Morgunblaðið - 01.03.1998, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.03.1998, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 1. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Stórmarkaður með raftæki opnaður við Smáratorg Morgunblaðið/Arni Sæberg BIÐRAÐIR raynduðust við kassana í Elkó strax 15 mínútum eftir að verslunin var opnuð. 1 RUMFATALAGERNUM er mikið úrval vefnaðarvöru, fatnaðar og húsgagna. Biðraðir við Elkó BIÐRAÐIR mynduðust fyrir utan Eikó á Smáratorgi rétt fyrir kl. 10 í gærmorgun þegar nýr stór- markaður með raftæki var opn- aður. Það tafði ekki opnun Elkó né Rúmfatalagersins, að vatns- úðakerfið bilaði öðru sinni að- faranótt laugardagsins. Skemmd- ir urðu litlar í verslun Rúmfatala- gersins en öllu meiri á skrifstofu Elkó. Á föstudag varð talsvert Ijón í Rúmfatalagernum þegar vatnsúðakerfið bilaði kl. 11 um morguninn. Þór Jónsson, framkvæmda- stjóri Rúmfatalagersins, sagði að vatnsúðakerfíð hefði farið af stað um Qögurleytið aðfaranótt laug- ardags. Átta til tíu dýnur skemmdust en meiri skemmdir urðu á skrifstofu Elkó. Verslunin fór hægt af stað í Rúmfatalagernum miðað við at- ganginn í Elkó. Þór kvaðst þó Rafmagn fór á Siglufírði SKEMMDIR urðu á rafmagns- streng seint á fóstudagskvöld sem staðsettur er í Siglufjarð- arskarði. Unnið var að viðgerð- um á strengnum, sem er glæ- nýr, aðfaranótt laugardags og fram á dag. Að sögn Sverris Sveinssonar, veitustjóra Raf- magnsveitna ríkisins á Siglu- firði, kom ekki til rafmagnsleys- is á Siglufirði enda tóku vara- stöðvar þegar til starfa. Fáir í mið- bænum AFAR lítið var að gera hjá Lög- reglunni í Reykjavík aðfaranótt laugardags og að sögn varð- stjóra voru varla fleiri en 50 manns á ferli í miðbænum vegna kulda. Sex voru teknir grunaðir um ölvun við akstur. Munið eftir smáfuglunum FUGLAVERNDARFÉLAG íslands hvetur allan almenning til þess að gefa fuglum bæði stórum og smáum sem nú leita að húsum þeirra. Sérstaklega hvetur félagið Reykvíkinga að hugsa nú til Tjamarfuglanna, gæsa, álfta og anda. Breytingar á tæknibúnaði MORGUNBLAÐIÐ fór óvenjulega snemma í prentun í gær, laugardag, vegna breytinga á tæknibúnaði í prentsmiðju blaðsins. sáttur við móttökurnar fyrsta daginn og bjóst við að viðskiptin myndu glæðast eftir hádegi. Tekið var á móti viðskiptavin- um með ijúkandi kaffi og súkkulaði í Elkó og bömin höfðu sína aðstöðu þar sem hægt var að horfa á myndbönd. Straumurinn virtist helst liggja í sjónvarps- og tölvudeildina en um alla verslun- ina, sem er á yfir 2.000 fermetr- um, voru viðskiptavinir að skoða vörur og verð. Bíða með að kaupa inn Sólveig Björgvinsdóttir sagðist vera mætt kl. 10 á laugardags- morgni einvörðungu í þeim er- indagjörðum að kaupa ódýrt út- varp. „Ég keypti svipað tæki í INNFLUTNINGUR á fæðubótar- efninu Herbalife er nú hafinn á Is- landi og kom fyrsta sendingin til landsins í byrjun janúar. Arnar Pálsson, einn af innflytjendum, seg- ir að Herbalife sé eingöngu flutt inn frá Svíþjóð og að það sé samkvæmt leyfi frá Lyfjaeftirliti ríkisins. Herbalife er ekki selt í verslunum heldur sinna sjálfstæðir sölumenn dreifingu og þjónustu við viðskipta- vini. Ástæðan er sú að með því næst að veita betri þjónustu og fræða kaupendur um notkun efnisins og áhrif en venja er í venjulegri sölu í FLUGLEIÐIR eru um þessar mundir að ganga frá samningi við Grænlandsflug um þjálfun áhafna og samnýtingu á Boeing 757-200 þotu sem Grænlandsflug er að kaupa. Er þetta fyrsta þota fyrir- tækisins sem hefur nú fengið leyfi til flugs milli Kaupmannahafnar og Grænlands og hefst það í maí. Þrjár áhafnir, flugmenn og flug- freyjur, verða þjálfaðar hjá Flug- leiðum og eru námskeið þegar byrj- uð. Þá munu Flugleiðir sjá um skoð- anir og viðhald á þotunni og er þar um þriggja ára samning að ræða. Einnig hefur verið samið til eins árs Danmörku fyrir tíu eða tólf árum og það entist vel og nú ætla ég að fá mér annað eins. Verðið er al- veg ótrúlegt. Að maður skuli geta fengið ferðaútvarp með geislapil- ara á tæpar 7.000 krónur er með ólíkindum. Mér finnst það bara mjög sniðugt að þessi verslun skuli vera komin í rekstur," sagði Sólveig. Bryndís Guðjónsdóttir var komin í Elkó til að kanna verð á rafmagnsvörum. Hún var búin að fara í aðrar verslanir og var að gera verðsamanburð. „Eg hef ekki farið um alla búðina ennþá og á því eftir að skoða meira en mér virðist við fyrstu sýn að tæk- in séu mun ódýrari hérna. Ég er að hugsa um að kaupa bakaraofn, verslun, að sögn Arnars. Heilsuvörur Herbalife eru nú seldar í 37 löndum um allan heim og mun sala hefjast í 30 til 40 löndum til viðbótar á næstu árum á vegum Herbalife International Inc. Segir Arnar það fara eftir ákvörðun lyfja- eftirlits í hverju landi hvaða afbrigði framleiðslunnar leyft sé að selja og taki salan á hverjum stað nákvæmt mið af því, þótt megin stofninn sé hinn sami í öllum samsetningum. Guðrún Eyjólfsdóttir, forstöðu- maður Lyfjaeftirlits ríkisins, segir að þær tegundir af Herbalife sem um að Flugleiðir leigi þotuna nokkra daga í viku og hafa þegar fengist verkefni fyrir hana hjá sænska íyr- irtækinu Novair. Verður þar um sól- arlandaflug að ræða. Áhafnir Flug- leiða munu annast það flug. Að sögn Péturs Eiríkssonar, framkvæmdastjóra viðskiptaþróun- arsviðs Flugleiða, er verið að ganga frá samningum. Upphaflega leituðu talsmenn Grænlandsflugs til Flug- leiða eftir aðstoð við kaup á þotunni og síðan þjálfun áhafna, viðhald og nýtingu á þotunni. Pétur segir verk- efni sem þetta góða viðbót hjá Flug- leiðum. hellu og ísskáp. Ég hugsa að ég bíði með að gera innkaup í nokkra daga og sjái til hver við- brögð annarra á þessum markaði verða. Mér skildist það af fréttum Morgunblaðsins að það mætti eiga von á enn frekari verðlækk- unum. Ég fagna samkeppni á þessum markaði. Það er tími til kominn,“ sagði Bryndís. Karl Magnús Zóphaníasson var að skoða vöruúrvalið. Hann var að flytja í nýja fbúð og vant- aði öll heimiiistæki í hana, elda- vél, ísskáp, sjónvarp, mynd- bandstæki og fleira. Hann hafði undanfarna daga skoðað úrval og verð í öðrum verslunum en var ekki búinn að mynda sér skoðun á vöruverðinu í Elkó. „Mér heyrist að aðrir ætli að lækka sína vöru ennþá meira svo ég kaupi sjálfsagt ekkert í dag,“ sagði Karl Magnús. ekki innihaldi lyf séu í lagi og þeir aðilar sem flytji efnið löglega inn í landið hafi eingöngu boðið slík efni og þar sé um að ræða sænskt af- brigði. Hún segir Lyfjaeftirlitið hafa fjallað um Herbalife allt frá árinu 1987 og ýmsar tegundir þess verið í besta lagi en önnur langt því írá. Á síðasta ári hafi nokkuð verið um inn- flutning á Herbalife af ókunnum uppruna og á liðnu hausti hafi verið óskað eftir því að rannsóknarlög- reglan kannaði slík mál en hún kvaðst ekki vita hvort þeirri könnun væri lokið. Séra Bjarni Karlsson í Laugar- nessókn SÓKNARNEFND Laugarnes- sóknar valdi sér í fyrradag nýj- an sóknarprest og var séra Bjarni Karlsson, sóknarprest- ur í Vestmannaeyjum, kjörinn lögmætri kosningu. Umsækjendur auk Bjama voru Guðmunda Inga Gunnars- dóttir guðfræðingur, séra Mar- ía Ágústsdóttir, aðstoðarprest- ur í Háteigssókn, séra Yrsa Þórðardóttir, fræðslufulltrúi kirkjunnar á Austurlandi, og séra Þórey Guðmundsdóttir, sóknarprestur í Desjamýrar- prestakalli. Miðhálendið næsta mál á dagskrá ►Tíu frumvörp og þingsályktun- artillögur um miðhálendið á Al- þingi. /10 ETA gegn Þjódar- flokknum ►Basknesku hryðjuverkasamtök- in ETA hafa breytt baráttuaðferð- umsínum./12 Fór með Wallis til að líta á hattl ►Æsa Siguijónsdóttir vann við að skrá muni úr dánarbúi hertoga- hjónanna af Windor, og lýsir heim- ili þeirra og innbúi. /24 Velgengni og veiðarfæri ►í Viðskiptum/Atvinnulífi á sunnudegi er rætt við bræðuma Hólmstein og Pétur Bjömssyni í ísfelli. /26 B ► 1-20 Að koma sér áóvart ► Hlutlausir áhorfendur fá iðulega skrýtinn fiðring í magann er þeir fylgjast með köppum í ísklifri. /1&10-11 Starfsánægja arfgeng ►Það er tálsýn að láta bijóstvitið ráða í starfsmannavali, segir Ásta Bjamadóttir, vinnu- ogskipulags- sálfræðingur. /4 Það er í mér eitt- hvert flökkueðli ►Rúnar Georgsson tónlistarmað- ur hefur mörg undanfarin ár verið í fremstu röð íslenskra tónlistar- manna. /18 FERÐALÖG ► 1-4 Kaupmannahöfn ►Uppáhaldsgata Hólmfríðar Ein- arsdóttur er rétt fyrir ofan Strikið. /2 Ævintýrin gerast líka á Fróni ►Ferðaskrifstofan Addís sýndi öflugan Super Jeep, eða ofuijeppa, á ferðakaupstefnum í fimm borg- um. /4 BÍLAR____________ ► 1-4 Jaguar úr öskustónni ► Rekstur Jaguar verksmiðjanna í Englandi stendur nú aftur í blóma. /1 Reynsluakstur ►Ofurviðbragð í Volvo S40 með T4 vélinni. /4 Eatvinna/ RAÐ/SMÁ ► 1-20 Um 50 laus störf hjá vinnumiðlunum ►Árstíðabundið atvinnuleysi var óvenju lítið í janúar /1 FASTIR ÞÆTTIR Fréttir 1/2/4/8/bak Brids 42 Leiðari 28 Stjömuspá 42 Helgispjall 28 Skák 42 Reykjavíkurbréf 28 Fólk í fréttum 46 Viðhorf 30 Útv./sjónv. 42,54 Minningar 30 Dagbók/veður 55 Myndasögur 40 Mannlífsstr. 12b Bréf til blaðsins 40 Dægurtónl. 16b ídag 42 INNLENDAR FRÉTTIR: 2-4-8-BAK ERLENDAR FRÉTTIR: 1&6 Herbalife flutt inn með leyfi Lyfjaeftirlitsins Samstarf við Grænlandsflug Þjálfun áhafna og viðhald
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.