Morgunblaðið - 01.03.1998, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 01.03.1998, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ KIRKJUSTARF SUNNUDAGUR 1. MARZ 1998 21 _______FRÉTTIR_____ Bændur sam- þykktu samninga Safnaðarstarf Kvöldsam- vera í Grensás- kirkju í KVÖLD kl. 20.30 verður í Grensáskirkju helgistund með einfóldu formi, líflegri tónlist, boð- un orðsins og bænagjörð. Þess er vænst að stund með slíku sniði höfði jafnt til þeirra sem leggja leið sína sjaldan í kirkju og hinna sem sækja guðsþjónustur reglu- lega. Stúlkur úr Telpnakór Reykjavíkur munu syngja létta trúarlega söngva undir stjóm Margrétar Pálmadóttur en marg- ar stúlknanna sungu einmitt árum saman í barna- og unglingakórum Grensáskirkju. Undirleikari er Ástríður Haraldsdóttir. Tilefni þessarar nýbreytni er Æskulýðsdagur Þjóðkirkjunnar sem er ávallt fyrsta sunnudag í mars. Sá dagur á að minna okkur öll á mikilvægi þess að unglingar finni innan kirkjunnar samfélag sem höfðar til þeirra. A umbrota- skeiði unglingsáranna þurfa þeir traustan lífsgrundvöll að byggja á og stuðning til að standast marg- víslegar freistingar og varast þær hættur sem mæta hverju ung- menni í samtímanum. Kvöldsamveran í Grensáskirkju er ætluð unglingum, fjölskyldum þeirra og öðrum sem láta sér annt um að uppvaxandi kynslóð hafi trú kirkjunnar með sér sem veganesti út í lífið. Sr. Ólafur Jóhannsson. Poppguðs- þjónusta í DAG á Æskulýðsdegi þjóðkirkj- unnar verður poppguðsþjónusta á efri hæð Grafarvogskirkju kl. 20.30. Unglingar og æskulýðsleið- togar munu aðstoða við guðsþjón- ustuna, meðal annars með lestri ritningarlestra og bæna og einnig munu nokkrir þeirra flytja leikrit. Unglingakór kirlyunnar mun leiða sönginn, en stjórnandi kórsins er Áslaug Bergsteinsdóttir. Hljóm- sveit skipuð valinkunnum tónlist- armönnum undir stjóm Harðar Bragasonar mun sjá um tónlistar- flutninginn. Æskulýðsleiðtogarnir og guðfræðinemamir Helga Stur- laugsdóttir og Bolli Pétur Bolla- son munu flytja hugleiðingu. AUir velkomnir. Sr. Sigurður Arnarson. Kristniboðsvika í Reykjavík HIN árlega kristniboðsvika í Reykjavík hefst í dag kl. 17 með samkomu í húsi KFUM & K, Holtavegi 28. Verða samkomur öll kvöld vikunnar (nema mánudag) kl. 20.30 og lokasamkoman sunnu- daginn 8. mars kl. 17. Sam- komurnar þriðjudag og miðviku- dag verða í Kristniboðssalnum, Háaleitisbraut 58. Á samkomunum verður flutt ýmislegt lo-istniboðsefni, einnig verður söngur og hugvekjur. Mar- grét Hróbjartsdóttir, hjúkrunar- kona, sem dvalist hefur árum sam- an í Afríku, segir frá starfi sínu á fyrstu samkomunni. Þá syngja skólastúlkurnar Anna Elísa og Anna Lilja en Laufey Gísladóttir flytur hugleiðingu. Um þessar mundir eru níu kristniboðar á vegum Kristniboðs- sambandsins í Eþíópíu og Kenýu og dveljast þeir bæði þar sem kirkjulegt starf hefur verið unnið um alllangt skeið og á stöðum þar sem verið er að nema nýtt land á vegum lúthersku kirknanna þar syðra. Kirkjusókn er víða afar mikil en skortur er á kristniboðum og öðru starfsfólki til að sinna hin- um margvíslegu verkefnum. Fjórir starfsmenn sinna kynn- ingarstarfi hér heima. I kristni- boðsvikunni verður fólki gefinn kostur á að styrkja kristniboðs- starfið með gjöfum sínum. Allir eru velkomnir. Kristniboðssambandið. Áskirkja. Æskulýðsfélag mánu- dagskvöld kl. 20. Bústaðakirkja. Æskulýðsstarf mánudagskvöld kl. 20.30. Digraneskirkja. Kirkjustarf aldr- aðra. Þriðjudaginn 3. mars opið hús frá kl. 11. Leikfimi, matur, helgistund. Stefán Sigurkarlsson lyfsali kemur í heimsókn og hefur bókmenntakynningu á eigin verk- um. Dómkirkjan. Kl. 11 barnasam- koma í safnaðarheimilinu, Lækj- argötu 14a. Friðrikskapella. Kyrrðarstund í hádegi á morgun, mánudag. Létt- ur málsverður í gamla félagsheim- ilinu að stundinni lokinni. Grensáskirkja. Mæðramorgunn mánudag kl. 10-12. Allar mæður velkomnar með lítil börn sín. Æskulýðsfélagið mánudagskvöld kl. 20. Hallgrímskirkja. Orgelleikur og lestur Passíusálma mánudag kl. 12. Æskulýðsfélagið Örk mánu- dagskvöld kl. 20. Langholtskirkja. Kvenfélag Langholtskirkju: 45 ára afmælis- fundur verður þriðjudaginn 3. mars kl. 20 í safnaðarheimilinu. Kirkjunefnd kvenna Dómkirkj- unnar boðið á fundinn. Veisluhlað- borð, helgistund. Félagar takið með sér gesti. Neskirkja. Starf fyrir 10-12 ára börn mánudag kl. 16. For- eldramorgunn miðvikudag kl. 10- 12. Fræðsla: Svefn - svefnvenjur barna. Árbæjarkirkja. Starf fyrir 7-9 ára krakka kl. 13-14 í safnaðarheimili Árbæjarkirkju. Æskulýðsfundur yngri deildar kl. 19.30-21.30 í kvöld. Sunnudagaskólinn fer í heimsókn í Hjallakirkju á sunnu- dag. Rútuferð frá kirkjunni kl. 13. Viljum við hvetja foreldra til að koma með börnunum sínum á þessum degi æskunnar. Starf fyrir 10-12 ára krakka mánudag kl. 17- 18. Allir velkomnir. Félagsstarf aldraðra á mánudögum kl. 13-15.30. Fótsnyrting á mánudög- um. Pantanir í s: 557 4521. Fella- og Hólakirkja. Bænastund og fyiúrbænir mánudaga kl. 18. Tekið á móti bænaefnum í kirkj- unni. Æskulýðsfélag unglinga á mánudögum kl. 20.30. For- eldramorgunn í safnaðarheimilinu þriðjudag kl. 10-12. Grafarvogskirkja. Bænahópur kl. 20. Tekið er við bænarefnum í kirkjunni alla daga frá kl. 9 til 17. Kyrrðarstund mánudag kl. 12. Altarisganga, fyrirbænir. Léttur hádegisverður. Sorgarhópur á mánudögum kl. 20 í umsjón prest- anna. Hjallakirkja. Æskulýðsfélag Hjallakirkju kl. 20.30 fyrir ung- linga 13-15 ára. Prédikunarklúbb- ur presta í Reykjavíkurprófasts- dæmi eystra er á þriðjudögum kl. 9.15- 10.30. Umsjón dr. Sigurjón Ami Eyjólfsson héraðsprestur. Kópavogskirkja. Samvera Æsku- lýðsfélagsins kl. 20 í safnaðar- heimilinu Borgum. Seþ'akirkja. Fundur KFUK mánudag. Fyrir 6-9 ára stelpur kl. 17.15- 18.15 og fyrir 10-12 ára kl. 18.30-19.30. Mömmumorgnar á þriðjudögum kl. 10-12. Reykjavíkurprófastsdæmin. Há- degisverðarfundur presta verður í Bústaðakirkju mánudaginn 2. mars kl. 12. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús kl. 20-22 æskulýðsfél. 13-15 ára. Landakirlqa, Vestm. Utgáfutón- leikar í safnaðarheimilinu í kvöld kl. 20.30. Bamakór Landakirkju Litlir lærisveinar kynnir nýjan geisladisk ásamt hljómsveit. Stjómandi kórsins er Helga Jóns- dóttir. Enginn aðgangseyrir en diskurinn verður til sölu í safnað- arheimili. Pönnukökur og kleinur til sölu á eftir. Ágóði rennur til KFUM & K Landakirkju. Á morgun, mánudag, verður bæna- samvera og biblíulestur i KFUM & K húsinu kl. 20.30. VEGNA mistaka í vinnslu er eftir- farandi fréttatilkynning birt aftur: Atkvæðagreiðslu bænda um samning Bændasamtaka íslands og ríkisstjórnar Islands um starfs- skilyrði mjólkurframleiðslu fram á árið 2005 er nú lokið. Atkvæðagreiðslan fór fram með póstsendingum og vora 1.896 mjólkurframleiðendur á kjörskrá. Atkvæði greiddu 1.067 eða 56,3%. Samningurinn var samþykktur með 948 atkvæðum (88,8%). Á móti vora 96 (9,0%) og auðir og ógildir seðlar vora 23 (2,2%). Þetta er í fyrsta skipti sem almenn atkvæða- greiðsla fer fram um búvörasamn- ing en samningurinn var undirrit- aður 17. desember sl. með fyrir- vara um samþykki í almennri at- kvæðagreiðslu mjólkurframleið- enda og wnauðsynlegar lagaheim- ildir Alþingis. Samhliða atkvæðagreiðslunni um búvörusamninginn greiddu kúabændur atkvæði um samstarfs- samning Bændasamtaka Islands og Landssambands kúabænda. Markmiðið með þeim samningi er að koma greinargóðri skipan á samskipti þessara tvennra sam- taka þannig að verkaskipting þeirra á milli sé sem skýrast og saman fari ábjrrgð og forræði á þeim málaflokkum sem undir hvorn aðila heyra. Þar sem samn- ingurinn kveður á um atriði er varða framkvæmd búvöralaga þurfti skv. samþykktum Bænda- samtaka Islands að samþykkja hann með 2/3 hlutum greiddra at- kvæða bænda í búgreininni. Á kjörskrá voru 2.249 framleið- endur mjólkur og nautakjöts. At- kvæði greiddu 1.121 eða 49,8%. Samningurinn var samþykktur með 814 atkvæðum (72,6%). Á móti vora 235 (21,0%) og auðir og ógild- ir seðlar vora 72 (6,4%). Blað allra landsmanna! fHorgtmblafófc - kjarni málsins! Þokkabót kynnir: tif LONDON Feróist í fínu Næstu 100 sem gerast „MEÐLIMIR“ í Þokkabót fá frítt flugfar til LONDON í sumar Aóeins 3.000/ ó rnánuöi 3 '' _ a tímanum 09 "±5 eitt « Bindttím. aöe,ns * Þú greiðir aóeins flugvallarskattinn við útgáfu flugmiðans. Flogið á timabiiinu 26. júní & SV llíóan ©iagsskapur Mínar bestu þakkir fá allir þeir, skyldir og óskyldir, er heiðruðu mig með nærveru sinni, vináttu, skeytum og gjöfum í tilefni 90 ára af- mœlis míns þann 12. febrúar sl. Guð blessi ykkur öll! María Friðbergsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.