Morgunblaðið - 01.03.1998, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 01.03.1998, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 1. MARZ 1998 MORGUNB LAÐIÐ TIMSS Er snjallt að raða í bekki eftir getu? # Er miðstýrð námsgagnaútgáfa tímaskekkja? # Eru foreldrar ónýtt auðlind skólana? # Eru samræmd próf í framhaldsskóla góður kostur? # Eiga að vera inntökupróf í háskóla? # Hvers vegna hverfa svo margir frá námi í framhaldsskóla? # Þarf að breyta kennaramenntun á Islandi? Morgunblaðið/Kristinn SVEIGJANLEIKI í grunnskóla sem meðal annars getur fallst f því að nemendur veljl að Ijúka honum ó nlu árum, er kostur sem Einar Guðmundsson telur líklegan tll árangurs. ÁSKORUN UM ÁRANGURSRÍKT SKÓLASTARF Hvaða lærdóma má draga af TIMSS rannsókninni? Hún er ýtar- legasti gagnabrunnur um menntakerfí heimsins, en munu skóla- menn og ráðamenn sækja sér upplýsingar í hann? Gunnar Hersveinn spurði stjórnanda rannsóknarinnar á Islandi um skólakerfíð og hvernig mætti gera það sókndjarfara í samanburði við keppinautana út um víða veröld. TIMSS er viðamesta sam- anburðarrannsókn sem gerð hefur verið á menntakerfum heimsins. Á öllum stigum hefur verið hugað sérstaklega að gæðum rannsóknarvinnunnar til að tryggja samanburðarhæfi gagnanna. Sjáíf- stæður eftirlitsaðili á vegum fjöl- þjóðlegrar yfirstjómar verksins fylgdist til dæmis með framkvæmd og gangasöfnun í framhaldsskólum hér á landi og skilaði um það skýrslu með góðum dómi um fram- kvæmdina hér. Talið er að traust þekking á sviði vísinda og tækni muni skipta miklu í framtíðinni fyrir samkeppnisstöðu þjóða á alþjóðavettvangi. I flestum vestrænum löndum er því lögð áhersla á að menntakerfi landanna skili nemendum með góða kunnáttu í stærðfræði og náttúrufræði. Efni rannsóknarinnar er m.a. mat á námsárangri nemenda í þessum námsgreinum, greining á innihaldi námsbóka og námsskráa, bak- grunnur og viðhorf nemenda og starfsskilyrði kennara. Niðurstöður TIMSS um stöðu grunnskóla- og framhaldsskóla- nema í raungreinum hafa vakið um- ræðu í þjóðfélaginu um menntamál, bæði meðal skólafólks og almenn- ings. Dr. Einar Guðmundsson, for- stöðumaður Rannsóknastofnunar uppeldis- og menntamála, hefur haft umsjón með verkefninu og stjómað því hérlendis frá upphafi þátttöku Islendinga. Veik skilyrði til skólastarfs Rannsóknin sýndi lakan árangur íslenskra nemenda í grunnskóla í samanburði við flest önnur lönd en fremur góðan í framhaldsskólum með ákveðnum fyrirvörum samt. „Fyrstu niðurstöður rannsóknar- innar lýsa veikum skilyrðum í skóla- starfi hér á landi, sérstaklega í grunnskólanum," segir Einar Guð- mundsson um hvaða lærdóma megi dragaafTIMSS. Einar segir að vandinn tengist meðal annars, aðalnámskrá, náms- efni og þátttöku foreldra. ,Áðal- námskráin er ramminn um skóla- starfið og þess vegna þýðingarmikið plagg og hún verður að vera skýr,“ segir hann, „Ég bind miklar vonir við endurskoðun aðalnámskráa fyr- ir grunn- og framhaldsskóla sem nú er unnið að, en það skiptir sköpum að námskráin verði nákvæm ef hún á að gagnast. í yngstu bekkjum grunnskólans þarf að gera meiri kröfur, ég vonast til að á þessu ver- ið tekið í nýrri aðalnámskrá. Skýr námsmarkmið eru bæði mikilvæg fyrir kennara og foreldra. Ef þau eru ekki skýr er ekki sanngjarnt að gagnrýna kennara fyrir það sem miður þykir fara í kerfinu. Kennar- ar verða t.a.m. að geta gert kröfur um námsefni í stærðfræði og raun- greinum með hliðsjón af námskránni." Valdreifing og miðstýrð náms- gangaútgáfa Einar segir kennara hafa mest orðið vara við augljósan skort á námsefni í stærðfræði og að þeir þurfi að eyða meiri tíma en erlendir kollegar þeirra fyrir framan ljósrit- unarvél og framleiða efni fyrir nem- endur sína. Hann telur því tíma- bært að ræða fyrir- komulag á námsgagna- útgáfu fyrir grunnskóla og finna æskilegra form en nú er. Núna er náms- gagnaútgáfan miðstýrð sem er að mati Einars úr takt við nýja skipan í skólakerfinu, þar sem horfið er frá miðstýringu. Kjaminn í þessum breytingum er dreifing valds frá æðra stjórnsýslustigi til lægra eða til einstakra stofnana, þar sem saman á að fara bæði fag- leg og fjárhagsleg ábyrgð. „Mið- stýrð námsgagnaútgáfa fellur illa inn í þessa nýju skipan og getur hamlað því að breytingin skili því sem henni er ætlað að skila,“ segir hann. í miðstýrðri námsgagnaútgáfu er tekin óþarflega mikil áhætta sem getur orðið afdrifarík að mati Ein- ars vegna þess að ef eitthvað mis- ferst hefur það áhrif á allt skóla- kerfið og kennarar og foreldrar eiga erfitt með að bregðast við því ef þeir geta ekki snúið sér til annarra út- gáfufyrirtækja til að vinna efni fyrir skólana. „Sveigjanleiki í útgáfu dregur úr þessari áhættu," segir Einar, „hins vegar þarf auðvitað að tryggja áfram að allir nemendur hafi aðgang að námsefni óháð efnahag. Það er hægt án þess að miðstýra útgáf- unni.“ Einar telur mjög brýnt að efla samstarf foreldra og skóla á grunn- skólastigi. „Foreldrar eru auðlind sem hefur ekki verið nýtt nægilega vel, það þarf að gera foreldrum námsefnið aðgengilegra og jafnvel gefa út leiðbeiningar handa þeim eins og gert er handa kennurum." Blöndun i bekki og röðun eftir námsgetu TIMSS varpar ljósi á margbrot- inn faglegan vanda í skólastarfi en það er ekki vinsælt umræðuefni sökum þess að hann er einnig við- kvæmur. „En besta leiðin til að taka á honum er þó að styðjast við rann- sóknir,“ segir Einar. Blöndun í bekki er eitt þeirra mála sem erfitt hefur verið að ræða og dæmið lagt upp þannig að annaðhvort sé raðað í bekki eftir getu eða að góðum og slökum nemendum sé blandað sam- an. „Vissulega sýnir TIMSS að blöndum í bekld veldur vissum erf- iðleikum,“ segir Einar, „hins vegar má ekki líta þannig á að þessu kerfi sé best að kasta fyrir róða, því röð- un í bekki leysir ekki vandann." Nauðsynleg skilyrði fyrir blönd- un í bekki hérlendis hafa ef til vill aldrei verið fullkomlega til staðar og kerfið lenti þar af leiðandi í ákveðnum erfiðleikum með það. „Þennan vanda þarf að nálgast af stillingu og þróa leiðir til úrbóta til að nýta betur kennslukrafta og til að hver nemandi fái kennslu við hæfi, bæði góðir, miðlungs og slak- ir. Það þarf að auka sveigjanleika í kennslu- háttum,“ segir Einar, „hópastærðir og sam- setning þeirra gæti til dæmis verið breytileg og farið eftir aðstæðum, hvað er verið að kenna eða fást við. Þetta þarf að ræða faglega og má ekki ana að breytingum.“ Rannsóknir á skólastarfi Hann nefnir líka að styrkja þurfi þátt skólarannsókna í skólaþróun og telur TIMSS vekja svona mikla athygli og niðurstöðumar koma á óvart vegna þess hversu fátíðar rannsóknir eru hér á skólastarfi. „Ef markvisst rannsóknarstarf væri í gangi væri einnig eðlilegri sam- fella í upplýsingamiðlun sem nýttist betur við ákvörðunartöku,“ segir hann, „ég er því eindreginn stuðn- ingsmaður þess að skólarannsóknir verði efldar hérlendis með auknum fjárveitingum og samstarfi fræði- og rannsóknarmanna á þessu sviði. Með þeim hætti yrði eðlilegra vægi á milli hugmynda- og kennslufræði af ýmsu tagi og raunvísra gagna. Það hefur ekki verið gætt nægjan- legrar varkámi þegar ýmsum kennisetningum hefur verið hrint í framkvæmd í skólakerfinu án und- angenginnar athugunar á því hvernig þær reynast. Skólastarfið hvílir mikið á reynslu þeirra sem sjá um daglegan rekstur; kennara, nemenda og stjórnenda en það er ekki skynsamlegt að byggja einung- is á henni, þótt hún skipti vissulega máli. Hugboð og viðhorf úr daglegri reynslu og rannsóknamiðurstöður stangast oft á og þá er einmitt kom- inn umræðugrundvöllur.“ Sambandsleysið milli grunn-, framhalds- og háskóla Einar segir að betur verði að huga að samhæfingu á milli skóla- stiga en hingað til. Skortur á slíkri samhæfingu hefui skapað margvís- legan vanda í menntakerfinu. „Ég held til dæmis að hluti af þeim vanda sem birtist í miklu brott- hvarfi nemenda úr framhaldsskóla stafi meðal annars af misræmi á undirbúningi gmnnskólanema fyrir nám í framhaldsskóla og námskröf- um í framhaldsskóla. Vísbendingar um þetta koma meðal annars úr TIMSS rannsókninni og samræmd- um lokaprófum. Ef undirbúningur nemenda í gmnnskóla samræmist ekki námskröfum í framhaldsskóla miðað við núverandi námsframboð þar getum við búist við meira brott- hvarfi nemenda en ella, en vandinn verður ekki eingöngu leystur með auknu námsframboði heldur einnig markvissum undirbúningi grunn- skólanema fyrir framhaldsskóla. Það væri miður ef menn horfðust ekki í augu við þetta. Það gæti orðið til þess að aukið námsframboð í framhaldsskóla skilaði ekki þeim árangri sem til væri ætlast." En það þarf ekki síður að huga að skilum framhalds- og háskólastigs að áliti Einars. „Um nokkurt skeið höfum við til dæmis staðið frammi fyrir því að einkunnir nemenda á stúdentsprófi eru ekki sambærileg- ar á milli skóla. Afleiðingin af þessu er sú að þær gagnast ekki við inn- töku nemenda á háskólastigi þar sem aðgangur er takmarkaður eins og til dæmis í læknadeild við Há- skóla íslands. Athuganir sem gerð- ar hafa verið við Háskóla Islands hafa meðal annars sýnt þetta. Við þessu hefur verið brugðist með lengsta og dýrasta inntökukerfi sem ég þekki. Þessu þarf að breyta og þar höfum við tvo kosti, samræm- ingu á einhverjum námsgreinum á stúdentsprófi eða inntökuprófi í þær háskóladeildir þar sem talið er nauðsynlegt að takmarka aðgang." Einar telur TIMSS gögnin fela í sér einstakt tækifæri til að greina vandann sem er til staðar á grunn- skólastigi og Rannsóknastofnun uppeldis- og menntamála fékk í vik- unni vilyrði frá menntamálaráðu- neyti fyrir stöðu sér- fræðings til að vinna úr rannsókninni í tvö ár fyr- ir skólakerfið. „Það er gleðiefni. TIMSS er ýt- arlegasti gagnabanki um menntakerfi sem til er og við höfum aldrei áður fengið tækifæri af þessu tagi. Það er skyn- samlegt að nýta það í þaula, það kostar fé en það skilar sér margfalt út í kerfið með markvissu umbóta- starfi.“ Getur sveigjanlegri grunnskóli verið níu ár? TIMSS veitir sýn inn í rúmlega 40 skólakerfi í heiminum og það Misræmi milli skólastiga skapar mörg vandamál Miðstýrð námsganga- útgáfa er áhætta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.