Morgunblaðið - 14.03.1998, Síða 6
6 LAUGARDAGUR14. MARZ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Bæjarstjorinn í Garðabæ um ógildingu dómstóla á eignarnámi
Ekkert liggur
fyrir um við-
ræður að nýju
INGIMUNDUR Sigurpálsson,
bæjarstjóri í Garðabæ, segir að
ekkert liggi fyrir um að hafnar
verði á ný viðræður við eigendur 34
hektara landspildu á Amameshálsi
í kjölfar þess að Hæstiréttur hefur
dæmt ákvörðun bæjarstjómar um
eignarnám á landinu ógilda. Hann
segir að Garðabær hefði unnið að
málinu á þann hátt sem tahnn hafi
verið réttastur og viðurkenndur
hefur verið til þessa.
„Dómur Hæstaréttar byggir
fyrst og fremst á huglægu mati
sem greinilega er annað en mat
bæjarstjórnar. Ég get ekki skilið
dóminn öðruvísi en svo að hann
hafi talið að nægur tími hafi verið
til frekari viðræðna. Það er út af
fyrir sig sjónarmið, en við mátum
það með öðrum hætti og töldum að
það væri fullreynt á þeim tíma-
punkti sem ákvörðunin um eignar-
námið var tekin. Þá var ekki meiri
tími til viðræðna því það stóð til að
úthluta þessu svæði.
Það er hins vegar athyglisvert
að dómurinn fellst á það sjónar-
mið Garðabæjar að formlegar við-
ræður hafi fljótlega leitt í Ijós að
það bæri svo mikið í milli í sam-
bandi við kaupverð á landinu að
það væri ólíklegt að það leiddi til
sameiginlegrar niðurstöðu. Þrátt
fyrir að dómurinn fallist á þetta
sjónarmið telur hann að nægur
tími hafi ekki verið settur í við-
ræðurnar. Þetta virkar óneitan-
lega nokkuð þversagnakennt,"
sagði Ingimundur í samtali við
Morgunblaðið.
Breyttar
forsendur
Hann sagði að samkvæmt aðal-
skipulagi yrði umrædd landspilda
byggingarland í framtíðinni. A
þeim tíma sem ákvörðunin var tek-
in um eignarnámið hefði þetta ver-
ið það land sem bæjaryfirvöld
töldu heppilegast að taka næst til
úthlutunar, en síðan hefði annað
svæði, svokallað Asahverfi í
Hraunsholtslandi, verið skipulagt.
Það væri nú til úthlutunar og svo
yrði næstu árin.
Auk þess hefði Garðabær á und-
anfömum mánuðum og ámm
keypt töluvert af löndum sem
möguleiki væri á að taka til úthlut-
unar og því væm forsendur breytt-
ar og ekkert sem þrýsti sérstak-
lega á Garðabæ til þess að kaupa
landspilduna á Arnarneshálsi. Því
lægi ekkert fýrir um það á þessu
stigi að Garðabær hefði frumkvæði
að því að hefja viðræður á ný við
landeigendurna.
Hæstiréttur
15 mán-
aða fang-
elsi fyrir
nauðgun
HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest
dóm Héraðsdóms Reykjaness yfir
manni sem dæmdur var til 15 mán-
aða fangelsisvistar fyrir að nauðga
konu á heimih hennar í Keflavík í
febrúar á síðasta ári.
Konan fór fram á að maðurinn
greiddi eina milljón króna í miska-
bætur, en í héraðsdómi vom henni
dæmdar 400 þúsund krónur í bæt-
ur og var sú bótaupphæð staðfest í
Hæstarétti.
Málið dæmdu hæstaréttardóm-
aramir Pétur Kr. Hafstein, Garðar
Gíslason, Haraldur Henrysson,
Hjörtur Torfason og Hrafn Braga-
son. I dóminum taka þeir Haraldur
Henrysson og Pétm- Kr. Hafstein
fram að þeir telji refsingu ákærða
frekar eiga að vera 18 mánaða
fangelsi.
Hús reist í
Vopnafírði. Morgunblaðið.
ÞEIR höfðu nóg fyrir stafni bræð-
umir Arnar og Hinrik Ingólfssynir
í vetrarblíðu á Austurlandi. Snjó-
húsið var reist með aðstoð föður
þeirra Ingólfs Sveinssonar smiðs
Morgunblaðið/Sigrún Oddsdóttir
sól og snjó
enda vandreist svo veglegt hús og
eins gott að hafa hallamálið í lagi.
Strompur og gluggi skyldu vera á
húsinu og áfram héldu þeir að reisa
húsið með reku og sög í hendi.
Mál heilsugæslulækn-
is til ríkissaksóknara
LÖGREGLAN í Reykjavík hefur
ákveðið að vísa til Ríkissaksóknara
máli heilsugæslulæknis á höfuð-
borgarsvæðinu sem kærður var fyr-
ir nauðgun um miðjan janúar síð-
astliðinn.
Elín Hallvarðsdóttir yfirlögfræð-
ingur hjá embætti lögreglustjóra í
Reykjavík segir að málið sé talið
fullrannsakað og verði sent embætti
ríkissaksóknara til frekari ákvörð-
unar innan skamms.
Kona sem var sjúklingur læknis-
ins lagði fram nauðgunarkæm á
hendur honum um miðjan janúar og
kvað hann hafa haft við sig mök eftir
að hafa gefið sér róandi lyf. Læknir-
inn mun hafa játað að hafa átt mök
við konuna en neitað að um nauðgun
væri að ræða. Beðið var eftir niður-
stöðum úr lyfjaprófi sem gert var á
konunni, áður en ákvörðun um frek-
ari málsmeðferð var tekin.
í blóði konunnar komu fram um-
merki um ýmis lyf en Elín segir
óljóst hvað það sanni. „Raunar er
ekki hægt að segja með hvaða hætti
konan fékk ákveðin lyf og ekki hægt
að fullyrða hvort að þau voru í blóði
hennar fyrir þennan tíma eða komu
þangað eftir hann,“ segir hún.
Heilbrigðisráðherra svipti lækn-
inn lækningaleyfi fyrir skömmu að
tillögu landlæknis, vegna alvarlegs
brots á læknalögum. Sviptingin er
ótímabundin.
Álit tveggja lagaprófessora um frumvarp um Brunabótafélagið
Alþingi heimilt að slíta
Eignarhaldsfélagi BI
NIÐURSTÖÐUR lögfræðiálits, sem
prófessoramir Stefán Már Stefáns-
son og Þorgeir Örlygsson unnu fyrir
Iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti, eru
þær að ekkert sé því til fyrirstöðu að
Alþingi ákveði að slíta Eignarhalds-
félagi Brunabótafélags Islands eins
og fyrirliggjandi frumvarp Einars
Odds Kristjánssonar og fjöguira
annarra þingmanna Sjálfstæðis-
flokksins, kveður á um. Verði það
frumvarp að lögum yrði Eignar-
haldsfélaginu Brunabótafélagi Is-
lands slitið og eignum þess deilt til
þeirra, sem höfðu vátryggingar hjá
félaginu og sameignarsjóðs félags-
ins, en að honum standa þau sveitar-
félög sem eiga aðild að fulltrúaráði
Félagsins.
Prófessoramir segja ljóst að eign-
arréttur þessara aðUa, sem teljast
hafa verið félagsmenn í Bmnabóta-
félaginu hafi lögum samkvæmt verið
háður verulegum takmörkunum og
hafi það bæði átt við um hinn félags-
lega og fjárhagslega þátt réttind-
anna.
I 2. mgr. 16. greinar laga um
Eignarhaldsfélag Brunabótafélags
Islands, nr. 68 frá 1994, segir að
ákveði fulltrúaráð BÍ að slíta félag-
inu skuli fyrst inna af hendi allar
skuldbindingar félagsins hverju
nafhi sem nefnast eða setja trygg-
ingar fyrir greiðslu þeirra. Síðan
skal greiða þeim aðUum sem hafi öðl-
ast réttindi tU greiðslu sem við-
skiptamenn tryggingafélagsins á tíl-
teknum tíma. Að öðru leyti renni
eigrúmar tU sameignarsjóðs félags-
ins. Tald annað félag ekla við hlut-
verki eignarhaldsfélagsins við slit
þess skuli hin hreina eign sameign-
arsjóðsins renna til þeirra sveitarfé-
laga sem eiga aðUd að fuUtrúaráðinu
í hlutfaUi við brunatryggingaiðgjöld
fasteigna í sveitarfélaginu á vátrygg-
ingaáiinu október 1992 tU 1993.
Lögfræðiprófessoramir telja að
löggjafarvaldinu hafi verið heimilt
að setja þessar leikreglur um slit
félagsins með lögum sem tóku gildi
árið 1994 og þar sem þau lög hafi
ekki stangast á við eignarréttará-
kvæði stjómarskrárinnar hafi ekki
stofnast til bótaskyldu við laga-
setninguna.
Með sama hætti sé ekkert því til
fyrirstöðu að löggjafinn taki nú
ákvörðun um að slíta félaginu í
samræmi þetta ákvæði frá 1994
eins og frumvarp þingmannanna
fimm gerir ráð fyrir að gert verði.
Prófessorarnir telja að það breyti
engu þar um að það sé löggjafinn
en ekki fulltrúaráð félagsins sem
taki ákvörðun um að slíta félaginu
samkvæmt frumvarpinu.
Framvarp þingmannanna hefur
farið í gegnum 1. umræðu í Alþingi
og hefur verið vísað til efnahags-
og viðskiptanefndar þingsins.
Afgreiðslutími vmveitingastaða
Leyfí til lengri
opnunar seld
Aukið sjálf-
stæði HA
BJÖRN Bjamason mennta-
málaráðherra kynnti ríkis-
stjórninni í gær framvarp til
laga um Háskólann á Akur-
eyri. Framvarpið felur í sér
breytingar á skipulagi há-
skólans til samræmis við
ákvæði háskólalaganna sem
tóku gildi 1. janúar síðastlið-
inn.
Björn Bjamason mennta-
málaráðherra sagði í samtali
við Morgunblaðið í gær að
framvarpið fæli í sér aukið
sjálfstæði Háskólans á Akur-
eyri í samræmi við breyting-
arnar á háskólalögunum.
Að öðru leyti vildi hann lít-
ið tjá sig um efni frumvarps-
ins, sem ekki hefur enn verið
kynnt þingflokkum. Ráð-
herra sagði að frumvarpið
yrði væntanlega einungis
kynnt Alþingi í vor.
BORGARRÁÐ hefur samþykkt að
heimila tilraun í tólf mánuði með
sveigjanlegan afgreiðslutíma á vín-
veitingahúsum í Reykjavík. Gert er
ráð fyrir að hluti veitingahúsa geti
keypt leyfi til afgreiðslu lengur en til
kl. 3 aðfaranótt laugardags og sunnu-
dags. Tilraunin hefst 1. júlí n.k.
Gert er ráð fyrir að tilraunin verði
metin eftir 12 mánuði og niðurstöð-
ur nýttar til frekari stefnumótunar.
Forsendur þess að tilraunin verði
gerð, eru að nauðsynlegar breyting-
ar verði gerðar á samþykktum og
reglugerðum og tilraunin samrýmist
nýjum lögum, sem unnið er að um
vínveitingahús. Að lögreglustjóri fái
ótvíræðar heimildir til afskipta af
starfsemi þeirra vínveitingahúsa
sem opin verða lengur og geti án
fyrirvara afturkallað leyfi þeirra. Að
löggæslunni verði búin aðstaða til
öflugs eftirlits. Að þeir staðir sem
heimild fá til lengri opnunar valdi
ekki hávaðamengun og mannsöfnuð-
ur utan við þá varði leyfissviptingu.
Loks að frekari úthlutanir vínveit-
ingaleyfa taki mið af því að ekki
raskist frekar en orðið er jafnvægi
milli verslunar, veitingahúsa og
íbúðabyggða í miðborginni.
Borgarráð samþykkti jafnframt að
skipa þriggja manna verkefnisstjóm
til undirbúnings og eftirlits með til-
rauninni. Stjórninni er ætlað að
leggja fram endanlegar tillögur um
fyrirkomulag sveigjanlegs opnunar-
tíma fyrir borgarráð fyrir 1. júní n.k.
Frá þeim tíma tekur borgarráð við
afgi'eiðslu nýrra umsókna um vín-
veitingaleyfi. Samþykkt var að til-
nefna Steinunni Valdísi Óskarsdótt-
ur, Helga Hjörvar og Guðlaug Þór
Þórðarson í verkefnisstjórnina.