Morgunblaðið - 01.03.1998, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 01.03.1998, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. MARZ 1998 43 ISambíu í sunnanverðri Afríku er geíið út dagblaðið The Post. í dag er The Post ásamt öðr- um sjálfstæðum fjölmiðlum einn mikilvægasti upplýsingamiðill landans. Starfsmenn blaðsins vinna hörðum höndum að því að upplýsa fólk um hvað er að gerast í landinu og utan þess, á hlutlausan sem og gagnrýninN hátt. Það væri svo sem ekki frásögu færandi nema vegna þess að vinni þeir starf sitt af heilum hug þurfa þeir að þola endalausar árásir frá ríkisstjórn landsins. Bakgrunnur Núverandi forseti Sambíu, Frederick Chiluba, komst til valda ásamt stjórnmálaflokknum MMD (Movement for Multi Party Democracy) árið 1991 með loforð um breytta tíma meðal annars á sviði mannréttinda. Án efa hafa breytingar þar að lútandi orðið til betri vegar ef borið er saman við valdatíð fyrrum forseta Sambíu, Kenneth Kaunda og UNIP (United National Independence Party) stjórnmálaflokksins. Það þýðir samt ekki að ástandið sé gott, vegna þess að stjórn Chiluba á langt í land með að uppíylla alþjóðlegar mannrétt- indakröíur. Vinnuhópur III innan Islandsdeildar Amnesty Inter- national hefur í rúmlega ár gert réttindamál fréttamannanna á The Post að baráttumáli sínu. Það eru aðallega þrír starfsmenn The Post sem hafa orðið fyrir hvað mestum árásum af hálfu stjórnar- innar, Fred M’membe ritstjóri, Ma- sautso Phiri ritstjóri yfír sérstökum verkefnum The Post og Bright Mwape, fyrrum ritstjóri blaðsins. Fred M’membe er einn af sam- viskuföngum Amnesty Internatio- nal í íyrrnefndri herferð. Aðeins dropi í hafið Mikil spenna hefur magnast upp milli stjórnar Chiluba og The Post á undanfömum árum. I desember 1994 birti dagblaðið frétt þess efnis að Chiluba, forseti landsins, hefði átt í ástarsambandi við einkaritara sinn allt frá árinu 1983 og að þau ættu barn saman. I júní 1995 voru Fred M’membe og Masautso Phiri handteknir í kjölfar fréttarinnar. Þeir voru ákærðir eftir sólarhring fyrir að rógbera forsetann, en kær- an var byggð á refsilögum Sambíu nr. 69 sem kveða á um bann við því að móðga eða rógbera forsetann, en þessi löggjöf er frá nýlendutíma Breta. Þriggja ára fangelsisvist er við broti á þessum lögum. Málinu var frestað og enn í dag hefur ekki verið felldur dómur í því. Mánudaginn 5. febrúar árið 1996 birtu M’membe og Phiri grein í blað- inu um ætlun stjómvalda að gera stjómarskrárbreytingu rétt íyrir kosningar. En breytingin átti meðal annars að felast í því að einungis þeir sem áttu sambíska foreldra mættu bjóða sig fram til forseta. En íyrr- verandi forseti landsins, Kenneth Kaunda, var ekki í þeim hóp en hann hugðist bjóða sig fram. Mánudagseintakið seldist fljótt upp. Útgáfa blaðsins var bönnuð seinna um daginn samkvæmt til- skipun forsetans og M’membe og Phiri vom handteknir og gefið að sök að hafa brotið lög sem varða ör- yggi ríkisins og lög er varða eigu á bannaðri útgáfu. Akæra var einnig gefin út á hendur öllum þeim sem áttu mánudagsblaðið vitandi það að útgáfa þess væri bönnuð. En eins og gefur að skilja keypti enginn blaðið þess vit- andi, þar sem bann var sett við eigu þess eftir að það seldist upp! Stuttu seinna var kæran á kaup- endur blaðsins lögð niður. Tvímenningunum var sleppt gegn tryggingu og beðið var eftir því að réttað yrði í máli þeirra. Ef að M’membe og Phiri hefðu verið fundnir sekir hefðu þeir átt yfir höfði sér allt að 25 ára fangelsisvist. Nýlega var ákæran gegn þeim lögð niður og telja margir að það tengist þeirri umræðu að Alþjóðabankinn (The World Bank) ætli hugsanlega að veita Sambíu fjárhagsaðstoð. En í maí á þessu ári lét hæstaréttadóm- ari að nafni Chitengi hafa það eftir sér að það væri synd ef að heims- byggðin fengi þær fregnir að frétta- FRAMLAG M’membe til baráttunnar fyrir prentfrelsi og frelsi fjölmiðla var viðurkennt þegar honum voru afhent hin virtu Astor-verðlaun fjölmiðlasamtaka Samveldisins. Er ástæða til að finna að skertu tjáningar- og íjölmiðlafrelsi? í tilefni af því að fimmtíu ár eru liðin frá því að Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna var undirrituð, er á vegum sam- takanna herferð gegn mannréttindabrot- um í heiminum. Hrund Guimsteinsdóttir segir að í kjölfar þessa hafi hópur þrjú innan Islandsdeildar Amnesty International ákveðið að vekja athygli á eftirfarandi máli. Þrír starfs- menn The Post hafa orð- ið fyrir árásum menn í Sambíu væru fangelsaðir fyrir slíkt brot. Þetta útgáfubann varð að áhyggjuefni margra, meðal annars erlendra ríkiserindreka i Sambíu, sem töldu fjölmiðlafrelsi í Sambíu í hættu. Það skal tekið fram að úr stjórn- arskrárbreytingunni varð og Kaunda gat ekki boðið sig fram til forseta. . Þetta er aðeins brot af þeim árás- um sem fréttamenn The Post hafa orðið fyrir af hálfu stjórnvalda, fjöl- margir aðrir fréttamenn frjálsra fjölmiðla í Sambíu hafa mátt þola og þola enn álíka meðferð. Ástandið í dag Hinn 12. apríl 1997 var Masautso Phiri látinn laus úr fangelsi eftir þriggja mánaða afplánun, en að mati Amnesty International sat Phiri inni sem samviskufangi. Phiri var fundinn sekur fyrir að óvirða ---------- hæstarétt Sambíu. Mála- vextir eru þeir að Phh-i skrifaði grein sem inni- hélt upplýsingar sam- kvæmt áreiðanlegum heimildum þess efnis að sjö meðlimum hæstarétt- ar Sambíu hefðu verið boðnar sem samsvarar 10,8 milljónum Banda- ríkjadala fyrir að fella niður mál sem höfðað var á hendur Chiluba forseta. En þess var krafist að hann gengist við faðemi barnsins sem hann eignaðist með einkaritara sín- um (sjá framar í greininni). Am- nesty International telur að Phiri hafi verið neitað um réttinn til að tjá skoðanir sínar á friðsamlegan hátt, einnig að honum hafi verið neitað um rétt til sanngjarnra rétt- arhalda. Þegar þolandinn, í þessu tilfelli hæstiréttur, leiðir sakborning fyrir rétt sjálfur, geta það ekki talist sanngjörn réttarhöld, sjálf- stæð eða hlutlaus. Þetta varðar brot á grein 14 í Sáttmálanum um borg- araleg og pólitísk réttindi. Phiri var neitað um áfrýjun til æðri dómstóla, sem er grundvallarþáttur sann- gjarnra réttai-halda samkvæmt grein 14 í fyrrnefndum sáttmála. Réttur til áfiýjunar er líka tryggður í Afríkusáttmálanum, en Sambía hefur fullgilt báða sáttmálana. Hvað sem öðru líður ákváðu hæstaréttardómararnir sjö að Phiri skyldi sæta þriggja mánaða fangels- isvist fyrir að óvirða réttinn, sem var að þeirra mati vægur dómur, - til þess að gefa öðrum fréttamönn- um Sambíu fordæmi þess hvað yrði um þá ef þeir skrifuðu eitthvað nei- kvætt um valdhafa landsins! Phiri var sleppt úr fangelsi eftir tveggja mánaða afplánun fyrir góða hegðun. Hvað fjölmiðlafrelsi varðar al- mennt í landinu er í deiglunni hjá ríkisstjórn Sambíu að koma á lagg- irnar svokölluðu Fjölmiðlaráði Sambíu (Media Council of Zambia bill). Ríkisstjórnin hefur lengi hótað fjölmiðlum landsins því að hún ætli að ná stjórn yfir frjálsum fjölmiðl- um í landinu. Hinn 7. apríl 1997 gaf ríkisstjómin út drög að lagafrum- varpi að stofnun ráðsins. Meðlimir ráðsins voru skipaðir af upplýsinga- ráðherra Sambíu. Samkvæmt lagafrumvarpinu yrðu fjölmiðlafyrirtæki og frétta- menn, sem starfa sjálfstætt, að sækja um leyfi eða umboð hjá ritara ráðsins, sem mun svo halda skrá yf- ir „viðurkennda fréttamenn". Leyf- ið fæst ekki sjálfkrafa heldur skoð- ar ritari ráðsins hæfni umsækjenda, hvort þeir hafi háskólagráðu í fjöl- FRED M’membe situr í fangelsi fyrir að halda fram prentfrelsi. miðlafræði eða hliðstæða menntun eða starfsreynslu sem viðurkennd er af ráðinu. Fulltrúar frjálsra fjöl- miðla segja að þónokkrir starfandi fréttamenn hjá ríkis- og einkarekn- um fjölmiðlum muni missa vinnu sina, þar sem að þeir gætu ekki sýnt fram á háskólamenntun eða sam- svarandi þjálfun. Samkvæmt upplýsingum frá ZIMA (Zambia Independent Media Association), sem era óháð fjölmiðla- samtök í Sambíu, gæti Fjölmiðlaráð Sambíu refsað þeim fréttamönnum sem hegða sér á þann hátt sem ríkið telur óviðeigandi í atvinnugreinninni eða fyrir að taka þátt í verkefni sem er í ósamræmi við atvinnugreinina (hvemig sem að má skilgreina það!). Einnig eiga fréttamenn yfir höfði sér refsingar og/eða fangelsisvist fyrir að starfa án leyfis frá ráðinu, sækja ekki um leyfi eða fyrir að stunda vinnu sína á meðan að ráðið sker úr um ýmis ákæmmál sem höfðuð era á hendur fréttamönnum, en það ferli getm- tekið nokkrar vikur. En al- menningur hefur rétt á að leggja fram kæm á hend- ur fréttamönnum ef að _____________ viðkomandi finnst írétta- maðurinn hafa móðgað sig á einn eða annan hátt. Fjölmiðlaráðið mun einnig hafa eftirlit með erlendum fréttaflutningi. Starfsmenn allra fjöl- miðlafyrirtækja verða að hafa fengið umboð frá ráðinu og hafa sambíska ríkisborgara sem meðeigendur. Er- lendir fréttamenn verða líka að fá leyfi til fréttaflutnings. Fimm stærstu fjölmiðlasamtökin í Sambíu, ZIMA, the Comm- onwealth Press Union - Zambia Section, PAZA, ZAMWA og ZUJ hafa lýst yfir gífurlegri óánægju yf- ir hugsanlegri stofnun Fjölmiðla- Lagafrumvarp að Fjölmiðla- ráði Sambíu dregið til baka ráðs Sambíu. Samtökin gagnrýndu sérstaklega refsingarþátt löggjafar- innar er viðkemur fjölmiðla- og tjáningarfrelsi. Þau lýstu því yfir að tjáningarfrelsi væri ekki forréttindi sem að valdhafar réttu niður til þegnanna, heldur grundvallarrétt- indi allra. Þau hvöttu einnig til þess að ríkisstjórn Zambíu hætti öllum afskiptum að rekstri fjölmiðla. Fjöl- miðlasamtökin fimm segja að yfir- völd muni standa fast við að setja fjölmiðlaráðið á stofn, aðallega til að halda uppi faglegu siðferði, sem starfsmenn ríkisstjórnarinnar segja að lúti í lægra haldi meðal frétta- manna, sérstaklega hjá þeim sem starfa hjá frjálsum fjölmiðlum. Eitt af rökunum sem ríkisstjórn- in ber fyrir sig í þessu máli, eru þau að fréttamönnum hafi í 6 ár mistek- ist að koma á einhvers konar sam- tökum til að hafa stjóm á hegðun fréttamanna. Ríkisstjómin segist einfaldlega vera að „fylla upp í tómið“. Þeir segja einnig að fag- lærðar starfsstéttir, s.s. læknar, lögfræðingar, verkfræðingar og fleiri, hafi lagaleg samtök til að leita til og styðjast við þannig að fjöl- miðlar eigi ekki að hræðast svipað fyrirkomulag, haldi þeir því fram að þeir séu fagmenn líka. ZIMA hefur sett á stofn frjálst fjölmiðlaráð sem hefur það mark- mið að koma á fjölmiðlafrelsi og í leiðinni fylgja því eftir að meðlimir ZIMA viðhaldi faglegum vinnu- brögðum. Siðareglur International Federation of Journalism (IFJ), sem em alþjóðleg samtök fjölmiðla, voru teknar sem stöðluð viðmiðun sem íréttamenn Sambíu eiga að fylgja, samkvæmt upplýsingum frá fulltrúum ZIMA. Hið sjálfstæða fjölmiðlaráð mun viðhalda starfsemi sem vinnur að því að rannsaka og bregðast við kvörtunum sem geta borist frjálsum fjölmiðlum eða sem fjölmiðlar bera fram gagnvart ein- staklingum eða samtökum. Enn sem komið er hafa 8 manns sam- þykkt að vera í ráðinu, þar með tal- inn hæstaréttardómari, 2 prestar, lögfræðingur, 2 fréttamenn og 2 fjölmiðlaráðgjafar. Lokaorð Hinn 15. apríl tilkynnti upplýs- ingaráðherra Sambíu, David Mpamba, að hann ætlaði að draga lagafrumvarpið að Fjölmiðlaráði Sambíu til baka vegna mótmæla fréttamanna. Heimildarmenn innan ríkisstjórnarinnar segja að uppkast- ið verði tekið aftur upp í kringum áramótin, eftir að ráðgjafahópur frá Alþjóðabankanum (the World Bank) hittist á fundi til að ræða fjárhagsaðstoð til Sambíu, en sá fundur fór fram núna í júlí. Stjórn Sambíu hefur verið hvött til þess af Amnesty International að endurskoða þjóðarlög sín og reglur sem viðkoma ríkisleyndarm álum, uppreisnaráróðri, óhlýðni við lög- mæta úrskurði dómstóla, meiðyrð- um, eigu á leyniskjölum, spillingu og fundarhöldum án leyfis. Þetta er nauðsynlegt til að hægt sé að setja lögin í fullt samhengi við alþjóðleg- ar kröfur um mannréttindi. Lög sem viðkoma öryggi rfldsins eru óskýr og leyfa þannig víða túlkun á því hvað sé til dæmis spilling, trún- aðarskjal og hvað ekki. Stjórnvöld Sambíu hafa átt það til að nýta sér þetta í baráttu þeirra á móti aðal- gagnrýnendum á stjórn landsins, hinum frjálsu fjölmiðlum. Ég vona að íslenskt fjölmiðlafólk ---------- láti sig þetta varða og hvet ég eindregið til þess að þau taki þátt í þessari baráttu um bætt fjöl- miðla- og tjáningarfrelsi í Sambíu, en verið er að dreifa undirskriftalistum til íslenskra fjölmiðla, sem munu svo berast til yfii-valda Sambíu. Frétta- fólk, jafnt sem aðrir, á að hafa rétt til þess að tjá skoðanir sínar, færa öðr- um fréttir af þjóðmálum og utanrík- ismálum og upplýsa almenning um hvað sé að gerast í heiminum, án þess að eiga yfir höfði sér stanslaus- ar árásir af hálfu stjómvalda, fang- elsun, hótanir gegn aðstandendum og jafnvel pyndingar. Höfundur ritar greinina fyrir hönd vinnuhóps III, innan Islandsdeildar Amnesty Intemational.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.