Morgunblaðið - 01.03.1998, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 01.03.1998, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 1. MARZ 1998 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Það lítur út fyrir að baráttan um borgina verði háð á hverri brú og hverjum gatnamótum í komandi kosningum... Kynningardagur Iðntæknistofnunar og Staðlaráðs Sparnaður fylgir samþætt- ingu umhverfís- og gæðamála Morgunblaðið/Þorkell JÓHANNES Sigurðsson, þjónustustjóri SVR, kynnti gestum aðgerðir SVR í umhverfis- og gæðamálum á kynningardegi Iðntæknistofnunar - í strætó. IÐNTÆKNISTOFNUN og Staðlaráð íslands buðu á fóstudag gestum frá nokkrum fyrirtækjum, stofnunum og samtökum í ferð með strætisvagni þar sem þeir frædd- ust um gæða- og umhverfismál fyr- irtækja. Þetta var sú fyrsta í röð nokkurra uppákoma sem Iðn- tæknistofnun hyggst standa fyrir á árinu í tilefni 20 ára afmælis stofn- unarinnar. Ferðin hófst við Iðntæknistofn- un snemma morguns, þaðan sem ekið var í strætisvagni að Morgun- blaðinu og Húsasmiðjunni, þar sem starf þeirra og Strætisvagna Reykjavíkur á sviði umhverfis- og gæðamála var kynnt. Dagskránni var fram haldið á Iðntæknistofnun, þar sem fulltrúar frá Rafmagns- veitu Reykjavíkur, Plastprenti, Hans Petersen, Bakkavör og Mal- bikunarstöðinni Höfða kynntu starf sitt, auk þess sem Iðntækni- stofnun og Staðlaráð voru með kynningu á þjónustu sinni á þessu sviði. Að sögn Guðbjargar Björnsdótt- ur, markaðsstjóra Iðntæknistofn- unar, voru undirtektir þátttakenda mjög góðar og almenn ánægja með að fara út í fyrirtækin og kynnast reynslu þeirra á vettvangi. „Með þessu viljum við leggja áherslu á að fólk h'ti ekki á umhverfis- og gæðastjórnunarmál sem tvo að- skilda þætti heldur atriði sem nauðsynlegt er að tengja saman. Umhverfissvið Iðntæknistofnunar gaf nýlega út handbókina Hreinni framleiðslutækni og með því efni erum við að reyna að stuðla að því að fyrirtæki taki fyrstu skrefin í þessa átt. Þar leggjum við meginá- herslu á að með því að sinna um- hverfismálum og skipuleggja sig með tilliti til gæða séu fyrirtækin ekki að auka hjá sér kostnað og álögur heldur raunverulega að spara,“ segir Guðbjörg. Áþreifanleg dæmi um eðlisfræði skíðaiðkunar EÐLISFRÆÐINGURINN Guy Bagnall, sem er einn kunnasti framhaldsskólakennari Bretlands, heldur fyrirlestur um Eðlisfræði skíðaíþróttarinnar mánudags- kvöldið 2. mars, kl. 20.30. Fyrir- lesturinn verður haldinn í stofu 158 í húsi Verkfræði- og raunvísinda- deildar HÍ (VR II) við Hjarðar- haga í Reylqavík. Bagnall mun styðja mál sitt með áþreifanlegum dæmum. Hann hef- ur stundað skíði með nokkuð öðr- um hætti en almennt gerist. Bagnall rennir sér gjaman með sína tegund skíða á hvorum fæti og rannsakar rennsli þeirra og aðra eiginleika í Ijósi lögmála eðlisfræð- innar. Hann hefur áður flutt þenn- an fyrirlestur víða um Bret- landseyjar og hefur hann vakið mikla athygli. Guy Bagnall kemur hingað í boði framkvæmdanefndar Ólympíuleika í eðhsfræði og Eðlisfræðifélags ís- lands. Undirbýr Ólympíuleika Hann mun aðstoða við undirbún- ing leikanna sem haldnir verða í Reykjavík 2.-10. júlí í sumar og er menntamálaráðuneytið gestgjafi þeirra. Búist er við um 600 þátttak- endum víðs vegar að. Fyrirlesturinn er öllum opinn, en nemendur og kennarar á fram- haldsskólastigi eru sérstaklega hvattir til að koma. Stefnumótunarfundur í heilbrigðistækni Heilbrigðiskerfið getur skapað tekjur líka Jón Bragi Björgvinsson FUNDUR um stefiiumótun í heil- brigðistækni verður haldinn á Hótel Örk 5. og 6. mars næstkomandi. Fundurinn hefst á hádegi hinn 5. og lýkur á hádegi næsta dag. Rannsóknar- ráð íslands, RANNÍS, stendur um þessar mund- ir fyrir úttekt á heilbrigð- istækni á Islandi í Sam- vinnu við Samtök iðnaðar- ins, heilbrigðis- og trygg- ingaráðuneytið og Heil- brigðistæknifélag Is- lands. Markmið úttektarinnar er að fá yfirlit yfir stöðu heilbrigðistækni á ís- landi, starfsskilyrði og framtíðarmöguleika. Einnig er hugmyndin sú að vinna að stefiiumótun og tillögum um æskilegar að- gerðir sem geta orðið þessu sviði atvinnulífsins til fram- dráttar. Heilbrigðistæknifélagið átti frumkvæði að verkefninu sem styrkt er af RANNÍS. Rannsóknarráðið skipaði verk- efnisstjóm og réði verkefnis- stjóra og styrkir framkvæmd- ina. Verkefnisstjóri er Jón Bragi Björgvinsson en aðrir í stjóm þess era Baldur Þorgils- son, Davíð Lúðvíksson, Helgi Kristbjamarson, Hilmar Janus- son, Hörður Jónsson, Ingimar Einarsson og Þórarinn Gísla- son. - Hvað er heilbrigðistækni? „Heilbrigðistækni tekur yfir það svið sem tengist tækjabún- aði, tækni og tækniþekkingu sem notuð er á heilbrigðisstofn- unum og starfsemi tengdri líf- tækni, heilsuvemd og læknavís- indum. Hér er að stómm hluta um að ræða svið sem á ensku er kallað „biomedical engineer- ing“. Islendingar hafa til þessa fyrst og fremst verið þiggjend- ur hvað heilbrigðistækni varðar en nú er að verða breyting á.“ - Hverjum er fundurinn ætl- aður? „Markhópamir fyrir þennan fund era þrír, það er framleið- endur vöru og þjónustu á heil- brigðistæknisviðinu, þeir sem vinna að rannsóknum og þróun, til dæmis læknar, starfsmenn tæknideilda sjúkrahúsa, rann- sóknastofnana sem ekki heyra beint undir heilbrigðiskerfið, nemendur háskóla og fleiri. í þriðja lagi not- endur, fyrst og fremst á heilbrigðisstofnun- um, en einnig starfs- menn ráðuneyta og stofnana sem koma að rekstri, skipulagn- ingu og stefnumörkun.“ - Hvernigkemur úttektin til? „Nokkur fyrirtæki á þessu sviði áttu óformlegt samstarf fyrir um það bil tveimur árum síðan á ráðstefnu sem haldin var í Finnlandi og í kjölfarið fóra menn að ræða ýmsa sam- eiginlega hagsmuni og vanda- mál sem allir era að fást við. I framhaldi af því var Ieitað til Samtaka iðnaðarins og Rann- sóknarráðs íslands til þess að gera úttekt og greina þau vandamál sem fyrir hendi eru á ► Jón Bragi Björgvinsson fæddist í Reykjavík árið 1963. Hann lauk stúdentsprófí frá Menntaskólanum á Laugar- vatni árið 1983 og BS-prófi í rafmagnsverkfræði frá Há- skóla Islands árið 1987. Að því búnu starfaði hann hjá Verk- fræðistofnun Háskóla íslands frá 1987-1989, fór þvínæst í framhaldsnám til Bandaríkj- anna og útskrifaðist með meistaragráðu í rafmagns- verkfræði frá Vanderbilt-há- skólanum í Nashville í Tenn- essee árið 1991. Hann starfaði hjá Verkfræðistofnun Háskól- ans 1991 og 1992 en stofnaði þá fyrirtækið Skyn ehf. ásamt fjórum verkfræðingum. Jón Bragi er framkvæmdasljóri fyrirtækisins. Eiginkona hans er Marsha L. Daniel ensku- kennari og eiga þau einn son. þessu starfssviði og reyna að leita leiða til þess að bæta starfsumhverfið og efla nýsköp- un og þróun á þessu sviði.“ - Eru mörg sóknarfæri á þessu sviði? „Við eram með töluvert sterkt heilbrigðiskerfi hér og teljum að séu sóknarfæri fyrir sölu á þessari þjónustu og þekk- ingu eriendis. Heilbrigðiskerfi á Vesturlöndum velta gífurlegum fjármunum og í stað þess að einvörðungu sé um kostnað að ræða hefur sú stefna verið tekin að nýta þekkinguna til þess að skapa sér tekjur líka með því að selja vöru og þjónustu til annarra landa. A næsta áratug munu töluvert miklir fjármunir fara í upp- byggingu á upplýsingatækni til þess að heilbrigðiskerfið geti þróast á sama hátt og annars staðar." - Hversu mikið höfum við flutt út af tækjabúnaði? „Stoðtæki og lyf hafa verið stór hluti af útflutningi síðustu ár en önnur lækningatæki og sérhæfður hugbúnaður fer stöðugt vaxandi. Störf í þessum fyrirtækjum skipta hundruðum og velta í útflutningi skiptir hundruðum milljóna, kannski nálægt milljarði. Með því að efla þetta svið mætti afla þjóðarbú- inu milljarða á ári.“ Sóknarfæri fyrir sölu á þessari þjón- ustu og þekk- ingu erlendis
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.