Morgunblaðið - 18.02.1998, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 18.02.1998, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 1998 21 Tónlist fyrir alla 154 skólatón- leikar og 16 almennir FYRSTA tónleikasyrpa verkefnis- ins Tónlist fyrir alla er hafin á Suð- urnesjum, en alls verða haldnir á Suður, Suðvest- og Vesturlandi 154 skólatónleikar og 16 almennir tón- leikar á næstunni.. Nemendur á Suðurnesjum fá að kynnast söngleikjatónlist í dagskrá sem ber heitið Einfalt lítið lag. Söngkonumar Ágústa Sigrún Ágústsdóttir og Harpa Harðar- dóttir ásamt píanóleikaranum Kristni Emi Kiistinsyni flytja 2.500 nemendum nokkur ógleym- anleg lög og önnur minna þekkt. Eins og venja býður efnir tónlistar- fólkið til opinbema kvöldtónleika fyrir almenning í tengslum við kynningarnar í skólum. Þar flytja þau dúetta og einsöngslög eftir Ir- ving Berlin, Jerome Kern, Cole Porter, George Gershwin, Leonard Bemstein og fleiri. Almennir tónleikar Ágústu, Hörpu og Kristins verða sem hér segir: Ytri-Njarðvíkurkirkju fímmtudag 19. febrúar nk. kl. 20.30. Menningarmiðstöð Grinda- víkur föstudag 20. febrúar nk. kl. 20.30. Samkomuhúsinu, Garði, mánudag 23. febrúar kl. 20.30. Ágústa Sigrún Ágústsdóttir lauk burtfararaprófi frá Söngskólanum í Reykjavík 1992 og kennaraprófi vorið 1994. Hún hefur sungið með Mótettukór Hallgrímskirkju og Óperasmiðjunni, er félagi í Kór Is- lensku óperannar og hefur starfað með Leikfélagi Kópavogs. Harpa Harðardóttir lauk söng- kennaraprófi frá Söngskólanum í Reykjavík 1994. Hún hefur sungið með Kór Langholtskii’kju, er félagi í Kammerkór Langholtskirkju og hefur komið fram sem einsöngvari við ýmis tækifæri. __ Einnig hefur hún starfað í Kór Islensku óper- unnar. Kristinn Örn Kristinsson píanó- leikari stundaði framhaldsnám í Bandaríkjunum og lauk BM-prófi frá Southern Illinois University, Edwardsville. Hann var auk þess í tvö ár við Tónlistarháskólann f St. Louis. Kristinn er skólastjóri Tón- listarskóla íslenska Suzukisam- bandsins og kennir við Tónlistar- skólann í Reykjavík. ■í:í /t.M i. SÖNGKONURNAR Harpa Harðardóttir, Ágústa Sigrún Ágiístsdóttir og píanóleikarinn Kristinn Örn Kristinsson. Að loknum heimsóknum í skóla á Suðurnesjum rekur svo hver tón- leikasyrpan aðra, Hljómskálakvin- tettinn leikur fyrir alla nemendur Árnessýslu með þátttöku nemenda tónlistarskóla Árnesinga, Blásara- kvintett Reykjavíkur leikur fyrir nemendur í Grafarvogi í Reykjavík og Jazzkvartett Reykjavíkur fyrir nemendur grannskóla í Breiðholti, Anna Pálína Árnadóttir, Gunnar Gunnarsson, Gunnar Hrafnsson og Pétur Grétarsson heimsækja alla grannskóla á Vesturlandi með vísnadagskrá sem þau nefna Ljóðið í laginu, Tjarnarkvartettinn úr Svarfaðardal heldur suður heiðar og syngur fyrir hafnfirsk böm og Tríó Björns Thoroddsen og Egill Ólafsson flytja nemendum I Kópa- vogi dagskrána Heimsreisa Höllu sem byggð er á íslensku þjóðlagi, Ljósið kemur langt og mjótt. Alls verða haldnir 154 skólatón- leikar og 16 almennir tónleikar á næstunni. Ljósmynd/Guðmundur Ingólfsson Akvarelannualen 1998 í Hróarskeldu ÞRÍR ÍSLENDINGAR Leikfélag Reykjavíkur Sumarið ‘37 sýnt í mars- byrjun HJÁ Leikfélagi Reykjavíkur eru hafnar æfingar á Sumrinu ‘37 eftir Jökul Jakobsson. Leik- ritið var frumsýnt hjá Leikfé- lagi Reykjavíkur fyrir 30 árum, 28. febrúar 1968, og er fjórða leikrit hans. Leikurinn gerist á heimili út- gerðarmanns að lokinni jarðar- för eiginkonu hans. Öll fjöl- skyldan hefur safnast saman af þessu tilefni: Sonurinn rekur útgerðarfyrirtæki af litlum áhuga og með litlum árangri. Kona hans er ófullnægð og rót- laus. Dóttirin flýr raunveruleik- ann á barmi geðveiki. Maður hennar af fátæku fólki kominn, fyrirlítur þessa úrkynjuðu full- trúa borgarastéttarinnar - sem hann hefur reyndar tengst. Leikendur eru Ari Matthías- son, Eggert Þorleifsson, Guð- laug Elísabet Ólafsdóttir, Hanna María Karlsdóttir, Pétur Einarsson og Sóley Elíasdóttir. Hljóð annast Ólafur Örn Thoroddsen, lýsingu Ögmundur Þór Jóhannesson, leikmynd og búninga Stígur Steinþórsson. Leikstjóri er Kristín Jóhannes- dóttir. Leikritið verður frumsýnt á Litla sviði Borgarleikhússins nú byijun mars. --------------- Tónleikar á Hellissandi LISTA- og menningarnefnd Snæfellsbæjar heldur tónleika í Safnaðarheimilinu Hellissandi fimmtudaginn 19. febrúar kl. 20. Það eru þau Guðrún Birgis- dóttir flautuleikari og Peter Máté píanóleikari sem flytja verk eftir Mozart, Schubert, Sa- int-Saéns og Poulence. VATNSLITASÝNINGIN Akvar- elannualen var opnuð í fimmta sinn í Hróarskeldu á laugardaginn. Sýningin er liður í menningar- dagskrá sem Hróarskelda efnir til á 1000 ára afmæli borgarinnar. Þetta er samnorræn sýning og sýnendur frá Danmörku, Finn- landi, Islandi, Noregi og Svíþjóð. Þeir era Flemming Aalund, Dan- mörku, Hafsteinn Austmann, Is- landi, Mai-Bente Bonnevie, Nor- egi, Björn Ericson, Svíþjóð, Alf Ertsland, Noregi, Frands Guld- mann, Danmörku, Tarmo Hakala, Finnlandi, Ame Isacsson, Svlþjóð, Ann Elisabeth Johansen, Noregi, Jan Leth, Danmörku, Peter V. Ni- elsen, Danmörku, Jaakob Pakkala, Finnlandi, Eiríkur Smith, íslandi, Peter Ternang, Svíþjóð, Guðrún Svava Svavarsdóttir, íslandi, og Senja Vellonen, Finnlandi. Það era samtökin Roskilde Kunstforening sem bjóða til sýn- ingarinnar. Þau gefa m.a. út tíma- ritið Kunst og borger, sem kemur út í 1.000 eintökum. Á síðasta tölu- blaði, janúarhefti 1998, prýðir for- síðuna vatnslitamynd eftir Haf- stein Austmann frá 1983. íslensk list á norrænu dagatali Verk Hafsteins Austmanns og Eiríks Smith hafa verið valin á dagatal 1998, sem Stiftelsen Nor- diska Akvarellmuseet í samvinnu við Norðurlandaráð, Norrænu ráð- herranefndina og Föreningen Nor- den standa að. Þetta dagatal er í stóra broti þar sem ein vatnslita- mynd í lit er við hvern mánuð eftir einn málara. Mynd Eiríks, Morgunn, er við júnímánuð og mynd Hafsteins, Haust, við septembermánuð. Á dagatalinu era einnig verk eft- ir Ulf Valde Jensen, Tone Myskja, Jytte Rex, Elsa Nielsen, Guy „AKVAREL 1995“. Vatnslita- mynd eftir Hafstein Austmann. Frisk, Reijo Hukkanen, Thorbjörn Olsen, Curt Asker, Lars Lerin og Lene Luostarinen. Myndlist- arsýning á Alnetinu MYNDLISTARKONAN Helga Sigurðardóttir er lista- maður mánaðarins að þessu sinni í Listamiðju Apple-um- boðsins. Helga Sigurðardóttir ei' sjálfmenntuð í list sinni. Hún málar verundarmyndir, sem era unnar í gegnum hug- leiðslur og bænir. Helga hefur haldið fjölda sýninga um land allt og má þar nefna Gerðuberg, Rarik (Egilsstaðir), World Class og Ljósmyndasafn Reykjavíkur. Hún vinnur flest sín verk með þurrpastel á flauelispappír og með akríl á striga. Þetta er 11. sýning Lista- smiðjunnar og þess má geta að eldri sýningar era ekki teknar niður heldur fá þær að hanga áfram á hinum staf- rænu veggjum Listasmiðjunn- ar. Slóðin er http://www. apple.is/gallery Birgitta Jónsdóttir hefur séð um Listasmiðjuna frá upphafi. Föstudaginn 20. febrúar kl. 20 verður sýningin opnuð á Kaffi Krók, Sauðárkróki. Þetta er 16. sýning Helgu á verundarmyndum. Sýningin verður opin í mánuð. Kabarett í félagsheim- ili Reykdæla LEIKDEILD ungmennftfé- lagsins Eflingar í Reykjadal, í samvinnu við nemendur Framhaldsskólans á Laugum, framsýnir söngleikinn Kabar- ett í félagsheimili Reykdæla í Breiðumýri, fóstudaginn 20. febrúar. Með hlutverk siðameistar- ans fer Hörður Benónýsson og Birna Hjaltadóttir leikur Sally Bowles. Leikstjóri er Arnór Benónýsson en tónlist- arstjórn annast Valmar Valja- ors, skólastjóri Tónlistarskóla Reykdælahrepps. Auk reyndra leikara úr leikdeild Eflingar taka 15 nemendur framhaldsskólans þátt í sýningunni auk nem- enda úr Litlulaugaskóla og í mörgum tilvikum stundar þetta sama fólk nám í tónlist- arskólanum. Allur árgangur 10. bekkjar Litlulaugaskóla leggur hönd á plóginn ýmist í leik, söng eða tónlistarfiutningi og nærri læt- ur að um 15% nemenda fram- haldsskólans komi við sögu í Kabarett en alls taka um 50 manns þátt í sýningunni. Þorfínnur Sigurgeirs- son sýnir í Galleríi Fold ÞORFINNUR Sigurgeirsson opnar sýningu á málverkum í Gallerí Fold laugardaginn 21. febrúar. Sýninguna nefnir hann Þögn. Þorfinnur er fæddur í Keflavík árið 1963 og nam við Myndlista- og handíðaskóla íslands á áranum 1983-1987 og Concordia University í Montreal í Kanada frá 1987 - 1990. Þetta er sextánda einka- sýning Þorfinns en hann hefur einnig átt verk á samsýning- um hér heima og í Kanada. Sýningin stendur til 8. mars.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.