Morgunblaðið - 01.03.1998, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 01.03.1998, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. MARZ 1998 17 ____________LISTIR__________ Avextir og óendanleikinn ANNAR heimur eftir Auði Ólafsdóttur. MYM)LIST Gallcrí llornið m á I v e r k AUÐUR ÓLAFSDÓTTIR Opið alla daga frá kl. 11-23.30. Svnimrin stendnr til 4. niars. HVAÐ er það sem skiptir máli í myndlist? Hvað snertir nútímann og hvernig getur listamaður náð að segja eitthvað sem snertir áhorfend- ur og getur komið þeim til góða? Slíkra spurninga hljótum við ávallt að spyrja þótt svörin geti verið mis- munandi og verði líklegast aldrei einhlít. Listamaður sem eingöngu þjónar áhorfendum gefur þeim í raun sjaldnast nokkuð sem þeim get- ur orðið að gagni. A sama hátt er sjaldgæft að listamaður sem fer al- farið sínar eigin leiðir og hugsar ekk- ert um áhorfendur geti skilað nokkru af viti frá sér. Hvorir tveggju bera ábyrgð í heimi listarinnar, lista- mennimir og áhorfendurnir, og góð list verður yfirleitt ekki sköpuð nema til komi einhvers konar sam- ræða listamanns og áhorfanda og að þessi samræða sé þróuð áfram frá einni sýningu til annarrar. Listin getur ekki verið aðeins eintal lista- manns við sinn eigin huga heldur verður hún að birta veröld sem er stærri en bæði listamaðurinn og áhorfandinn eru hvor fyrir sig; ver- öld sem er þeim sameiginleg að ein- hverju leyti en getur þó verið báðum uppspretta nýira hugmynda og nýs skilnings. Auður Ólafsdóttir hefur ekki sýnt mikið frá því hún lauk námi árið 1986 og það mætti jafnvel segja að á þess- ari sýningu sé enn nokkur skóla- bragur. Ekki svo að skilja að mynd- irnar séu viðvaningslega gerðar, heldur vantar í sýninguna þá skerpu og markvissu tilætlun sem listamenn ná aðeins með því að halda sýningar og bera verk sín á borð fyrir al- menna áhorfendur. Á sýningunni eru nítján aki-ýlmyndir og er ríflega helmingur þeirra ávaxtamyndir. Pau málverk eru eins konar myndröð og þar vinnui- Auður úr einföldu þema ávaxta og flata. Samt er ekki að sjá að þessum verkum sé ætlað að vera kjarninn í sýningunni; Auði er greinilega meira niðri fyrir í hinum málverkunujn níu sem bera heiti á borð við „Ósýnilegt", „Óendanleik- inn“ og ,Annar heimur". Þar er tek- ist á við eins konar táknrænu þar sem þrívíð form eða hlutir raðast upp og er ætlað að túlka afstrakt hugtök á borð við þau sem á undan voru nefnd. Hér fer því miður eins og svo oft að eftir því sem inntakið verður almennara og hugtökin víðari sem þarf til að lýsa þeim hefur áhorfandinn minna að skoða og nær í raun að lesa minna í verkið. Mynd af óendanleikanum getur sjaldnast orð- ið jafn áhugaverð og til dæmis mynd af krökkum að leika sér í polli eða bara mynd af rauðum lit. Dýpsta og fyllsta merkingin felst ekki í víðustu og torræðustu hugtökunum heldur í veröld okkar sjálfri og einstökum hlutum sem við hittum þar fyiir. Jón Proppé TRÍÓ Reykjavíkur og Diddú á æfingu. Tónleikar í Fella- og Hólakirkju TRÍÓ Reykjavíkur og Fella- og Hólakirkju standa sameiginlega að tónleikaröð í kirkjunni og eru fyrstu tónleikarnir sunnudaginn 1. mars og heQast kl. 17. Á efnisskránni eru verk eftir Bach, Hándel, Mozart, Dvorák, Puccini, Rossini og Vaughan Williams. Tríóið skipa Guðný Guðmundsdóttir, fiðla, Gunnar Kvaran, selló, og Peter Máté, pí- anó. Gestur tríósins verður sópransöngkonan Sigrún Hjálmtýsdóttir (Diddú). Lóuþrælar í Borgarneskirkju KARLAKÓRINN Lóuþrælar og sönghópurinn Sandlóurnar úr V-Húnavatnssýslu halda söng- skemmtun í Borgarneskirkju mið- vikudaginn 4. mars kl. 20.30. Á efnis- skrá verða m.a. einsöngur, tvísöngur og kvartettsöngur. Þetta er þríðja söngferð Lóuþrælanna og sönghóps- ins Sandlóa í vetur. Söngstjóri Lóu- þrælanna hefur verið frá upphafi Ólöf Pálsdóttir. Undirleikarar með kórunum eru Páll Björnsson á bassa, Þorvaldur Pálsson á harmonikku og Ólöf Pálsdóttir á píanó. Nýjar bækur • ÍSLENSK þjóðfélagsþróun kom fyrst út árið 1993 en er endurút- gefin í kilju. í fréttatilkynningu segir að Fé- lagsvísindastofnun og Sagnfræði- stofnun Háskóla Islands hafi árið 1986 ákveðið að standa að útgáfu ritgerðasafns sem yrði sameigin- legur vettvangur félags- og sagn- fræðinga, þar sem birtust niður- stöður nýrra rannsókna á þróun ís- lensks nútímaþjóðfélags. Takmark samstarfsins sé hvort tveggja að kynna rannsóknir sem liggja á mörkum félags- og sagnfræði og koma á fót formlegri samvinnu fræðastofnananna tveggja. Ennfremur segir að við samn- ingu allra ritgerðanna sem birtast í þessu riti hafi verið haft að leiðar- ljósi að kanna feril, inntak og or- sakir þeirra breytinga sem orðið hafa á íslensku samfélagi frá síðari hluta 19. aldar fram til okkar daga. Ritstjórar verksins voru Guð- mundur Hálfdánarson og Svanur Kristjánsson. Bókin er 464 bls. og kostar 3.490 kr. Háskólaútgáfan sér um dreifingu. Nýtl síntanúmer: 510 3200 Nýtt símbréfanúmer: 510 3210 Þórunn Rakel Gylfadóttir löggiltur sjúkraþjálfari TiLkynning um aðseturskipti Höfum látið af störfum hjá Sjúkraþjálfun Kópavogs ehf., en störfum nú hjá Stjá sjúkraþjálfun ehf., Sjálfsbjargarhúsinu, Hátúni 12 og hjá Sjúkraþjálfun Sunnuhlíð- ar, Kópavogsbraut. Tímapantanir í síma 551 11 20 í Stjá og í síma 560 41 72 í Sunnuhlíð. Unnur Sandholt löggiltur sjúkraþjálfari Nál as tungunám SKÓLI HINNA FJÖGURRA ÁRSTÍÐA AUGLÝSIR NÁM í KÍNVERSKUM NÁLASTUNGULÆKNINGUM. • Nú. gefst fólki í heilbrigöisstéuum einstakt tækifeeri á aB iæra hina fornu kinversku lækningaraðferð, nálastungur. • Námið hefst í mars ‘98 og er hannað fyrir fólk sem hefur góða undirstöðu i vestrænni líffræði og líffærafræði. • Náminu er skipt niður i 4 annir og telur hver önn 16—20 kennsludaga. Kennt verður um kvöld og helgar: • Hugmyndafræðin um Vin og Vang • Uppbygging líkamans; starfsemi, þróun, samspil og ójafnvægi • Uppruni sjúkdóma • Kinversk sjúkdómsgreining, þar á meðal hiustun og gre'ming á hinum 12 púlsum • Staðsetning og kynning á hinum mismunandi tegundum nálastungupunkta • Hinar sérstöku Meridian æðar • Stofnar og greinar (Stems og branches) - Kinversk stjörnuspeki í lækningum • Meðferðartækni þ.e. notkun nála og moxa Kennarar á námskeiðinu hafa allir iokið minnst fjögurra ára námi í kínverskum lækningum og hafa þar fyrir utan nokkrurra ára reynslu í nálastungulækníngum Allar nánari upplýsingar eru veittar í síma 552 5759. h?iÓ enmt/aros Afmælisveisla alla næstu viku. i Kynningar á m J snyrtivörum og frábær tilboð. ^ Mánudagur 2. mars og CLARINS þriðjudagur 3. mars Kynning á Clarins snyrtivörum. 10. hver viðskiptavinur fær glaðning AFMÆLISTILBOÐ MARBERT Miðvikudagur 4. mars Kynning á Marbert snyrtivörum. 5. hver viðskiptavinur fær glaðning AFMÆLISTILBOÐ ZANCASTER Fimmtudagur 5. mars Kynning á Lancaster snyrtivörum. Slæðuhnútakennsla AFMÆLISTILBOÐ laprairie Bi FR helena Rubinstein Föstudagur 6. mars Kynning á La prairie snyrtivörum og Bi sokkabuxum. AFMÆLISTILBOÐ Laugardagur 6. mars Kynning á Helena Rubinstein snyrtivörum. AFMÆLISTILBOÐ Gön<ju(jötunni t Mjódd Simi 587 0?.0í - kjarni málsins!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.