Morgunblaðið - 01.03.1998, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 01.03.1998, Blaðsíða 20
20 SENNUDAGUR 1. MARZ1998 MORGUNBLAÐIÐ HÆTTUR AF VÖLDUM JARÐSKJALFTA - 3. GREIN Dropinn sem holar steininn Bárðarbunga DJUPT neðan úr möttli jarðar stígur upp möttulstrókur, sem mótar ísland og nágrenni þess. Þetta er uppstreymi efnis sem telja verður fast efni. Það er mikill hiti sem knýr uppstreymið, líkt og þeg- ar reykur stígur upp af eldi. Þannig var þetta alla vega skýrt í grein frá 1983 eftir Kristján Tryggvason o.fl. Þetta var byggt á mælingum á bylgjum frá jarð- skjálftum um allan heim, eins og þeir mældust á 30 stöðvum í gamla jarðskjálftamælanetinu. Bylgju- hraði undir miðju íslandi, niður á 400 km dýpi, reyndist minni en þegar fjær dró miðjunni. Þetta var túlkað þannig að þar sem bylgju- hraðinn var lægri undir miðju landinu, væri efnið heitara. Heitt efnið hlaut að rísa upp úr djúpinu eins og reykur. Mynd 1 sýnir útlín- ur stróksins í þverskurði eins og þeir kortlögðu hann út frá bylgju- hraða. Út frá áætluðum hitamis- mun lögðu þeir mat á hraða upp- streymis í stróknum sem, miðað við mismunandi forsendur, svarar til 2-14 rúmkílómetra af möttulefni á ári. Alla vega mátu þeir það svo, að það sem upp streymdi af mött- ulefni væri miklu meira en það sem árlega kemur upp í hraunum eða innskotum á Islandi, sem aðeins er 0,1 rúmkílómetri. Því var niður- staðan sú að það hlyti að vera al- mennt efnisuppstreymi til hliðar út frá möttulstróknum, sérstaklega til suðvesturs út eftir Reykja- nesskaga og Reykjaneshrygg og nokkuð af því til norðurs eftir norð- ur gosbeltinu, enda bentu jarð- skjálftamælingarnar til slíks. Þetta staðfestu hugmyndir ýmissa jarð- fræðinga um að hér á íslandi væri einn af nokkrum „heitum reitum í heimsins". Við getum hugsað okkur að þetta gerist með eftirfarandi hætti. Seigfljótandi efni stígur upp af meira en 400 km dypi, dýpra niður sjáum við ekki með ofannefndum jarðskjálftamælum. Þótt þetta efni renni eins og það sé fljótandi þegar til langs tíma er litið, mundi okkur finnast það grjóthart ef við fengjum tækifæri til að berja það með hamri. Þegar möttulefnið fer að nálgast 100 km Það er úr möttul- stróknum, segir Ragn- ar Stefánsson, sem við tökum eina helstu auð- lind okkar, jarð- varmann. dýpi á uppleið sinni fara að leysast úr því basaltkvikur sem mynda eins konar bólur í möttulefninu (mynd 2). Basaltkvikurnar stíga upp og mynda efni í gos og inn- skot þegar nær dregur yfirborði. Þetta hækkar miðbik landsins og þenur það út og það sígur til hlið- ar út af eigin þunga eins og fjós- haugur sem breiðir úr sér. Lík- lega er þó mest efnisrek til suð- vesturs út eftir Reykjaneshryggn- um þar sem jarðfræðingar sjá merki um íslands heita reitinn, eins og hann heitir, í allt að 700 km fjarlægð frá Reykjanesi. Ekki stíga alla basaltbólur upp um miðbik landsins. Þær myndast líka yfir útfalli möttulstróksins til suðvestvu-s og norðurs og verða eftir nálægt neðri mörkum jarð- skorpunnar, og skjótast upp í átt til yfirborðs, þegar tækifæri gefst. Þetta gerist lfklega í miklum mæli á gostímabilum, eins og var á Reykjanesskaganum frá 900-1400. Þetta gerist líklega líka þegar jarð- skorpan brotnar eins og í jarð- skjálftum, þótt hraunkvika berist ekki alla leið upp á yfirborð. Þrýst- ingur kvikunnar við botn hinna brotgjörnu skorpu, getur hleypt skjálftum af stað. Hún þrýstir brotaplönunum í sundur og smyr samskeyti, ef svo má að orði kom- ast, sem auðveldar að brotahreyf- ing jarðskjálfta geti hafist. Möttulstrókurinn og basaltkvik- urnar sem stíga upp af honum hafa gert ísland að landi, og skapað heita reitinn ísland, sem ásamt heita reitnum Hawaii er virkasti heiti reitur heimsins. Það er úr möttulstróknum sem við tökum eina helstu auðlind okkar, jarðvar- mann. Þar sem uppstreymi efnis í gliðnunarbeltum landsins er meira en sem svarar almennu gliðnunar- reki skorpunnar skapast hliðar- þrýstingur út frá innskotssprung- unum. Þetta m.a. auðveldar okkur að gera jarðgöng sem halda, sem sagt ef við erum nógu langt frá gliðnunarsprungunum. Því er möttulkvikan sannarlega ekki bara til ills. Og svo mótsagnakennt sem það kann að virðast eru jarðskjálft- ar ekki einu sinni bara til ills. Mik- ill hluti jarðvarmans okkar stígur upp um sprungur sem myndast hafa í jarðskjálftum. Það er m.a. út af þessu sem byggðin í landinu er svo nálægt jarðskjálftahættusvæð- um, sem raun ber vitni. HEIMILDIR. •Hér hefur mest verið byggt á heimildum sem getið var í fyrri greinum. Bakkaflói i 0*9 0+2 + -1,1 \ 0+6 0*6 + 1,7 M \ °'5 1+0 600 km ESEEH ÞVERSKURÐUR af möttulstrðknum frá Bárðarbungu og út á Reykjanesskaga eins og hann var kortlagður af Kristjáni Tryggvasyni o.fl. 1983, út frá hraða jarðshjálftabylgna. Tölurnar tákna frávik í pró- sentum frá meðalhraða á sama dýpi, þar sem míhustala táknar h'tinn hraða (L), en jákvæð tala táknar mikinn hraða (M). Mest er að marka stóru frávikin. Minni frávikin eru minni en skekkjan í matinu. Reykjanesskag Suðurlandsundirlendið Eystra gosbeltið BH33B SVONA mættí hugsa sér að möttulströkurinn stigi upp undir eystra gosbeltinu, hnigi til hliðar í átt að Reykjanesskaganum. Gulu kúlurnar eru basaltkvikur sem byrja að leysast úr möttulstróknum á 100-150 km dýpi og stíga upp í átt að yfirborði, þar sem þær mynda sums staðar kvikuhólf, undir eldfjöllum, en annars stað- ar, þar sem gliðnunin er minni, myndast eingöngu kvikuinnskot, sem ná ekki upp á yfirborð. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Reykjavíkur Þriðjudaginn 24. febrúar var spilaður eins kvölds tölvureiknaður Mitchell-tvímenningur með for- gefnum spilum. 18 pör spiluðu 9 umferðir með 3 spilum á milli para. Meðalskor var 216 og efstu pör voru: NS Vflhjálmur Sigurðsson jr. - Garðar Jónsson 266 Ragnheiður Nielsen - Gunnlaug Einarsdóttir 255 AgnarKristinsson-fJecflHaraldsson 237 Friðrik Egilsson - Þorsteinn Joensen 219 AV AronPorfinnsson-SnorriKarlsson 278 Sigrún Jónsdóttir - Ingólfur Ldlliendah] 246 Þorsteinn Karlsson - Pórður Sigfússon 239 Hrafnhjldur Skúladóttir - SofEa Daníelsdóttír 237 Aðeins 4 tóku þátt í Verðlauna- pottinum og rann hann (2.000 kr.) til Arons og Snorra. Á þriðjudagskvöldum BR eru spilaðir eins kvölds tvímenningar með forgefnum spilum. Pör geta tekið þátt í verðlaunapotti og rennur hann til efsta parsins eða tveggja efstu paranna sem tóku þátt í pottinum. Spilarar sem eru 20 ára og yngri spila frítt á þriðjudags- og föstudagskvöld- um. Fimmta kvöldið af 6 í aðal- sveitakeppni félagsins var spilað miðvikudaginn 25. febrúar. 4 efstu sveitirnar að loknum 4 kvöldum spila í úrsh'tum á meðan hinar halda stigunum og spila áfran> haldandi Monrad-sveitakeppni. í úrslitunum voru spilaðir útsláttar- leikir og annarsvegar áttust við sveitir Granda og Strengs og hins- vegar sveitir Málningar og Still- ingar. Leikur Granda og Strengs var lítt spennandi og Strengur vann öruggan sigur með 131 imp- um á móti 7. Leikur Málningar og Stillingar var æsispennandi allan tímann. í hálfleik, að loknum 16 spilum, var staðan 27 gegn 26 imp- um fyrir Málningu. Síðari hálfleik- urinn var í nálum og þegar yfir lauk hafði sveit Málningar betur með 59 impum gegn 57. Næsta miðvikudag spila sveitir Málning- ar og Strengs til úrslita á meðan sveitir Stillingar og Granda spila um 3. sætið. Fyrir Málningu spila: Baldvin Valdimarsson, Hjálmtýr Baldursson, Eiríkur Hjaltason, Hjalti Elíasson og Einar Jónsson. Fyrir Streng spila: Hrannar Erl- ingsson, Júlíus Sigurjónsson, Steinar Jónsson, Jónas P. Erlings- son og Rúnar Magnússon. í áframhaldandi Monrad-sveita- keppninni hefur sveit Marvins náð góðri forystu, en staða efstu sveita er: Marvin 270 HaDdór Már Sverrisson 247 EUR0CARD 244 Roche 239 ÖmArnþórsson 238 Landsbréf 226 Næsta miðvikudag klárast Að- alsveitakeppni félagsins og síðan tekur við Aðaltvímenningur fé- lagsins. Hann stendur yfir í 7 kvöld. Etir 2 kvöld verður pörun- um skipt í tvennt, 24 efstu pörin í efri hóp og restin í neðri hópð. Eftir 2 kvöld í viðbót færast 6 neðstu pörin úr efri hópnum niður í neðri hópinn og 6 efstu pðrin úr neðri hópnum færast upp í efri hópinn. Tekið er við skráningu hjá BSÍ s. 587-9360. Bridsfélag Breiðfirðinga og Bridsfélag Breiðholts Fimmtudaginn 19. febrúar var spilaður eins kvölds Howell-tví- menningur með þátttoku 14 para. Meðalskor var 156 og efstu pör voru: ElínBjarnadóttír-JóhannesBjarnason 183 Ragnheiður Nielsen: Halldóra Magnúsdóttir 177 ÞorsteinnJoensen-ísakÖrnSigurðsson 168 ÓliB.Gunnarsson-UnnarA.Guðmundsson 166 RóbertGeirsson-ÞorsteinnKarlsson 161 Systkinin Elín og Jóhannes unnu sér inn sína flöskuna hvor af góðu spænsku rauðvíni með sigri sínum. Eins kvölds tvímenningur hjá BFB og BB Fimmtudaginn 26. febrúar var fyrsta kvöldið í La Primavera- keppni félaganna. Spilaðir verða 4 eins kvölds tvímenningar og fær bronsstiga hæsti spilarinn góða máltíð fyrir 2 á veitingahúsinu La Primavera. Fimmtudaginn 26. febrúar var spilaður eins kvölds tölvureiknað- ur Howell-tvímenningur með þátt- töku 16 para. Meðalskor var 210 og efstu pör voru: Sigurður B. Þorsteinsson - Gylfi Baldursson 276 Gísli Sigurkarlsson - Halldór Armannsson 236 SveinnR.Eiríksson-RúnarEinarsson 231 Vflhjálmur Sig. jr. - Daníel Már Sigurðsson 227 Hanna Friðriksd. - Kristjana Steingrímsdóttir 222 Sigurður og Gylfi unnu sér inn sína flöskuna hvor af góðu rauð- víni, auk þess hafa þeir tekið for- ystu í La Primavera-keppninni. Staðan í henni er: Sigurður - Gylfi bronsstig 32 Gísli-Halldór 22 Sveinn - Rúnar 15 Vilhjálmur-Dam'el 10 fsak Örn Sigurðsson er keppn- isstjóri og hjálpar hann stökum spilurum að finna makker. Spilað er í húsnæði Bridssambandsins að Þönglabakka 1, 3. hæð og byrjar spilamennska kl. 19:30. Bridsdeild Félags eldri borgara Kópavogi Spilaður var Mitchell-tvímenning- ur fostud. 20. febrúar. 32 pör mættu og urðu úrslit þessi: N/S Eysteinn Einarsson - Lárus Hermannsson 418 Kári Sigurjónsson - Páll Hannesson 394 Ingibjörg Stefánsdóttir - Þorsteinn Davíðsson 373 Ólafur Ingvarsson - Jón Stefánsson 360 A/V Ragnar Halldórsson - Jón Pálmason 407 SæmundurBjörnsson-MagnúsHalldórsson 391 Rafn Kristjánsson - Ohver Kristófersson 359 ErnstBackman-JónAndrésson 355 Meðalskor 312 Spilaður var Mitchell-tvímenning- ur þriðjudaginn 24. febrúar. 30 pör mættu og urðu úrslit þessi: N/S Halla Ólafsd. - Bergsveinn Breiðfjörð 367 ÞórarinnÁrnason-ÞorleifurÞórarinsson 353 Sveinn K. Sveinsson - Guðmundur Samúelsson 337 EysteinnEinarsson-LárusHermannsson 334 A/V Jón Stefánsson - Magnús Oddsson 420 Dóra Friðleifsd. - Guðjón Ottósson 402 Sigríður Pálsd. - Eyvindur Valdimarsson 399 Ólafur Ingvarsson - Björn Kjartansson 352 Meðalskor 312
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.