Morgunblaðið - 01.03.1998, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 01.03.1998, Blaðsíða 50
50 SUNNUDAGUR 1. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM Á kafi í heimsmetum og hugleiðslu Ashrita hefur sett 54 heimsmet New York er þekkt fyrir að vera stærst og mest í öllu. Einn íbúa borgarinnar á sér sér- stakt áhugamál, sem felst í að slá öðrum manneskjum við á ólíklegustu sviðum. Maður- inn heitir Ashrita Furman og hefur sett fleiri heimsmet en nokkur annar maður. Hann sagði Guðmundi Ásgeirssyni frá heimsmeta- áráttunni og lífsviðhorfum sínum. HEIMSMETABÓK Guinn- ess er þekktasta skrá sem til er í heiminum yfír heimsmet. Saga bókar- innar er rakin til nfrildis nokkurra skotveiðimanna á Irlandi 1954, um hvaða tegund villibráðar flygi hrað- ást. Fyrsta bókin kom út í október 1955 á vegum Guinness-bruggverk- smiðjunnar. Hún þaut rakleitt í fyrsta sæti enska metsölulistans og á heimsmet í að hreppa það eftirsókn- arverða sæti, sem hún hefur gert í hvert skipti sem hún hefur komið út síðan. Heimsmet í heimsmetum Engin bók, fyrir utan Biblíuna, hefur selst í jafnmörgum eintökum. Byrir tíu árum var reiknað út að ef ^eldum eintökum bókarinnar væri raðað hverju ofan á annað væri haugurinn á hæð við 168 Everest- tinda. Ef frá er talið heimsmet í heimsmetum, sem honum finnst sjálfum hálfgert svindl, hefur Ashrita Furman fengið nafn sitt skráð í bókina 54 sinnum. „Sem stendur á ég ellefu heims- met,“ segir Furman. „Heimsmet eru mörg þess eðlis að maður heldur þeim ekki lengi. Aðrir eru stöðugt að bæta metin og til að endurheimta þau verður maður að vinna stöðugt að því. Mörg þeirra meta sem ég hef sett eru einmitt af þessu tagi, og núna er ég að æfa fyrir tilraun til að endurheimta met í göngu með mjólk- urflösku á höfðinu. Þegar ég stefni að meti einbeiti ég mér algerlega að því einu. Þó hef ég ákveðið að snúa mér næst að meti í pokahlaupi. Sú grein er nýlega komin á blað hjá Gu- inness. Fyrsta heimsmetið sem ég setti Flecœpeysyr ^we og utivistarjakkar Valpine Dömu- og herrasnið Cortína sport Skólavörðustíg 20, s. 552 1555 SPSRSBSISI 'íí’!tS®S8slS WSiM 2 VIKUR TIL NÁMSKYNNINGAR 1998 SUNNUDAGINN 15. MARS N.K. hefur * Ashrite blö«,vönduWheL.StærStÍ fólst í að hoppa á kengúrupriki upp Fuji-fjall í Japan og niður aftur. Síð- an hef ég mörgum sinnum misst og endurheimt met í vegalengdum í þessari eftirlætisgrein minni. Sem stendur á ég metið sem er 36,8 km. Eg á tvö heimsmet í kollhnís. Annað er lengdarmet, 19,6 km án þess að nema staðar. Reglurnar segja að ein- ungis megi staðnæmast til að kasta upp. Hitt er tímamet á 1,6 km, sem ég fór á 19 mín. og 32 sek. [meðal- hraði u.þ.b. 5 km/klst.]. Eins á ég tvö met í að halda bolt- um á lofti á hlaupum. Annað er fyrir maraþonhlaup, 42 km með þrjá bolta á lofti í einu á 3 klst. og 22 mín. Hitt er 80 km hlaup, líka með þrjá bolta. Þessa vegalengd hljóp ég á 8,52 klst. Svo á ég met í að rekja körfubolta lengra en nokkur annar á einum sól- arhring, þ.e. 154,4 km. Eg á met í að halda á stórum múrsteini (4 kg) í annarri hendi og ganga með hann án þess að sleppa eða skipta um tak. Vegalengdin var 123,2 km. sem ég gekk á u.þ.b. 25 tímum. Þetta er sennilega erfiðasta met sem ég hef sett, en það gerði ég í október á síð- asta ári. Einnig á ég met í að hoppa parís. Það fólst í að ijúka sem flestum leikj- um á einum sólarhring, eða 434 leikj- um. Djúpar hnébeygjur eru miðaðar við lárétta stöðu lærleggjarins. Met- ið mitt í þeim er 4.449 á einni klukkustund. Lengsta samfellda vegalengd á einhjóli aftur á bak eru 84,8 km, sem er heimsmet. Að lokum á ég met í að halda stórum bjórglös- um í jafnvægi á hökunni. Miðað er við minnst tíu sekúndur og mér tókst að halda 57 glasa tumi í þann tíma. Fyrra metið var 50 glös. Sum metanna hljóma kjánalega, en öll krefjast þau mikils úthalds, einbeitingar og sum hver talsverðrar nákvæmni. Mér finnst gaman að fletta heimsmetabókinni og leita uppi áhugaverð met til að glíma við. Þrjú metanna að ofan eru ekki kom- in í bókina ennþá, því að þau voru sett eftir að sú síðasta kom út. Þau koma í næstu útgáfu ef ég held þeim svo lengi.“ Áhugamálið er lífsviðhorf Það hlýtur að vera gríðarleg vinna á bak við öll þessi met, hugsar blaða- maður með sér, og Furman er spurður hvort hann sé atvinnumaðiir í heimsmetum. „Nei,“ er svarið. „Ég rek heilsuvöruverslun, en metin eru mitt helsta áhugamál. Þau eru reyndar meira en áhugamál, því þau eru þáttur í lífsviðhorfi mínu og heimspeki. Ég legg stund á hugleiðslu og að- hyllist kerfi meistarans Sri Chinmoy í þeim efnum. Ég hef stundað hug- leiðslu í tuttugu og fimm ár með það að markmiði að rjúfa þau takmörk sem hugurinn setur og ná snertingu við æðri mátt. Heimsmet er þægilegt takmark til að vinna að með aðstoð hugleiðslu. Það er afmarkað og skýrt viðfangsefni sem auðveldar nauðsyn- lega einbeitingu. Með þjálfun fyrir heimsmetin hef ég ræktað með mér ólíklegustu hæfileika, en ég trúi því að allir geti gert eitthvað alveg sér- ASHRITA á heimsmetið í kengúruhlaupi, uppáhaldsgrein sinni, sem er 36,8 kílómetrar á tólf og hálfri klukkustund. _____ ,^ANN hefu«- rakið körfubolta M^^SaÍring434 LENGSTA samfellda vega- lengd á einhjóli sem farin lief- urveriðafturábakeru84,8 km og er það heimsmet As- hrita - hvers annars. stakt, þótt þeir geri það ekki endi- lega fyrir Heimsmetabók Guinness. Ég er þeirrar skoðunar að sérhver manneskja búi yfir ótakmörkuðu afli, nægilegu til að framkvæma ým- islegt sem virðist óframkvæmanlegt. Hugurinn setur mönnum mörk og skilgreinir hvað er hægt og hvað ekki. Ef landamæri hugans eru rofin losnar um þessar skilgreiningar og allt verður hægt. Hugleiðsla er að- ferð við að yfirvinna þau takmörk ASHRITA hélt 57 , "rnÍ með hjórglösu jafnvæg, á hökumu , sekúndur. sem maðurinn setur sjálfum sér. Með aðferðum hennar má hemja sársauka sem getur verið gríðarleg- ur í ýmsum þrekraunum. Einbeiting er grundvallaratriði í hugleiðslu og það er hæfiíeikinn til að einbeita sér sem jafnframt er mikilvægasti þátt- ur hvers heimsmets. Hugleiðslan og heimsmetaþjálfunin styðja þannig hver aðra, því að metin þjálfa ein- beitinguna, sem er lykilatriði í hug- leiðslu."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.