Morgunblaðið - 14.03.1998, Page 2
2 LAUGARDAGUR 14. MARZ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
I
f--
FRÉTTIR
Morgunblaðið/RAX
FYLLSTA hreinlætis verður að gæta við fiskflutning, það veit þessi maður sem var að háþrýstiþvo loðnu-
flutningabíl á Grandagarði.
Fljótandi
frystihús
við Granda-
garð
HÚN er veidd fyrir sunnan land,
henni landað í Þorlákshöfn og
ekið í hasti með flutningabflum
til Reykjavíkur, þar sem hún er
flokkuð í Bakkaskemmu. Þaðan
fer hún aftur út á sjó, nánar til-
tekið út í frystitogara Granda
hf. sem liggja við Grandagarð.
Þar er hún fryst áður en hún fer
í enn lengri ferð, á Rússlands-
markað. Það er loðnan sem allt
snýst um - og nú er frystingin á
lokasprettinum.
Ágæt tilbreyting að geta
skroppið heim milli vakta
Þijú fljótandi frystihús, frysti-
togararnir Orfírisey, Þerney og
Snorri Sturluson, hafa legið við
Grandagarð undanfarna daga,
þar sem menn hafa unnið á
vöktum allan sólarhringinn við
loðnufrystinguna.
Morgunblaðið/Ásdís
ÞAÐ var rífandi gangur í loðnufrystingu um borð í Örfirisey þegar
Morgunblaðið var þar á ferð f gær.
Um borð í Örfirisey vinna
alls um 20 menn við frysting-
una og ná þeir að frysta rúm 50
tonn af loðnu á sólarhring.
Loðnunni er pakkað í 27 kflóa
pakkningar, þrisvar sinnum nfu
kfló í kassa, og skellt í frost.
Unnið er á átta tíma vöktum
með átta tíma hvfld á milli.
Þetta er þriðja árið í röð sem
þessi háttur er hafður á loðnu-
frystingu hjá Örfirisey. Sfmon
Jónsson skipstjóri segir að
mönnum þyki það ágætis til-
breyting að vera við bryggju í
Reykjavík og geta skroppið
heim og lagt sig milli vakta.
Annars eru túrarnir yfírleitt
um Qórar vikur og Qögurra
daga frf f landi áður en haldið
er af stað í næsta fjögurra
vikna úthald.
Fallbyssa
ryðgar niður
FORNGRIPIR sem fundust í skips-
flaki hollensks kaupfars við Flatey
sumarið 1993 liggja undir skemmd-
um á Þjóðminjasafni. Þór Magnús-
son þjóðminjavörður segir erfítt að
forverja stóra hluti eins og fallbyssu
auk þess sem meta verði í hvert
skipti gildi hlutanna.
Bjami F. Einarsson fomleifafræð-
ingur, sem vann að rannsókn mun-
anna við Flatey, sagði í samtali við
Morgunblaðið að hér væri komið
lýsandi dæmi um þá vanrækslu fom-
muna sem ætti sér stað á Þjóðminja-
safni og að það væri ekki viðunandi
að fallbyssa úr skipinu lægi nú sund-
urtætt og ónýt. Bjami sagði byssuna
einfaldlega ónýta vegna vanhirðu.
Var í hollensku kaupfari
Talið er að skip þetta hafi verið hol-
lenskt kaupfar sem fórst 1659 og sagt
er frá í Ballarárannál. Skipið mun
hafa heitið Melckmeyt, eða Mjallhvít
á íslensku, og fannst í því stórt safn
leirmuna auk fallbyssu sem þó er
ekki víst að hafi tilheyrt hollenska
skipinu. Ofan á skipsflaki Mjallhvítar
lá neftúlega annað yngra skip og fall-
byssan umrædda fannst aukinheldur
ekki í skipsflakinu heldur nálægt því.
Bjami F. Einarsson sagði þó að
byssan væri frá 17. öld og því væri
ekki ólíklegt að hún væri úr Mjall-
hvíti. Það ætti hins vegar ekki að
skipta máli hvort hún kæmi úr skip-
inu eða ekki því hún væri eftir sem
áður forngripur, sem bæri að varð-
veita. Hið sama ætti við um dælu-
stokk sem einnig fannst og væri
sennilega úr yngra flakinu, sam-
kvæmt fornminjalögum ætti að
varðveita hann einnig.
Bilar dýrari
á Islandi
AF SEX bifreiðategundum vom
þrjár dýrastar á íslandi samkvæmt
verðsamanburði Neytendasamtak-
anna á sex algengum fólksbifreiðum
á íslandi og í nokkmm öðmm Evr-
ópulöndum.
Verð á bifi*eiðum á íslandi er í
Qómm af sex tilvikum 45-52% hærra
en það lægsta í samanburðinum en í
tveimur tilvikum er munurinn um
35%. Þau lönd sem verst koma út í
samanburðinum em ísland, Bret-
land, írland og Portúgal.
■ Einkabfllinn/27
Þór Magnússon, þjóðminjavörð-
ur, sagði í samtali við Morgunblaðið
að vissulega væri það rétt að þessir
hlutir lægju undir skemmdum.
Ekki hefði tekist að verja fallbyss-
una sem skyldi, járnið væri nánast
búið úr henni og aðeins væri eftir
ryð sem nú hryndi í sundur. Hann
sagði afar erfitt að forverja svona
stóra hluti. „Þetta er gríðarlega
stórt og mikið. Maður verður líka að
meta það í hvert skipti hvað miklu á
að kosta upp í hlutina, það fer nú
eftir gildi þeirra."
Þór sagði að erfitt hefði verið að
réttlæta kostnaðarsama meðferð á
fyrmefndum dælustokki. „Fallbyss-
an er sennilega ballest úr skipi, það
var alltaf eitthvað um það að fall-
byssur væra notaðar sem ballestar,
þetta var áreiðanlega aldrei notað í
neinni orustu eða skothríð.“ Sagði
Þór að þessir gripir væru nú ekki
þess eðlis að menn mætu þá sem
hinar dýrmætustu menningarminj-
ar eða þjóðargersemar.
Almenn vanræksla
Bjarni kvaðst ekki geta svarað
því hvort rétt hefði verið að setja
þessa hluti í forgang fram yfir aðra,
enda væri það snúin spurning.
„Fyrir mér er þetta bara dæmi um
þá vanrækslu almennt sem á sér
stað. Það hefur aldrei verið sett upp
forgangsröðun á forvinnslu gripa,
hvorki úr uppgröftum né öðm.“
Bjarni, sem rannsakað hefur
munina úr skipinu, sagði byssuna
nú vera ónýta. „Ég á myndir af
henni heilli og það er náttúrulega
hrikalegt að sjá hana núna þar sem
hún er öll sundursprungin og tætt.“
Danskir dómstdlar úrskurða sennilega fljótlega í máli íslensku barnanna
Yerður að öllum líkindum
vísað til íslenskra dómstóla
Málsmeðferð í samræmi við
ákvæði Haag-sáttmálans
Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.
DANSKIR dómstólar munu að öll-
um líkindum fljótlega úrskurða í
máli íslensku bamanna, þriggja og
sjö ára, sem faðirinn fór með tii
Danmerkur án samþykkis móður-
innar. í samtali við Morgunblaðið
vildi Anne Thalbitzer, skrifstofu-
stjóri í dómsmálaráðuneytinu
danska, ekki greina frá viðkomandi
máli, en sagði venjuna í hliðstæðum
málum vera að danskir dómstólar
úrskurðuðu að ágreiningur um for-
ræði skuli leystur í heimalandi bam-
anna.
Þar sem bæði ísland og Dan-
mörk hafa undirritað Haag-sátt-
málann er tekur til mála af þessu
tagi er málsmeðferðin í Dan-
mörku í samræmi við ákvæði
hans, að sögn Anne Thalbitzer.
Hún staðfesti að danska dóms-
málaráðuneytið hefði fengið bréf
um málið frá íslenska dómsmála-
ráðuneytinu, en sagðist að öðru
leyti ekki getað tjáð sig um ein-
stök mál og því heldur ekki um ís-
lenska málið.
Almennt gilti hins vegar í slíkum
málum að ráðuneytið færi í einu og
öllu eftir Haag-sáttmálanum. Því
yrði málið sent áfram til dansks
dómstóls. Samkvæmt sáttmálanum
ætti að taka málið fyrir innan sex
vikna og reynt yrði að láta málið
ganga sem allra hraðast fyrir sig.
Nákvæmlega við hvaða dómstól
málið yrði tekið fyrir væri undir þvf
komið hvar í Danmörku málsaðili
væri búsettur, í þessu tilfelli ís-
lenski faðirinn.
Ef farið er fram á það getur dóm-
stóll úrskurðað að bömunum verði
komið fyrir hjá óháðum aðila á með-
an á málsmeðferð stendur. Ef slík
beiðni er sett fram er hún eðlilega
sett fram af hálfu þess foreldris,
sem bamið eða bömin hafa verið
tekin frá. Það kemur þá í hlut fé-
lagsmálayfirvalda á hveijum stað að
koma bömunum fyrir. Beiðni af
þessu tagi kemur helst fram í mál-
um, þar sem foreldri óttast um ör-
yggi bamanna eða ef óttast er að
foreldri, er tekið hefur bömin, muni
freista þess að fara huldu höfði með
þau.
í samræmi við Haag-sáttmálann
munu danskir dómstólar að öllum
líkindum ekki úrskurða um forræði
barnanna, heldur úrskurða að mál-
ið skuli flutt í heimalandi barnanna.
í þessu tilfelli kæmi það því í hlut
íslenskra dómstóla að skera úr um
hvort forræði barnanna komi í hlut
móður eða fóður. Samkvæmt Haag-
sáttmálanum geta danskir dómstól-
ar úrskurðað að barnið eða börnin
verði ekki send til heimalandsins, ef
öryggi þeirra þykir stefnt í voða, en
Anne Thalbitzer sagði að allir slíkir
varnaglar væra augljóslega miðaðir
við önnur lönd en Island.
BLAÐINU í dag fylgir Lesbók
Morgunblaðsins - Menning/list-
ir/þjóðfræði. Meðal efnis em frá-
sagnir af myndlistarsýningum Mar-
lene Dumas, Ólafs Elíassonar og
Rúrí, samtal við finnska balletæf-
ingastjórann Harri Hakkinen og
grein um deilur um vesturferðir.
BLAÐINU í dag fylgir sérstakur
blaðauki um fermingar en á næstu
vikum staðfesta um 4.000 unglingar
skírnarheitið og hljóta fyrirbæn
kirkjunnar út í lífsgönguna.
I
I