Við í Röskvu eram tilbúin
í þessa baráttu. Við viljum tryggja
að sjóðurinn gegni hlutverki sínu.
Við getum aldrei fallist á að sjóður,
sem ber nafn íslenskra náms-
manna, geri þeim ekki öllum jafn
hátt undir höfði.
Höfundur er sálfræðinemi, skipar 5.
sæti á lista Röskvu til Stúdentaráðs.
Pétur Maack
Þorsteinsson