Morgunblaðið - 01.03.1998, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 01.03.1998, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. MARZ 1998 47 FÓLK í FRÉTTUM í ( ( i < ( < ! ERLENDAH Berglind Ágústsdóttir listastelpa fjallar um nýjustu geislaplötu Madonnu, „Ray of Light“ sem kemur út á morgun. Poppæla með snilldarslettum | NÚ ER Madonna komin með nýja plötu og mér skilst að þetta sé ' íyrsta stúdíóplatan í fjögur ár. Auð- ( vitað er fáránlegt að ég, einhver lít- il listatíta á Islandi, sé að gagnrýna drottninguna en ég læt mig hafa það. Mér líst nú ekkert á þetta fyrst konan lítur út eins og Cheryl Crow, hipparokkleg með krullur. Ég elskaði auðvitað sexý-sterku- tíkina-tímabilið en hér fer lítið fyrir því. Hún er auðvitað orðin mamma , sem mýkir mann upp og færir manni nýja sýn á lífið enda er plat- ( an full af boðskap og þroska j (Ja . . .). Það var ekki fyrren við þriðju hlustun að sum lögin fóru að virka. Þá hlustaði ég líka á hana í vasadiskói sem hljómar miklu bet- ur. Öll litlu hljóðin eru nær manni og maður heyrir meira hvað platan er mikið unnin. Platan byrjar á laginu „Substit- ( ute for Love“ sem segir okkur hvað I frægðin sé innantóm og er Ma- . donna búin að komast að því, - gott ' hjá henni. Bara svoldið flott þar til hún byrjar að rokka, já nei, og svo er endinn hræðilegur. Lag tvö er ekta svona lag sem ég mundi fíla að dansa við með tilheyr- andi látbragði á „gay“-diskóteki á fimmtudegi á 22. Annars þoli ég það alls ekki en maður fær textann, sem er hræðilegur, algjörlega á heilann og stendur sjálfan sig að því að syngja með í tíma og ótíma. Rokklag númer þrjú fínnst mér algjör æla og Sælgætisilmvatns- stelpa númer fjögur virkar ekki. Lag númer fimm, „Skin“, er aft- ur á móti ekta tryllt dansgólfs- drama. Fíla þetta. Sveitt í plastkjól með fullt af diskóljósum. Fullt af yndislegum poppklisjum, en líka smá snilld. Go-go Madonna. Lag sex er annað svona „gay“- diskólag, betra en hitt. Einhvern veginn virkar sumt hvergi nema á „gay“-diskótekum en þá líka virkar það í tætlur (Þórir skelltu því á!). Mér fannst lag númer sjö ekkert spes og lag númer átta var algjört helvíti þrátt fyrir jákvæða jógapæl- ingu. Stökktu til Kanarí 24. mars frá kr. 29.932 Heimsferðir bjóða nú einstakt tilboð þann 24. mars til Kanaríeyja. Þú tryggir þér sæti í sólina í 1 eða 2 vikur og 5 dögum fyrir brottför hringjum við í þig og látum þig vita á hvaða hóteli þú gistir. Kanaríeyjar eru vinsælasti áfangastaður Evrópubúa og þar er yndislegt veður í marsmánuði og þú nýtur rómaðrar þjónustu fararstjóra Heimsferða allan tímann. Verð kr. 29.932 M.v. hjón með 2 böm í viku, 24. mars. Verð kr. 49.960 M.v. 2 í íbúð/smáhýsi, 24. mars í 2 vikur Verð kr. 39.960 M.v. 2 í íbúð/smáhýsi, 24. mars í viku. Austurstræti 17, 2. hæð • sími 562 4600 En lag númer níu, Frozen, er al- veg yndislegt lag til að hlusta á í ástarsorg liggjandi uppi í rúmi með bangsa í fanginu. Æi, ég bara verð að segja það: Ég er ýkt veik fyrir svona dramaklisjum. Yndisleg byrj- un; strengir og sniðug hljóð; dramahápunktur í miðjunni; - og yndislegur klisjuástartexti. „Þú ert frosin þegar hjarta þitt er ekki op- ið.“ Ekta Madonna. Ég hef enga spes skoðun á lagi tíu. Svona sætt popplag með boð- skap. Svipað er með lag ellefu sem er svona suðrænt. Keyra í blæjubíl á malbikuðum fjallavegi, alvarleg, horfa beint fram og inn á milli skjótast draumsýnir af íðilfógrum suðrænum karlmönnum. Æi, ég veit ekki. „Little star“, lag númer tólf, er óður til litlu stjömunnar hennar Madonnu. Æi, það er svo yndislegt að vera mamma (held ég). Ég ætla að sleppa því að tala um síðasta lagið. í heildina finnst mér þetta ósköp vel unnin seif poppplata með öllum nýjustu tískuhljóðunum. Mér finnst að gellan hefði bara átt að kýla þetta alla leið. Söngurinn hjá henni er oft flottur en stundum dálítið mikið af honum. Og ég fíla alls ekki þegar hún er að rokka. Sem sé al- gjörlega seif poppæla með smáfrá- bæram snilldarslettum inn á milli sem venst vel og kemur hvorki á óvart né veldur vonbrigðum. Tékkið á drottningunni. k % c r 1 OKIPAGE 4m er tilbúinn til notkunar fyrir bæði MacOS og Windows samhæfðar tölvur. Peningunum og kostar aðeins ... ~[ Reiknaðu með OKI. Það er mun ódýrara að reka OKIPAGE 4m geislaprentara en bleksprautuprent- ara í sama verð- flokki. Reiknaðu dæmið sjálf(ur), með fyrstu 50 prenturunum fylgir OKI reiknivél. * gódur á alla kanta Söluaðilar:__________________, ___________ Tœknlval \EjS3 Skeifan 17 - 550 4000 Apple-Umboðið ' ^ Reykjavíkv. Haf • 550 4020 skipholt 21 • 511 5111 Grensásvegur 10 • 563 3000 29.9007-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.