Morgunblaðið - 01.03.1998, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 01.03.1998, Blaðsíða 30
30 SUNNUDAGUR 1. MARZ 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ Sylvia rís úr öskunni „Ég rísa mun úr öskunni/ rauð á hár“, orti bandaríska skáldkonan Syl- via Plath, en hjónaband hennar og lárviðarskáldsins enska Ted Hughes er yrkisefni nýrrar Ijóðabókar eftir hann sem hlaðin hefur verið lofi og selst bet- ur en flestar aðrar Ijóðabækur. Nýútkomin ljóðabók er meðal þeirra bóka sem vakið hafa hvað mesta athygli á Englandi að undanfórnu, meira verið skrifað um hana en flestar ef ekki allar enskar ljóðabækur í seinni tíð. Þegar seinast fréttist hafði hún selst í að minnsta kosti 65.000 eintökum. Bókin er eftir lárviðarskáldið Ted Hughes og nefnist Birthday Letters (útg. Faber, verð 14.99 pund). Yrkisefnið er hjónaband Eftir Jóhann unnar Sylviu Hjálmarsson Plath sem framdi sjálfs- morð 1963 með því að krjúpa fyrir framan ofn og skrúfa frá gasinu, sumir segja með það í huga að henni yrði komið til hjálpar. Hjónaband þeirra endaði með skilnaði eftir sjö ár og hafði gengið á ýmsu. Yfirleitt hefur Hughes verið í hlutverki þess seka, hann á að hafa sýnt konu sinni lítinn skilning og haldið fram hjá henni. Það hefur aftur á móti ekki farið leynt að Sylvia Plath gerði sjálfsmorðstilraun og átti við geðræn vandamál að stríða löngu áður en hún kynnt- ist Ted Hughes. Æðisköst henn- ar í hjónabandinu voru meiri og ofsafengnari en búast má við af afbrýðisamri eiginkonu. Ljóð hennar spegla órólegan hug og bréf hennar margvíslegan vanda. Margar bækur hafa verið gefnar út um Sylviu Plath og vegur hennar farið vaxandi sem skálds. Hún er talin meðal helstu samtímaskálda og er sögð hafa brotið blað í Ijóðum sínum með opinskáum og djarflegum hætti. Bókmenntafræðingar úr hópi kvenna eru meðal þeirra sem gert hafa harðasta hríð að Ted Hughes, en hann hefur að mestu kosið þögnina þegar hjónaband þeirra Sylviu hefur borið á góma. Hann sá sig að vísu til- neyddan til að hrekja helstu „firrur" femínistanna, t. d. með íöngu lesendabréfi í TLS, 1992, en þá voru kynhneigðir skáld- konunnar til umræðu. Nú er þögnin eftirminnilega rofin með Birthday Letters, bók upp á 197 síður. Ljóðin eru frá 25 ára tímabili og aðeins nokkur þeirra hafa birst áður. Meðal þess sem fær töluvert rúm í bókinni er samband Sylviu við föður sinn, en það er gefið í skyn að hugsunin um hann lát- inn hafí staðið í vegi fyrir ham- ingjusömu hjónabandi þeirra Hughes; hún hafi verið haldin fóðurþráhyggju sem lýsti sér í því að faðirinn var henni sífellt nálægur. Sjálfsmorðið hefði því getað verið leið hennar til hans. Sylvia Plath fæddist í Boston 27. október 1932. Faðir hennar, Otto Plath, var þýskur að upp- runa, prófessor í skordýrafræði, móðirin, Aurelia, var kennslu- kona, dóttir austurrískra inn- flytjenda. Snemma bar á af- burðahæfileikum Sylviu, en taugar hennar brugðust og and- legt skipbrot var framundan þegar henni var komið á rétta braut um sinn. Um þá sögu fjall- ar hún í The Bell Jar, skáldsögu sem kom út undir dulnefni skömmu fyrir andlát hennar og var mikið lesin og rædd. Það er skammt stórra högga á milli hjá Ted Hughes. I fyrra sendi hann írá sér Tales from Ovid (Utg. Faber), en þar er um að ræða frjálslega útleggingu á Myndbreytingum rómverska skáldsins Ovids. Bókin hefur verið kölluð „kannski mesta ljóð af klassískum rótum síðan Cantos" eftir Ezra Pound og það talið í flokki mikilvægustu skáldverka aldarinnar. Gagn- rýnendur hafa einnig lofað Birthday Letters hástöfum, m. a. lýst bókinni sem einni af helstu ljóðabókum samtímans. Birthday Letters er ekki í hópi hinna dæmigerðu ljóðabóka skáldsins. Það sem einkennir hann er hnitmiðun og traust bygging þráttfyrir frjálsræði ljóðformsins. I Birthday Letters er hann útleitnari, opnari en nokkru sinni fyrr. Það er ekki fráleitt að kalla Birthday Lett- ers Ijóðsögu. Hin ævisögulega aðferð ljóðs- ins, það að nefna má það eins konar minningaljóð, skýrir kannski áhuga lesenda að nokkru leyti, en Sylvia Plath er síður en svo liðin tíð í enskum bókmenntum, verk hannar eru enn nýstárleg og ögrandi. Ljóðin eru að mínu mati mis- jöfn og kannski erfitt að dæma þau nema sem heild. Mörg þeirra eru áhrifarík, en önnur koma ekki sérstaklega á óvart. Skáld sem vanist hefur að tak- marka sig á í nokkrum vanda á köflum með hinn orðmarga Ijóð- stíl, en kunnátta hans kemur í veg fyrir að hann falli í algengar gryfjur frásagnaljóða eins og óþarfa mælgi og smásmygli. Birtday Letters fjallar um átakanlegan vanda vonlausrar sambúðar, en þar má líka greina gleði og áhyggjuleysi, einkum í ferðaljóðum, þótt skuggamir séu aldrei langt undan. Sumir munu þó finna skemmtun og kátínu í myndum skáldsins af vandræðagangi daglega lífsins, kaldhæðni og háð er ekki alveg gert útlægt. Sylvia Plath var sannspá þeg- ar hún yrkir í Lafði Lasarus: ,A-ð deyja/ er íþrótt sem annað flesty Það lætur mér alveg lista- vel.“ (Þýð. Hallberg Hallmunds- son: Ariel og önnur ljóð, útg. Brú 1996). Ekki var hún síður sannspá í sama Ijóði þegar hún hét: „Eg rísa mun úr öskunni/ rauð á hár senn/ og ég svelgi menn.“ Bömum þeirra hjóna tileinkar Hughes bókina, þeim Friedu og Nicholas. Kápumyndin er eftir Friedu, sterk og ólgandi í litum: eldur, upplausn, tortíming. MARGRÉT SIG URJÓNSDÓTTIR + Margrét Sigur- jónsdóttir fædd- ist á Patreksfirði 20. september 1906. Hún lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 22. febr- úar síðastliðinn. For- eldrar hennar vom hjónin Sigurjón Gunnarsson, bif- reiðastjóri í Hafnar- firði, f. 19.5. 1880, d. 16.5. 1967, og Jón- fríður Halldórsdóttir frá Grundum í Kolls- vík, f. 22.10. 1882, d. 16.1. 1969. Systkini Margrétar eru: Stefanía, f. 26.8. 1907, d. 5.11. 1940; Halldóra, f. 3.10. 1908, d. 16.7. 1995; Gunnar, f. 29.11. 1909, d. 24.2. 1985; Helgi, f. 4.2. 1911, d. 21.12. 1991; Ólaf- ur, f. 3.6. 1912, d. 3.5. 1991; Guð- rún, f. 24.6.1917; og Haraldur, f. 24.6. 1917, d. 14.5. 1995. Hálf- systkini Margrétar voru: Lúðvík Sigurjónsson, f. 31.5. 1905, d. 31.10. 1942, og Bára Siguijóns- dóttir, f. 16.7. 1912, d. 8.11. 1992. Margrét giftist Halldóri M. Sigurgeirssyni 12. okt. 1929. Halldór var kaupfélagsstjóri í Hafnarfirði og skrifstofumaður Ég hef oft undrast hve íslensk þjóð ól upp margt afbragðsfólk um og eftir aldamótin. Alþýðufólk sem þrátt fyrir takmarkaða skólagöngu á nútíma mælikvarða, þrátt fyrir mikið vinnuálag frá barasaldri og þrátt fyrir oft kröpp kjör hefur að bera slíka reisn, víðsýni og yfir- bragð að ekki verður við jafnað. Tengdamóðir mín Marjgrét Sigur- jónsdóttir var slíkur Islendingur, samt var hún í raun heimsborgari. Allt sem hún tók sér fyrir hendur bar vott um mikla fágun en líka þor, mikla smekkvísi en líka sjálf- stæðan vilja. Hún átti stórt hjarta og mikla hlýju sem yljaði mörgum, ekki bara þeim sem næst henni stóðu heldur jafnframt þeim sem stóðu utangarðs og máttu sín minna. Allt sem hún gerði var gert í einlægni og ást sem krafðist ekki endurgjalds og þótt hún gerði kröf- ur til sjálfrar sín og sinna, kunni hún jafnframt að fyrirgefa. Slík manneskja var Margrét Sigurjóns- dóttir. Margrét var á 92. árinu þegar hún lést. Hún var fædd á Patreks- firði, þar sem faðir hennar stund- aði um tíma ýmis störf en fluttist eins árs með foreldrum sínum til Hafnarfjarðar, þangað sem Sigur- jón átti ættir að rekja, en við föður hans er Gunnarssund í Hafnarfirði nefnt. í byrjun aldarinnar var oft skortur við dyr alþýðumannsins. Vinnudagurinn var langur og strangur og mikið þrekvirki að koma upp stómm barnahópi. Jón- fríður varð að sækja alla þá vinnu sem hægt var að fá utan heimilisins og sem elsta bam foreldra sinna og í stómm systkinahópi varð Mar- grét fljótt stoð og stytta móður sinnar. í foreldrahúsum ólst hún upp við vinnusemi, skyldurækni og heiðarleika og þeim eiginleikum kunni hún að miðla án þess að pré- dika. Margrét giftist ung Halldóri M. Sigurgeirssyni, miklum mann- kostamanni og var það mikið gæfu- spor. Allar sínar löngu samvistir eða í tæp sjötíu ár vom þau glæsi- leg hjón svo eftir var tekið. Þau eignuðust fjögur böm, þrjár dætur og einn son sem þau misstu átta ára gamlan. Halldór andaðist í nóv- ember sl. og það er svo stutt síðan undirritaður skrifaði minningar- grein um hann að öll orð mín nú em samofin þeim skrifum. Að ein- ungis þrír mánuðir skilji þau að er táknrænt fyrir þeirra samband sem var svo fullt af ástúð, virðingu og umhyggju að orð skortir til að lýsa því. Allir góðir kostir þeirra hjá SÍF til margra ára, hann var fædd- ur 27. okt. 1902 og andaðist 8. nóv. sl., sonur hjónanna Sig- urgeirs Gíslasonar, vegaverkstjóra og síðar sparisjóðs- gjaldkera í Hafnar- firði, og Marínar Jónsdóttur. Margrét og Halldór eignuð- ust Qögur börn. Þau em: 1) Hrafnhildur, f. 8. feb. 1931, maki Jóhannes Péturs- son, f. 1. nóv. 1926, d. 11. apr. 1989. 2) Þorleikur, f. 17. apr. 1932, d. 28. nóv. 1940. 3) Jónfríð- ur, f. 18. feb. 1942, mald Tómas Guðnason, f. 25. apr. 1942. 4) Margrét, f. 14. feb. 1944, maki Magnús Jónsson, f. 24. okt. 1941. Bamabömin em níu og barna- bamabörnin 13. Auk þess að vera húsmóðir starfaði Margrét um langt árabil við sýningarvörslu í gamla Listamannaskálanum, Norræna húsinu og víðar. Útför Margrétar fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju á morgun, mánudaginn 2. mars, og hefst at- höfnin klukkan 15. fengu að njóta sín og þroskast og þannig lögðu þau sjálf gmnninn að gæfu sinni. Margrét var falleg kona og mér fannst alltaf eitthvað erlent og framandi við hana. Kannski voru það brúnu augun og dökka hárið. Eða kannski var það vegna þess að hún var að mörgu leyti öðmvísi en almennt gerðist, um hana léku aðr- ir straumar og hún var í svo mörgu á undan sinni samtíð. Þegar stór hluti hennar kynslóðar endurnýj- aði innanstokksmuni sína með nýj- um úr tekki, safnaði hún antík, þegar flestum af hennar kynslóð þótti grænmeti vera hálfgert ill- gresi, sótti hún í náttúmfæði. Holl hreyfing og gönguferðir, ásamt því að teyga að sér heilnæmt loft var henni að skapi. Samt var hún alltaf prímadonna. Margrét var mjög listfeng og hafði unun af góðri list. Við störf sín í gamla Listamanna- skálanum, Norræna húsinu og víð- ar kynntist hún mörgum lista- manninum, innlendum sem erlend- um sem kunnu að meta lyndisein- kunnir hennar og mannkosti. Hún var mjög ljóðelsk og lestur ljóða var hennar yndi og huggun því ekki fór hún varhluta af sorginni. Sjálf var Margrét óvenju hög bæði í höndum og orðum. Oft hefur verið skopast að tengdamæðmm og orðtakið „tann- hvöss tengdamamma" er öllum kunnugt. Því óraði mig ekki íyrir að ég gæti eignast svo ágæta tengdamóður og raun varð á. Hún var ævinlega til staðar þegar á þurfti að halda en án afskiptasemi og aldrei fór biturt orð á milli okk- ar og aldrei ásakaði hún mig þótt hún hefði oft æma ástæðu. Hún hafði gott skopskyn og ég minnist þess að vinur minn af erlendu bergi brotinn mglaðist einhvern- tíma í ríminu og kallaði tengda- móður sína „tengdakellinguna", ég greip þetta á lofti og kallaði Mar- gréti stundum tengdakellinguna mína. Henni þótti gaman af því og notaði oft sjáif það orð um sig. Þótt síðustu ár Margrétar hafi verið erfið og hún hvíldinni fegin fyllist ég söknuði við svo margar minningar sem á hugann leita. Minningar frá samvemstundum á yndislegu heimili þeirra hjóna á Norðurbraut 13, heimili sem lýsti svo mikilli fágun og smekkvísi en var samt fullt af hjartahlýju, minn- ingar um góða tengdamóður og vin sem var óþreytandi að veita aðstoð og hjálp, minningar um ömmu sem kunni að gefa bamabömunum verðmæti sem mölur og ryð fá ekki grandað og minningar um ævar- andi umhyggju og elsku sem aldrei var tranað fram. Guð blessi minningu Margrétar Sigurj ónsdóttur. Magnús Jónsson. Elsku amma hefur kvatt okkur. Okkur, fjölskylduna sem frá henni og afa Halldóri er komin. Ég horfi til baka og átta mig á rótum mínum, skil að einhverju leyti hvaðan og frá hverjum ég er komin og ég fyllist ást og stolti. Stolti yfir því að hafa orðið þeirrar hamingju aðnjótandi að kynnast henni og öllu því heiðarlega, góða og fallega sem hún hafði að gefa. Amma var Hafnfirðingur alla sína tíð, ég bjó í nágrenni við hana fyrstu fjórtán ár ævi minnar og samneyti okkar var mikið. Að koma á Norðurbraut 13 var alveg sérstakt, þar ríkti einstök ró og hamingja sem eflaust fáum auðn- ast. Hún miðlaði góðvild sinni og hlýju gagnvart umhverfi sínu og fjölskyldu til okkar, kenndi okkur að virða það fallega og góða sem lífið hefur að gefa og njóta þess. Þegar ég var í Víðistaðaskóla var það í tvo vetur sem mamma og pabbi keyrðu mig á Norðurbraut- ina á leið sinni til vinnu og deildi ég morgninum í hlýjunni hjá afa og ömmu áður en í skólann var haldið. Fyrir þessar stundir verð ég ævin- lega þakklát: að njóta þessara stunda með þeim, skríða upp í til þeirra, hlusta á „gufuna" og spjalla við þau, vera fyllt af þeirri vit- neskju sem þau höfðu að geyma um Hafnarfjörðinn, fjölskylduna, umhverfi okkar og allt það marg- breytilega sem því fylgir. Þau dæmdu aldrei, kröfðust einskis og ætluðust aldrei til neins. Þau höfðu endalaust að gefa og nærvera ömmu og afa var óþrjót- andi og mun vera með mér um ókomna tíð. Drífa Magnúsdóttir. Eitt sinn skal hver deyja og í dag kveð ég Margréti ömmu. Ömmu get ég þakkað margar góð- ar stundir. í minningunni geymi ég aðfangadagskvöldin sem við fjöl- skyldan eyddum saman hjá ömmu og afa á Norðurbrautinni. Litlu sætu körfumar sem amma skreytti og fyllti af góðgæti og kom fyrir efst í dyragættinni handa okkur barnabömunum vora alltaf spenn- andi og þegar ég tek körfuna fram fyrir jólin segi ég dóttur minni sög- una um hana. A köldum vetrardög- um hef ég hugsað sérlega hlýtt til ömmu en ófáa lopavettlinga prjón- aði hún handa okkur krökkunum. Amma fór oft með ljóð fyrir okkur og fáir lásu ljóð eins fallega og hún. Hún hefur gefið mér Ijóðabækur sem eiga eftir að ylja mér um ókomin ár. Ég er þakklát fyrir það að hún amma mín fékk að fara til Guðs og hitta hann afa en ég er sannfærð um að hann hefur fagnað henni Möggu sinni innilega og þyk- ir mér góð tilfinning að vita af þeim saman á ný. Ég kveð ömmu með þessum erindum: Þú sæla heimsins svalalind, ó, silfurkæra tár, er allri svalar ýtakind og ótal læknar sár. Æ, hverf þú ei af auga mér, þú ástarblíða tár, er sorgir heims í burtu ber, þótt blæði hjartans sár. Mér himneskt Ijós í hjarta skín íhvertsinn,eréggræt, því drottinn telur tárin mín, - égtrúioghuggastlæt. (Kristján J.) Guð geymi þig. Margrét. Margrét móðuramma mín hefur kvatt. Myndin er hrein. Friður og fegurð allt um kring. Lítil telpa í hlýjunni hjá ömmu og afa. Tifið í stóra stofuklukkunni. Afi við skrif- borðið sitt, amma að hekla sjölin og litlu telpunni fengið það hlutverk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.