Morgunblaðið - 01.03.1998, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 01.03.1998, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 1. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ # Morgunblaðið/Kristinn PALL Gestsson sölustjóri, Pétur Björnsson sljórnarformaður og Hólmsteinn Björnsson framkvæmdastjóri á lagernum í ísfelli ehf. VELGENGNI OG VEIÐARFÆRI eftir Guðna Einorsson BRÆÐURNIR Pétur Bjömsson, stjómarformað- ur, og Hólmsteinn Björns- son, framkvæmdastjóri ís- fells ehf., reka keðju sjálfstæðra fyr- irtækja bæði innan lands og utan. Stærstu hlekkimir í keðjunni em ís- berg Ltd. í Englandi og ísfell ehf. á Islandi. Fyrirtækin snerta öll sjávar- útveg á einn eða annan hátt og ef til vill ekki að furða því sjómannsblóð rennur í æðum bræðranna. Þeir eru synir hjónanna Björns Stefáns Hólmsteinssonar útgerðarmanns á Raufarhöfn og Jónínu Óskar Péturs- dóttur frá Kirkjubæ í Vestmanna- eyjum. Ungir fóm bræðurnir að stunda sjó á sumrin og í skólafríum. Þeir sóttu á sömu mið til að afla sér menntunar og fóm báðir að vinna við sjávarútveg að skólagöngu lokinni. Eitt leiddi af öðru Isfell ehf. hóf starfsemi í mars 1992 og var félagið stofnað til þess að flytja inn og selja veiðarfæri. Hólmsteinn segir að fyrirtæki Pét- urs í Englandi, ísberg Ltd., hafí þá þegar haft töluverð umsvif í útvegun veiðarfæra til fiskiskipa sem sigldu með afla sinn til Englands. Pétur var því kominn í viðskipti við marga birgja á þessu sviði og eðlilegt fram- hald að selja þessi veiðarfæri einnig á íslandi. Það hvatti einnig til stofn- unar ísfells ehf. að í ársbyrjun 1992 bauðst þeim bræðmm að taka við umboðum og sinna vörumerkjum sem Asiaco hafí verið með og ís- lenskir sjómenn og útgerðarmenn þekktu af góðri reynslu. Páll Gests- son, fyrrum togaraskipstjóri og sölu- stjóri Asiaco, gekk til liðs við þá bræður sem hluthafí og kom til starfa hjá ísfelli ehf. Hann hefur verið sölustjóri fyrirtækisins frá upphafí. Þeir bræður segja Pál eiga ómetanlegan þátt í uppbyggingu Is- fells, hann þekki veiðarfærin og út- gerðina út í æsar og njóti mikillar virðingar á meðal viðskiptavinanna. I fyrstu seldi Isfell ehf. nær ein- göngu búnað til togveiða en vöraúr- valið breikkaði þegar þeir bræður keyptu veiðarfæradeild Landssam- bands íslenskra útvegsmanna í lok Morgunblaðið/Kristinn SÖLUMENNIRNIR Magnús Eyjólfsson og Jón Sigurðsson hjá ísfelli ehf. VIÐSHPTIAIVINNULÍF Á SUIMIMUDEGI ► HÓLMSTEINN Björnsson, framkvæmdasljóri ísfells ehf., er fæddur á Akureyri 1959 og uppalinn á Raufarhöfn. Hann lauk stúdentsprófí frá MA 1978, skipstjórnarprófí frá Stýri- mannaskólanum í Reykjavík 1980 og námi í útgerðartækni við Tækniskóla íslands 1982. Hólmsteinn stundaði sjó á físki- skipum og farskipum á skólaárunum. Hann var framkvæmda- stjóri Jökuls ehf. á Raufarhöfn 1984-91, var einn stofnenda ís- fells ehf. 1992 og framkvæmdastjóri frá upphafí. PÉTUR Björnsson, stjórnarformaður ísfells ehf., er fæddur á Raufarhöfn 1955 og uppalinn þar. Hann lauk stúdentsprófí frá MA 1975, skipstjórnarprófi frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1976 og prófi í útgerðartækni frá Tækniskóla Is- lands 1978. Með námi var Pétur til sjós á bátum, togurum og loðnuskipum. Hann starfaði hjá Hraðfrystistöð Reykjavíkur 1978-81, einkum við stjórn frystihúss. Árið 1981 flutti Pétur til Englands og vann hjá J. Marr í Fleetwood og Hull við inn- flutning á ísfíski frá íslandi. Hann stofnaði Isberg Ltd. í Hull árið 1986 ásamt Vic Morrow og hefur rekið það síðan. Pétur var einn stofnenda ísfells ehf. 1992 og stjórnarformaður frá upphafí. Hann flutti heim með fjölskyldu sína í fyrra. ársins 1993. Veiðarfæradeildin hafði verið með veiðarfæri bæði fyrir línu- og netabáta, auk þess sem hún seldi töluvert af striga til skreiðarvinnslu. Þessir vöruflokkar urðu því hrein viðbót við úrvalið hjá ísfelli ehf. Tveir starfsmenn veiðarfæradeildar- innar fengu vinnu hjá ísfelli og vinna þar enn. I nóvember síðastliðnum keypti Isfell veiðarfæralager Is- lenskra sjávarafurða þegar IS hætti veiðarfærasölu. Helstu viðskiptavinir ísfells hér á landi em netaverkstæði og togaraút- gerðir víðs vegar um landið. ísfell hefur ekki farið út í rekstur eigin netagerðar en er með víraverkstæði þar sem vírar em splæstir eða þrykktir eftir óskum viðskiptavina. Harðnandi samkeppni Sem kunnugt er hefur orðið mikil samþjöppun í útgerð og fyrirtækin orðið færri og stærri. Hólmsteinn og Pétm- segja að þessa verði vart í veiðarfærasölunni. „Það gildir það sama og í annarri verslun. Sam- keppnin harðnar, einingarnar stækka og álagningin minnkar," sagði Pétur. Viðskiptavild og tryggð viðskiptavina hefur öðlast aðra merkingu. „Það á enginn sína við- skiptavini,“ sagði Hólmsteinn. „Það verður æ minna um viðskipti sem byggjast á hefð og kunningsskap." Bræðurnir sögðu það færast í vöxt að veiðarfærakaup væra boðin út og það væru ekkert síður erlendir en innlendir aðilar sem skiluðu tilboð- um. Töluverð samkeppni er af hálfu enskra, hollenskra og þýskra fyrir- tækja, svo nokkuð sé nefnt. Þrátt fyrir sívaxandi beina sam- keppni erlendis frá er það fyrst og fremst samkeppnin á milli innlendi'a fyrirtækja sem ræður verðþróun- inni, að sögn bræðranna. Þar skiptir mestu máli innkaupsverð vömnnar, sem er mjög háð gengisþróun. „Það hefur enginn efni á að niðurgreiða vömna,“ sagði Pétur. Þeir hjá ísfelli kaupa mikið frá Bretlandi og sterk staða pundsins hefur verið óhagstæð innflutningi. Þessi gengisstaða kemur hins vegar útflutningsfyrirtækinu Isbergi til góða. Töluverðar sviptingar hafa verið í veiðarfærasölu. Bræðurnir nefna að fyrirtæki sem voru umsvifamikil á þessu sviði á áram áður, til dæmis Asiaco og Skagfjörð, em ekki lengur til. „Það hafa sprottið upp tveir til þrír nýir fyrir hvern einn sem hætt- ir,“ sagði Pétur. Verslunarmátinn er einnig að breytast. Bæði útboð og umboðssala færist í vöxt. Töluvert af umsvifum ísfells felst í umboðsvið- skiptum og eru vörurnar þá sendar beint frá birgjum erlendis til kaup- enda. Isberg Ltd. í Englandi heldur millilager fyrir einn birgja Isfells og afgreiða starfsmenn Isbergs pantan- ir til viðskiptavina Isfells hér heima og erlendis. Áhersla á gæði Hólmsteinn og Pétur segjast alltaf hafa lagt höfuðáherslu á að bjóða að- eins gæðavöru. Helstu birgjar í vír- um, lásum og keðjum eru í Englandi, einnig kaupa þeir vörur frá Portúgal, Danmörku, Frakklandi og lítilshátt- ar frá Suðaustur-Asíu, Japan, Tævan og vörur framleiddar í Kína. Þrátt fyrir óhagstætt gengi pundsins segjast bræðurnir ekki leita annað eftir vírum, lásum og keðjum. „Það eru margir sem telja þetta bestu kaupin, þótt þetta sé ekki ódýrasta varan,“ sagði Pétur. „Það er dýrt að þurfa að skipta um togvír eftir nokkra mánuði þegar hann getur enst allt að tveimur ár- um eins og dæmi eru um.“ Pétur segii- að lásarnir og keðjurnar séu búnar til í stálhéruðum Englands. Þar eru þessir hlutir þrykktir í kraftmiklum prcssum úr glóðheitu stáli. „Þessi framleiðsla er marg- prófuð og gegnumlýst, krókar, patentlásar og hver einasti keðju- hlekkur," sagði Pétur. „Ef eitthvað bilar þá fáum við það í hausinn - ef til vill eftir að einhver annar hefur fengið það í hausinn í bókstaflegri merkingu." Nýtt stórhýsi Isfell ehf. er þessa dagana að koma sér fyrir í nýbyggðu stórhýsi við Fiskislóð í Reykjavík. Húsið verður formlega tekið í notkun fóstu- daginn 13. mars næstkomandi. Auk Isfells eru þarna til húsa þrjú fyrir- tæki sem þeir Hólmsteinn og Pétur eiga aðild að, Marex, Álftafell og Sérforrit, auk skrifstofu ísbergs Ltd. á íslandi. í nýja húsinu er tvö þúsund fermetra gólfpláss, sem skiptist í skrifstofu- og lagerhús- næði. Bræðurnir segja að það sé mikill munur að vera ekki lengur háðir þrengslum og óhagræði sem fylgdi því að vera með starfsemina í leiguhúsnæði á mörgum stöðum eins og raunin var orðin hjá Isfelli ehf. Hjá fyrirtækinu starfa nú 12 manns við sölumennsku, afgreiðslu, skrif- stofuhald og á víraverkstæði. ísfell ehf. er einnig með útibú í St. John’s á Nýfundnalandi, Isfell Ltd., og em þar tveir starfsmenn sem sinna fyrirtækinu eftir þörfum. Þá hafa verið seld héðan veiðarfæri til Chile í Suður-Ameríku og vörur ver- ið seldar beint frá Englandi til við- skiptavina í Noregi, Færeyjum og Danmörku. Marex er í eigu þeirra bræðra og Sigurðar Haraldssonar fram- kvæmdastjóra. Marex fæst við um- boðssölu og útflutning á saltfiski og saltfískafurðum frá íslandi og Fær- eyjum, einkum til Miðjarðarhafs- landa. Fyrirtækið hefur selt um þrjú þúsund tonn af afurðum á ári og hjá því vinna fjórir starfsmenn. Álftafell er í eigu Isfells ehf. og Steinars Guðmundssonar fram- kvæmdastjóra. Fyrirtækið stundar kaup og sölu á notuðum fiskvinnslu- vélum og öðrum búnaði fyrir fiskiðn- að. Hjá Álftafelli vinna tveir starfs- menn. Sérforrit em í eigu bræðranna og Kjartans Jónassonai- framkvæmda- stjóra. Kjartan er eini starfsmaður Sérforrita og hefur útbúið hugbúnað fyrh’ sjávarútvegsfyrirtæki. Meðal forrita má nefna Eddu, kerfí sem heldur utan um aflabók, sjómanna- laun, almenn laun, fjái’hags- og sölu- kerfí. Viðskiptavinir Sérforrita hafa aðallega verið minni sjávarútvegs- fyrirtæki úti á landi. Sem vænta má notar ísfell Eddu-hugbúnað til að halda utan um rekstur fyrirtækisins, auk þess sem Sérforrit em að leggja lokahönd á útflutningskerfi fyrir Marex.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.