Morgunblaðið - 18.02.1998, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 18.02.1998, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: R1TSTJ@MBL.1S, AKUREYRl: KAUPVANGSSTRÆTI1 MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 1998 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Morgunblaðið/Emil Þór ÁLVER Norðuráls er að taka á sig endanlega mynd og stækkun hafnarinnar miðar vel áfram. BYGGINGU álvers Norðuráls hf. á Grundartanga miðar vel áfram og bendir allt til þess að það verði tekið í notkun 4. júní nk. —/éíns og áætlun gerir ráð fyrir, að sögn Paul Cox, staðarverkfræð- ings Norðuráls á Grundartanga. Hann segir að lokið verði við klæðningu kerskála og aðveitu- stöðvar nk. föstudag. Cox sagði að verið væri að koma fyrir rafbúnaði í aðveitu- stöðinni. Landsvirkjun ynni að því að steypa undirstöður undir raflínu sem tengir aðveitustöð- ina við flutningskerfi sitt. Fljót- lega yrði því hafíst handa við að koma rafmagni á aðveitustöðina, en Landsvirkjun stefnir að því Kerskálar N or ðuráls að verða fokheldir að afhenda raforkuna í lok apríl eða byrjun maí. Cox sagði að steypuvinnu í kerskálunum væri lokið og unnið væri af kappi við að ljúka klæðn- ingu á skálunum. Stefnt væri að því að ljúka klæðningu í lok vik- unnar og þar með væri hægt að segja að álverið væri orðið fok- helt. Byggingu steypuskála mið- aði einnig vel áfram og hafíst yrði handa við að koma búnaði í hana von bráðar. Skip á vegum Samskips hf. eru í stöðugum siglingum með búnað í álverið. I siðustu viku kom eitt skip. Annað skip kemur í dag og það þriðja í lok vikunnar. Cox sagði að veðrið síðustu vikurnar hefði tafíð lítillega fyr- ir verktökum sem sjá um bygg- ingu álversins. Norðurál gæti hins vegar ekki kvartað yfir ís- lensku veðurfari í vetur því að það hefði yfirleitt verið milt og gott. Sölumiðstöðin á Yerðbréfaþing S-afrískt fyr- irtæki keypti fyrsta hlutinn SUÐUR-AFRÍSKT fyrirtæki með aðsetur í Kenýa keypti íyrstu hluta- bréfin í Sölumiðstöð hraðfrystihús- anna (SH) er viðskipti með þau hófust á aðallista Verðbréfaþings Islands í gær. Fyrirtækið, sem heitir Alpha Group, keypti hlutabréf fyrir 200 þús- und krónur að naínvirði á genginu 5,15 eða fyrir rúma milljón króna að mark- aðsvirði. Hlutur Alpha Group er 0,00013% af heildarhlutafé SH. Þrenn viðskipti urðu með hluta- bréf í SH á Verðbréfaþingi Islands þennan fyrsta dag félagsins á þing- inu og námu þau samtals þremur milljónum króna. Gengi bréfanna var 5,15 í öllum viðskiptunum. Alpha Group er í eigu indverskrar fjölskyldu sem býr í Suður-Afríku en höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í Na- irobi í Kenýa að sögn Jóhanns Ivars- sonar hjá Kaupþingi. „Fyrirtækið er stærsti framleiðandi á Nílarkarfa úr Viktoríuvatni í Austur-Afríku. Vatn- ið er afar gjöfult og talið er að árlega veiðist um 500 þúsund tonn af Níl- arkarfa úr því. Alpha Group starf- rækir fjórar verksmiðjur í þeim þremur löndum sem liggja að vatn- inu, Kenýa, Tansaníu og Uganda." SH hefur átt samstarf við Alpha Group um sölu á Nílarkarfa og að- stoðað það við að bæta gæði og ímynd framleiðslunnar. „Alpha Group framleiddi tvö þúsund tonn fyrir SH á sl. ári, bæði fersk flök og frosin en markaðir fyrir vöruna eru bæði í Evrópu og Asíu. Islenskir vinnslu- og gæðastjórar hafa verið ráðnir að fyrirtækinu í Afriku og sérfræðingar SH hafa aðstoðað það við breytingar á verksmiðjum og uppsetningu á gæðakerfum," segir Jóhann. Arleg velta Alpha Group er um 4,5 milljarðar króna. Auk fiskvinnslu- stöðva á það olíuskip og skipasmíða- stöð í hafnarborginni Mombasa í Kenýa. Eigendur þess hafa komið nokkrum sinnum til íslands og m.a. átt viðskipti við Sæplast, Marel og Umbúðamiðstöðina. Forsætisráðherra um hugsanlegan flutning Keikos til íslands Skoðað með já- kvæðu hugarfari „ÉG ræddi við fólkið fyrir fáum mánuðum þegar það kom hingað og lét þess getið að ég teldi að það ætti að skoða þetta með jákvæðu hugar- fari ef allt væri í lagi,“ sagði Davíð Oddsson forsætisráðherra aðspurð- ur um hugmyndir um að flytja há- hyrninginn Keiko frá Bandaríkjun- um til Islands. Forsætisráðherra sagði að þetta myndi verða á ábyrgð hinna er- lendu aðila, flutningur dýrsins og velferð þess og allur undirbúningur og kostnaður. Sæju þeir fyrir því væri ekkert á móti því að taka þess- ari hugmynd vel. Keiko hefur haldið til í sædýra- safninu í Newport í Oregon í Bandaríkjunum frá árinu 1996. Við komu hans þangað fjölgaði gestum safnsins úr 600 þúsundum í 1,3 milljónir milli ára. Talið er að hvaln- um hafi fylgt 3.290 störf og tekjur sem samsvara 5,4 milljörðum ís- lenskra kr. í Newport og nágrenni. ■ Búast má/4 Halldór Ásgrímsson í umræðum á Alþingi um mál Franklíns Steiners Upplýsingarnar komu að g-agni í tveimur málum HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis- ráðherra sagði við utandagskrárum- «Keðu á Alþingi í gær um samskipti dómsmálaráðuneytis og lögreglunn- ar vegna máls Franklíns Steiners, að þær upplýsingar sem hann hefði veitt gegn vilyrði um reynslulausn hefðu skipt mjög miklu máli varð- andi það, að tvö stór fíkniefnamál upplýstust. Hvöss umræða fór frarn um málið veittist Þorsteinn Pálsson dóms- málaráðherra harkalega að þing- mönnum Alþýðuflokksins, en þeir töldu ómaklega að sér vegið. Mót- mæltu þeir því að það að taka þetta mál til umræðu hefði orðið til þess að veikja lögregluna. Nefndin sammála Þorsteinn vitnaði einnig til bréfs frá Jónatani Þórmundssyni, fyrrver- andi formanni fullnustumatsnefndar, þar sem fram kæmi að nefndin hefði verið sammála um seinni afgreiðsl- una í máli Franklíns Steiners og teldi hana lögmæta, enda byggða á lagaákvæði um að veita mætti reynslulausn eftir helming refsivist- ar þegar sérstaklega stæði á. Lúðvík Bergvinsson, þingflokki jafnaðarmanna, hóf umræðuna. Sagði hann m.a. að það vekti eftir- tekt að skoðun á starfsemi, skipulagi og yfirstjórn lögreglunnar í Reykja- vík hefði ekki farið fram fyrr en gerð hefði verið um það krafa á Alþingi í mars í fyrra. Margrét Frímannsdóttir, formað- ur Alþýðubandalagsins, tók undir þá skýringu að löglega hefði verið óskað eftir hugsanlegri reynslulausn. Hún sagðist telja að menn mundu ekki hafa tekið aðra afstöðu til kaupa á upplýsingum en tekin hefði verið. Þá kvaðst Margrét telja að um- ræðan um störf fíkniefnadeildar lög- reglunnar hefði frá upphafi ekki snú- ist um annað en að ekki væri nógu vel búið að þessum málum almennt. ■ Formaður/10-12 Bræla á loðnu- slóðum BRÆLU gerði á miðunum úti fyrir Austurlandi í gær og fóru loðnuskip og bátar að tínast í var eða í höfn þegar leið á dag- inn. Engin veiði var í gær. Loðnuflotinn bíður því átekta og sagði Hjálmar Vil- hjálmsson, leiðangursstjóri á rannsóknarskipinu Árna Frið- rikssyni, í gærkvöldi að engar nýjar fréttir væru af loðnuleit. Sagði hann bjartsýna menn gera ráð fyrir að veður kyrrð- ist þegar liði á daginn og taldi skipstjóra þá myndu hugsa sér til hreyfings.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.