Morgunblaðið - 01.03.1998, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 01.03.1998, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. MARZ 1998 19 yngstur um borð, kom í fyrrasumar. Hinir hafa verið allt upp í tuttugu ár, jafngamlir skipinu sem stendur á tvítugu í sumar. I fyrsta kastinu eru innan við fímmtíu tonn. Það þykir lítið. „Jæja,“ segir Willard, „það er ágætt að fá smá ballest í bátinn, hann læt- ur hálfilla svona tómur.“ Sex eða sjö vindstig, rétt við frostmarkið. „Kaldaskítur," segir Þórhallur 1. vélstjóri. Strákarnir á dekkinu eru búnir að kanna samsetninguna í afl- anum. „Eintómur kall!!“ „Við fær- um okkur aðeins," segir Willard. „Við verðum að fínna kellingarnar." Klukkan 5 er kastað aftur. Allan tímann meðan verið er að athafna sig, finna lóðningar og spá í spilin eru hin skipin allt um kring. Raddir skipstjóranna heyrast jafnt og þétt í talstöðinni. Þeir tala sig saman og láta hver annan vita af fyrirætlunum sínum svo ekkert komi á óvart. „Menn eru að keppast við að ná sem mestum afla og það gengur best ef unnið er svolítið saman líka,“ segir Willard. Annað kastið lofar góðu. „Tæp þrjú hundruð tonn,“ segir Rúnar 1. stýrimaður. Merkilega spennandi veiðiskapur, hugsa ég og Árni 2. vélstjóri útskýrir veiðiaðferðina.' Fyrst þarf að ná lóðningunni og átta sig á stefnu torfunnar. Síðan er kastað þvert íyrir stefnuna og nótin lögð í hring. Skipinu er siglt að hluta inn í hringinn og svo bakkað rólega út þar til endinn hefur verið tekinn um borð og nótin snurpuð saman að neðanverðu. Þá er nótin dregin um borð þar til aflinn situr í poka við skipshliðina. Þá er dælunni slakað ofan í nótina og dælt í skilj- una, sem skilur að sjó og loðnu, sjórinn fer útbyrðis og loðnan ofan í lest. Mjög einfalt, þegar maður kann það. Strákarnir á dekkinu kunna þetta svo sannarlega og jafn- óðum og nótin er dregin inn leggja þeir hana niður á afturdekkið til- búna fyrir næsta kast. Það gefst lít- ill tími til hvíldar þegar veiðiskapur- inn er í hámarld, menn skjótast nið- ur og fá sér í svanginn þegar stund gefst á milli kasta. Klukkan 9 að kvöldi er kastað í þriðja sinn. Þetta er ekki síðra kast en hið fyrra og eftir tæpa tvo tíma eru komin ríflega 700 tonn í lestina. Aftur er kastað en nú rifnar nótin á kafla og strákarnir setjast í sauma- skap um stund. Á meðan hringsólar Willard um slóðina og skoðar lóðn- ingar. „Hún hefur dreift sér núna á norðurfallinu," segir hann. Ég hvái. „Það eru fallaskipti núna. Hún dreifir sér greinilega um leið,“ út- skýrir Willard. Hann er hugsi því ýmsir möguleikar koma til greina. Kannski væri hentugast að skjótast inn á Hornafjörð og landa þessum slatta og fara beint út aftur. Strák- arnir reyna að veiða eitthvað upp úr kallinum en hann svarar engu en horfir einbeittur út í myrkrið. Yeiðimaður af lífi og sál. Hann slekkur öll ljós í brúnni og á dekk- inu, „...til að fæla ekki fiskinn,“ segja strákarnir. Mínúturnar verða að klukkustundum. Strákarnir eru tilbúnir að stökkva út þegar kallið kemur. Klukkan hálffjögur er ræst út. Kastað í fimmta sinn. „Þetta er kökkur, við tökum lítið,“ segir Will- ard. Nótin er dregin lítinn hring og snurpuð strax. „Fimm hundruð tonna kast,“ segir Rúnar stýrimað- ur og brátt flæðir loðnan um allt skip. Loðna, sjór, múkki og myrk- ur. Sjö vindstig og gengur á með éljum. Þegar 1.150 tonn eru komin í skipið eru allar lestar fullar. Enn er slatti í nótinni. „Við verðum að sleppa þessu niður,“ segir Willard. „Þetta er of lítið til að gefa öðrum.“ Svo er gengið frá öllu, troðfullum lestunum lokað kyrfilega, skipið drekkhlaðið, ríflega fet uppúr um miðbikið. í matsalnum eru allir kampakátir og taka hraustlega til matar síns. „Hvert fórum við með þetta, Villi?“ spyrja strákarnir. „Á Seyðisfjörð," er svarið. Stímið er tekið til baka, lengri sigling í vænd- um en í upphafi, við höfum elt loðn- una suður á bóginn, síðasta kastið var tekið talsvert sunnan við Lóns- bugtina. „Hún er komin af stað aft- ur,“ segir Willard. „Hún verður sunnar og vestar þegar við fmnum hana næst.“ LOÐNAN flæðir í miðlestina. Morgunblaðið/Ásdis GERT klárt fyrir annað kast. 1 « if Æmm! HLUTFALL kalla og kellinga í hverju kasti skiptir meginmáli. SAMHENTIR við saumaskapinn, strákarnir. GRINDVÍKINGUR drekkhlaðinn við bryggju á Seyðisfirði eftir velheppnaðan túr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.