Morgunblaðið - 01.03.1998, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 01.03.1998, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 1. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ UM 40 þtísund munir úr dánarbúi hertogans af Windsor og konu hans frú Wallis Simpson voru boðnir upp hjá Sotheby's-uppboðsfyrirtækinu í New York 19.-27. febrúar sl. Fór með Wallis til að líta á hatt!" yy Uppboð Sotheby's á dögunum á munum úr dánarbúi hertogans af Windsor og hinnar bandarísku konu hans Wallis Simpson vakti mikla athygli. Æsa Sigurjónsdóttir, sem vann við að skrá hluta þessara muna, rekur hér örlagaríka ástarsögu þessara hjóna sem kostaði hertogann konungdæm- ið og lýsir mununum á heimili þeirra sem _____ stendur nú autt og yfírgefíð.______ ÞESSI dagbókarfærsla, sem fyrirsögn þessarar greinar er sótt í, ásamt innpakkaðri sneið af 60 ára gamalli brúðartertu, eru dæmi um þá 40.000 hluti úr dánarbúi hertogans af Windsor (1894-1972) og konu hans, frú Wallis Simpson, sem boðnir voru upp hjá Sotheb/s í New York dagana 19.-27. febrúar. Astarsaga þeirra hjóna er fyrir löngu orðin ein af þjóðsögum okkar tíma, og sem slík er hún ein af for- sendunum fyrir uppboðinu. Þetta er sagan um konunginn sem sagði af sér og lét af hendi allt breska heimsveldið, vegna ástar sinnar á óbreyttri bandarískri konu, frú Wallis Warfield Simpson. Hvernig átti breska þjóðin árið 1936 að geta samþykkt að hinn full- komni og dáði prins af Wales, til- vonandi Játvarður VIII, ætti í ást- arsambandi við tvífráskilda, banda- ríska konu frá Pennsylvaníu, sem auk þess var komin á þann aldur að lítil von var um að hún gæti fætt konungborinn erfingja? Þegar Ját- varður VIII lýsti því yfir að hann vildi kvænast konunni, gerði breska ríkisstjórnin honum strax ljóst að slíkt gæti aldrei komið til greina. Prinsinn hafði alla tíð átt í erfið- leikum með að skilja táknræna merkingu konungsvaldsins. Eins féll honum þungt að þurfa að takast á við þær skyldur sem honum voru ætlaðar á þessum viðsjárverðu tím- um. Þegar honum varð ljóst að hann yrði að velja á milli konungsvaldsins og hins áhyggjulausa lífs sem hann naut með frú Simpson, tók hann þá ákvörðun að segja af sér konung- dómi. Hinn 10. desember 1936 ávarpaði hann bresku þjóðina í beinni út- sendingu á BBC, og lýsti því yfir að hann gæti ekki axlað hinar þungu byrðar sem embætti konungs legði á herðar honum, án konunnar sem hann elskaði. Þetta var aðeins nokkrum mánuðum eftir að hann hafði tekið við krúnunni. Um nótt- ina hinn 11. desember tók bróðir hans, Bertie, við konungdómi og varð Georg VI. Algerlega óundirbú- inn tók hann við krúnunni og sagan segir að honum hafi brugðið ónota- lega við og sagt: „It isn't possible It isn't happening!" Játvarður VIII, sem var nú aftur orðinnJátvarður prins, kvæntist frú ÞAÐ vakti mikla athygli að á meðal uppboðsmuna var innpökkuð sneið af 60 ára gamalli brúðartertu úr brúðkaupi hertogans af Windsor og frú Wallis Simpson. Simpson við látlausa athöfn í kastala hjá vinafólki í Suður-Frakklandi 3. júní 1937. Georg VI ánafnaði hjónun- um titilinn hertoginn og hertogafrú- in af Windsor, en hertogaynjunni var neitað um að mega nota hið eftir- sótta H.R.H., sem útleggst: „Hennar konunglega hátign". Frakkland átti eftir að verða þeirra heimaland, enda er hefð í því landi að hýsa kon- ungborna útlaga. Snemma á sjötta áratugnum fluttu þau hjónin inn í glæsivillu sem stendur í útjaðri Boulogneskógar, við route du Champ d'Entrainement. Það var franska ríkisstjórnin sem bauð þeim húsið til afnota, en villan var og er reyndar enn eign Parísarborgar. Pram að þessu höfðu þau verið á flækingi milli glæsiíbúða í París og New York, fyrir utan stutta veru á Bahama-eyjum. Breska ríkisstjórn- in sendi hertogann þangað í líki landstjóra, til að koma honum sem lengst í burtu frá Evrópu á meðan styrjöldin geisaði. Hertogahjónin urðu nú konungur og drottning hins Ijúfa lífs Parísar- borgar. Wallis stjórnaði heimilinu af bandarískum skörungsskap, bjó her- toganum fagurt umhverfi, og setti sér það markmið að líf þeirra skyldi verða ein endalaus veisla. Sumrinu var eytt við frönsku Rivíeruna, ár- lega sigldu þau yfir hafíð til Ameríku og um helgar buðu þau vinafólki til sveitasetursins, Moulin de la Tulerie, rétt fyrir sunnan Parísarborg. Hertoginn hafði lítið við að vera annað en að taka þátt í veisluhöldum konu sinnar. Hann eyddi dögunum við útsaum og golf. Breska konungs- fjölskyldan sá til þess að hann yrði dæmdur til iðjuleysis og útlegðar æviiangt. Það var þung refsing fyrir mann, sem áður hafði tekið þátt í pólitískum ákvörðunum stórveldis og þeyst heimshlutanna á milli, dáð- ur og virtur af þegnum sínum. Aldrei hefur nokkur maður gefið jafn mikið fyrir jafn lítið, var haft eftir einum andstæðingi frú Simpson. Þegar hertogafrúin lést, árið 1986, ánafnaði hún Pasteur-stofnun- inni allar eigur þeirra hjóna í París, og skyldi andvirði þeirra notað til rannsókna í læknavísindum. Her- togahjónin höfðu aldrei sýnt líknar- málum neinn áhuga og aldrei gefið krónu til þeirra. Erfðaskráin vakti því mikið umtal meðal vinafólks hjónanna og var talin samin af slyngum lögfræðingi hertogaynj- unnar. Jafnvel nánustu vinir her- togaynjunnar sáu hana ekki síðustu árin sem hún lifði. Eftir lát hertogans, árið 1972, gaf hertogaynjan verðmæt- ustu 18. aldar húsgögnin úr búi þeirra hjóna til hallar Lúðvíks XIV í Versölum. Gjöfin átti að sýna þakklæti hennar til franska ríkisins, sem hafði skotið yfir þau hjónin skjólshúsi í öll þessi ár. Skartgripir hennar, sem margir voru erfðagrip- ir krúnunnar, voru seldir á uppboði hjá Sotheby's í Genf árið 1987. Þar fór t.d. Prince of Wales-nælan, ætt- argripur sem enginn má bera nema heitkona prinsins af Wales. Hún var keypt af Elizabeth Taylor. Það var árið 1986 að egypski auð- jöfurinn Mohamed Al Fayed keypti dánarbú hertogahjónanna og tók á leigu húsið í Boulogneskógi. Var gert að skilyrði að hann léti gera það upp og halda húseigninni við, sem var farin að láta á sjá. Innbúið skyldi einnig lagfært og hreinsað og í framtíðinni ætti að setja upp safn til minningar um hertogahjónin. Sérfræðingar í safnafræðum unnu árum saman að þessu verkefni og var reynt að hafa allt eins og það var þegar hertogahjónin bjuggu í húsinu. I kjallara hússins var komið fyrir litlu safni, þar sem myndir og persónulegir munir sögðu sögu her- togans frá því hann varð prinsinn af Wales, síðan Játvarður konungur, söguna um afsögnina 1936 og síðan líf hans með Wallis Simpson. Á jarðhæð og á efri hæð hússins var sölum haldið við í eins upprunalegu ástandi og hægt var. Safnið var aldrei opnað almenningi. Fyrir nokkrum árum starfaði und- irrituð við að skrá alla textílmuni sem í húsinu voru. Hópur sérfræð- inga frá Courtauld Institut of Arts í London vann að skráningu safnsins og hafði hver sitt sérsvið. Unnið var eftir hefðbundnum aðferðum safna- fræðinnar. Hver hlutur skoðaður, númeraður, honum lýst nákvæm- lega, leitað uppruna hans, sögu, og hann loks tímasettur, Ijósmyndaður, og búið um hann á viðeigandi hátt. Mikil natni var lögð í ljósmynda- safnið. Hertoginn var áhugamaður um Ijósmyndir og einkaljósmynda- safn hans var mjög viðamikið. Reynt var að tímasetja og staðsetja allar myndir hans, og nafngreina þá einstaklinga sem hann ljósmyndaði. Þriggja manna hópur vann við textflskráningu. Undir þeim hatti var allur fatnaður, sængurlín, borðdúkar og sérvíettur, handklæði, vasaklútar, púðar, gard- ínur, ábreiður, teppi, húsgagnaá- klæði, fánar, prentmyndir á klæði, en jafnframt dúkkur og ýmsir smá- hlutir úr textíl. Flestallt borðlín og sængurlín Windsor-hjónanna frá 6. áratugnum var hannað og sérsaumað af Port- hault-fyrirtækinu í París. Einnig var þarna mikið af líni frá eldri tímabilum, handlín og vasaklútar merktir ERVIII (Edward Rex VIII) og jafnvel kínversk silkilök frá Kínaárum frú Simpson. Forstjóri fyrirtækisins Porthault sagði í samtali við undirritaða: „Móðir mín var aðalhönnuður fyrir- tækisins á 6. áratugnum. Á þeim tíma var hertogaynjan af Windsor einn helsti viðskiptavinur fyrirtæk- isins. Hún og móðir mín unnu mikið saman og urðu bestu vinkonur. Samvinnu þeirra var þannig háttað að hertogaynjan kom með hug- myndir og móðir mín útfærði þær síðan í teikningu. Hertogaynjan var I » l l » » í i t I » V
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.