Morgunblaðið - 01.03.1998, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 01.03.1998, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. MARZ 1998 25 mjög hrifín af ýmiskonar útfærslum á fangamarki þeirra hjóna WW (fyrir Wallis Windsor) og EW (Ed- ward Wallis). Oftast valdi hún blóm- um skreyttar útfærslur á fanga- mörkum þeirra. Hún var sérstak- lega hrifm af vafningsviði, tákni ást- ar og trúfestu.“ En snúum okkur að húsinu sjálfu. Þegai- gengið er inn í húsið blasir við glæsilegt anddyrið, sem á kvöldin var upplýst með kertaljósum. Á hægri hönd var skrifborðið þar sem hertoginn undir- ritaði afsögn sína og á borðinu lá rauða taskan svokallaða, „the red box“, sem á var letrað með gylltum stöfum The King, eða konungurinn. Þessi taska gekk á milli konungs og ríkisstjómar. í henni voru skjöl sem þurfti að undirrita, leyniskýrslur o.fl. Sögulega séð er þetta líklega merkasti gripurinn í safninu. And- dyrið var skreytt íburðarmiklu ítölsku barokkveggteppi og fána prinsins af Wales, sem hafði verið í eigu Játvarðs VII. Á vinstri hönd er breiður og mik- ill stigi sem liggur upp á hæðina þar sem íbúðir þeirra hjóna eru. Við göngum inn í setustofu þein-a. Þægilegur sófi blasir við, alsettur púðum. Sumir eru úr hlébarða- skinni, en Wallis hafði mikið dálæti á því. Aðra hafði hertoginn saumað út. Þama era líka tveir hæginda- stólar og hér sat hertoginn á gamals aldri, sötraði viskí og horfði á sjón- varpið. Þegar gengið er inn í stof- una, blasa við tveir stórir, franskir gluggar með fógra útsýni yfir garð- inn. Þar fengu þau sér morgun- göngu með hundana, en af þeim áttu þau svosem eina tylft. Á hægri hönd er svefnherbergi frú- arinnar, skreytt í bandarískum nýrókókó-stíl; ljósbláum og ljós- fjólubláum litum sem Wallis hafði mikið dálæti á. Marmari, gyllingar og blómamynstur voru hennar ær og kýr. Skreytingarnar eru fjörleg- ar og það er eins og hver hlutur sé á iði. Inn af herberginu er einkabað- herbergi hennar. Veggir og loft eru þakin blómamyndum og skrauti sem minna á sirkustjald. Milli bað- herbergis og svefnherbergis er fataherbergi hennar. Þar var hverj- um hlut vafíð inn í silkipappír og ríf- lega hundrað pör af skóm stóðu í þéttri röð. Flest pörin voru sér- saumuð af rómaðasta skósmið Parísarborgar, Roger Vivier. Snúum aftur til setustofunnar og göngum inn um hurð til vinstri. Þar er gengið inn í svefnherbergi hertogans. Þar var allt með öðram blæ en hjá frúnni. Ljósgulir og rauðir litir (litir Eng- lands) era áberandi og stíllinn ein- faldur. Inn af herberginu er fata- herbergið og svo baðherbergi hans sem er í funkisstíl þriðja áratugar- ins. Svart leður og króm. Marmari og ljósar flísar. í svefnherberginu var horfíð aft- ur í tímann. Herbergið var eins og nokkurskonar minningarstofa um fyrra líf. Hertoginn vildi halda her- bergi sínu sem líkustu vistarverun- um í Fort Belvedere, nálægt Sunn- ingdale, en þar hafði hann átt sínar bestu stundir. Á rúminu er gulleit ábreiða með fangamarki prinsins af Wales, EP, umkringt sokkabandsorðunni, en á hana er letrað „Honi soit qui mal y pense“. Fyrir ofan rúmið hangir veggteppi með ásaumuðu skjaldar- merki prinsins af Wales. Hvort tveggja frá þeim ljúfa tíma sem her- toginn var prinsinn af Wales. Á náttborðinu liggur lítil tuskudúkka í líki sótara. Sagan segir að móðir hans hafí gefið honum hana, og hún lá við rúm hans alla tíð. Beint á móti rúminu stendur skrifborðið og síminn. Á morgnana þegar hann vaknaði var það hans fyrsta verk að hringja til Sviss, taka púlsinn á verðbréfamarkaðnum og líta í bresku blöðin. Einkaþjónninn hafði til rauðu buxurnar sem her- toginn lét sauma sérstaklega fyrir sig í New York, af því að þær vora víðari og þægilegri en buxumar frá klæðskeranum í London. Eða ætti hann kannski að fara í köflóttu fötin sem hann lét sauma uppúr gömlu fötunum af pabba? Skoskt tartan- efnið var svo vænt að það var eins og það ætti að duga í a.m.k. fjórar kynslóðir. Hér er ekki nýjungagirn- GESTIR hlýða á starfsmann Sotheby’s-uppboðsfyrirtækisins lýsa munum úr borðstofu hertogans og konu hans daginn áður en uppboðið hófst. LJÓSMYNDIN sýnir hertogann íklæddan köflóttum buxum sem voru meðal muna úr heimili hjónanna í París sem boðnir voru upp. ið að það hefði mikinn áhuga að fá kjólinn í einka- safn sitt. Aðrir eftirsóttir kjólai- á uppboðinu era sér- saumaðir hátískukjólar frá sjötta og sjöunda áratugn- um frá tískuhúsum Dior, Givenchy og St. Laurent. Ljósmyndimar sem teknar vora af hertogahjón- unum af helstu portrettljós- mynduram heimsins, era kapítuli út af fyrir sig. Áttu margar þessara mynda mikinn þátt í að skapa þá ímynd æsku og glæsileika, sem hjónunum var svo kær. Ljósmyndararnir Beaton og Horst eiga þar ef til vill stærstan hlut að máli. Báðir sviðsettu við- fangsefni sín, oft á mjög leikrænan hátt, þótt að- ferðirnar og útkoman væru gjörólíkar. Cecil Beaton myndaði frú Simpson eins og kvikmyndastjörnu. Á myndum er hún klædd há- tísku 4. áratugarins, skreytt dýr- ustu gimsteinum frá Cartier og uppstillingarnar yfirleitt mjög leik- rænar. Horst Ijósmyndaði hins vegar í klassískum stíl portrett- málverksins. Myndskipunin skapar virðingu og hefði hæft drottningu. Myndir þessara ljós- myndara af frú Simpson birtust á síðum Vouge og Harpers Bazaar á sínum tíma og eru fyrir löngu orðn- ar ómissandi í öllum bókum sem fjalla um tísku og stíl. Rómantísk ástarsaga konungs ásamt þjóðsögunni um hamingju, glæsileik og eilífa æsku eru aðalfor- sendur uppboðsins í New York. Húsið í Boulogneskógi stendur nú autt. Útlegð hertogahjónanna af Windsor er endanlega lokið. Hring- urinn hefur lokast og eigur þeirra munu dreifast um hálfan hnöttinn. Spurningunni um hvort Bretland hafi verið „einnar konu virði“ verð- ur hver að svara fyrir sig. Hertoginn af Windsor Um hertogann af Windsor og hans vegi ég veit nú ofúrlítið meira en þið. Það kemur fyrir, að hann softiar eigi, en andvökunnar spumir glímir við. Þá læðast til hans leyndar efasemdir og leggjast þungt á hugsun tignarmanns. Sem vofur heilsa lífsins fomu fremdir. Hans fóðurleifð og krúna vitjar hans. Þá kemur aftur kynngi fomra daga, er konunglegast galt hann brúðarverð. Um hugann streymir öll hans ástarsaga, að ýmsu leyti þó með nýrri gerð. Því fyrr var enginn efi til, sem spyrði og yrpi skugga á konunglega brún: Er ekki Bretland einnar konu virði? Er enska ríkið minna vert en hún? Nú vildi hann aftur feginn fá að stjóma og fylgja í raunum drottinhollri þjóð, sem fyrir England allt vill gefa og fóma, jafnt ástir sínar, vinnu, fé og blóð. Og honum fínnst í ómum allra fregna sem England telji hveiju fómað er. Þú seldir mig af höndum hennar vegna! Og hertoginn af Windsor byltir sér. (Guðmundur Ingi, 24.19.1942.) Höfundur vann við að skrá alla textílmuni sa/nsins. inni fyrir að fara, heldur gæði, nýtni og vandvirkni höfð í hávegum. Frá búningasögulegu sjónarmiði er fatnaður hertogahjónanna gull; náma, einkum fatnaður hertogans. I fyrsta lagi vandaði hann alla tíð mjög til klæðaburðar síns og hin breska heldrimannatíska, sem enn er við lýði, er frá honum komin. Hann átti föt sín lengi, lét gera við þau og jafnvel sauma upp úr göml- um fótum. Hann var mjög vandlátur í klæðskera og valdi úr þá sem hon- um þótti bestir á hverju sviði. Hann lét sauma buxurnar hjá H. Harris, 43 East, 59th Street í New York, jakkana hjá Scholte í Savile Row, og skyrturnar hjá Hawes and Burt- is í London. Hann notaði mikið af skoskum tartan-efnum og kom þeim og breskum tvídefnum í tísku meðal heldrimanna. Sterkir litir, fíntein- óttar köflóttar skyrtur, röndóttir sokkar, derhúfur, útprjónaðar marglitar peysur, allt er þetta frá honum komið, að ógleymdum þykka bindishnútnum. Enginn maður á 20. öld hefur haft jafn mikil og langvar- andi áhrif á klæðaburð karlmanna og hertoginn af Windsor. Fatnaður hertogaynjunnar var ekki eins heildstæður. Fyrir andlát sitt hafði hún gefíð flesta kjóla sína frá fjórða áratugn- um til Metropolitan Museum í New York. Þar voru m.a. einstakir kjólar hannaðir af Schiparelli og brúðar- kjóllinn, sem saumaður var af bandaríska tískuhönnuðinum Main- bocher. Glæsilegasti kjóllinn úr dánai'bú- inu er kjóU frá Dior, frá haust- og vetrarsýningunni 1948-49, kvöld- kjóll, „Lahore", úr kóngabláu perlu- saumuðu flaueli. Árið 1996 var þessi kjóll aðalgripurinn á sýningu í Metropolitan Museum of Art, í til- efni 50 ára afmælis tískuhússins Christian Dior. Það var því augljóst að helstu búningasöfn heimsins mundu bítast um kjólinn og Dior- tískuhúsið lýsti því yfír fyrir uppboð- MUSSO Frá Ssangyong 4ra dyra útgáfan af MUSSO jeppanum sem hefur reynst frábærlega við íslenskar aðstæður. MUSSO er framleiddur fyrir Evrópumakað, sem gerir ströngustu öryggiskröfur í heimi í dag. Bíllarnir eru með miklum aukabúnaði. Verð frá kr. 2.465 star.* (MUSSO DIESEL 602EL 1998) Verð frá kr. 2,865 star.* (MUSSO TDI 602 EL 1998) Eru með eftirfarandi aukabúnaði: 2,9 I diesel turbo m/millikceli, ABS, loftkœling, loftpúði í stýri, o.fl. sem er staðalbúnaður frá framleiðanda. Eins árs ábyrgð og ryðvörn innifalin í verði. Sérpöntum flestar gerðir bifreiða eftir þfnum óskum. *Gengi 26.02.98 Umboðsmaður J.Þ. bílar Selfossi, sími 482 3893 Opið kl. IQ-lgjnán.-föst.J kl. 11-14 laugard.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.