Morgunblaðið - 01.03.1998, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 01.03.1998, Blaðsíða 36
36 SUNNUDAGUR 1. MARZ 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞÓRUNN KATRÍN BJÖRNSDÓTTIR + Þórunn Katrín Björnsdóttir var fædd á Fagurhóli, Austur-Landeyjum, 17. júní 1913. Hún lést á Elliheimilinu Grund 23. febrúar síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Kristín Þórðardóttir húsfreyja, f. 24. nóv. 1870, d. 2. okt. 1940, og Björn Einarsson, ^•-bóndi, f. 19. júní 1863, d. 17. apríl 1941. Hún var yngst sjö systkina, Unnar hálfsystur í föðurætt og alsystk- inanna Sigurðar, Kjartans, Guð- rúnar, Ragnars og Þorbjargar og lifði þau öll. Katrín ólst upp á Fagurhóli hjá foreldrum sínum. Hún fluttist til Reykjavíkur rúm- lega tvítug og átti heima þar mestan hiuta ævinnar. Katrín eignaðist eina dóttur, Kristínu Ingibjörgu, f. 17. okt. 1938, með sambýlismanni sínum Hafsteini Björnssyni miðli, sem fæddist á Syðri-Hofdölum í Við- víkurhreppi í Skagafírði 30. okt. 5=1914, d. 15. ágúst 1977, og bjuggu þau saman í fimm ár, 1937-1942. Eiginmaður Kristín- Mér er efst í huga þakklæti til forsjónarinnar fyrir að hafa gefið okkur jafn yndisíega manneskju og hana Katrínu móðursystur mína, sem við erum að kveðja í dag. Hún gegndi stóru hlutverki í æskuheimi mínum, falleg og geislandi af lífs- gleði og þrótti. Þegar eitthvað blés ^ móti og ég þurfti huggunar við var gott að leita til hennar. Tárin þomuðu á augabragði og fyrr en varði var ég líka komin í gott skap og farin að hlæja með henni. Það má segja að þetta samskipta- munstur hafi haldist alla tíð síðan og ég hafi alltaf farið ríkari og glaðari af hennar fundi. Líf hennar var fyrst um sinn í líkum farvegi og líf ungra stúlkna til sveita á fyrri hluta aldarinnar. Þegar hún óx úr grasi fór hún á vertíðir í Vest- mannaeyjum og síðar til Reykja- víkur og réð sig í vist. Þar kynntist hún Hafsteini Bjömssyni, sem þá var að þroska sína sérstöku hæfi- leika sem miðill. Þau hófu sambúð •)£g eignuðust eina dóttur, Kristínu Ingibjörgu, 1938. Þegar sambúð- inni lauk nokkram áram síðar fór ar er Svavar Martin Carlsen, f. 10. apríl 1938, og eiga þau fimm börn; Kjartan, f. 1957, kvæntur Sigríði Björnsdótt- ur; Hafstein Þór, f. 1958, kvæntur, Randý Friðjónsdótt- ur; Önnu Kristínu, f. 1960, gift Jóhanni Guðmundssyni; Elsu Ingibjörgu, f. 1961, og Svavar Martin, f. 1963, d. 1974. Lan- gömmubörnin eru 15. Katrín gegndi húsvarðarstöðu í Kvennaskóla Reykjavíkur frá 1945 og þar til hún veiktist af mænuveiki 1946, en varð þá að láta af störfum vegna veikind- anna. Hún dvaidist á Farsóttar- húsi Reykjavíkur vegna fötlunar til ársloka 1949 en flutti þá á Elliheimilið Grund og bjó þar til dauðadags. Skömmu eftir komu sína þangað hóf hún störf á saumastofu Grundar og starfaði þar frá 1950-1993. Útfór Katrínar fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 2. mars og hefst athöfnin klukkan 15. hún að vinna fyrir sér og dóttur sinni. Kristín móðir Köllu veiktist al- varlega árið 1939. Þá fór Kalla með dóttur sína heim til foreldra sinna og annaðist móður sína og hélt bú- skapnum gangandi ásamt systkin- unum Þorbjörgu og Ragnari og Sigríði fóstursystur þeirra. Kristín lést í október 1940 og Björn í apríl 1941 og þá var heimilið leyst upp. Árið 1945 gerðist hún húsvörð- ur við Kvennaskólann í Reykjavík og fékk íbúð í skólanum. Þangað flutti líka systir hennar, Guðrún með dóttur sína Elsu, þá er ritar þessi orð, og hjálpuðust þær syst- ur að við þau störf sem sinna þurfti. Kalla var heima við, vann í skólanum og sá um Kristínu og Elsu, en Guðrún var saumakona og tók að sér ræstingar að loknum vinnudegi á saumastofunni. Þetta gekk allt að óskum fyrsta árið. Það ríkti góður andi hjá þessari óvenjulegu kjarnafjölskyldu og líf- ið blasti við þeim systrum eftir ýmsar þrengingar, sem þær höfðu gengið í gegnum og dæturnar + Ástkær faðir okkar, bróðir, tengdafaðir og afi, SIGTRYGGUR VIÐAR STEINÞÓRSSON, Fannborg 1, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Seljakirkju fimmtu- daginn 5. mars kl. 13.30. Þorsteinn Viðar Sigtryggsson, Inga Þórsdóttir, Stefán Viðar Sigtryggsson, Gísli Jóhann Sigtryggsson, Janneke Gradstein, Hjördís Ósk Sigtryggsdóttir, Erla Björk Steinþórsdóttir, Theódóra Steinþórsdóttir, Egill Þór Steinþórsson og barnabörn. Útför ömmu okkar og langömmu, INGIBJARGAR TORFADÓTTUR, Sólheimum 23, Reykjavik, fer fram frá Fossvogskapellu mánudaginn 2. mars kl. 13.30. Ingibjörn Torfadóttir, Ásgeir Torfason, Freyja Torfadóttir og langömmubörn. vora hæstánægðar með fyrir- komulagið. En þá gerðist nokkuð óvænt og afdrifaríkt. Kalla fékk mænuveik- ina sem þá geisaði sem faraldur haustið 1946. Annar fóturinn lam- aðist og hún var flutt á Farsóttar- hús Reykjavíkur ásamt mörgum öðram sem veiktust um svipað leyti. Kristín fór í fóstur til Þor- bjargar móðursystur sinnar og eig- inmanns hennar Ragnars Jónsson- ar, sem bjuggu að Bollakoti í Fljótshlíð og dvaldist hjá þeim næstu tíu árin, Guðrún og Elsa vora áfram í Kvennaskólanum, en Kalla dvaldi á Farsótt langa hríð og hennar beið þrotlaus vinna við endurhæfingu og að ná aftur sem mestu af því sem glataðist á einni nóttu. Þótt mænuveikin lamaði Köllu megnaði hún ekki að buga hana. Hún hélt sinni hugarró og hún átti heilar hendur sem hún notaði óspart. Það kom smám saman í ljós að Kalla myndi ekki geta séð um sig og sína miðað við þær aðstæður og þá hjálp sem samfélagið veitti fólki í hennar sporam á þessum áram. Það úrræði sem henni bauðst og hún varð að sætta sig við var að fara til dvalar á Elliheimilið Grand. Þangað fór hún í árslok 1949 og bjó þar til æviloka eða í rúm 48 ár. Eg ætla að fara fljótt yfir sögu, en skemmst er frá því að segja að Kalla gafst ekki upp þótt ekki væra þetta glæsilegar framtíðar- horfur. Hún reyndi að gera það besta úr aðstæðum sínum og skömmu eftir að hún flutti þangað fór hún að vinna á saumastofu Grandar og vann þar hluta úr degi í 43 ár eða þar til hún varð áttræð. Hún var því bæði vistmaður og starfsmaður og eignaðist marga góða vini í beggja hópi, en oft þurfti hún að sjá á bak vinum og félögum eðli málsins samkvæmt. Gísli Sigurbjömsson, fv. forstjóri Grandar, og fjölskylda hans lærðu fljótt að meta handaverkin hennar og mannkosti og sýndu þau henni mikla hlýju og lögðu þau og starfs- fólk Grandar sig fram um að létta henni lífið eftir því sem kraftar hennar dvínuðu. Þegar litið er yfir þennan sérstæða æviferil verður ekki annað sagt en að Kalla hafi verið hetja, sem barðist við ofurefli og hafði sigur. Eg býst við því að það sem hafi knúið Köllu áfram og gefið henni mestan þrótt til að gefast ekki upp hafi verið Kristín dóttir hennar, en samband þeirra var ákaflega náið og rofnaði ekki þrátt fyrir langan aðskilnað. Þegar Kristín óx úr grasi flutti hún til Reykjavíkur og gekk að eiga Svavar Martin Carl- sen og eignuðust þau fimm mann- vænleg börn. Tók Kalla virkan þátt í uppeldi þeirra, gleði og sorgum. Erfiðast var að sjá á bak Svavari Martin yngri, sem lést af slysfór- um 1974. Þá fengum við að sann- reyna enn einu sinni hver styrkur hennar var. En framvinda lífsins hefur sinn gang og senn fóra langömmuböm að bætast í hópinn og era þau orðin 15 talsins. Fjórði ættliðurinn boðar komu sína innan skamms og er Kalla langkynsælust afkomenda Fagurhólshjónanna. Kalla átti fagurt ævikvöld umvafin ást og umhyggju niðja sinna, tengdabama og ættingja og vina. Aldrei heyrði ég hana fyrr né síðar mæla styggðaryrði í garð nokkurs manns. Hún var sannur mannvinur sem gat komið sínu til skila án þess að hnjóða í aðra. Að leiðarlokum vil ég þakka Köllu allt sem hún gaf mér og mín- um nánustu. Ef líf er að loknu þessu og fólki er úthlutaður sess eftir verðleikum eins og sagt er frá í ýmsum fræðum, þá væsir ekki um hana Köllu í eilífðinni. Eg votta ástvinum hennar inni- lega samúð. Elsa G. Vilmundardóttir. Brúna hárið sveiflaðist þegar hún söng og dansaði af lífsgleði. Hún var góð, skemmtileg og lagleg og ég dáði hana. Kalla var hún kölluð, yngsta barnið í Fagurhóli, sem var sumar- heimili mitt í mörg ár. Þar ríkti menning í orði og verki. Hugir fólksins vora ekki síður frjóir en nýherfuðu túnin hans Bjöms; þeir drakku í sig allt það, sem þeim fannst áhugavert. Elstu bræðurnir vora farnir að heiman, en sá yngsti smíðaði, skar út, bætti gúmmískó og stígvél og lagaði hlutina. Syst- umar unnu tóvinnu frá reyfi til klæða, saumuðu og prjónuðu í höndum og á vél, hekluðu, ófu og ræktuðu blóm og grænmeti. Eftir fyrstu vertíð sína í Vestmannaeyj- um keypti yngsti sonurinn grammófón, því öll vora þau söng- elsk og kunnu ógrynni af söngvum. Líka vora þau ólöt að segja sögur. Hjá þessu fólki og dýrunum var ævintýraheimur fyrir uppeldisdótt- urina og sumarbömin. Elskulega húsmóðirin Kristín lét öllum líða vel í kringum sig. Snemma á fjórða áratugnum þegar búið var að brúa Þverá og Affallið fóra systkinin að leita gæf- unnar í höfuðstaðnum. Kalla hlakk- aði til að hitta draumaprinsinn og til ævintýranna, sem biðu hennar þar. Ekki leið á löngu áður en prinsinn birtist. Seinna fóra þau að búa í lítilli risíbúð við Laugaveginn þar sem allt var hreint og myndar- legt og þau eignuðust dótturina Kristínu Ingibjörgu. A sumrin fór Kalla með hana austur til foreldra sinna til að hjálpa þeim við sláttinn og þegar Kristín móðir hennar veiktist 1939 fór Kalla að Fagur- hóli til að annast móður sína í veik- indum hennar. Eftir að Kalla var orðin ein með Kristínu dóttur sína fékk hún starf sem húsvörður í Kvennaskólanum 1947 og bjó dóttur sinni heimili þar ásamt Guðrúnu systur sinni og dóttur hennar og hjálpuðust þær systur að við að ala upp dætur sín- ar og allt lék í lyndi. En brátt syrti að því að Kalla veiktist haustið 1946 af svokallaðri Akureyrarveiki og lamaðist og var ljóst að hún gæti ekki sinnt störfum sínum framar í Kvennaskólanum og það sem erfiðast var, þær mæðgur urðu að skilja. Kristín fór í fóstur til móðursystur sinnar Þorbjargar og eiginmanns hennar Ragnars Jónssonar að Bollakoti í Fljótshlíð og átti heimili þar næstu 10 árin. En hvað beið ungrar konu, sem örlögin virtust hafa dæmt úr leik? Næstu árin dvaldist hún á Farsótt- arhúsi Reykjavíkur þar sem fórn- arlömb mænuveikinnar áttu at- + Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför elskulegrar systur okkar, mágkonu og frænku, GUÐLAUGAR JÓNSDÓTTUR, Álftamýri 10, Reykjavík. Svanborg Jónsdóttir, Guðni Jónsson, Jón Jónsson, Rannveig Jónsdóttir, Axel Guðmundsson, Edda Kristjánsdóttir, Sesselja Gísladóttir og bræðrabörn. hvarf og reynt var eftir kunnáttu og aðstæðum þeirra tíma að þjálfa fólk og endurhæfa bæði með sjúkraþjálfun og æfingum í vatni. Best leið Köllu í sundlauginni. Þar gat hún hreyft lamaða fótinn sinn næstum eðlilega og smám saman styrktist hún og hafði yndi af að fara í gönguferðir ef einhver fór með henni. Hún hafði ekki nægan styrk til að fara ein. En ekki gat hún verið á Farsótt til frambúðar og ekki var í mörg hús að venda. Það varð úr að henni var búinn staður á Elliheimilinu Grand og þangað flutti hún í árslok 1949, 36 ára gömul. Fyrst um sinn var hún á stofu með öðram, þ.á m. Guðnýju frænku Kjarvals. Hann kom oft í heimsókn, hressandi og skemmti- legur. Köllu leið betur eftir að hún fékk herbergi út af fyrir sig og síð- ustu árin bjó hún í fallegri íbúð á Minni Grand. Þótt ekki virtist bjart framundan gafst Kalla ekki upp og það kom sér vel hvað hún var handlagin. I fjölda ára vann hún á saumastofu Grandar. Hún saumaði líka og prjónaði á barnabörnin og langömmubörnin og vann alls kon- ar handvinnu aðra, heklaði, saum- aði út, málaði á tau og fleira og allt sem hún gerði gaf hún ættingjum og vinum. Henni féll aldrei verk úr hendi meðan heilsan entist. Þegar ég kom í heimsókn til Is- lands fór ég alltaf til Köllu og við ræddum saman um gömlu góðu dagana í Fagurhóli og við hlógum og skemmtum okkur. Kalla bauð upp á kaffi og meðlæti og við gleymdum stund og stað. Ég var stöðugt undrandi yfir hversu já- kvæð og æðralaus hún var og þakklát íyrir sitt líf, gott fólk og sína mörgu afkomendur sem elsk- uðu hana og virtu og vildu allt fyrir hana gera. Árið 1991 fór Elsa, syst- urdóttir Köllu með okkur í ógleym- anlegt ferðalag. Veðrið var himneskt og við komum víða við, fyrst hjá Sigríði uppeldissystur hennar í Artúnum. Þaðan fóram við að Fagurhóli, sem var kominn í eyði og í dapurlegri umhirðu, en Vestmannaeyjar verða alltaf falleg- astar þaðan. Við nutum gestrisni hjónanna Jónu og Jóns í Hallgeirs- ey og komum við í Kosskirkju og kirkjugarðinum og ókum út á Krosssand. Þar sátum við í sandin- um og ölduhljóðið heillaði okkur. Loks fóram við til Þorbjargar syst- ur hennar, sem sem þá var flutt á Dvalarheimilið Kirkjuhvol ásamt Ragnari eiginmanni sínum. Við gistum á Hvolsvelli en fóram að Skógafossi næsta dag og þar borð- uðum við nestið okkar á grasbala í steikjandi sól. Þarna sátum við í grasinu og Kalla gældi brosandi við blómin sem uxu allt í kringum okkur. Svona vil ég muna hana. Bara að við hin gætum verið jafn nægjusöm og hún og góð og um- hyggjusöm. Hún var uppörvandi fyrirmynd. Ég sendi Kristínu, Svavari, barnabörnunum og fjölskyldum þeirra innilegar samúðarkveðjur. Hallfríður G. Schneider. Elsku amma, nú hefur þú loksins fengið frið eftir áralöng veikindi, þetta var búið að vera mjög erfitt hjá þér í öll þessi ár. Þú sem varst búin að vera í rám 50 ár á Elli- heimilinu Grund. En alltaf varst þú svo dugleg og sterk, alltaf fín og sæt. Það var svo gott að koma í heimsókn til þín þegar við voram litlar, og ef það var gat á sokknum eða buxunum varstu fljót að stoppa í það. Og einnig sást þú til þess að við ættum nóg af vettlingum og sokkum fyrir veturinn. Þú hugsað- ir svo vel um okkur. Elsku amma, það er ekki til það þakklætisorð yf- ir allt sem þú gerðir fyrir okkur, og allan áhugann sem þú hafðir á því sem við tókum okkur fyrir hendur. Það eru forréttindi að hafa átt ömmu eins og þig. Við sem eftir sitjum geymum minningu þína í hjörtum okkar. Við kveðjum með söknuði. Anna og Elsa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.