Morgunblaðið - 01.03.1998, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 01.03.1998, Blaðsíða 40
40 SUNNUDAGUR 1. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens /V/T/, S7Á/B WFÐ ÚSFJHfJJ ( g.4 &HEFALP&5/ \ KE/asrft F4/Q47B toN/NU Fy&e J J Grettir Smáfólk Hæ, Kalli... iíkaði Já, þakka ykkur fyrir ... Hann sagði að það væri „snot- þér Valentínusarkort- það var snoturt. Snoturt? urt“ Spyrðu hann hvort við ið frá okkur? geturm fengið það til baka ... Dagurinn er ekki liðinn . .. Við getum enn þá gefið það einhveijum öðrum ... BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavik • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Hnotskurn Frá Sigurgeiri Orra Sigurgeirssyni: HAFI einhver haldið að hin af- spyrnu fákæna hugmyndafræði sem sósíalisminn er reistur á væri liðin, skjátlast honum hrapallega. Eins og þorrabakki sýnir í hnotskurn hvað forfeður íslendinga lögðu sér til munns, kjarnar fyrirbæri nokkurt í borginni sósíalískar firrur stjórnar hennar. Flestir vita að þeir sem aðhyllast sósíalísk (vinstri) sjónarmið eru leynt og ljóst á móti verslunum nema þær séu í eigu hins opinbera, þeir eru á móti öllum bflum nema stórum appelsínugulum, þeir vilja hag og forgang opinberra samgöngufyrir- tækja sem mestan og að borgarbúar ferðist eingöngu með þeim. Þeir vilja að aliar ákvarðanir og skipulagning séu á einni eða fáum höndum því þeir vita hvað öðrum er fyrir bestu og telja enga ástæðu til að taka tillit tii annaiTa sjónarmiða. Lögmál til- viljunarinnar virðist einnig ráðandi þáttur í stjómkænsku þeirra. Sýnishorn sem varpar skýru ljósi á þetta er að finna í Hafnarstræti í Reykjavík í formi þriggja trékassa. Kassarnir þrír loka götunni og lýsa því vel þeirri hugmynd að opinber samgöngufyrirtæki hafi forgang yfir einkabflinn, þar kjarnast líka and- staða þeirra við einkareknar verslan- ir og fyrirtæki, því um leið og umferð um götuna leggst af missa verslan- irnar af þeirri athygli sem af henni hlýst. Búðargluggamir standa því líkt og sumar stjórnmáiakenningai’ og áhangendur þeima eins og hver önnur viðundur á skökkum stað á skökkum tíma. Það einkenni að vald- inu sé best fyrirkomið á einni hendi eða fáum sést best af því að ekkert samráð var haft við eigendur fyrir- tækjanna í götunni þegar ákveðið var að setja þar trékassana. Endurtekin mótmæli hafa verið virt að vettugi því sósíalistar telja sig best færa um að ákveða hvað sé öðrum fyrir bestu. Lögmál tilviljunarinnar kemur skýrt fram í því að trékassarnir vom fjar- lægðir um tíma (á mesta annatíma). Það kippir vitaskuld fótunum undan tflgangi þeirra. Ef það er hægt hvert er þá markmiðið? Þörfin fyrir þá get- ur tæplega hafa verið knýjandi. Hafi tilgangurinn með trékössunum verið sá að greiða fyrir umferð strætis- vagna og farþega þehTa ber það vott um skipulagshæfni valdhafanna. Mannvirkin sem byggð vora utan um biðstöðina era svo ný að steypan í þeim er vart hörðnuð. Svæðið í kring er tiltölulega rúmgott og hægur vandi hefði verið að skipuleggja það þannig að strætisvagnamir kæmust leiðar sinnar án þess að hefta þyrfti aðra umferð. Eins og allir vita eru sósíalistar á móti einkabílum - einkabflisma eins og þeir kalla það - og aðgerðin í Hafnarstrætinu er hluti af stærri herferð gegn þeim „ósóma“. Til dæmis á ekki að auka umferðarrými vestan Elliðaánna fram til ársins 2016 (og eflaust víðar), þrátt fyrir fyrirséða fjölgun íbúa borgarinnar. Þetta hljómar eins og óráðsþvaður og væri afgreitt sem slíkt ef stað- reyndin væri ekki sú að þetta eru áform nefndar sem fer með skipu- lagsmálin. Benjamín H.J. Eiríksson, einn mesti hagfræðingur Islendinga fyrr og síðar, kallaði þetta „það alvit- lausasta“ af öllu vitlausu og hefur hann þó kynnst ýmsu í stormum sinna tíða. I köldu og illviðrasömu landi sem Island er, er einkabfll nauðsynlegri en víðast hvar annars staðar og er ekki vafi á að hugmynd- ir borgarfulltrúanna myndu breytast um leið og þeir festu tunguna við frosið biðskýlið einhvern vetrar- morguninn (gera verður ráð fyrir að skipulagsnefndin hagi sér í samræmi við hugmyndirnar, þótt reynslan sýni reyndai' annað). Tímasóunin í umferðaröngþveitinu mun valda miklum óþægindum og kosta þjóðfé- lagið andvirði fjölda barnaheimfla og reksturs þeirra. Að greiða ekki fyrir bflaumferð um borgina er álíka skynsamlegt og ef sautjándu aldar menn hefðu tekið þá ákvörðun að gelda hrossastofn landsins. Kassamir í Hafnarstrætinu lýsa í hnotskm-n hugsunarhætti þeÚTa sem treyst hefur verið fyrir stjóm borgar- innar. Engin þörf er fyrir fleiri sýnis- hom og því engin þörf fyrir fleiri ár þessarar sauðahjarðar við stjórnvöl- inn. Fari svo fá borgarbúar nægan tíma til að naga sig í handarbökin í umferðarteppum framtíðarinnar. SIGURGEIR ORRI SIGURGEIRSSON, Kirkjutorgi 6, Reykjavík. Um tónlist í útvarpi Frá Kristni Björnssyni: MIG LANGAR til að taka undir og vekja athygli á grein Halldórs Har- aldssonar skólastjóra í Morgunblað- inu 12. febrúar sl. um mikilvægi þess að Klassík Fm 106,8 starfi áfram. Ég hlusta mikið á tónlist í útvarpi og oft á þessa ágætu stöð. Oft undrast ég hve lítið er um sí- gilda tónlist hjá öðrum útvarpsstöðv- um. Aðeins Ríkisútvarpið, Rás 1, sendir út fjölbreytta, góða tónlist og vinnur þannig ágætt starf við kynn- ingu hennar og veitir mörgum ánægju. Tónlistarflutningur Rásar 1 er þó nokkuð takmarkaður vegna þess að mikið er af öðra ágætu efni sem flytja þarf. Annars virðast flestar útvarps- stöðvar útskúfa sígildri tónlist, en flytja frekar einhæfa, „popp“tónlist alla daga og nætur. Slík tónlist er að sjálfsögðu athyglisverð og rétt að kynna ásamt öðra, en þó er þetta furðuleg einhæfni og ég spyr, hvað veldur? Sjálfur er ég alæta hvað tónlist vai'ðar, og vil heyra hana sem fjöl- breyttasta, þótt klassísk tónlist sé ánægjulegust. Ríkisútvarpið, Rás 2, ætti að hafa ágæta aðstöðu til að senda út mikið af fjölbreyttri tónlist þar sem gott væri jafnvægið í tegundum hennar. Með því mundi Rás 2 vinna mikið fræðandi starf en einnig verða skemmtileg fyrir flesta. Því er nú oft haldið fram að ungt fólk vilji aðeins heyi'a nýjustu „popp“tónlistina. Þetta virðist mér fjarri réttu og þekki margt ungt fólk sem velur fjölbreytta tónlist og ekki síst þá sígildu. Því vil ég beina þeim tilmælum til útvarpsstöðva að endurskoða afstöðu sína og gera hinum ýmsu tegundum tónlistar nokkurn veginn jafn hátt undir höfði. Vona ég að tónlistarunnendur taki undir þetta og vinni að því að svo verði. KRISTINN BJÖRNSSON, sálfræðingur og fyrrverandi forstöðu- maður Sálfræðiþjónustu skóla. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.