Morgunblaðið - 01.03.1998, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 01.03.1998, Blaðsíða 33
 i i I í 1 < I i i i I i < I : i i ' i í í I I I I ! ! I MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. MARZ 1998 33 MINNINGAR + Tryggvi Péturs- son fæddist á Eyrarbakka 25. nóv- ember 1909. Hann lést í Reykjavík 20. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voni Pétur Guðmundsson, skólastjóri á Eyrar- bakka, f. 17.5. 1858, d. 8.5. 1922, og kona hans Elísabet Jóns- dóttir húsfreyja, f. 4.12. 1878, d. 23.11. 1969. Systkini hans voru Jón Axel, Steinunn (dó í æsku] Nellý, Guðmundur, Asgeir, Auð- ur, Steinunn Bergþóra, Ásta, Pétur og Bergsteinn (dó í frumbernsku). Eftirlifandi eru Steinunn Bergþóra og Pétur. Nú, þegar komið er að því að kveðja Tryggva Pétursson, þykir mér rétt að gera örstutta grein fyrir ætt hans og uppruna og fjalla lítil- lega um lífshlaup hans. Foreldrar Tryggva voru hjónin Pétur Guð- mundsson skólastjóri á Eyrarbakka og kona hans, Elísabet Jónsdóttir. Pétur var fæddur í Langholti í Hraungerðishreppi, sonur Guð- mundar, bónda í Langholtsparti í Flóa, Sigurðssonar, bróður Guð- laugar, móður Sigurðar regluboða, foður Sigurgeirs biskups, föður Pét- urs biskups, en Pétursnafnið er mjög algengt í ætt Tryggva og kom- ið frá Pétri Sigurðssyni sem var bóndi í Nesi í Selvogi í byrjun sautj- ándu aldar, en Pétur þessi var afí Bjarna kaupmanns og riddara Sí- vertsen (Sigurðssonar) í Hafnar- firði, sem þjóðfrægur varð af heppi- legum afskiptum sínum af Islands- málum er Danir og Bretar áttu í ófriði. Pétur Guðmundsson var skólastjóri Barnskólans á Eyrar- bakka frá 1893 til dauðadags, en auk kennslu og skólamála gaf hann sig mikið að öðrum opinberum málum, var oddviti Eyrarbakkahrepps um skeið og var í kjöri við alþingiskosn- ingar af hálfu heimastjórnarmanna. Tryggvi átti tvö hálf- systkini, Harald Pét- ursson og Petrúnellu Pétursdóttur, bæði látin. Eiginkona Tryggva var Guðrún Jónas- dóttir, f. 22.4. 1908, látin 13.12. 1995. Dætur þeirra eru Sigríður Elísabet, húsmóðir, f. 30.11. 1933, Ólafía Kol- brún, húsmóðir, f. 13.8. 1935, Ásta, hús- móðir, f. 30.9. 1939, Guðrún Steinunn, deildarstjóri, f. 10.9. 1948. Utför Tryggva verður gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík á morgun, mánudaginn 2. mars, og hefst athöfnin klukkan 15. Elísabet, móðir Tryggva, var dóttir Jóns bónda og alþingismanns í Eyvindarmúla í Fljótshlíð Pórðar- sonar. Móðir Elísabetar var Guðrún Jónsdóttir, systir Eyvindar afa Magnúsar Kjaran stórkaupmanns í Reykjavík. Það er mál manna, að Elísabet hafi verið vel greind, fast- lynd og stórlynd, framúrskarandi dugmikil og hjálpfús við alla er hún tók tryggð við. Þau Pétur skólastjóri og Elísabet giftust hinn 4. júní 1898 í Arnarbæliskirkju og voru saman í hjónabandi í nær 24 ár er Pétur lést. Þau bjuggu allan sinn búskap á Eyr- arbakka. Þau eignuðust 11 börn og eru níu þeirra látin. Eftir lifa Stein- unn, ekkja Þormóðs Jónassonar húsgagnasmiðs, og Pétur útvarps- þulur, kvæntur Birnu Jónsdóttur. Áður en Pétur skólastjóri kynnt- ist Elísabetu hafði hann eignast tvö börn, sem bæði eru látin, þau Har- ald ættfræðing og safnhúsvörð í Landsbókasafni, afa Margeirs Pét- urssonar skákmeistara, og Petrúnellu, ömmu Selmu Guð- mundsdóttur píanóleikara. Tryggvi sleit barnsskónum á Eyrarbakka upp undir sjóvarnar- garði þar sem opin skip gengu til veiða. Hann fór snemma að hjálpa til, og var í sveit á sumrum, en heima hjá fjölskyldu sinni á öðrum árstímum Sú reynsla er þar fékkst varð síðar dýrmætari en flest ann- að. Tryggvi var á þrettánda ári þeg- ar faðir hann andaðist og móðir hans stóð uppi með barnahópinn; það elsta, Jón Axel, síðar banka- stjóri Landsbankans, var þá 24 ára, og Pétur, síðar útvarpsþulur, var yngstur, á fjórða ári. Örðugleikarn- ir voru ærnir fyrir og framtíðin ekki björt, því um þessar mundir voru úrræðin fá, vinna stopul og fæstir höfðu þá nokkuð aflögu. Það varð því úr, að Elísabet ákvað að flytjast til Reykjavíkur með barnahópinn, en þrjú eldri barnanna höfðu þá þegar flutt þangað. Þau fengu fyi’st inni í lítilli íbúð á Grandavegi 37. Þetta var skapmikil fjölskylda, samheldin og sundurleit í senn. Bræðurnir fóru flestir til sjós, báru kol, bræddu síld, en stúlkumar fóru í fiskvinnu. Heima var glatt á Hjalla, spilað og sungið. Orgel og fleii'i hljóðfæri voru á heimilinu, bækur og menning í besta lagi og síðast en ekki síst var stjórnmála- áhuginn mikill. Elísabet ól börnin sín upp með ofurást og fádæma kjarki. Ef til vill var þó lítill tími til ástarorða, en heilræðin voru nóg þótt úrræðin væm oft lítil. Hún taldi kjark í vini og vandalausa öllum stundum, sterk, máttug og megnug. Böm Elísabetar Jónsdóttur og Péturs Guðmundssonar hlutu öll staðgóða menntun, fyrst í heimahús- um, svo í hörðum skóla lífsins og þeim framhaldsskólum er tiltækir voru. Tryggvi Pétursson fór í Menntaskólann á Akureyri og vann fyrir námskostnaði sínum á sumrin. Hann lauk stúdentsprófi árið 1931. Með Tryggva og Guðrúnu Jónas- dóttur frá Brautarholti við Granda- veg tókust ástir strax í æsku, enda stutt á milli Grandavegar 37 og Brautarholts. Guðrún var dóttir hjónanna Jónasar Helgasonar versl- unarmanns í Reykjavík og Sigríðar Oddsdóttur konu hans. Jónas var fæddur hinn 25. apríl árið 1872 á Litlu-Giljá í Vatnsdal og starfaði fyrst hjá Thomsensverslun en síðar hjá verslun Jes Zimsen í Hafnar- stræti 23. Hann lést í Reykjavík hinn 6. febrúar árið 1948. Kona Jónasar, móðir Guðrúnar, var Sig- ríður Oddsdóttir formanns í Braut- TRYGGVI PÉTURSSON + Guðrún Elín Kristjánsdóttir fæddist í Eyjafirði 17. ágúst 1909. Hún lést á dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri hinn 18. febrúar sfðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru hjónin Krist- ján Erlendsson og Sigurlaug Jónsdóttir er bjuggu í Hallfríð- arstaðakoti í Hörgár- dal. Guðrún átti sjö systkini og lifði hún þau öll. Þau eru í ald- ursröð: Friðbjörg, Páll, Steinunn, Stefán, Jón, Guð- rún, Rósfríður og Ragna. Fimm þeirra dóu ung, en auk Guðrúnar náðu fullorðinsaldri tveir bræður hennar, þeir Stefán og Jón, verkamenn, búsettir á Akureyri. Börn Guðrúnar og Sæmundar Þorvaldssonar kaupmanns, f. 1884, d. 1950, eru: 1) Drengur er dó nokkurra mánaða. 2) Kolbrún Inga, sjúkraliði í Reykjavík, f. 1937. Hennar maður er Björn Amórsson járnsmiður, f. 1938. Börn Kolbrúnar og Jóns Aðal- steinssonar læknis, f. 1932 (skil- in), eru Aðalbjörg, f. 1955, henn- ar maður er Jóhann R. Sigurðs- son, f. 1956, sonur Aðalbjargar og Jóhanns V. Ólasonar er Isak Rafael, f. 1972. Guðrún, f. 1956, hennar maður er Guðmundur Okkur langar að minnast Guð- rúnar langömmu með nokkrum orð- um. Þar sem langamma bjó á öðru Reykjalín, f. 1952, og eiga þau tvö börn: Rut, f. 1982, og Stefán, f. 1984. Aðal- steinn, f. 1959, hans kona er Hrefna S. Bjartmarsdóttir, f. 1958 og eiga þau fjögur börn: Magnús Jón, f. 1984, Jökull Sindri, f. 1988, Sunnefa Hildur, f. 1992, og Jón Bjart- mar, f. 1994. Kol- brún f. 1963, hennar maður er Haraldur Ingi Haraldsson, f. 1956, og eiga þau tvö börn: Ásdís Inga, f. 1992, og Ilaraldur Örn, fæddur 1996. 3) Óli Helgi, sjó- maður, f. 1945, hans kona er Sig- ríður Hanna Sigurðardóttir hús- móðir, f. 1947, og eru börn þeirra: Hrafnhildur, f. 1966, hennar maður er Börkur Birgis- son, f. 1966, og eiga þau þijú böm: Bryndís Björk, f. 1986, Kristrún Ösp, f. 1990, og Baldur Óli, f. 1994; Linda, f. 1973, og Heiðar Örn, f. 1976. Guðrún vann við verslunar- störf, lengst af hjá Kaupfélagi Eyfirðinga á Akureyri. Utför Guðrúnar fer fram frá Akureyrarkirkju á morgun, mánudaginn 2. mars, og hefst at- höfnin klukkan 13.30. landshorni en við hittumst við ekki eins oft og vera skyldi. En gott var hana heim að sækja, hún var okkur alltaf ósköp góð og lumaði alltaf á einhverju góðgæti handa okkur. Langamma hafði gaman af því að ferðast og meðan heilsan leyfði sinnti hún handavinnu ýmiskonar, meðal annars prjónaði hún heilmik- ið og nutum við góðs af því. Ófáir eru sokkarnir og vettlingarnir sem hún hefur sent okkur í gegnum tíð- ina og búum við ennþá að þeim. Þannig að þótt hún sé farin frá okk- ur njótum við ennþá hlýju hennar og velgjörða. Við þökkum Guðrúnu langömmu samfylgdina og allar góðu gjafímar og biðjum góðan Guð að gæta hennar vel. Kristur minn, ég kalla á þig, komduaðrúmimínu, gakktu hér inn og geymdu mig, Guð, í faðmi þínum. (Hðf.ók.) Leggég núbæðilífogönd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer, sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgr. Pét.) Magnús Jón, Jökull Sindri, Sunnefa Hildur og Jón Bjartmar. Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Áralöng reynsla. Sverrir Einarsson, útfararstjóri Sverrir Otsen, útfararstjóri Útfararstofa íslands Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300 Allan sólarhringinn. GUÐRÚN ELÍN KRIS TJÁNSDÓTTIR arholti í Reykjavík Jónssonar, en hann drukknaði í fiskiróðri árið 1902. Sigríður fæddist í Pálshúsum í Reykjavík hinn 14. ágúst árið 1883. Hún lést í Reykjavík hinn 11. ágúst árið 1962. Svo vill til, að þau Sigríður í Brautarholti og Tryggvi Pétursson voru þremenningar; móðurafi Sig- ríðar, Árni Guðnason bóndi í Guðna- bæ í Selvogi og föðuramma Tryggva, Petrúnella Guðnadóttir, vora nefnilega systkini, börn Guðna Guðmundssonar bónda og hrepp- stjóra í Guðnabæ í Selvogi, en frá honum er komin fjölmenn ætt. Þau Guðrún og Tryggvi gengu í hjónaband hinn 4. nóvemeber árið 1933. Þegar til þess hjónabands var stofnað vora tímar kreppu og at- vinnuleysis. Það vildi hinum ungu hjónum hins vegar til happs, að Tryggvi hafði sem ungur maður borið út dagblaðið Tímann, m.a. í hús Tryggva Þórhallssonar í Laufási við Laufásveg, síðar forsætisráð- herra. Þeir nafnarnir voru fjar- skyldir, báðir komnir af Halldóri Bi-ynjólfssyni Hólabiskupi. Um það leyti sem Guðrún og Tryggvi giftu sig, var Tryggvi Þórhallsson orðinn bankastjóri Búnaðarbankans og fyr- ir atbeina hans réðst Tryggvi til starfa hjá nýstofnuðum Kreppulána- sjóði. Má því segja að blaðburðurinn hafi orðið eins konar aðgöngumiði að ævistarfi í þjónustu Búnaðar- bankans. Síðar varð Tryggvi fulltrúi og síðar deildarstjóri í víxladeild Búnaðarbankans 1938-1967, og jafn- framt deildarstjóri í afurðalánadeild bankans frá stofnun hennar 1962- 1967. Árið 1967 var hann ráðinn til að stofna útibú Búnaðarbankans í Hveragerði og var hann bankastjóri Árnesinga til 1980 er hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Undir stjórn Tryggva óx vegur Búnaðarbankans í Árnessýslu með ævintýralegum hætti. Auðvitað er viðgangur banka ekki saga eins manns, en hann er hluti af samskipt- um sveitunga við stofnun. Samskipti bænda og bankastjóra, útgerðar- manna, iðnrekenda og allra þeirra er starfsstöðvar reka. En síðast en ekki síst er hann hluti af fjárhags- legu öryggi heimilanna er í harð- bakkann slær. Fáum er til efs, að færari maður hefði vart fundist til að leggja grundvöllinn að bankamál- um Búnaðarbankans í Árnesþingi. Tryggvi var maðurinn sem þekkti fólkið, tryggur heimahögum sínum við sjávarsíðuna og uppsveitum sem barn í sveit. Hann þekkti örðug- leika, kreppuna, og hafði því trúnað beggja vegna Hellisheiðar. Og eftir að Tryggvi fluttist til Hveragerðis tók hann virkan þátt í félagslífi sveitunga sinna, sem fólu honum ýmis trúnaðarstörf. Hann var formaður skólanefndar Hver- gerðinga og Ölvesinga um skeið og einnig safnaðarfulltrúi Hveragerðis- safnaðar, og mun þá ekki allt talið. Á heimili þeirra Tryggva Péturssonar og Guðrúnar Jónasdóttur ríkti sjald- gæfur kærleikur. Þetta var heimili, sem stóð öllum opið, var glæsilegt en rótfast í senn. Ég vil með þessum orðum minn- ast Tryggva frænda míns. Ég kynntist honum fyrst sem bam að aldri í sunnudagsheimsóknum þeirra hjóna. Tryggvi, sem var tæp- lega fjöratíu áram eldri en ég, var svo sannalega náinn frændi, því hann var föðrabróðir minn og Guð- rún kona hans, var móðursystir mín. Tryggvi hélt því stundum fram, að o 1 2 1 2 1 5 Fersk blóm og skreytingar við öll tœkifæri Opið til kl. 10 öll kvöld Persónuleg þjónusta Fákafeni 11, sími 568 9120 1 2 1 2 i 5 o*o«#iot#§Oia ættfræðilega væra dætur hans í raun og vera systur mínar, því við börnin ættum nákvæmlega sömu af- ana og ömmurnar. Mér er það minn- isstætt, að Tryggvi hafði ávallt þann hátt á að heilsa mér með handa- bandi, þó svo að ég væri barnungur. Fullorðnir heilsuðu ekki strákum með þessum hætti á þeirri tíð. Þetta handaband Tryggva var ávallt þétt- ingsfast og sleppti hann ekki hend- inni fyrr en hann hafði vandlega komið fyrir túkalli í lófa mínum. Tú-, kallinn, tvær krónur, vora miklir peningar fyrir strák, sem var að al- ast upp í Vesturbænum í Reykjavík, á áranum milli 1950 og 1960. Venju- lega voru túkallarnir notaðir til rjómaískaupa hjá Guðmundi í Fjólu - á horni Vesturgötu og Ægisgötu. Tryggvi verður jarðaður á morg- un við hlið Guðrúnar konu sinnar. Ég vil fyrir mína hönd og eftirlifandi systkina minna, þeirra Péturs, Þóris Atla, Gústavs Axels og Sigríðar Jó- hönnu, kveðja þennan aldna höfð- ingja og þakka honum fyrir sam- verustundirnar - einnig þakka þeim hjónum, sem nú era bæði gengin, fýrir góðvild og viðmótshlýju, sem hvað ríkust þörf er fyrir í hörðum heimi. Við systkinin sendum dætrum Guðrúnar og Tryggva og fjölskyld- um þeirra hjartanlegar samúðar- kveðjur. Steindór Guðmundsson _ Ástvinir deyja en minningar lifa og það era þær sem gera lífið inni- haldsríkara. Nú er Tryggvi langafi dáinn og þegar við minnumst hans komumst við ekki hjá því að minnast Guðrún- ar langömmu okkar um leið. Þegar við voram litlar stelpur var sunnudagsbíltúrinn ómissandi þáttur í lífinu og þá var oft komið við á Hóla- vallagötunni. Okkur fannst Tryggvi^ afi afskaplega strangur og í hans ná- vist settum við persónuleg met hvað eftir annað í því að vera stilltar og prúðar. En ekki var til einskis barist, því þegar hann var búinn að sann- færast um að við væram þokkalega vel uppaldar fór að færast fjör í leik- inn. Langafi var nefnilega göldróttur, hann gat gleypt peninga og látið hluti hverfa eins og ekkert væri og svo sagði hann sögur sem vora lyginni líkastar. Meðan á öllu þessu stóð töfraði Guðrún amma fram veislu fyrir börn og fullorðna. Enga venjulega veislu, stóra borðstofuborðið var dekkað með hvítum útsaumuðum dúk, fínu stelli og kókið var borið fram í krist- alskönnu. Amma vissi alveg hvað» börnum finnst best; pönnukökur með sultu og rjóma og heimabakað- ar smákökur. Guðrún amma hafði alveg einstakt lag á því að gera hlut- ina góða og fallega. Þegar afi og amma á Hólavalla- götunni kvöddu okkur vora faðmlög- in innileg, góður Guð var beðinn um að geyma okkur og varðveita og blikaði þá oft tár á hvarmi. Nú er þessu öfugt farið, við biðjum góðan Guð að geyma þau og varðveita, en eins og þá blikar nú tár á hvarmi. Ásta D. Jónasdóttir, Sigurlaug M. Jónasdóttir. Cr Þegar andlát ber að höndum Útfararstofa kirkjugarðanna ehf. Sími 551 1266 Allan sólarhringinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.