Morgunblaðið - 18.02.1998, Side 21

Morgunblaðið - 18.02.1998, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 1998 21 Tónlist fyrir alla 154 skólatón- leikar og 16 almennir FYRSTA tónleikasyrpa verkefnis- ins Tónlist fyrir alla er hafin á Suð- urnesjum, en alls verða haldnir á Suður, Suðvest- og Vesturlandi 154 skólatónleikar og 16 almennir tón- leikar á næstunni.. Nemendur á Suðurnesjum fá að kynnast söngleikjatónlist í dagskrá sem ber heitið Einfalt lítið lag. Söngkonumar Ágústa Sigrún Ágústsdóttir og Harpa Harðar- dóttir ásamt píanóleikaranum Kristni Emi Kiistinsyni flytja 2.500 nemendum nokkur ógleym- anleg lög og önnur minna þekkt. Eins og venja býður efnir tónlistar- fólkið til opinbema kvöldtónleika fyrir almenning í tengslum við kynningarnar í skólum. Þar flytja þau dúetta og einsöngslög eftir Ir- ving Berlin, Jerome Kern, Cole Porter, George Gershwin, Leonard Bemstein og fleiri. Almennir tónleikar Ágústu, Hörpu og Kristins verða sem hér segir: Ytri-Njarðvíkurkirkju fímmtudag 19. febrúar nk. kl. 20.30. Menningarmiðstöð Grinda- víkur föstudag 20. febrúar nk. kl. 20.30. Samkomuhúsinu, Garði, mánudag 23. febrúar kl. 20.30. Ágústa Sigrún Ágústsdóttir lauk burtfararaprófi frá Söngskólanum í Reykjavík 1992 og kennaraprófi vorið 1994. Hún hefur sungið með Mótettukór Hallgrímskirkju og Óperasmiðjunni, er félagi í Kór Is- lensku óperannar og hefur starfað með Leikfélagi Kópavogs. Harpa Harðardóttir lauk söng- kennaraprófi frá Söngskólanum í Reykjavík 1994. Hún hefur sungið með Kór Langholtskii’kju, er félagi í Kammerkór Langholtskirkju og hefur komið fram sem einsöngvari við ýmis tækifæri. __ Einnig hefur hún starfað í Kór Islensku óper- unnar. Kristinn Örn Kristinsson píanó- leikari stundaði framhaldsnám í Bandaríkjunum og lauk BM-prófi frá Southern Illinois University, Edwardsville. Hann var auk þess í tvö ár við Tónlistarháskólann f St. Louis. Kristinn er skólastjóri Tón- listarskóla íslenska Suzukisam- bandsins og kennir við Tónlistar- skólann í Reykjavík. ■í:í /t.M i. SÖNGKONURNAR Harpa Harðardóttir, Ágústa Sigrún Ágiístsdóttir og píanóleikarinn Kristinn Örn Kristinsson. Að loknum heimsóknum í skóla á Suðurnesjum rekur svo hver tón- leikasyrpan aðra, Hljómskálakvin- tettinn leikur fyrir alla nemendur Árnessýslu með þátttöku nemenda tónlistarskóla Árnesinga, Blásara- kvintett Reykjavíkur leikur fyrir nemendur í Grafarvogi í Reykjavík og Jazzkvartett Reykjavíkur fyrir nemendur grannskóla í Breiðholti, Anna Pálína Árnadóttir, Gunnar Gunnarsson, Gunnar Hrafnsson og Pétur Grétarsson heimsækja alla grannskóla á Vesturlandi með vísnadagskrá sem þau nefna Ljóðið í laginu, Tjarnarkvartettinn úr Svarfaðardal heldur suður heiðar og syngur fyrir hafnfirsk böm og Tríó Björns Thoroddsen og Egill Ólafsson flytja nemendum I Kópa- vogi dagskrána Heimsreisa Höllu sem byggð er á íslensku þjóðlagi, Ljósið kemur langt og mjótt. Alls verða haldnir 154 skólatón- leikar og 16 almennir tónleikar á næstunni. Ljósmynd/Guðmundur Ingólfsson Akvarelannualen 1998 í Hróarskeldu ÞRÍR ÍSLENDINGAR Leikfélag Reykjavíkur Sumarið ‘37 sýnt í mars- byrjun HJÁ Leikfélagi Reykjavíkur eru hafnar æfingar á Sumrinu ‘37 eftir Jökul Jakobsson. Leik- ritið var frumsýnt hjá Leikfé- lagi Reykjavíkur fyrir 30 árum, 28. febrúar 1968, og er fjórða leikrit hans. Leikurinn gerist á heimili út- gerðarmanns að lokinni jarðar- för eiginkonu hans. Öll fjöl- skyldan hefur safnast saman af þessu tilefni: Sonurinn rekur útgerðarfyrirtæki af litlum áhuga og með litlum árangri. Kona hans er ófullnægð og rót- laus. Dóttirin flýr raunveruleik- ann á barmi geðveiki. Maður hennar af fátæku fólki kominn, fyrirlítur þessa úrkynjuðu full- trúa borgarastéttarinnar - sem hann hefur reyndar tengst. Leikendur eru Ari Matthías- son, Eggert Þorleifsson, Guð- laug Elísabet Ólafsdóttir, Hanna María Karlsdóttir, Pétur Einarsson og Sóley Elíasdóttir. Hljóð annast Ólafur Örn Thoroddsen, lýsingu Ögmundur Þór Jóhannesson, leikmynd og búninga Stígur Steinþórsson. Leikstjóri er Kristín Jóhannes- dóttir. Leikritið verður frumsýnt á Litla sviði Borgarleikhússins nú byijun mars. --------------- Tónleikar á Hellissandi LISTA- og menningarnefnd Snæfellsbæjar heldur tónleika í Safnaðarheimilinu Hellissandi fimmtudaginn 19. febrúar kl. 20. Það eru þau Guðrún Birgis- dóttir flautuleikari og Peter Máté píanóleikari sem flytja verk eftir Mozart, Schubert, Sa- int-Saéns og Poulence. VATNSLITASÝNINGIN Akvar- elannualen var opnuð í fimmta sinn í Hróarskeldu á laugardaginn. Sýningin er liður í menningar- dagskrá sem Hróarskelda efnir til á 1000 ára afmæli borgarinnar. Þetta er samnorræn sýning og sýnendur frá Danmörku, Finn- landi, Islandi, Noregi og Svíþjóð. Þeir era Flemming Aalund, Dan- mörku, Hafsteinn Austmann, Is- landi, Mai-Bente Bonnevie, Nor- egi, Björn Ericson, Svíþjóð, Alf Ertsland, Noregi, Frands Guld- mann, Danmörku, Tarmo Hakala, Finnlandi, Ame Isacsson, Svlþjóð, Ann Elisabeth Johansen, Noregi, Jan Leth, Danmörku, Peter V. Ni- elsen, Danmörku, Jaakob Pakkala, Finnlandi, Eiríkur Smith, íslandi, Peter Ternang, Svíþjóð, Guðrún Svava Svavarsdóttir, íslandi, og Senja Vellonen, Finnlandi. Það era samtökin Roskilde Kunstforening sem bjóða til sýn- ingarinnar. Þau gefa m.a. út tíma- ritið Kunst og borger, sem kemur út í 1.000 eintökum. Á síðasta tölu- blaði, janúarhefti 1998, prýðir for- síðuna vatnslitamynd eftir Haf- stein Austmann frá 1983. íslensk list á norrænu dagatali Verk Hafsteins Austmanns og Eiríks Smith hafa verið valin á dagatal 1998, sem Stiftelsen Nor- diska Akvarellmuseet í samvinnu við Norðurlandaráð, Norrænu ráð- herranefndina og Föreningen Nor- den standa að. Þetta dagatal er í stóra broti þar sem ein vatnslita- mynd í lit er við hvern mánuð eftir einn málara. Mynd Eiríks, Morgunn, er við júnímánuð og mynd Hafsteins, Haust, við septembermánuð. Á dagatalinu era einnig verk eft- ir Ulf Valde Jensen, Tone Myskja, Jytte Rex, Elsa Nielsen, Guy „AKVAREL 1995“. Vatnslita- mynd eftir Hafstein Austmann. Frisk, Reijo Hukkanen, Thorbjörn Olsen, Curt Asker, Lars Lerin og Lene Luostarinen. Myndlist- arsýning á Alnetinu MYNDLISTARKONAN Helga Sigurðardóttir er lista- maður mánaðarins að þessu sinni í Listamiðju Apple-um- boðsins. Helga Sigurðardóttir ei' sjálfmenntuð í list sinni. Hún málar verundarmyndir, sem era unnar í gegnum hug- leiðslur og bænir. Helga hefur haldið fjölda sýninga um land allt og má þar nefna Gerðuberg, Rarik (Egilsstaðir), World Class og Ljósmyndasafn Reykjavíkur. Hún vinnur flest sín verk með þurrpastel á flauelispappír og með akríl á striga. Þetta er 11. sýning Lista- smiðjunnar og þess má geta að eldri sýningar era ekki teknar niður heldur fá þær að hanga áfram á hinum staf- rænu veggjum Listasmiðjunn- ar. Slóðin er http://www. apple.is/gallery Birgitta Jónsdóttir hefur séð um Listasmiðjuna frá upphafi. Föstudaginn 20. febrúar kl. 20 verður sýningin opnuð á Kaffi Krók, Sauðárkróki. Þetta er 16. sýning Helgu á verundarmyndum. Sýningin verður opin í mánuð. Kabarett í félagsheim- ili Reykdæla LEIKDEILD ungmennftfé- lagsins Eflingar í Reykjadal, í samvinnu við nemendur Framhaldsskólans á Laugum, framsýnir söngleikinn Kabar- ett í félagsheimili Reykdæla í Breiðumýri, fóstudaginn 20. febrúar. Með hlutverk siðameistar- ans fer Hörður Benónýsson og Birna Hjaltadóttir leikur Sally Bowles. Leikstjóri er Arnór Benónýsson en tónlist- arstjórn annast Valmar Valja- ors, skólastjóri Tónlistarskóla Reykdælahrepps. Auk reyndra leikara úr leikdeild Eflingar taka 15 nemendur framhaldsskólans þátt í sýningunni auk nem- enda úr Litlulaugaskóla og í mörgum tilvikum stundar þetta sama fólk nám í tónlist- arskólanum. Allur árgangur 10. bekkjar Litlulaugaskóla leggur hönd á plóginn ýmist í leik, söng eða tónlistarfiutningi og nærri læt- ur að um 15% nemenda fram- haldsskólans komi við sögu í Kabarett en alls taka um 50 manns þátt í sýningunni. Þorfínnur Sigurgeirs- son sýnir í Galleríi Fold ÞORFINNUR Sigurgeirsson opnar sýningu á málverkum í Gallerí Fold laugardaginn 21. febrúar. Sýninguna nefnir hann Þögn. Þorfinnur er fæddur í Keflavík árið 1963 og nam við Myndlista- og handíðaskóla íslands á áranum 1983-1987 og Concordia University í Montreal í Kanada frá 1987 - 1990. Þetta er sextánda einka- sýning Þorfinns en hann hefur einnig átt verk á samsýning- um hér heima og í Kanada. Sýningin stendur til 8. mars.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.