Morgunblaðið - 01.03.1998, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 01.03.1998, Blaðsíða 32
32 SUNNUDAGUR 1. MARZ 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ HALLDÓRA S. GUÐLA UGSDÓTTIR + Halldóra Sigríð- ur Guðlaugsdótt- ir fæddist í Odda í Vestmannaeyjum 18. júní 1920. Hún lést á Landspítalanum 21. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðlaugur Brynjólfsson útgerð- armaður, f. 23. júlí 1890, d. 30. desem- ber 1972, og Val- gerður Guðmunds- dóttir húsmóðir, f. 8. mars 1895, d. 29. september 1937. Þau bjuggu í Vestmannaeyjum. Hún var elst af sjö alsystkinum. Einnig átt hún tvö eldri hálf- systkini og einn uppeldisbróður. Eftirlifandi maður hennar er Sverrir Torfason, matsveinn, ætt- aður frá Bolungarvík, f. 20. októ- ber 1916. Þau eignuðust tvær dætur. Þær eru: 1) Valgerður, húsmóðir, f. 29. nóvember 1942, gift Jóni Vigfússyni, skipstjóra, f. 22. maí 1938, d. 14. júní 1995. Börn þeirra eru: Guðrún, fóstra, f. 5. aprfl 1971, og Sverrir, banka- starfsmaður, f. 19. maí 1977. Áð- ur eignaðist Valgerður Halldóru S. Sveinsdóttur, bankaritara, f. 10. apríl 1960, en hún ólst upp hjá Halldóru og Sverri. 2) Ása Sigríð- ur, húsmóðir, f. 2. ágúst 1946, gift Ásgrími Hilmissyni, bankaútibú- stjóra, f. 15. febrúar 1947. Böm þeirra em Hilmir, f. 31. júlí 1965, d. 16. desember 1970, Auð- ur, kennari, f. 1. febrúar 1969, sonur hennar er Hilmir, f. 1. desember 1996, og Andrea, nemi f. 10. janúar 1974. Á ung- lingsárum sínum í Vestmannaeyjum var Halldóra bamfóstra hjá Helga Benedikts- syni og Guðrúnu Stefánsdóttur. Einnig vann hún á saumastofu Helga Ben., en síðar vann hún í Neta- gerð Vestmannaeyja. Þegar hún kom til Reykjavíkur var hún vinnukona þar til hún gifti sig 19. september 1942. Eftir að hafa verið heimavinnandi í nokkur ár hóf hún störf á Hótel Garði og Hótel Skjaldbreið. Síðar fór hún að vinna hjá Pétri á Borginni í Ráðherrabústaðnum og veislum sem tilheyrðu Ráðherrrabústaðn- um. Þegar skemmtistaðurinn Röðull opnaði vann hún þar við þjónustustörf þar til staðnum var lokað. Eftir það fór hún að vinna á Þórskaffi auk þess sem hún vann við ræstingar í Mýrarhúsa- skóla. Útför Halldóru fer fram frá Seltjarnarneskirkju á morgun, mánudaginn 2. mars og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Elsku hjartans mamma mín, nú ert þú farin frá mér. Nú hefur þessi hræðilegi sjúkdómur tekið ykkur bæði frá mér, þig og Jón manninn minn, ykkur sem stóðuð mér næst. Hvemig fer ég að án ykkar, þið sem voruð minn klettur. Þú varst mín stoð og styrkur í lífinu, alltaf gat ég leitað til þín, við þig eina tal- aði ég um mín dýpstu mál. Þú varst mín trúnaðarvinkona. Þú áttir marga góða vini, ekki síst unga fólkið sem laðaðist að þér. Þú hjálpaðir mörgum sem áttu erfitt og um sárt að binda. Það eru margir sem sakna þín. Þú varst kjarnorkukona, vannst hörðum höndum allt þitt líf og oft varst þú þreytt en kvartaðir aldrei. Þú hugs- aðir vel um fólkið þitt og hjálpaðir okkur áfram i lífinu. Við í þessari litlu fjölskyldu höfum misst svo mikið. Nú er þjáningum þínum lokið, nú líður þér vel á himnum hjá Guði. Ég trúi því að Jón og Hilmir, dótt- ursonur þinn sem þú saknaðir svo mikið, hafi tekið vel á móti þér, elsku mamma mín. Ég sakna þín svo sárt. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Þín Valgerður. Elsku amma mín. Nú ertu farin frá mér yfir í aðra og betri heima Blómastofa Fríðfbuts SuðurlandsbrautlO 108 Reykjavík • Simi 553 1099 eftir löng og erfið veikindi sem þú gekkst í gegnum af krafti og dugn- aði. I desember 1928 varst þú að renna þér á sleða ásamt fleiri böm- um í Vestmannaeyjum og tókst þá svo illa til að sleði á allmikilli ferð lenti á kvið þínum. Páll Kolka læknir var sóttur og skar hann þig upp og fann að þriðjungur miltans hafði rifnað nær alveg af. Það var mikill tímaskortur en hann hitti á bestu aðferðina við að bjarga þér og fjarlægði miltað. Þetta var í fyrsta sinn sem slík aðgerð var framkvæmd hér á landi og varst þú í mikilli lífshættu. Nú á tímum hefði slíkur sjúklingur fengið blóð- gjöf í stórum stíl en á þeim árum voru engin tök á því svo hann varð að láta sér nægja að gefa þér salt- vatnsinndælingar en það bar ekki árangur svo hann símaði til Reykjavíkur og lét senda sér drúfusykur með skipi sem kom til Vestmannaeyja næsta morgun. Hann gaf þér drúfusykurinn í æð og telur að hann hafi bjargað lífi þínu. Eftir þetta kallaði hann þig „Halldóra mín“ og skrifaði hann ít- arlega grein um þessa aðgerð með- al annars í Læknablaðið 1929. Þú varst honum svo kær að hann skírði dóttur sína Halldóru. Þú varst ekki gefin fyrir að kvarta yfir veikindum þínum eða öðrum erfiðleikum í lífi þínu. Und- anfarin ár varst þú mikið veik en þú varst alltaf jákvæð og bjartsýn um að ná heilsu aftur og gafst aldrei upp. Síðustu vikumar varstu orðin svo þreytt og lasin og lást á Land- spítalanum í nokkrar vikur. Þú varst ekkert á því að gefa þig og vildir fara heim aftur þótt þú hefðir öa^ðskom v/ FossvogskiVkjwgapð Sími: 554 0500 IIINGAR- ÖG TÆKIFÆRISEORT SegCu hug þinn um leið og þú lætur gott af þér S 562 4400 lei0a' tUJklHUBTOnWN \3jfy KUUUUNNAft varla nokkra orku til þess. Eldsnemma á þriðjudagsmorgun- inn 17. febrúar klæddir þú þig í fót- in þfn því þú ætlaðir að fara heim, það sýnir vel kraftinn og dugnaðinn í þér. Það var ekki hægt annað en að leyfa þér að fara heim, því löng- unin var svo mikil og náðir þú að vera í sólarhring heima og er ég sátt við að þú skyldir ná þínu fram. Ég var svo lánsöm að fá að alast upp hjá þér og afa sem reyndust mér svo vel alla tíð. Þú varst mín besta trúnaðarvinkona og á ég erfitt með að hugsa til þess að geta ekki lengur leitað til þín eins og ég hef alltaf getað gert. Þú varst klett- urinn í mínu lífi, ég gat alltaf treyst á þig, þú brást mér aldrei. Undan- farna daga þegar ég var hjá þér á sjúkrahúsinu hef ég verið að rifja upp æskuárin og allar góðu sam- verustundirnar með þér, en það hjálpaði mér að ganga í gegnum síðustu sólarhringana með þér í veikindunum. Þú varst sterk og stórbrotin kona og hrókur alls fagnaðar. Þú hafðir gaman af að segja sögur og brandara og gerðir óspart grín að sjálfri þér, margar af sögum þínum koma til með að lifa áfram. Þú varst fljót til svars og sagðir skemmtilega frá og kryddað- ir sögumar hæfilega mikið svo allir höfðu gaman af. Æsku- og ung- lingsárin mín var afi á sjó og við mikið tvær saman og vorum við bundnar sterkum böndum. Þegar ég flutti að heiman var ég ómögu- leg ef ég heyrði ekki í þér að minnsta kosti einu sinni á dag og á ég sjálfsagt oft eftir að lyfta upp símtólinu til að hringja í þig og heyra í þér röddina, en í staðinn sendi ég þér hugsanir mínar og veit að þú ert hjá mér. Það var svo margt sem þú kenndir mér og mörg heilræðin sem þú gafst mér sem ég hef haft að leiðarljósi í mínu lífi. Þú varst mjög gestrisin og var alltaf séð til þess að enginn færi svangur frá þér. Þú hafðir svo gam- an af að sauma og voru allir þínir kjólar heimasaumaðir. Þú saumaðir margar flíkurnar bæði á sjálfa þig og okkur stelpurnar. I mörg ár fylgdu alltaf sængurfót og náttkjól- ar með í jólapakkanum. Síðastliðið sumar dreif ég þig með mér og Stefáni til Asu og fjölskyldu hennar á Akureyri því þú varst vön að heimsækja hana á hverju sumri eft- ir að hún flutti út á land. Þó þú værir mikið veik hertir þú þig upp í að fara norður og veit ég að þau eru þakklát fyrir þessa heimsókn þína. Við keyrðum norður og sagðir þú okkur sögur alla leiðina og sá afi til þess að við værum vel nestuð. Gist- um við hjá Asu og fjölskyldu henn- ar og áttum þar góðar stundir sam- an. Mig langar til að færa öllu starfs- fólki á deild Ue og llf á Landspít- alanum kærar þakkir fyrir þeirra umönnun og hlýju sem þau gáfu ömmu minni. Sérstakar þakkir langar mig til að færa Þórami Sveinssyni lækni sem annaðist ömmu í mörg ár og reyndist okkur báðum vel. Einnig langar mig til að þakka hjúkrunarþjónustunni Karit- as fyrir þeirra aðhlynningu og stuðning. Elsku amma mín, ég sakna þín svo mikið, ég hef kviðið þeirri stundu svo lengi að þú færir frá mér. Ég er búin að vera að undir- búa mig í langan tíma en alltaf kemur kallið manni á óvart. Ég þakka þér fyrir allar góðu samveru- stundirnar og allt sem þú gafst mér í lífinu. Ég bið Guð um að styrkja og varðveita afa í hans miklu sorg. Ég veit að nú líður þér vel. Megi Guð lyfta þér upp til ljóssins. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlauztu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. Fyrst sigur sá er fenginn, fyrst sorgar þraut er gengin, hvað getur grætt oss þá? Oss þykir þungt að skfija, en það er Guðs að vilja, og gott er allt, sem Guði’ er frá. Nú héðan hk skal hefja, ei hér má lengm- tefja ídauðans dimmum val. Ur inni harms og hryggða til helgra ljóssins byggða far vel í Guðs þíns gleðisal. (V. Briem) Megi algóður Guð styrkja okkur sem eftir lifum. Hvíl þú í friði, elsku amma mín. Þín Halldóra Sigríður. Mig langar í örfáum orðum að minnast minnar ágætu tengdamóð- ur, Halldóru S. Guðlaugsdóttur, sem ég átti samleið með í 35 ár. Allt frá okkar fyrstu kynnum bar ég mikla virðingu fyrir henni. Hún reyndist mér ákaflega vel og studdi mig og styrkti í gegnum árin. Að- eins 17 ára gömul missti hún móður sína, en Halldóra var elst sjö systk- ina. Lífsbarátta Dóru (eins og hún var kölluð) einkenndist af uppruna hennar. Hún var mikill dugnaðar- forkur og vann oftar en ekki tvö- falda vinnu. Markmið hennar var að sjá til þess að fjölskylda hennar liði ekki skort. Tvítug að aldri flutti hún til Reykjavíkur en flutti árið 1956 út á Seltjamarnes og bjó fjöl- skyldan þar eftir það. Starfsvett- vangur hennar var við framreiðslu- störf. Hún vann hjá Helgu á veit- ingahúsinu Röðli frá því að það var opnað og þar til staðnum var lokað fyrir fullt og allt. Einnig starfaði hún til fjölda ára á Þórskaffi. Hjá Pétri á Borginni starfaði Dóra í mörg ár á Gamla Garði og þegar veislur vora haldnar í Ráðherrabú- staðnum og víðar. Einn af mörgum kostum Dóru var hversu auðvelt hún átti með að segja sögur. Marg- ar stundir áttum við saman þar sem hún fór á kostum í frásagnargleði sinni. Hún hélt svo sannarlega at- hyglinni og mikið var hlegið og hent gaman að þegar hún lýsti mönnum og málefnum á sinn ein- stæða hátt. Eiginmaður Dóru er Sverrir Torfason matsveinn, ættaður frá Bolungarvík, og varð þeim tveggja dætra auðið. Arið 1960 tóku þau að sér dótturdóttur sína sem skírð var í höfuðið á ömmu sinni, Halldóra Sigríður, og ólst hún upp hjá þeim. Dóra Sigga, eins og hún er kölluð, reyndist ömmu sinni mikil stoð í veikindum hennar og dvaldi hjá henni öllum stundum undir lokin. Fyrir hönd fjölskyldunnar færi ég Dóru Siggu innilegustu þakkir fyrir þá mikiu umhyggju sem hún sýndi ömmu sinni á erfiðum tíma og allt þar til yfir lauk. Ég þakka tengdamóður minni samfylgdina. Ég bið hæsta höf- uðsmið himins og jarðar að styrkja Sverri, dætur þeirra og barnaböm á erfiðum tíma. Minningin um heil- steypta og heiðarlega konu mun ætíð verða mér efst í huga. Hvíli hún í friði. Ásgrímur Hilmisson. Mig langar til að minnast Hall- dóru S. Guðjaugsdóttur með fáein- um orðum. Ég kom inn í þína fjöl- skyldu fyrir tæpum tveimur árum er ég hóf sambúð með dótturdóttur þinni og nöfhu. Ég tók strax eftir því hvað þið voruð líkar á mörgum svið- um og hvað þú varst stór hluti af hennar lífi og máttuð þið vart hvor af annarri sjá. Oft var ég að reyna að hringja heim af sjónum og var þá oftar en ekki á tali svo mínútum skipti og loks þegar ég náði sam- bandi þá var svarið: „Ég varð að heyra í ömmu.“ Það er mikill missir hjá svona lítilli fjölskyldu að missa þig, klettinn sem allir gátu treyst á, og þú stóðst hnarreist fram til hins síðasta. Akveðið tóm er í huga mín- um þegar ég skrifa þessar línm-. Mér fannst ótrúlegt þegar mér var sagt að þú værir búin að vera með alvarlegan sjúkdóm í mörg ár. Mér fannst það varla geta verið því þú varst alltaf svo hress og skemmtileg. Ég gleymi ekki norðurferðinni síð- astliðið sumar þegar þú fórst með mér og Dóru Siggu og sagðir létt- kryddaðar sögur alla leiðina svo við veltumst um af hlátri. Ég hef kviðið þeim degi sem myndi aðskilja ykkur nöfnurnar um óákveðinn tíma. En þannig er nú lífið að það eina sem við vitum er að við deyjum öll ein- hvem tíma. Nú ert þú búin að yfir- gefa okkar jarðneska heim og ert á leiðinni á æðra tilverustig þar sem þú munt fá lækningu á þínum sjúk- dómi og verða fiísk á ný. Það er alltaf sárt að horfa á ástvin þjást og geta lítið gert honum til hjálpar ann- að en að veita styrk og biðja Guð og allt það góða um hjálp til þess að lækna eða líkna. Elsku Halldóra mín, með söknuði kveð ég þig og þakka ljúfar minn- ingar um góða og yndislega konu og bið Guð að fylgja þér til nýrra heima. Ég vil votta Sverri Torfasyni og fjölskyldu hans innilega samúð mína í þeirra miklu sorg. Lýs milda stjama leiðir jardar allar. Leys hverja deilu, er mennimir kjjást. Líknaðu þreyttum, þegar degi hallar. Við þröskuldinn hinsta skal sigurinn nást. (Ul&r Ragnarsson.) Stefán Ivar ívarsson. Elsku amma Sigga. Þá ertu bara farin fyrir fullt og allt. Okkur lang- ar að kveðja þig í síðasta sinn og þakka þér fyrir allar skemmtilegu samverustundimar sem við áttum. Þó við höfum ekki alltaf búið ná- lægt þér var samband okkar mikið og náið og alltaf varst þú sú fyrsta og síðasta sem við hittum þegar við komum í bæinn. Þegar við fluttum svo til Reykjavíkur á skólaárunum gátum við alltaf leitað til þín og þú varst okkar stoð og stytta. Þú hvattir okkur áfram í öllu sem við gerðum og misstir aldrei trúna á okkur. Það er því skrýtið að hugsa til þess að þú sért ekki lengur á meðal okkar og að við getum ekki lengur skroppið til þín „út á nes“ hvenær sem er. Alltaf tókstu jafn vel á móti okkur og þó að síðustu mánuðirnir hafi verið þér erfiðir gerðir þú allt sem þú gast til að láta okkur líða vel. Þér tókst það svo sannarlega og við eigum þér mikið að þakka. Við munum alltaf eiga minning- arnar um stundfrnar sem við áttum saman í eldhúsinu hjá þér þar sem þú sagðir sögur og brandara á þinn einstaka hátt. Elsku amma, við söknum þín svo mikið. Við munum aldrei gleyma þér og geymum minninguna um þig á sérstökum stað í hjörtum okkar. Guð geymi þig, elsku amma. Auður og Andrea. Yndisleg dóttir okkar, unnusta, systir, mágkona, frænka og dótturdóttir, GUNNHILDUR LÍNDAL ARNBJÖRNSDÓTTIR, lést af slysförum fimmtudaginn 26. febrúar. Sólveig Hafdfs Haraldsdóttir, Arnbjörn Óskarsson, Guðlaugur Eyjólfsson, Haraldur Líndal Arnbjörnsson, Þóra Brynjarsdóttir, Bryndís Lindal Arnbjörnsdóttir, Gunnar Pétur Róbertsson, Hafdís Hildur Gunnarsdóttir, Fjóla Eiríksdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.