Morgunblaðið - 01.03.1998, Side 14

Morgunblaðið - 01.03.1998, Side 14
14 SUNNUDAGUR 1. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR VALA Flosadóttir í atrennunni í undankeppninni á föstudag en þá fór hún léttilega yfir 4,10 metra. Morgunblaðið/RAX Ver Vala Evrópu- titilinn? VALA Flosadóttir, heimsmethafi í stangarstökki innanhúss, reynir að verja Evrópumeistaratitilinn á Evr- ópumótinu innanhúss í Valencia í dag, sunnudag. 12 stúlkur keppa til úrslita og er Vala þriðja í stökkröð- inni en keppnin hefst kl. 15.30 að ís- lenskum tíma. Vala tryggði sér rétt til að keppa í úrslitum þegar hún fór léttilega yfir 4,10 metra í und- ankeppninni á föstudag en keppi- nautar hennar í dag verða Zsuzsa Szabo, Ungverjalandi, Marie Rasmussen, Danmörku, Monika Gotz, Þýskalandi, Amanbine Homo, Frakklandi, Nicole Rieger, Þýska- landi, Aurore Pignot, Frakklandi, Daniela Bartova, Tékklandi, Eszper Szemerebi, Ungverjalandi, Franc- esca Dolcini, Ítalíu, Janine Whitlock, Bretlandi, og Anzhela Balakhonova, Ukraínu. KNATTSPYRNA Þátftftökuþjóðir lá fleiri miða á HM Skipuleggjendur Heimsmeist- arakeppninnar í Frakklandi sögðu í gær að þátttökuþjóðirnar fengju fleiri miða á leikina en til stóð. Víða braust út mikil ólga þegar kunngert var að erlendu samböndin fengju 20% miða en heimamenn 60%. Sala hefur geng- ið mjög vel og er nær uppselt en talsmaður Frakkanna sagði að af- gangsmiðar færu til erlendu sam- bandanna. Knattspyrnusambönd víða um heim hafa sagt að meiri hætta sé á ólátum fái fólk ekki miða á leiki og eins megi gera ráð fyrir auknu braski með miða og að falsaðir miðar verði í umferð. David Davies, talsmaður Knatt- spymusambands Englands, sagði að mikil óánægja væri með fjölda miða fyrir áhangendur enska landsliðsins. Hann sagði að óskað hefði verið eftir því skriflega að Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, skærist í málið en Eng- lendingar fengju færri miða en nokkrum hefði dottið í hug. Þeir mæta Colombíu í Lens á velli sem tekur 42.000 áhorfendur en fá að- eins 2.589 miða. 2.749 enskir stuðningsmenn fá að sjá leik Eng- lands og Rúmeníu í Toulouse og 3.790 leikinn við Túnis í Marseille. „Við erum furðu lostnir og ótta- slegnir,“ sagði Davies. Sir Brian Hayes, yfirmaður öryggismála hjá sambandinu sagði að þetta gæti orðið til þess að fleiri færu til Frakklands í þeirri von að verða sér úti um miða á einhvern hátt og það gæti skapað vandamál. Skotland gagnrýndi líka sinn hlut og nefndi í því sambandi að Skotar fengju 5.000 miða á fyrsta leik keppninnar sem verður milli Skotlands og heimsmeistara Bras- ilíu 10. júní. ÍSHOKKÍ íslendingar á Evrópumótið KEPPNI í D-riðli Evrópumeist- aramóts unglinga 18 ára og yngri í íshokkí verður í Lúxemborg 3. til 8. mars. ísland tekur þátt í mótinu í annað sinn og er í riðlinum með heimamönnum, Kazakstan, Hollandi, Spáni, ísrael, Búlgaríu og Belgíu. Vegna framkvæmda við Skauta- höllina í Reykjavík var ekki hægt að hefja æfingar í Reykjavík fyrr en 30. janúar og er undirbúningur liðsins því minni en til stóð. Lið ís- lands er skipað níu piltum frá Bim- inum, átta frá Skautafélagi Akur- eyrar og fjórum frá Skautafélagi Reykjavíkur. ÍSLENSKA unglingalandsliðið í ishokki. Fremri röð frá vinstri: Jón Gíslason, Stefán Hrafnsson, Hallur Árnason, Ingólfur Oisen, Jón Trausti Guðmundsson, Ármann Smárason, Björn Jakobsson, Eggert Hannesson, Ársæll Þór Ingvason og Daði Tryggvason. Aftari röð frá vinstri: Heiðar Ingi Ágústsson þjálfari, Sigurður E. Sveinbjarnarson, Guðjón Snæland, Davíð Hafstein, Gunnar H. Hrafnsson, Ingvar Þór Jónsson, Guðmundur Rúnarsson, Marteinn Sigurðsson, Jónas Breki Magnússon, Matthías Þór Hákonarson og Sveinn Björnsson þjáifari. Plaziat orðinn söngvari EVRÓPUMETHAPINN í sjö- þraut, Frakkinn Christian Pl- aziat hefur hætt keppni og vinnur þessa dagana fyrir sér sem rokksöngvari á nætur- klúbbi í heimalandi sínu. Hann lagði alla keppni í sjöþraut og tugþraut á hilluna undir lok síð- asta árs. Svíinn Henrik Dagard hefur átt í meiðslum undanfarin miss- eri og lítið getað keppt. M.a. hefur hann ekkert reynt fyrir sér í sjöþraut frá því Jón Arnar Magnússon slú Norðuriandamet hans í fyrra. Vonir stóðu til þess að Dagard myndi keppa á EM að þessu sinni en að sögn sænskra blaðamanna sem eru í Valencia hafa meiðsli enn sett strik í reikninginn hjá þessum afreksmanni. Hefur hann því sett stefnuna á tugþrautar- keppni Evrópumeistaramótsins utanliúss sem fram fer í Búda- pest í ágúst. Nool fjarri góðu gamni EISTLENDINGURINN Erki Nool, gullverðlaunahafi í sjö- þraut á siðasta Evrópumeist- aramóti, er fjarri góðu gamni að þessu sinni og ver því ekki titil sinn. Hann fór í uppskurð á hné sl. haust vegna meiðsla sein lengi höfðu plagað liann. í framhaldi ákvað hann að ná sér góðum og mæta sprækur t.il leiks í sumar. Hefur hann sett stefnuna á að keppa fyrsta sinni á alþjóðlega tugþrautarinótinu í Götzis f júníbyijun.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.