Morgunblaðið - 18.02.1998, Page 56

Morgunblaðið - 18.02.1998, Page 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: R1TSTJ@MBL.1S, AKUREYRl: KAUPVANGSSTRÆTI1 MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 1998 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Morgunblaðið/Emil Þór ÁLVER Norðuráls er að taka á sig endanlega mynd og stækkun hafnarinnar miðar vel áfram. BYGGINGU álvers Norðuráls hf. á Grundartanga miðar vel áfram og bendir allt til þess að það verði tekið í notkun 4. júní nk. —/éíns og áætlun gerir ráð fyrir, að sögn Paul Cox, staðarverkfræð- ings Norðuráls á Grundartanga. Hann segir að lokið verði við klæðningu kerskála og aðveitu- stöðvar nk. föstudag. Cox sagði að verið væri að koma fyrir rafbúnaði í aðveitu- stöðinni. Landsvirkjun ynni að því að steypa undirstöður undir raflínu sem tengir aðveitustöð- ina við flutningskerfi sitt. Fljót- lega yrði því hafíst handa við að koma rafmagni á aðveitustöðina, en Landsvirkjun stefnir að því Kerskálar N or ðuráls að verða fokheldir að afhenda raforkuna í lok apríl eða byrjun maí. Cox sagði að steypuvinnu í kerskálunum væri lokið og unnið væri af kappi við að ljúka klæðn- ingu á skálunum. Stefnt væri að því að ljúka klæðningu í lok vik- unnar og þar með væri hægt að segja að álverið væri orðið fok- helt. Byggingu steypuskála mið- aði einnig vel áfram og hafíst yrði handa við að koma búnaði í hana von bráðar. Skip á vegum Samskips hf. eru í stöðugum siglingum með búnað í álverið. I siðustu viku kom eitt skip. Annað skip kemur í dag og það þriðja í lok vikunnar. Cox sagði að veðrið síðustu vikurnar hefði tafíð lítillega fyr- ir verktökum sem sjá um bygg- ingu álversins. Norðurál gæti hins vegar ekki kvartað yfir ís- lensku veðurfari í vetur því að það hefði yfirleitt verið milt og gott. Sölumiðstöðin á Yerðbréfaþing S-afrískt fyr- irtæki keypti fyrsta hlutinn SUÐUR-AFRÍSKT fyrirtæki með aðsetur í Kenýa keypti íyrstu hluta- bréfin í Sölumiðstöð hraðfrystihús- anna (SH) er viðskipti með þau hófust á aðallista Verðbréfaþings Islands í gær. Fyrirtækið, sem heitir Alpha Group, keypti hlutabréf fyrir 200 þús- und krónur að naínvirði á genginu 5,15 eða fyrir rúma milljón króna að mark- aðsvirði. Hlutur Alpha Group er 0,00013% af heildarhlutafé SH. Þrenn viðskipti urðu með hluta- bréf í SH á Verðbréfaþingi Islands þennan fyrsta dag félagsins á þing- inu og námu þau samtals þremur milljónum króna. Gengi bréfanna var 5,15 í öllum viðskiptunum. Alpha Group er í eigu indverskrar fjölskyldu sem býr í Suður-Afríku en höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í Na- irobi í Kenýa að sögn Jóhanns Ivars- sonar hjá Kaupþingi. „Fyrirtækið er stærsti framleiðandi á Nílarkarfa úr Viktoríuvatni í Austur-Afríku. Vatn- ið er afar gjöfult og talið er að árlega veiðist um 500 þúsund tonn af Níl- arkarfa úr því. Alpha Group starf- rækir fjórar verksmiðjur í þeim þremur löndum sem liggja að vatn- inu, Kenýa, Tansaníu og Uganda." SH hefur átt samstarf við Alpha Group um sölu á Nílarkarfa og að- stoðað það við að bæta gæði og ímynd framleiðslunnar. „Alpha Group framleiddi tvö þúsund tonn fyrir SH á sl. ári, bæði fersk flök og frosin en markaðir fyrir vöruna eru bæði í Evrópu og Asíu. Islenskir vinnslu- og gæðastjórar hafa verið ráðnir að fyrirtækinu í Afriku og sérfræðingar SH hafa aðstoðað það við breytingar á verksmiðjum og uppsetningu á gæðakerfum," segir Jóhann. Arleg velta Alpha Group er um 4,5 milljarðar króna. Auk fiskvinnslu- stöðva á það olíuskip og skipasmíða- stöð í hafnarborginni Mombasa í Kenýa. Eigendur þess hafa komið nokkrum sinnum til íslands og m.a. átt viðskipti við Sæplast, Marel og Umbúðamiðstöðina. Forsætisráðherra um hugsanlegan flutning Keikos til íslands Skoðað með já- kvæðu hugarfari „ÉG ræddi við fólkið fyrir fáum mánuðum þegar það kom hingað og lét þess getið að ég teldi að það ætti að skoða þetta með jákvæðu hugar- fari ef allt væri í lagi,“ sagði Davíð Oddsson forsætisráðherra aðspurð- ur um hugmyndir um að flytja há- hyrninginn Keiko frá Bandaríkjun- um til Islands. Forsætisráðherra sagði að þetta myndi verða á ábyrgð hinna er- lendu aðila, flutningur dýrsins og velferð þess og allur undirbúningur og kostnaður. Sæju þeir fyrir því væri ekkert á móti því að taka þess- ari hugmynd vel. Keiko hefur haldið til í sædýra- safninu í Newport í Oregon í Bandaríkjunum frá árinu 1996. Við komu hans þangað fjölgaði gestum safnsins úr 600 þúsundum í 1,3 milljónir milli ára. Talið er að hvaln- um hafi fylgt 3.290 störf og tekjur sem samsvara 5,4 milljörðum ís- lenskra kr. í Newport og nágrenni. ■ Búast má/4 Halldór Ásgrímsson í umræðum á Alþingi um mál Franklíns Steiners Upplýsingarnar komu að g-agni í tveimur málum HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis- ráðherra sagði við utandagskrárum- «Keðu á Alþingi í gær um samskipti dómsmálaráðuneytis og lögreglunn- ar vegna máls Franklíns Steiners, að þær upplýsingar sem hann hefði veitt gegn vilyrði um reynslulausn hefðu skipt mjög miklu máli varð- andi það, að tvö stór fíkniefnamál upplýstust. Hvöss umræða fór frarn um málið veittist Þorsteinn Pálsson dóms- málaráðherra harkalega að þing- mönnum Alþýðuflokksins, en þeir töldu ómaklega að sér vegið. Mót- mæltu þeir því að það að taka þetta mál til umræðu hefði orðið til þess að veikja lögregluna. Nefndin sammála Þorsteinn vitnaði einnig til bréfs frá Jónatani Þórmundssyni, fyrrver- andi formanni fullnustumatsnefndar, þar sem fram kæmi að nefndin hefði verið sammála um seinni afgreiðsl- una í máli Franklíns Steiners og teldi hana lögmæta, enda byggða á lagaákvæði um að veita mætti reynslulausn eftir helming refsivist- ar þegar sérstaklega stæði á. Lúðvík Bergvinsson, þingflokki jafnaðarmanna, hóf umræðuna. Sagði hann m.a. að það vekti eftir- tekt að skoðun á starfsemi, skipulagi og yfirstjórn lögreglunnar í Reykja- vík hefði ekki farið fram fyrr en gerð hefði verið um það krafa á Alþingi í mars í fyrra. Margrét Frímannsdóttir, formað- ur Alþýðubandalagsins, tók undir þá skýringu að löglega hefði verið óskað eftir hugsanlegri reynslulausn. Hún sagðist telja að menn mundu ekki hafa tekið aðra afstöðu til kaupa á upplýsingum en tekin hefði verið. Þá kvaðst Margrét telja að um- ræðan um störf fíkniefnadeildar lög- reglunnar hefði frá upphafi ekki snú- ist um annað en að ekki væri nógu vel búið að þessum málum almennt. ■ Formaður/10-12 Bræla á loðnu- slóðum BRÆLU gerði á miðunum úti fyrir Austurlandi í gær og fóru loðnuskip og bátar að tínast í var eða í höfn þegar leið á dag- inn. Engin veiði var í gær. Loðnuflotinn bíður því átekta og sagði Hjálmar Vil- hjálmsson, leiðangursstjóri á rannsóknarskipinu Árna Frið- rikssyni, í gærkvöldi að engar nýjar fréttir væru af loðnuleit. Sagði hann bjartsýna menn gera ráð fyrir að veður kyrrð- ist þegar liði á daginn og taldi skipstjóra þá myndu hugsa sér til hreyfings.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.