Morgunblaðið - 01.03.1998, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 01.03.1998, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 1. MARZ 1998 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Verk Áskels Mássonar flutt á tónleikum víða í Evrópu og vestanhafs Vaxandi áhugi fyrir slag- verkstónlist Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson TÓNLIST Áskels Mássonar verður víða leikin á tónleikum erlendis á þessu ári. Áskell segir að greinilega megi merkja vaxandi áhuga fyrir slagverkstónlist í heiminum. VERK tónskáldsins Áskels Másson- ar hafa verið leikin á tónleikum víða erlendis að undanfórnu. Á tónlistar- hátíð Juilliard-tónlistarskólans í New York sem haldin var í lok síð- asta mánaðai- var verk Áskels, Elja, opnunarverk hátíðarinnar. Pá flutti Sinfóníuhljómsveitin í Lohja í Finn- landi Kammersinfóníu eftir Áskel í lok síðasta mánaðar. I byrjun næsta mánaðar verður frumflutt nýtt verk eftir Áskel á slagverkstónlistarhátíð Akron-háskólans í Ohio í Bandaríkj- unum. Og í vor hefur skoski slag- verksleikarinn Evelyn Glennie hljómleikafor um Bretlandseyjar og Irland þar sem hún frumflytur nýtt verk Áskels, Frum - a Drum Song, sem tónskáldið samdi sérstaklega íyrir hana. Slagverkstónlistarhátíð Akron-há- skólans í Ohio verður haldin 1. og 2. mars nk. Á hátíðinni verða frumflutt tólf tónverk fyrir slagverk og verður verk Áskels Mássonar, Rythm Strip, þar á meðal. Samdægurs kemur verkið út á prenti á vegum banda- rísks útgáfufyrirtækis. Rythm Strip er samið fyrir tvo slagverksleikara sem leika á sneriltrommur. „Verkið er byggt á rytmum sem við fínnum í náttúnmni,“ segir Áskell. „Hljóðum í sjálfum okkur, eins og t.d. hjartslætti, og umhverfishljóðum á borð við hljóð í járnbrautarlestum.“ Tónlistarhátíð Juilliard-tónlistar- skólans í New York stóð yfir í Lincoln Center dagana 23.-30. janú- ar sl. Hátíðin nefnist Focus! og ber undirtitilinn Scandinavia today. Á sex tónleikum voru flutt verk eftir ýmis norræn nútímatónskáld, þ.á m. Áskel Másson, og var verki hans, Elju, sýndur sá heiður að vera fyrsta verkið á efnisskrá opnunartónleika hátíðarinnar undir stjóm Joels Sachs. Önnur íslensk tónskáld sem verk áttu á hátíðinni voru þau Atli Heimir Sveinsson, Atli Ingólfsson, Karólína Eiríksdóttir, Hafliði Hall- grímsson og Haukur Tómasson. Verkið Elja er frá árinu 1994 og var frumflutt af paput-tónlistarhópnum hér á landi. I umsögn sem birtist í New York Times hinn 27. janúar sl. lýsir Anthony Tommasini verki Áskels sem órólegu verki með hvikulum tónum vindsins, „ásamt gáskafullum þrástefjum og köflum með einföldum kirkjutóntegundum sem á glettilegan hátt Ijá verkinu miðaldatónblæ". I lok síðasta mánaðar var Áskell staddur í Finnlandi þar sem Sinfón- íuhljómsveitin í Lohja flutti kamm- ersinfóníu hans á tónleikum undir stjóm Petris Sakari. Kammersinfón- ía, sinfónía nr. 2, er tileinkuð Caput- hópnum og Petri Sakari og var fyrst flutt af tónjistarhópnum hér á landi fyrir ári. Áskell segir tónleikana í Finnlandi hafa borið upp á sama dag og hann lauk við verkið árinu fyrr. Flutningur verksins hlaut mjög lof- samlega dóma í skrifum Pirjo Hannula í dagblaði staðarinns. „Það er alveg ótrúlegt hvemig þetta sjálf- menntaða tónskáld hefur getað skapað slíkar töfrandi stemmningar og fengið út úr ólíkum hljóðfærum svo ótrúlega heima af tónum og hljómum ... Það var meira að segja stundum erfitt að trúa sínum eigin eyrum,“ segir m.a. í greininni. Kammersveitin í Örebro í Svíþjóð mun flytja verkið á tónleikum undir stjórn Petris Sakari í september- mánuði. Einn er sá tónlistarmaður sem átt hefur stóran þátt í að kynna verk Áskels Mássonar með flutningi sín- um og er þar átt við skoska slag- verksleikarann Evelyn Glennie. Glennie kom hingað til lands fyrr í vetur og lék á tónleikum með Sinfón- íuhljómsveit íslands og flutti hún þá verk Áskels, Prim, sem aukaverk á tónleikunum. Glennie er mjög eftir- sóttur einleikari og hefur hún unnið að því hörðum höndum að skipa ásláttarhljóðfærum fastan sess með- al klassískra hljóðfæra. Tónverkið Prim eftir Áskel hefur lengi verið á efnisskrá Glennie og telst honum til að það hafi verið flutt yfir 200 sinn- um á tónleikum hennar víðs vegar um heiminn, m.a. í Evrópu, Banda- rikjunum, Kína, Kóreu, Ástralíu og Singapore. Leiðir þeirra Áskels og Evelyn Glennie lágu saman í gegn- um sameiginlegan kennara þeirra, James Blades, og er verkið Frum - a Drum Song sem Áskell samdi fyrir Glennie jafnframt tileinkað Blades. Frumflutningur verksins verður á tónleikafór Evelyn Glennie um Bret- land, Skotland og Irland sem hefst 19. maí og lýkur 18. júní nk. Leikið verður á sextán stöðum allt frá Bath í Avon, þar sem tónleikarnir hefjast, til Bridgewater Hall í Manchester þar sem tónleikaförinni lýkur, með viðkomu í Wigmore Hall í Lundún- um 2. júní. Verk Áskels Mássonar munu víðar hljóma þetta árið, því í september verður verk hans, Píanó tríó, flutt á Norrænum tónlistardögum í Stokk- hólmi. Þetta sama verk verður einnig flutt á hátíð tileinkaðri fiðl- unni, The Violin festival, í Bretlandi. Áskell segir að greinilega megi merkja vaxandi áhuga fyrir slag- verkstónlist í heiminum. „Líkt og þegar hljómborðshljóðfærin blómstruðu á 18. og 19. öld þá eru slagverkshljóðfæri hljóðfæri 21. ald- arinnar.“ Sýning á listaverk- um grunn- skólanema í RÁÐHÚSI Reykjavíkur er sýning á ljósmyndum, ljóðum og öðrum listaverkum nem- enda í 7. bekk grunnskóla Reykjavíkur og 9. og 10. bekk Hlíðarskóla. Sigrún Magnús- dóttir, formaður fræðsluráðs, opnaði sýninguna sl. föstudag og ber sýningin yfirskriftina Hvert liggur mín leið? Notaðar sem kveikjur að ljóðum Nemendur í 7. bekk í grunnskólum Reykjavíkur áttu þess kost á haustdögum að koma í Fræðslumiðstöð Reykjavíkur og vinna Ijás- myndaverkefni í miðbænum. Athyglinni var beint að nær- myndum af hlutum og form- um í umhverfínu og áhersla lögð á að hægt er að taka ljós- myndir í hvernig veðri sem er. Ljósmyndirnar voru síðan notaðar sem kveikjur að ljóð- um. Nokkrir bekkir gerðu myndskreyttar ljóðabækur en aðrir sýndu verk sín á vegg. Umsjón með verkefninu hafði Marteinn Sigurgeirsson, kennsluráðgjafi á Fræðslu- miðstöð Reykjavíkur. Nemendur í 9. og 10. bekk Hlíðaskóla fengu nokkrar Ijósmyndir frá nemendum í 7. bekk til að nota sem kveikju að myndrænni listsköpun. Hverju verki fylgja upplýs- ingar um hvernig listamaður- inn túlkar tenginguna frá Ijós- mynd að listaverki. Umsjón með verkefninu hafði Anna Flosadóttir, myndmennta- kennari í Hlíðaskóla. Sýningin er opin alla virka daga frá kl. 8-19 og frá kl. 12-18 um helgar. Sýningunni lýkur 10. mars. finnast ór eftir ár hjá okkur á karlanámskeiðunum. Karlapúl samanstendur af samhentum hópi karla, góðum kennara, fjölbreyttu æfingaprógrammi og fræðslu. Stöðvaþjálfun og þolþjálfun 3-5x I viku Upplýsingar um fæðuval: Bæklingurinn ,(formi til framtíðar" „Léttir réttir" uppskriftabók með 150 léttum og girnilegum uppskriftum Fræðsla Fitumæling og vigtun Vinningar í hverri viku Þrírheppnirog samviskusamir fá fritt framhaldsnámskeið Nýttu þér reynslu okkar í þína þágu. Byggðu upp voðvamassa og losnaðu við fitu og lærðu að halda þér í góðu formi til framtíðar. Hringdu og skráðu þig strax f síma 533-3355. IH SKEIFAN 7 108 REYKJAVIK S. 533-3355 ^ökarlapúl Gæðakrimmi í Kaffíleikhúsi LEIKLIST Kaffileikhúsið og Reykjavfkurleikhúsið SVIKAMYLLA eftir Anthony Shaffer. íslensk þýð- ing: Leikhópurinn. Leikstjdri: Sigríð- ur Margrét Guðmundsddttir. Leikar- ar: Arnar Jdnsson, Sigurþdr A. Heim- isson, Albert Þórsson, Gísli Sigurðs- son og Magnús Bjarnason. Leikmynd og búningar: Þdrunn Elísabet Sveins- ddttir. Lýsing: Ævar Gunnarsson. Hljdðmynd: Margrét Örndlfsdóttir. Leikgervi: Sigrfður Rdsa Bjarnaddtt- ir. Brúður og trúðaskór: Katrín Þor- valdsdóttir. Kaffileikhúsið, fimmtu- dag 26. febrúar. DANSSVEIFLU Á TVEIM DÖGUMi námskeið um helgina Áhugahópur umalmenna dansþátttöku i Íslandí 557 7700 hringdu núna Netfang: KomidOgDansid@tolvuskDli.is Heimasíða: www.tolvuskoli.is/KomidOgDansid/ SVIKAMYLLA (Sleuth) er tæp- lega þrítugt leikrit eftir hinn breska Anthony Shaffer (sem ku vera tvíburabróðir hins fræga leik- skálds Peters Shaffer (Equus, Amadeus)) og má e.t.v. segja verkið af þeirri grein bókmennta sem kall- ast sakamálasögur. Þó er hér ekki um hefðbundna slíka sögu að ræða, heldur snýst plottið um leiki og gát- ur, hugmyndaflug og útsjónarsemi þeirra persóna sem við sögu koma og er framvindan drifin áfram af öllu því sem prýðir góða krimma: ástríðum, afbrýði, niðurlægðu stolti og hefndarþorsta, svo eitthvað sé tínt til. Öðrum þræði gerir verk þetta þó grín að einmitt þeirri bókmennta- grein sem það er kennt við; höfund- ur leikur sér að klisjum sem flestir aðdáendur sakamála- og morð- sagna þekkja og varða bæði per- sónusköpun og plott. En fyrst og fremst er hér um afar vel saman sett verk að ræða, þar sem fer sam- an feiknagóð flétta og góður húmor. Undirrituð var svo heppin að hafa ekki séð fræga kvikmynd sem gerð hefur verið eftir verki þessu (með þeim Sir Laurence Olivier og Michael Caine í aðalhlutverkum) þannig að atburðarás verksins kom stöðugt á óvart og spenna hélst til leiksloka. Hitt má þó einnig taka fram að borðnautar mínir, sem allir höfðu séð téða kvikmynd, virtust ekki skemmta sér neitt síður, enda verkið vel saman sett og textinn skemmtilegur. Leikhópurinn í heild er skrifaður fyi-ir þýðingu verksins og hlýtur sú samvinna að teljast af- ar vel heppnuð því textinn virkaði mjög heildstæður og rann vel. Það sem auðvitað gerir útslagið hér var feiknagóður leikur aðalleik- aranna, Arnars Jónssonar og Sig- urþórs A. Heimissonar. Arnar fer á kostum í hlutverki Andrews Wykes, eldri herramanns, sem boð- ið hefur ungum elskhuga konu sinnar, Milo Tindle (Sigurþór), í heimsókn með vafasamar áætlanir í huga. Hr. Wyke er höfundur saka- málasagna og virðist eiga erfitt með að greina hvar skáldskapur hans endar og veruleikinn tekur við. Arnar lék þennan herramann af innsæi, reisn og góðri kímnigáfu. Sigurþór smellpassaði inn í hlut- verk hins unga ítalskættaða elsk- huga frúarinnar og veitti Arnari góðan samleik. Ekki verður heldur kvartað yfir leikurum í aukahlut- verkum - síður en svo. Öllum leik- urum hefur Sigríður Margrét Guð- mundsdóttir leikstýrt af öryggi og fagmennsku. Svikamylla er sönn leikhús- skemmtun og verkið passar mjög vel inn í hið takmarkaða rými Kaffi- leikhússins. Leikmynd Þórunnar E. Sveinsdóttur er mjög haganlega fyrir komið í rýminu og búningar hennar falla vel að verki og persón- um. Margrét Örnólfsdóttir hefur hannað hljóðmynd fyrir uppsetn- inguna og jók hún verulega á heild- aráhrif sýningarinnar. Lýsing Ævars Gunnarssonar var einfóld og þjónaði sínu hlutverki vel. Það er óhætt að mæla með Svikamyll- unni í Kaffileikhúsinu íyrir þá sem hafa gaman af vel útfærðum ráð- gátum, góðum húmor og góðum leik. Soffía Auður Birgisdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.