Morgunblaðið - 14.03.1998, Qupperneq 8
8 LAUGARDAGUR 14. MARZ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
EF þér takið pakkalán upp á milljón með öllu, stöng, vöðlum, maðki, flugum, háf og leiðsögn, þá
er það vaxtalaust allt veiðitímabilið. Frábær þjónusta, finnst yður ekki...
Þórarinn Jónasson, hestabóndi í Laxnesi
Óttast að sóttin berist
senn í hrossin sín
ÞÓRARINN Jónasson, sem rekur
hestaleigu að Laxnesi í Mosfellsbæ,
segir að það myndi skaða rekstur-
inn mjög illa ef hestasóttin skæða
bærist í hross hans. Hestaleiga
hans hefur enn sem komið er slopp-
ið við sóttina enda hefur hún enn
ekki borist upp í Mosfellsdalinn
sjálfan. Þórarinn óttast hins vegar
að senn verði þar breyting á.
Viðskipti á hestaleigu Þórarins
jukust eilítið í kjölfar þess að loka
þurfti nokkrum hestaleigum vegna
sóttarinnar en það segir Þórarinn
að sé sennilega skammgóður vermir
íyrir sig. Hann telur lítinn vafa
leika á því að þjónusta við ferða-
menn nú í sumar eigi eftir að skað-
ast mikið ef ekki fer að rofa til bráð-
lega og sóttin að ganga yfir. ís-
lenski hesturinn væri orðinn það
stór þáttur í ferðaþjónustu íslend-
inga.
Þórarinn rekur eina stærstu
hestaleigu landsins og er nú með
um 100 hesta á járnum. Mest sinnir
hann hótelgestum úr Reykjavík,
sem fara vilja stutta reiðtúra, svo og
fyrirtækjum og einstaklingum á
höfuðborgarsvæðinu. Hann segir að
mikið sé um pantanir og að það yrði
afar bagalegt ef hann þyrfti að loka
hjá sér.
„Maður vonar auðvitað að þetta
komi ekki hérna upp eftir því mörg
hundruð pantanir hafa borist fyrir
mars- og aprílmánuð. Ef hestasóttin
bærist hingað myndi það skaða gíf-
urlega viðskipti mín því ég er með
100 hesta í húsi. Því miður held ég
þó að fyrr eða síðar berist þetta til
mín, ég er bara að vona að það verði
ekki fyrr en í sumar þegar ég get
haft hestana úti.“
Samkomulag um frístundastarf unglinga í Garðabæ
Lífstækni,
náms- og
starfs-
kynning
BÆJARSTJÓRINN í Garðabæ,
Ingimundur Sigurpálsson, og
skólameistari Fjölbrautaskólans f
Garðabæ, Þorsteinn Þorsteins-
son, undirrituðu í vikunni sam-
komulag um framkvæmd og
markmið frístundastarfs ung-
linga á framhaldsskólaaldri í
bænum.
í samkomulaginu er lögð
áhersla á fjölbreytt, skapandi
og þroskandi kvöldstarf fyrir
allt ungt fólk á framhaldsskóla-
aldri og sérstaklega mikilvægt
er taiið að leita að og ná til
þeirra unglinga sem eru illa
staddir félagslega og/eða hafa
hætt námi, og tengja þá við
kvöldstarf sem fram fer í hús-
næði fjölbrautaskólans í sam-
vinnu við nemendafélag FG,
Morgunblaðið/Golli
ÞORSTEINN Þorsteinsson skólameistari, Ingimundur Sigurpálsson
bæjarstjóri og Brynjar Kjærnested gjaldkeri við undirritun samkomu-
lags um frístundastarf unglinga í Garðabæ.
undir stjórn og umsjón for-
stöðumanns Garðalundar.
Kvöldstarfið verður tvisvar í
viku, á þriðjudögum og fimmtu-
dögum kl. 19-23 í húsnæði Fjöl-
brautaskólans í Garðabæ.
Ætlunin er að ná til þeirra
unglinga á framhaldsskólaaldri í
Garðabæ sem hætt hafa námi,
með það að markmiði að kanna
stöðu þeirra og bjóða þeim viðtöl
við námsráðgjafa, þátttöku í fé-
Iagsh'fi, námskeið og aðgang að
einstökum námsgreinum í FG.
Meðal þess sem boðið verður
upp á er námskeið í lífstækni, en
það tekur til sjálfstyrkingar,
samskipta, markmiðssetningar,
sjálfsmats, áhugamála, hæfni,
hópeflis og náms- og starfskynn-
ingar.
Samkomulagið gildir til 1. jan-
úar 1999 og munu samningsaðil-
ar þá meta, að fenginni reynslu,
hvort framhald verður á verkefn-
inu.
Styrktarsýning í Háskólabíói fyrir Eir
Höfum helgað
okkur vímu-
efnavörnum
Camilla Th. Hallgrímsson
Lionsklúbburinn Eir
stendur fyrir kvik-
myndasýningu í fjár-
öflunarskyni í aðalsal Há-
skólabíós á þriðjudaginn
kemur klukkan 20.
Sýnd verður kvikmyndin
Boxer með Daniel Day
Lewis og Emily Watson
sem er örlagarík ástarsaga
og var opnunarmynd á
kvikmyndahátíðinni í
Berlín. Leikstjóri myndar-
innar er Jim Sheridan sem
meðal annars leikstýrði I
nafni föðurins og Vinstra
fætinum. Camilla segir að
fleiri hafi þegar séð þessa
mynd en sáu Vinstra fót-
inn, eða My Left Foot, á
sínum tíma. Sögusviðið er
Norður-írland og átökin
sem þar geisa.
Félagskonur Eirar, sem
eru milli 30 og 40, selja miðana
sjálfar en hægt verður að kaupa
sig inn á sýninguna í bíóinu á
þriðjudag. Tónlistarmaðurinn
Bubbi Morthens kemur fram
áður en sýning myndarinnar
hefst og gefur vinnu sína að
sögn Camillu.
- Hvers vegna standið þið
fyrir þessari kvikmyndasýn-
ingu?
„Okkur sem stofnuðum
Lions-klúbbinn Eir fyrir 13 ár-
um fannst að við yrðum að hafa
eitthvert baráttumál. Því var
ákveðið að barátta okkar myndi
beinast gegn eiturlyfjum og að
við myndum helga okkur vímu-
efnavörnum í framtíðinni. Við
fórum á fund lögreglunnar, um-
sjónarmanna unglingaheimila
og allra sem okkur datt í hug til
þess að afla vitneskju um um-
fang vandans á íslandi.
Satt að segja trúði fólk okkur
ekki þegar við fórum að greina
frá því sem við komumst að fyr-
ir 13 árum. En þá voru um 40
útigangsbörn á Reykjavíkur-
svæðinu sem sváfu í kofum,
skipum eða hvar sem var og
voru mörg hver komin út í eit-
urlyfjaneyslu. Þessu vildi eng-
inn trúa.
Við vildum beina öllum kröft-
um okkar í þessa átt og gera
það sem við gátum og vorum
svo lánsamar að komast í sam-
band við Friðbert Pálsson í Há-
skólabíói sem lofaði
okkur einni frumsýn-
ingu á ári en hún er
yfirleitt er í mars.
Hann gefur okkur
sem sagt sýninguna
og það eina sem við
þurfum að gera er að selja mið-
ana. Allur ágóðinn rennur síðan
til vímuefnavarna, að undan-
skyldum auglýsingakostnaði.
Þannig að þetta eru að minnsta
kosti orðnar um 5-6 milljónir
frá upphafi."
- Hvernig hefur þeim fjár-
munum verið varið?
„Við byrjuðum á því á sínum
tíma að snúa okkur til fíkniefna-
lögreglunnar og keyptum
handa þeim hátæknibúnað, til
dæmis myndavél, en fénu er
varið til mismunandi málefna á
hverju ári.
Annað dæmi er Krísuvíkur-
samtökin. Við lögðum til fé og
mikla vinnu þegar þau voru sett
á fót, fórum allar með börn og
maka, hjólbörur og skóflur og
► Camilla Th. Hallgrímsson
fæddist í Reykjavík árið 1945.
Hún lauk kvennaskólaprófi
árið 1962 og stundaði nám í
listdansi í Kaupmannahöfn
og London. Hún rekur heild-
verslun og ÓM-búðina ásamt
eiginmanni sínum Ólafi Má
Ásgeirssjmi dúklagninga-
meistara og eiga þau hjónin
tvö börn. Camilla hefur starf-
að lengi í Lions-hreyfíngunni
og er formaður Eirar og
varaformaður Iþróttasam-
bands fatlaðra.
mokuðum út glerbrotum og
lambaskít og máluðum her-
bergi. Einnig gáfum við ýmsa
hluti til starfseminnar en lögð-
um aðallega fram vinnu. Við
höfum ræktað tengslin við stað-
inn og mætum á hverju vori til
þess að gróðursetja."
- Er hreyfingin með fleiri slík
málefni á döfínni?
„Lions-hreyfingin er með
átak sem nefnist Lions Quest
og þar er um að ræða nokkurs
konar forvarnarkennslu. Lions-
klúbburinn Eir hefur sett dálít-
ið fé í þetta verkefni. Námsefn-
ið heitir Að ná tökum á tilver-
unni og er kennt í 12 ára bekk
grunnskóla. Við höfum átt sam-
starf við Vímulausa æsku og
lagt fjármuni til þess að prenta
fleiri bækur svo eitthvað sé
nefnt. Einnig studd-
um við starfið á Tind-
um þegar opið var
þar.“
- Hvemig verður
peningunum varið í
ár?
„Við erum með sérstaka vímu-
vamanefnd sem hefur verið að
skoða ýmis málefni en endanleg
ákvörðun hefur ekki verið tekin.
Við munum að minnsta kosti
koma til með að styrkja Lions-
Quest og Vímulausa æsku áfram
því verið er að gefa út aðra bók
fyrir 14 og 15 ára unglinga sem
tengist ofbeldi og kennir þeim að
stilla sig og tala saman í stað
þess að ráðast á næsta mann.
Verkefnið Lions-Quest hefur
verið mjög gagnlegt því ungu
fólki er kennt að meta sjálft sig
og hafa sjálstæðar skoðanir og
að segja nei. Það getur komið
þeim til góða á mörgum sviðum
til dæmis gegn jafningjunum ef
þeir hvetja til reykinga eða ann-
arrar vímuefnaneyslu.“
Hafa safnað
5-6 milljónum
með bíósýn-
ingum