Morgunblaðið - 01.03.1998, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 01.03.1998, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. MARZ 1998 49 FÓLK í FRÉTTUM ÞEGAR María segir inóður sinni hvers vegna hún ætlar til íslands er eitt af uppáhaldsatriðum Einars Heimissonar. BENJAMÍN Eiríksson á Moskvuárunum. framgengt að hún yrði ástfangin við fyrstu sýn af íslenskum sjó- manni.“ Stúdíóstríð Einar segir eitt af stærri vanda- málum þýskrar kvikmyndagerðar vera hina sterku réttarstöðu fram- leiðenda gagnvart höfundunum. „Mesta togstreitan var við eftir- vinnslu myndarinnar. Þá gerðust hlutir sem komu öllum í opna skjöldu. Ég gerði þau mistök að setja mig ekki nógu vel inn í þýska löggjöf áður en samvinnan hófst. Þar bera samnings- og iðnaðarlög höfuð og herðar yfir höfundarrétt- inn, og er það mjög sérstakt. Helsta sérfræðingi Islands í höf- undarrétti kom gjörsamlega á óvart allar gjörðir framleiðend- anna, sem létu vinna þau atriði sem deilur stóðu um alveg að mér for- spurðum. Hann lét bæta inn rödd Maríu sem sögumanns, aðferð sem ég þoli ekki og er alls ekki mitt höf- undareinkenni. Svo var stríðið í myndinni klippt út og röðinni á at- riðunum breytt. Myndin fór því á markað í Þýskalandi með innskotsefni af dráttarbát sem klipptist ekki sam- an við nærmyndina af leikkonunni sem var tekin í hvalbát, og sögu- röddinni sem stemmdi ekki við söguna. Hljóðið er líka frekar eins og frá 1947 en 1997. Það vantar mörg grunnhljóð og öll þau hljóð sem áttu að stækka þessa litlu mynd. Að stöðva bíómynd sem er kom- in af stað er lögfræðilegt dæmi upp á milljónir í Þýskalandi, og ég hafði ekki efni á því. Ég hefði gengið miklu lengra ef það hefði verið dæmt í þessu máli samkvæmt ís- lenskri löggjöf því þá hefði málið litið allt öðruvísu út fyrir alla að- ila.“ Það má víst læra margt af þess- ari reynslu bæði á jákvæðan og neikvæðan hátt. „I fyrsta lagi mundi ég vilja segja það við alla sem ei-u að búa til sína fyrstu mynd þótt það líti mjög vel út með að gera kvikmynd, þá verði þeir að kynna sér lögfræðilega hlið máls- ins. Líka að kanna nákvæmlega með hverjum þeir eru að fara að vinna og hvaða bakgrunn sam- starfsaðilarnir hafa.“ Ástir Benjamíns Einar vinnur að næstu kvik- mynd sinni sem er enn á handrits- stigi. Margir hafa sýnt hugmynd- inni áhuga, auk þess sem hann fékk handritsstyrk úr Kvikmynda- sjóði íslands sl. fimmtudag. Hann er brátt á fórum til Rússlands til að kanna aðstæður í tengslum við hana, en hann ætlar að fjalla áfram um Benjamín Eiríksson sem fór til Moskvu árið 1935 og upplifði þar ótrúlegustu hluti. Hann varð m.a ástfanginn af Veru, þýskri konu, og eignaðist með henni stúlkubarn sem hann hefur aldrei séð. „Ég var að fá handritsréttinn að efninu Benjamín og Vera og mér þykir mjög vænt um að Benjamín skuli hafa treyst mér fyrir því. Þetta er stórfengleg og stórbrotin ástarsaga með þá kúlissu á bak við sig sem heitir Stalín. Vera hvarf í kjölfar hreinsana sem áttu sér stað í Moskvu. Vera var útlagi sem flúði Hitler, var svo ofsótt af Stalín og átti hvergi heima. I Moskvu tókust ástir miklar með henni og þessum Islendingi og barst leikurinn um mjög stóran hluta þessa ríkis, út að Svartahafi og víðar. Vera var blaðakona og Benjamín fylgdi henni oft og varð m.a. vitni að því þegar þrælar grófu skipaskurð með höndunum upp á hestvagn. Þetta er rosalega spennandi verkefni og uppspretta margra sniðugra atriða. Eins og það að í Sovétríkjunum 1935 var fyrirskip- uð hamingja og allir fóru á grímu- böll Stalíns. Kannski voru sam- skipti fólks þannig í Sovétríkjunum á þessum tíma, að það voru allir á bak við grímur?" MÁ BJÓÐA ÞÉR PL.ÁSS? Rúmgott og spennandi húsnæði til leigu sem auðveldlega má skipta upp í smærri einingar. Hentugt fyrir veitingarekstur og aðra ferðatengda starfsemi sem fellur að núverandi rekstri í húsinu. Upplýsingar Gefnar í SÍMA 892 4121 Ferðamannamiðstöðin við Ingólfstorg sturtil að sækja um NÁMUSTYRKI 'ennur út 15. MARS. «A SUNNUDPGPR Pl-n í Kringlunni i-5 VELKOMIN í KRINGLUNfl í DflG! Það verður létt sunnudagsstemmning í Kringlunni í dag fyrir alla fjölskylduna. Opið frá kl. 1 til 5. NYJPR VÖRUR FULL KRINGLA AF NYJUM VÖRUM Njóttu dagsins og komdu í Kringluna í dag! VERSLflNIR OPNflR I DflG: Body Shop Konfektbúðin Clara, snyrtivöruverslun Kókó Dýrðlingarnir Kringlubíó Eymundsson Jack & Jones Galaxy / Háspenna Musik Mekka Gallabuxnabúðin Nýja Kökuhúsið Gallert Fold Oasis Hagkaup matvöruverslun Penninn Hagkaup sérvöruverslun Sega leiktækjasalur Hans Petersen Sktfan Ingólfsapótek Sólblóm (sbarinn við Kringlubfó Stefanel Kaffihúsiö Vero Moda Kaffitár KRINGMN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.