Morgunblaðið - 18.02.1998, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 18.02.1998, Blaðsíða 29
28 MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 1998 29 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. NÝJAR ÁHERSLUR í STÆRÐFRÆÐI- KENNSLU UNDANFARIN ár hefur íslenskt skólafólk unnið að endur: skoðun á stærðfræðikennslu í grunnskólum landsins. í grein á menntasíðu Morgunblaðsins í gær kemur fram, að þessi vinna hafí verið hafin áður en hin víðkunna TIMSS-könnun um raungreinaþekkingu skólabama í heiminum var gerð og sýndi að þar stæðu íslensk böm frekar höllum fæti. I endurskoðun- inni er unnið að því að taka upp kennsluaðferðir sem virða að- ferðir bamsins til að komast að réttum niðurstöðum og færa stærðfræðina auk þess nær daglegu lífí barnsins, til dæmis með því að nota dæmi úr daglegu umhverfí þess. Barnið á þannig að sjá betur hvernig stærðfræðin nýtist því. Um leið er lögð meiri áhersla á skilning; er barnið látið tjá niðurstöður með orðum því efast má um að fólk skilji það sem það getur ekki útskýrt. Markmið þessara breytinga á kennsluaðferðum í stærðfræði, sem enn er aðeins beitt í tilraunaskyni í nokkmm skólum um landið, er að skapa jákvætt viðhorf til greinarinnar. Það er ánægjulegt að vita að íslensk skólayfírvöld skyldu hafa áttað sig á því að úrbóta var þörf í stærðfræðikennslu áður en hin alþjóðlega könnun sýndi að svo var. Hinar breyttu áherslur í kennslunni em einnig ánægjulegar og skynsamlegar, en um leið hefði mátt halda að þær væra sjálfsagðir hlutir. Leggja á upp úr því að barnið skilji það sem það er að læra og beiti skapandi hugsun við lausn dæma. Þá er einnig lögð áhersla á að gera námið áhugavert og skemmtilegt. Hefði mátt ætla að þessi markmið væm allt að því algild í skólum en ekki nýuppgötvuð sannindi. Raunar er nú unnið að endurskoðun á námsskrá gmnnskól- anna í heild og ber að fagna því. Niðurstaða nýrrar rannsóknar Gunnars Karlssonar, prófessors í sögu við Háskóla Islands, á söguvitund íslenskra unglinga sýnir til að mynda að þar stönd- um við heldur ekki of vel miðað við aðrar Evrópuþjóðir. I könn- uninni kemur meðal annars fram að aðeins helmingur fermdra unglinga hér á landi veit hvaða trúflokki hann tilheyrir. Hnýsi- legt væri að gera álíka könnun á bókmenntavitund íslenskra unglinga eða kanna hvort íslenskum unglingum þætti bók- menntanámið skemmtilegt en þar em nemendur enn látnir koma upp að töflu og þylja fyrir kennara sinn kvæði gömlu meistaranna utanbókar. Þar mætti taka upp „hin nýju“ sann- indi um sköpun og skilning. JÁKVÆÐAR TILLÖGUR HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra segir í samtali við Morgunblaðið í dag, að hann sé tilbúinn til að styðja megin- atriði í þingsályktunartillögu þingmanna Alþýðubandalags um stofnun opinberrar nefndar til þess að fjalla um auðlindagjald. Jafnframt segir ráðherrann, að þetta þýði ekki, að Framsókn- arflokkurinn styðji hugmyndir um slíka gjaldtöku en nauðsyn- legt sé að varpa réttu ljósi á málið í heild. Síðan segir Halldór Ásgrímsson: „Við höfum sagt, að við sé- um ekki á því, að það eigi að leggja á almennt veiðileyfagjald... Ég hef hins vegar talið að öðm máli gegndi um nýja stofna eins og norsk-íslenzka síldarstofninn, sem ég hef viljað skoða sér- staklega í þessu sambandi.“ Samþykkt miðstjómarfundar Alþýðubandalagsins um auð- lindagjald er þýðingarmikið framlag til umræðna um þessi mál, eins og Morgunblaðið hefur bent á. Þingsályktunartillagan, sem Halldór Asgrímsson er reiðubúinn að styðja í meginatrið- um, byggist á þeirri samþykkt. Það er því ekki síður mikilvægt, að formaður Framsóknarflokksins skuli reiðubúinn til að taka þátt í alvarlegu starfí, sem miðar að því að skoða auðlindagjald sem raunverulegan kost. Yfirlýsing Halldórs Ásgrímssonar sýnir, að smátt og smátt em umræður um þessi málefni að þok- ast í réttan farveg. Þá em viðbrögð Davíðs Oddssonar, forsætisráðherra, við þingsályktunartillögu Alþýðubandalagsmanna ekki síður eftir- tektarverð. Forsætisráðherra segir í samtaii við Morgunblaðið í dag: „Þetta virðast vera varkárar tillögur og em mjög í þeim sama farvegi og ég ræddi um á flokksráðsfundi Sjálfstæðis- flokksins.“ Það hafa áður verið stofnaðar nefndir, sem höfðu það að markmiði að komast að niðurstöðu um stefnuna í fiskveiði- stjórnunarmálum. Slík nefnd starfaði á vegum ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks á fyrra kjörtímabili. Tals- menn þáverandi stjórnarflokka og þá ekki sízt Alþýðuflokks túlkuðu niðurstöðu þeirrar nefndar sem íyrsta skref í átt til veiðileyfagjalds. Því miður reyndust það orðin ein. Samstarf stjórnmálaflokka um að skoða hugmyndir um auð- lindagjald ofan í kjölinn og skila greinargerð um slíkt starf t.d. næsta haust getur ekki annað en verið jákvætt. Morgunblaðið/Sigrún Davíðsdóttir BRÆÐURNIR Helgi og Sigurður Andrés Ásgeirssynir á sjúkrahúsinu í Kaupmannahöfn. KR-nýra komið á góðan stað ✓ Islenskir sjúklinffar eiga kost á aðgerðum á Ríkisspítalanum í Kaupmannahöfn, þegar aðstaðan á Islandi hrekkur ekki til. Sigrun Davíðsdóttir hitti fyrir bræðurna Helga og 7 Sigurð Andrés Asgeirssyni, en sá síðar- nefndi fékk nýra úr bróður sínum nýlega. AUSTFJARÐAþOKAN er ekkert miðað við þokuna hér,“ varð Vopnfirðingn- um að orði þegar gestinn bar að garði og varð litið yfir Fælledparken og knattspymuvöll- inn, 14-2 völlinn ósællar minningar, hálfhulinn danskri vetrarþoku. Þok- an var Helga Ásgeirssyni ofar í huga en nýafstaðin nýrnaaðgerð nokkrum dögum áður, þegar annað nýra Helga var grætt í Sigurð hálfbróður hans. Sigurði hefur að eigin sögn ekki liðið jafn vel í annan tíma og að- gerðin virðist hafa heppnast eins og best verður á kosið. Af stráksskap segir Helgi að sér hafi verið í mun að tryggja að nýrað færi í KR-ing, svo bróðirinn hafi þurft að skrifa upp á skjal um stuðn- ing sinn við KR, en í alvöru bætir hann við að ýmsar hugsanir hafí sótt á fyrir aðgerðina, þótt hann hafi ver- ið rólegur og gott að hafa eiginkon- una sér til trausts og halds. Aldrei hafi komið annað til greina en að hún kæmi með, þótt Trygginga- stofnun borgi aðeins fyrir fylgdar- mann með nýmaþega og ekki með gjafanum. Því hefur Helgi reynt að berjast fyrir að yrði breytt, ekki að- eins sín vegna, heldur fyrir þá sem síðar komi, því hann segir fylgdina ómetanlegan styrk, auk þess sem það er ekki auðvelt að koma af spít- alanum og halda heim yfir hafið eftir jafn viðamikla aðgerð, jafnvel þótt flogið sé. Sigurður hefur verið sjúklingur síðan það uppgötvaðist 1988 að hann var með fæðingargalla, sem síðan leiddi til þess að bæði nýmn urðu óstarfhæf. Síðan í september hefur Sigurður þurft að fara í nýmavél. Það er eríltt að lýsa því fyrir full- frísku fólki hvers konar líf það er að vera með ónýt nýru, svo ekkert dug- ir annað en nýmavél. Líkaminn los- ar sig þá ekki lengur við þvag og úr- gangsefni sem því fylgja og þessu fylgir stöðug vanlíðan, svo sem kláði og ónot, höfuðverkur og máttleysi. Nýmavélin er síðasta stigið í þessu ferli. Sigurður þurfti að fara í hana þrisvar í viku, fjóra tíma í senn, svo það er ekki mikill tími í annað, heilsa bágborin og kraftarnir litlir. Við þessar aðstæður er sjúklingurinn fárveikur og svo var einnig um Sig- urð. Nýmavélin læknar ekki, heldur kemur aðeins í stað nýrnastarfsem- innar og því fékk Sigurður að vita að ef hann ætti þess kost væri nýma- ígræðsla besta lausnin. Tilhlökkun eins og fyrir jól Þegar Sigurður hringdi í Helga heima á Vopnafirði einn daginn og sagðist þurfa nýmagjafa, svaraði Helgi að bragði að þá léti hann at- huga hvort hans nýra kæmi til greina, „enda er þetta ekkert mál“, segir hann léttur í bragði. Síðan tóku við rannsóknir og hann var kallaður suður þrisvar sinnum. I síð- ustu rannsókninni lá hann á Land- spítalanum í nokkra daga meðan nauðsynlegar rannsóknir á blóði, nýrnastarfsemi og vefjum fóra fram. Rannsóknin leiddi í ljós að allt benti til að Helgi væri hentugur nýrna- gjafi fyrir bróður sinn, þótt þeir séu aðeins hálfbræður. Síðan tók við bið og hún löng, því allar tímasetningar voru óljósar. Fyrst var talað um að aðgerðin færi fram í ágúst eða september í haust. Síðan var ákveðið að hún færi fram 2. nóvember, en áður en til kom veiktist Sigurður alvarlega og þá var aðgerðinni frestað til 2. febrúar. Þeir bræður komu svo út 27. janúar og þá varð ekki aftur snúið. Helgi segir að óvissan og um hvenær að aðgerðinni kæmi, biðin, hafi verið érfið, en ekki ákvörðunin, sem hafi komið af sjálfu sér. „Eg held að enginn myndi segja nei í þessum sporum - en ég segi ekki að það væri séns ef framsóknarmaður ætti í hlut,“ bætir hann glettnislega við og Sigurður minnir bróður sinn á skilyrðið um að gerast KR-ingur, svo nýrað lenti í KR-ingi. Þetta leiddi svo til umræðna um hvort KR- ingar væru nú svo langt leiddir að þeir þyrftu að grípa til svo róttækra aðgerða til að fá nýja félagsmenn. En að öllu gamni slepptu segir Helgi með alvöra að auðvitað hafi ýmsar hugsanir leitað á. Á Ríkisspít- alanum hafi borið fyrir augu sjúk- linga sem vora illa á sig komnir og það hafi komið við hann. Þar við bættist að dönsku læknamir gerðu þeim bræðram ljóst hver áhætta fylgdi aðgerðinni. Aldrei væri hægt að segja til um hvort í raun væri hægt að nota nýrað fyrr en búið væri að fjarlægja það. Bræðumir undirstrika að læknarnir hafi verið mjög traustvekjandi og undirbúið þá vel. Síðan tekur við næsta óvissu- tímabil þegar nýrað hefur verið grætt í sjúklinginn, þar sem líkam- inn hafnar nýja líffærinu í einstaka tilfellum. „Það versta fyrir gjafann er auðvitað að fá að vita að nýrað sé ekki nothæft, því það er ekki heldur hægt að græða það í gjafann aftur,“ segh’ Helgi hugsi. Þegar kom að aðgerðinni var Helgi fyrst skorinn upp, en röðin kom ekki að Sigurði fyrr en læknir- inn hafði séð nýrað úr Helga og úr- skurðað að hægt væri að nota það. „Þá minnkaði spennan," segii- Sig- urður ;,og tilhlökkunin varð allsráð- andi. Eg hlakkaði til eins og til jól- anna.“ Sigurði leið strax vel eftir að- gerðina og sú vellíðan hefur ekki dvínað síðan. „Þetta er allt annað líf og mér hefur aldrei liðið jafn vel,“ segir hann. „Öll fyrri óþægindi era horfin." Svipur hans ber með sér að þetta er ekki ofmælt. Tryggingastofnun metur ekki mikilvægi fylgdarmanns gjafa Helgi leggur einnig áherslu á að auðvitað sé það kostur að vera hraustur fyrir. „Það er ekki hægt að senda einhverja aumingja í nýrnagjöf. Það er fyrir okkur þessa stóru og stæltu,“ og hlær við, en sannleikurinn er sá að nýrnagjafinn á á hættu að verða mjög veikur fyrst á eftir meðan líkaminn er að aðlagast nýjum aðstæðum. Helgi var þó útskrifaður af spítalanum eftir viku, en dvelur um hríð á sjúk- lingahóteli Ríkisspítalans áður en hann fer heim. Helgi hefur alltaf stundað íþróttir og er ekki í vafa um að það komi sér til góða því hann hafi farið auðveldlega í gegnum eft- irköstin, þótt skurðurinn sé mikill, liggur frá nafla og næstum aftur að hrygg. Að öðru leyti finnur hann enga breytingu á sér og á ekki von á öðru en að allt eigi eftir að ganga vel. Sigurður þarf að öllum líkind- um að vera í þrjár vikur á spítalan- um. Legutími fyrir Dani er þó mun skemmri og til dæmis var einn danskur nýi’naþegi að fara heim á 9. degi og sagði þá við bræðurna að nú færi hann beint að vinna. „Hann er nú varla í erfiðisvinnu," bæta þeir við, en íslensku sjúklingunum er haldið lengur til að tryggt sé að allt sé í stakasta lagi. Tryggingastofnun greiðir kostnað af aðgerðinni og við dvöl fylgdar- manns nýrnaþega, en gert er ráð fyrir að gjafinn fari einn. Við þetta er Helgi mjög ósáttur því það fylgi aðgerðinni mikið andlegt álag, sem gott sé að geta deilt með einhverjum nákomnum. Því segist hann ekki hafa getað hugsað sér annað en að eiginkona hans kæmi með honum og hún hafi verið sér stoð og stytta. „En það er eins gott að nýrnagjafinn at- hugi bankabókina enda dæmi um að nýmaþegi hafi þurft að bíða meðan gjafinn reddaði sínum málum,“ segir Helgi. Hann hefur skrifaði trygg- ingaráði bréf, þar sem hann fer þess á leit að endurskoðaðar verði reglur um að ekki sé greiddur kostnaður fyrir fylgdarmann gjafa og segir lækna, sem komið hafi að málinu alla styðja þau sjónarmið. „Það gera sér allir sem til þekkja grein fyrir hvað stuðningur af þessu tagi skiptir miklu máli.“ Hann bendir líka á að það sé ekki fýsilegt að ferðast einn heim aftur því gjafinn getur ekki tekið neitt á fyrst um sinn. Félag nýrnasjúkra hefur barist fyrir málefnum sjúk- linganna en enginn hefm- sinnt hags- munum gjafanna. Helgi bendir á að aðgerðin og þar með nýrnagjöfin spari miklar fjárhæðir, því ein með- ferð í nýrnavélinni kosti 30 þúsund krónur. Sjúklingar þurfa iðulega þrjár meðferðir á viku. Vikan kostar því 90 þúsund og því fljótt að muna um kostnaðinn þar. En peningar og aðbúnaður era eitt og andlegt atgervi annað. Gest- urinn getur ekki annað en orðið snortinn af gleði bræðranna og hve jákvæðir þeir em. Sjálfir eru þeir á því að léttleikinn hjálpi almennt alltaf og það hafi reynst þeim vel, en þeir era líka þakklátir sr. Birgi Ás- geirssyni sjúkrahúspresti, sem alltaf er til taks, að ógleymdum eiginkon- unum, sem hafa staðið dyggilega við hlið þeirra. „En það heppnast ekki allar aðgerðir svona vel. Við vorum mjög heppnir." „Kraftaverk að þetta skuli hægtu „KRAFTAVERK að þetta skuli hægt,“ verður Hjaltey Rúnars- dóttur eiginkonu Sigurðar Andrésar Ásgeirssonar að orði, þegar aðgerðina á eiginmanni hennar ber á góma. Þær Helena Leifsdóttir eigin- kona Helga Ásgeirssonar og Hjaltey hafa dvalið á sjúklinga- lióteli Ríkisspítalans, meðan eig- inmennirnir hafa verið á sjúki’a- húsinu og farið vel um þær þar, segja þær, en það þarf varla að taka fram að það er meira en að segja það fyrir aðstandendur að standa frammi fyrir aðgerð eins og nýrnagjöf og nýrnaígræðslu. Helena segir að aðgerðin hafí strax Iagst vel í sig, enda Helgi strax ákveðinn í að leggjast und- ir hnífínn fyrir bróður sinn. „Ég hugsaði sem svo,“ segir Hel- ena, „að þetta hefði ég örugg- lega gert líka ef systkini mitt hefði átt í hlut. Og við vorum alltaf ákveðin í að fara bæði. Það kom aldrei til greina annað, því ég gat ekki hugsað mér að hann færi einn.“ Fara daglega í kaplelluna og biðjast fyrir Þeim Helenu og Hjaltey ber saman um að það hafi verið ynd- islegt að dvelja í nágrenni við eiginmennina, sr. Birgir Ásgeirs- son sjúkrahússprestur hafi verið einstakur og sama sé að segja um starfsfólk sjúkrahússins, svo bæði þær og eiginmennirnir hafi verið í góðum höndum. Það hafí líka haft góð áhrif að Sigurði leið strax svo vel og fannst allur að- búnaður traustvekjandi. Þau hafi því öll gengið að þessu með já- kvæðu hugarfari og það hafí gert þeim auðveldara fyrir. Við Ríkisspítalann er kapella og þangað fór sr. Birgir með þeim Helenu og Hjaltey daginn sem aðgerðin var gerð og þau báðust fyrir. Síðan hafa eiginkon urnar gert sér það að reglu að fara daglega í kapelluna og eru sammála um að það hafí veitt þeim frið og ró. Það hefur komið þeim báðum á óvart hvað þær hafa verið rólegar. Helena hefur haldið venju sinni og skokkað og Hjaltey segist ekki geta verið annað en róleg, því allt; ýti undir ró og traust. Auk trúarinnar segja þær að yndisleg fjölskylda og vinir hafi veitt þeim ómetan- legan stuðning. „Bræðurnir brosa kannski ögn yfír kapellu- ferðum okkar,“ segir Helena kimin, „en þeir meta við okkur rósemina." SR. Birgir Ásgeirsson við Ríkisspítalann í Kaupmannahöfn. Líffæraflutningur - andlegt álag en - góð von um bata ÞAÐ er mikið andlegt álag að fara í jafnviðamikla aðgerð og líf- færaflutningur er,“ segir sr. Birgir Ásgeirsson sjúkrahúss- prestur í Kaupmannahöfn. Um áramótin 1996/97 gerði Trygg- ingastofnun ríkisins samning við Ríkisspitalann í Kaupmannahöfn um líffæraflutninga, en áður hafði slíkur samningur verið við Sahlgrenska sjúkrahúsið í Gauta- borg. Sammngurinn tekur til nýrna- flutninga, lifrar- og brisflutninga, hjarta- og lungnaflutninga. Einnig er gert ráð fyrir að börn verði í vissum tilfellum send til Kaupmannahafnar til líffæra- flutninga. Það er annars löng hefð fyrir því að sjúklingar frá íslandi séu sendir til Kaupmanna- hafnar til ýmiss konar aðgerða, en samband íslensku heilbrigðis- þjónustunnar við Dani hefur ver- ið við lýði í rúm 35 ár. Sr. Birgir hefur annast þjón- ustu við sjúklinga og aðstendend- ur þeirra frá því áðurnefndur samningur var gerður. Hann er þeim til halds og trausts, bæði i samskiptum og í andlegum skiln- ingi, meðan á dvöl þeirra stend- ur. Starfíð felst meðal annars í að vera milligöngumaður milli sjúk- linga og danskra sjúkrahúsa, en hann er einnig fulltrúi Trygg- ingastofnunar í Kaupmannahöfn og gerir læknum á Islandi grein fyrir gangi máli hjá sjúklingum þeirra ytra. „Líffæraflutningur er viðamikil og vandasöm aðgerð og er í öll- um tilfellum mikið átak, bæði fyr- ir sjúkling og aðstandendur,“ undirstrikar sr. Birgir. „Sama gildir einnig um líffæragjafa og aðstandendur hans.“ Sr. Birgir telur það því rnjög. mikilvægt að bæði líffæraþegi og -gjafí hafí fylgdarmann. „Líffæraflutningi fylgir mikið álag fyrir sjúkling- inn og ekki síður vegna þess að hann kemur oft í kjölfar langvar- andi veikinda. Vonin um bata er sterk og sem betur fer takast slíkar aðgerðir í langflestum til- vikum. En það kemur fyrir að slík aðgerð heppnast ekki og þó það sé afar sjaldgæft er viðkom- andi það vel ljóst. Þegar svo fer eru vonbrigði óskapleg, bæði fyr- ir líffæraþega og -gjafa. Þess vegna leita margar hugsanir á og ýmsar tilfínningar bærast, ekki * síður hjá gjafa en sjúklingi og að- standendum beggja líka. En sem betur fer er algengara að vel tak- ist til og það er auðvitað stórkost- legt þegar hægt er að hjálpa svo sjúku fólki til heilsu á ný. Það er því til mikils að vinna og á það horfa allir fyrst og fremst." Nýtt og ókunnugt umhverfí veldur álagi Sr. Birgir bendir á að hluti af því álagi sem fylgir slfkum að- gerðum sé auðvitað hið nýja um- hverfí, nýjar aðstæður og nýtt starfsfólk, sem talar annað tungu- mál. Þó talað sé um gömul tengsl * íslands og Danmerkur er stað- reyndin sú að margir sem koma hingað í aðgerðir eru að koma í fyrsta sinn. Umræður hafa verið um líffæraflutninga á Islandi og sr. Birgir segir að mörgum þyki óþarfí að senda sjúklinga utan af þeim ástæðum. „Auðvitað væri æskilegast að vera sjálfum sér nógur í þessum efnum, en niðurstaðan er þó sú að enn um sinn þykir heppilegast að eiga samstarf við erlent sjúkrahús. „Umfangsmeira sam- starf eykur aðgang að líffæmm, en því er ekki að neita að kostur er að leita til svo sérþjálfaðs fólks og í svo góðri æfíngu, sem stórt sjúkrahús eins og Ríkisspítalinn hefur á að skipa. Það er forsenda samningsins, samstarfið hefði gengið vel og ástæða til að fagna því.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.